Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 5674
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1973198
Samtals gestir: 83889
Tölur uppfærðar: 30.4.2025 02:21:10

Færslur: 2025 Apríl

14.04.2025 17:24

Hér er fjörið

Vinnufólkið okkar í morgun heart

Frændsystkin. Og ömmu og afa gullmolar

 

Smá útivera í dag. Það voru gerðir svakalega stórir snjóboltar

 

 

 

 

 

 

Hér eru mjög margir Skógarþrestir og Starar. Við erum

dugleg að gefa þeim

 

 

 

Merkti Starinn okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.04.2025 18:05

Undirbúningur fyrir sauðburð

Við færðum afrúllarann og settum gólfið fyrir

einstaklingsstíurnar inn

 

Garðarnir komnir niður á gólf

 

Afrúllarinn kominn á sinn stað

Þórður keyrði á móti einum ömmu og afa gullmola, í morgun.

Hann fór í Staðarskála. Hann ætlar að gista hjá afa og ömmu

í nokkra daga

Allt autt í morgun, en nú er kominn snjór. Margir þrestir og

Starar í garðinum okkar

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.04.2025 16:44

Geggjað veður í dag

Við vorum að dunda okkur í fjárhúsunum í allan dag.

Krakkarnir dunduðu sér í leik. Þessir voru að drullumalla

Og þessi voru að leika sér með segla

Nafna mín, elsku ömmugullmoli kom til okkar í dag og ætlar

að gista kannski í þrjár nætur

Svakalega gott veður í dag. Við drukkum úti

Matarborðið er kannski ekki glæsilegt, en á misjöfnu þrífast

börnin best

 

Þegar maður borðar kleinuhring með glassúr á, já eða borðar

bara glassúrinn, þá er gott að geta bara labbað inn í fjárhús

og gefið kindunum kleinuhringinn

Litfríð tók vel á móti kleinuhringnum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.04.2025 19:25

Margt sniðugt á Temu

Þessir snagar voru pantaðir á Temu. Flottir fyrir lykla

 

Flottir snagar. Við erum búin að setja þá upp á vegg

Og fuglahúsin sem pöntuð voru á Temu eru komin upp. Ég

hef trú á því að Maríuerla verpi í þau. Vonandi gerir hún það

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.04.2025 17:55

Árshátíð Þelamerkurskóla

Í dag var árshátíð bæði í Þelamerkurskóla og Hlíðarskóla. 

Við fórum á þær báðar. Að vísu þurfti ég að fara áður en

atriðið Rikka var, því árshátíðin í Þeló var að byrja. Við 

Þórður skiptum liði. Ég fæ sendan link til að geta séð atriðið

 

Víkingur

Og þarna er Alexander

Þeir stóðu sig mjög vel allir þrír

Við fengum okkur svo að borða eftir sýninguna

Við þurftum að bæta einu farartæki við, því gæsirnar voru

komnar þarna syðst á túnið. Þetta virkar 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.04.2025 14:12

10-12 dagar

Sauðburður er alveg að skella á. 10-12 dagar. Við ætlum að

vinna í fjárhúsunum um helgina og aðeins að undirbúa fyrir

sauðburð. Setja upp einstaklingsstíur og dunda eitthvað

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.04.2025 17:43

Sumarveður í dag

Veðrið í dag var mjög gott, eða bara sumarveður

Þórður tók á það ráð að fara með vélina á nýræktina, til að

fæla frá gæsir sem gerðu sig heimakomnar og voru farnar

að bíta grasið

Hann fór líka með fjórhjólið og viti menn, þetta virkar. Það

eru engar gæsir á nýræktinni, en fjöldi af þeim á næsta túni

 

Trampólínið notað í dag í þessu góða veðri

 

Kaffitíminn hafður úti

 

Algjört stuttbuxnaveður í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.04.2025 18:16

Umfelgunarvél

Ingi að græja umfelgun á bílnum sínum. Hann er kominn 

með umfelgunarvél og ballanseringarvél. Nú þarf maður

ekki að fara á dekkjaverkstæði til að umfelga

Við keyptum trampólín í dag og það var sett upp

 

 

 

Og svo var hoppað í smá tíma. Það verður hoppað meira á

morgun

Um að gera að nota góða veðrið fyrir góða útiveru

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.04.2025 16:16

Aðeins að flokka féð

Við flokkuðum aðeins í morgun, féð. Við tókum frá ær sem

eiga að bera 3. maí og seinna og settum þær í þessa kró,

þarna fyrir innan þessar geldu ær

Núna er vel rúmt á þessum. Þetta eru ær sem eiga að bera

21. apríl til 2. maí, og líka þær sem eru ekki með dagsetningu.

Þær eru bara fimm

Svo eru það gemlingarnir. Við tókum þrjár frá, sem sónuðust

með eitt, en það voru að drepast í þeim. Við settum þær þarna

fyrir innan, þar sem smálömbin/sumrungarnir eru

Við fórum ekki á skíði í dag, en við fórum í sund á Þeló.

Ökumaðurinn var enginn annar en Damian. Já hann er 

farinn að keyra um allt með mann með sér

Þessi er svo ótrúlegur. Hann fer flipp stökk eins og að 

drekka vatn. Það er alveg sama hvað hann gerir, hann getur

allt. Hér koma tvö stökk

 

 

 

 

Aðeins verið að leika sér úti, áður en tölvutíminn byrjar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.04.2025 17:31

Seinni sprautan gegn lambablóðsótt

Við sprautuðum allt féð seinni sprautuna gegn

lambablóðsótt, í morgun. Nú eru 14 til 16 dagar í sauðburð

Damian er kominn með æfingarleyfi. Þórður fór með hann

í akstursæfingu í morgun og guttinn stóð sig vel

Ég fór með þrjá á skíði í dag. Veðrið var æðislegt, en það var

betra í gær. Snjórinn er orðinn blautur og það var verra færi

í dag en í gær

 

 

 

Ég fór með Alexander í stólalyftuna. Hann vildi hvíla sig á

skíðum og vera með mér smá stund. Við löbbuðum svo 

niður, já og renndum okkur á rassinum niður bröttustu

brekkuna

 

 

 

 

 

 

Alexander töffari

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.04.2025 18:01

Hlíðarfjall

Ég fór með þá alla fjóra í fjallið í dag 

Það er síðasti séns að geta farið í fjallið, því vorið er að skella

á. Veðrið í dag var alveg svakalega gott

 

 

 

 

Ég var nú bara á stuttermabol og var samt að kafna úr hita

 

Alexander braut ísinn og fór í stólalyftuna. Hann hefur ekki

fengist til að fara í hana hingaðtil. Hann fór margar ferðir 

með Damian og fannst það mjög gaman

Ég fékk mér göngutúr upp í Strýtuskálann

Og keypti franskar og gos handa strákunum

Svo átti ég eftir að labba niður. Það tók á, því fæturnir á mér

eru ekki í góðu standi

Þetta var sko góð útivera í dag heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.04.2025 15:45

Hvítt og "svart"

Á leiðinni frá Akureyri og heim (Möðruvellir)

Þvílíkur munur að sjá. Allt hvítt á Akureyri og hlíðinni, en

allt marautt á Möðruvöllum. Hér koma myndir sem sýna það

 

 

 

Allt hvítt

Allt hvítt niður að sjó, í hlíðinni

Þarna sést auða línan. Mynd tekin frá Moldhaugnahálsinum

 

 

Allt autt heima

Hörgáin

 

Allt marautt

 

Það er vetur á Akureyri, en vor á Möðruvöllum

Heiðagæs hér á túnum

Og Helsingi

Helsingi og Heiðagæs

Rjúpa. Ég held að þetta sé karlfugl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.04.2025 18:24

Snjóléttur vetur

Það var allt autt í gær, en í morgun var allt hvítt. Svo seinni

partinn var allt orðið autt

Mjög snjóléttur vetur

Snjótittlingar. Þeir voru ekki í gær þegar allt var autt. Komu

svo í morgun þegar allt var hvítt. Svo voru þeir órólegir 

þegar snjórinn fór seinni partinn í dag

Snjótittlingar

Skógarþröstur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.04.2025 19:23

20 dagar

Nei sauðburður er ekki byrjaður hér, en hann byrjar eftir 

20 daga yesyes  Ég er orðin frekar spennt smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

16 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

18 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

16 daga

Tenglar

Eldra efni