Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1141
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 2640805
Samtals gestir: 92001
Tölur uppfærðar: 13.10.2025 00:45:33

12.10.2025 19:28

Hrúta kaup

Forystuærnar okkar

Við vorum að kaupa þennan hrút, sem á að sinna þeim á

fengitímanum. Hann er frá Önnu og Gunnari Sandfellshaga.

Mjög flottur forystuhrútur

Við vorum líka að kaupa þennan hrút. Hann er R171 og er

frá Þúfnavöllum

Svona var þetta í morgun

Og gæsirnar að fljúga í bjarmanum

Fallegt

Gimbrin sem fæddist 25. september. Hún er að flýta sér að

stækka

 

 

Molinn kveður

 

 

11.10.2025 16:36

Fé heimt af fjalli

Þessi kind (Þrýstin) var óþekk í göngunum og var skilin eftir

inn á Myrkárdal. Hún náðist í dag. Daddi á Myrkárbakka

náði henni og setti hana inn á tún á Myrká

Við fórum að kíkja á hana og ég náði mynd af lambinu. Þetta

er flott gimbur og hún er með T137. Nú vantar okkur bara

tvö stök lömb af fjalli. Það er ekki mikil von um að þau skili

sér. Líklegast hafa þau drepist

Við fórum í skírn í Ólafsffirði í dag. Það var verið að skíra

Hörpu Sól, Stefaníu og Sólveigardóttir

Fallegar mæðgur

Ríkidæmi heart Falleg fjölskylda heart

Þvílík flott og góð veisla

Skírnartertan

Frændurnir Þórður og Ármann. Ármann er móðurbróðir

Þórðar

Strákarnir flottir og góðir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.10.2025 18:43

Myndataka

Nú þarf ég að klára myndatökuna á lömbunum sem verða

sett á, áður en þau verða rúin. Við erum búin að taka öll

lömbin og hrútana á hús. Það er ekki enn komið á hreint

hvað verður sett á

 

 

 
 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.10.2025 19:20

Samanburðar myndir

Myndir teknar 27. maí og 17. september. Hrútur undan 

18-402 Rikku og 24-734 Garp. Hann er með R171

Myndir teknar 21. maí og 19. september. Hrútur undan

19-463 Linsu og 24-731 Galsa. Hann er með R171

Myndir teknar 26. maí og 8. ágúst. Hrútur undan

22-019 Krukku og 23-720 Valver. Arfgerðin hans er T137

 

Þessir hrútar eru allir farnir frá okkur. Gaman að sjá hvað

þeir breytast með aldrinum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.10.2025 18:24

Bleikur október

Svona var þetta í morgun

Já fallegt. Það er líka bleikur október

Við erum farin að beita kindunum á túnið fyrir neðan

íbúðarhúsin. Þær eru fljótar að læra á þetta og bíða við 

hliðið á morgnana 

Fara allar á betri beit. Þegar þær eru orðnar saddar, þá koma

þær aftur til baka

Þessi ömmu og afa gullmoli kom í heimsókn og ætlar að

gista eina nótt. Hún býr í Noregi heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.10.2025 18:01

Fult tungl

Fullt tungl í dag

Lömbin tæta í sig tugguna. Þau eru öll búin að læra að fara 

á garðann og éta. Þau eru útblásin af áti. Gaman að vera 

búin að taka þau á hús

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.10.2025 17:53

Ferð á Krókinn

Við fórum á Krókinn til að ná í kjötið okkar. Dagurinn fór

allur í það og að ganga frá því. Nóg til í kistunum smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.10.2025 04:03

Fóa

Fóa og afkvæmin hennar

17-376 Fóa. Hér koma nokkur afkvæmi hennar. Hún er búin

að reynast okkur vel. Hún er með arfgerð H154. Það hefur

hvert einasta lamb hennar farið í E, nema eitt og það fór í U

20-496 Fnjósk, undan Fóu. Hún er líka með H154. Faðir hennar

er 16-820 Viddi. Hún hefur átt mörg lömb og öll fóru þau í U,

nema eitt sem fór í E. Við settum hrút á undan henni í fyrra

og það er hann 24-735 Fenox

23-941 Fastus. Hann er undan Fóu og 22-717 Vívalda. Hann

var tekinn á sæðingarstöð í fyrra. Hann er bæði með T137

og H154

Þessi er á móti Fastusi og fór í Skagafjörð haustið 2023. 

Hann er með T137

24-066 Ferja, undan Fóu og 23-724 Arró. Hún er með R171 

og H154. Hún var tvílembd í vor og skilaði 45 og 31 kg.

lömbum. Þau gengu bæði undir henni

24-067 Flóra. Hún er á móti Ferju. Hún er líka með R171 og

H154. Hún var einlembd og skilaði 49 kg. lambi

Svo eru það þessar systur undan Fóu og 24-737 Þyt. Þessi

er með R171 og H154

Þær eru óskírðar og við eigum eftir að gefa þeim númer. 

Þessi er með H154

Þess má geta að 10-030 Flekka mín var langamma hennar

Fóu

Hér er ættartréð hennar Fóu. Það er mikil eftirsjá í henni.

Hún þurfti að fara greyið vegna aldurs

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.10.2025 18:49

Mórauði/móflekkótti stofninn okkar

18-439 Hilda, hlutlaus

22-018 Kópelía, hlutlaus

22-019 Krukka, hlutlaus

22-022 Skúta, N138

23-040 Skrúfa, H154

23-042 Tesla, H154 og N138

23-053 Lúpína, T137

Óskírð, T137

Óskírð, hlutlaus

Óskírð, hlutlaus

Rúna, arfhrein T137

Óskírð forystugimbur, N138

 

Þessi stofn er flottur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.10.2025 17:44

Lömbin okkar

Þau eru farin að bíða eftir að fá hey. Orðin svo dugleg að

éta

Hér raða þær sér á garðann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.10.2025 18:55

Smá pæling

Þetta er hún 24-075 Valka. Svakaleg breyting á einu ári

Mynd tekin 8. október 2024

Mynd tekin 20. janúar 2025

Mynd tekin 3. febrúar 2025

Og mynd tekin 22. september 2025 og græni liturinn er enn

á horninu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.10.2025 18:43

Tókum lömbin á hús

Við rákum féð inn í dag og flokkuðum lömbin, sölulömb,

ásetning og lömb í léttari kantinum

Við erum mikið að hugsa um að hafa þau bara öll inni. Við 

eigum eftir að setja eitthvað af lömbunum í sláturhús. 

Loka ásetningur á eftir að koma í ljós

Ég fylgist með þeim í myndavélinni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.09.2025 13:24

Sláturtölur

Vigtarseðillinn er kominn.

Meðalvigt á 107 lömbum er 19,35 kg

Gerðin 10,0

Fitan 7,1

Fljúga yfir féð og athuga hvort allt sé í lagi

Gimbur undan 24-076 Rist og 24-736 Lúða. Hún er arfhrein

T137

Systir hennar og hún er líka arfhrein T137

Gimbur undan 22-018 Kópelíu og 23-720 Valver. Hún er

með T137

Forystugimbur undan 23-044 Eyvör og 23-737 Maxímus.

Hún er með N138

Gimbur undan 20-498 Hriflu og 24-731 Galsa. Hún er með

R171

Gimbur undan 17-376 Fóu og 24-737 Þyt. Hún er með H154

Systir hennar og hún er með R171 og H154

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.09.2025 19:20

Vigtin á lömbunum

Svona var þetta kl. 7 í morgun

Þessi var 48 kg. í gær. Hún er þrílembingur undan

22-019 Krukku og 23-720 Valver. Krukka gekk með þau öll.

Hún er hlutlaus, en við ætlum að setja hana á

Þessi gimbur undan 24-067 Flóru og 24-737 Þyt, var 51 kg.

í gær. Hún er arfhrein R171. Hún verður sett á

 

Við vigtuðum 179 lömb í gær og meðalvigtin á þeim var

45,1 kg. Það er með öllum sumrungunum. Það voru farin

frá okkur (sölulömb) 6 lömb sem voru yfir 50 kg.

Þyngsta lambið var 67 kg. Það voru 61 lömb sem voru 50 kg.

og yfir. Það eru þá 67 lömb sem eru 50 kg. og yfir, af

185 lömbum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.09.2025 20:27

Lömbin vigtuð

Við vigtuðum öll lömbin og tókum frá sláturféð. Við eigum

eftir að lesa vigtina inn í fjárvís. Gerum það á morgun. 

Sláturféð fer frá okkur á morgun og verður slátrað á

þriðjudaginn. Læt eitthvað hér inn á morgun um það

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

29 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

3 mánuði

1 dag

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

30 daga

Tenglar

Eldra efni