Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1750
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 11587
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 2827819
Samtals gestir: 92867
Tölur uppfærðar: 5.12.2025 04:23:03

04.12.2025 19:34

Ljósakrossinn kominn á leiðið

Við settum ljósakrossinn á leiðið hjá elsku litla gullinu okkar,

í dag

Þetta er tíunda árið sem krossinn er settur hjá honum

Blessuð sé minning þín elsku gull

 

 

Molinn kveður

 

 

03.12.2025 19:01

Komnar 41 á fangskrá

Þessi mynd var tekin í morgun með fjárhúsmyndavélinni og

allar í slökun

Og þessi mynd var tekin eftir kvöldgjöf.

6 skráðar í dag og þá eru þær komnar í 41

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.12.2025 18:24

Rólegt í dag

Rólegt í dag hjá hrútunum. Alls komnar 35 sem við erum 

búin að skrá fangdagsetningu á

 

 

 

 

 

Molinn kveður

01.12.2025 19:40

13 ára afmælisdrengur

Nú er Alexander okkar orðinn 13 ára. Já hann á afmæli í

dag. Hann kom veikur heim úr skólanum. Hann fékk

þessi flottu föt

Og hann fékk þessa flottu úlpu. Hann fékk fleiri pakka

Elsku Alexander, til hamingju með árin þrettán

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.11.2025 18:45

1. í aðventu

1. í aðventu og þá eru aðventuljósin sett upp

Ég setti meira upp en þau. Ég kláraði báða eldhúsgluggana

Ég þurfti að setja upp tvær stangir, því við erum búin að fá

svo marga platta frá börnunum hennar Guðrúnar

Þessi gluggi klár

Uppáhalds jólaskrautið mitt. Við fengum þetta frá þeim í

fyrra

Svona líta eldhúsgluggarnir út, að utan

Svo fylgist ég með fjárhúslífinu í gegnum myndavélarnar.

Það voru 3 að ganga í dag. Lítið að gera hjá hrútunum í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.11.2025 18:58

Fengitíminn á fullu

Hrútarnir standa sig vel. 9 ær í gær og 12 ær í dag. Komnar

21 sem eru búnar að ganga

Galsi með þrjár 

Púki að afgreiða eina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.11.2025 18:31

Hrútarnir settir í ærnar í dag

25-741 Mjalli er með 14 ær

24-735 Fenox er með 21 ær

24-733 Púki er með 15 ær

25-740 Þráður er með 17 ær

25-745 Aragon er með 11 ær

25-738 Max er með 6 ær

24-731 Galsi er með 10 ær

25-744 Emax er með 2 ær

25-739 Eljar er með 2 ær

25-743 Mímir er með 4 ær

 

Sauðburður ætti þá að byrja 20. apríl 2026 smiley

 

 

Það voru 9 ær að ganga í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.11.2025 19:10

Senn líður að 1. í aðventu

Við kveiktum útijólaljósin á afmælinu hans Þórðar. Nú líður

að 1. í aðventu og þá byrja ég að skreyta í gluggana og setja

upp aðventuljósin. Svo held ég áfram að skreyta fyrir jólin

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.11.2025 19:17

Elsku Maddi

Í dag kvöddum við í hinsta sinn, vin okkar, Madda.

Jafnaldri minn sem fór alltof fljótt.

Blessuð sé minning þín elsku vinur heart

Elsku Inga og fjölskylda megi guð veita ykkur styrk

í gegnum erfiða tíma og sorg heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.11.2025 17:13

Hangikjötið sótt úr reyk

Kveðja úr fjárhúsunum

 

Við náðum í hangikjötið í morgun. Búin að saga það niður

og ganga frá því í frost. Svakalega flott kjöt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.11.2025 19:17

Nafna mín

Nafna mín kom og gisti eina nótt hjá ömmu og afa

Hér er hún að gefa Elízu brauð

Þessi kom við í bakaríinu og nældi sér í eina brauðsneið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.11.2025 20:51

Afmæli í dag

Það er ekki hægt að sjá að þessi maður, sem er eiginmaður

minn, sé orðinn 75 ára. Já hann er 75 ára í dag.  Þetta er besti

vinur minn. Við eigum svo vel saman. Sömu áhugamál,

heimakær og bestu vinir og erum ALLTAF saman.  Ég elska

hann endalaust. Hann er afi og langafi, ásamt því að vera með

þrjá stráka í skóla, geri aðrir betur.  Til hamingju með afmælið

elskan mín heartheartheart

Þarna líður okkur vel

 

Í tilefni dagsins, þá tendruðum við jólaljósin

 

Þessi dagur er búinn að vera góður eins og svo margir dagar

hjá okkur heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.11.2025 18:23

Ljós í fjárhúsin, dagur 2

Svona var þetta áður en við settum upp ljós í morgun

Svona var þetta eftir 4 ljós, sem við settum upp í morgun

Svo eftir hádegi, þá settum við upp síðustu 4 ljósin. Svona

var þetta eftir það. Búin að setja upp 12 ljós smiley

Nú er orðin góð birta í fjárhúsunum

Svona var þetta áður en við byrjuðum að setja ljósin upp

Þarna erum við að setja upp ljósin fyrir miðju húsi. Ég þurfti

að fara mun hærra upp í stiganum

Gott að þetta er búið. Mynd tekin úr eftirlitsmyndavélinni

Þessar fylgdust vel með okkur við ljósavinnuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.11.2025 16:26

Ljós í fjárhúsin

Við settum upp 4 ljós, af 12 ljósum, upp í morgun.

Við keyptum 12 ljós í haust til að setja upp í

fjárhúsunum. Gömlu ljósin voru orðin úrelt og 

alltaf að bila

Fyrir

Eftir

Þarna er eitt ljós komið upp

Mynd tekin með eftirlitsmyndavél

 

 

Fyrir

Eftir

 

Það verður eitthvað þegar við verðum búin að setja upp

8 ljós í viðbót 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.11.2025 17:47

Nokkrar samanburðarmyndir

Mynd tekin 15. júní 2024.  24-075 Valka

Mynd tekin 8. október 2024.  Valka

Mynd tekin 29. september 2025.  Valka

Og mynd tekin í dag, 20. nóvember 2025.  Valka

Hrútarnir eru rólegir og hvíla sig fyrir törnina sem er

framundan hjá þeim

Lömbin eru að flýta sér að stækka

Gemlingarnir

Veturgömlu ærnar

Veturgömlu ærnar

Ánægðar með gjöfina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

2 mánuði

21 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

4 mánuði

24 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

10 mánuði

22 daga

Tenglar

Eldra efni