Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1556
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 761
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 2962065
Samtals gestir: 93609
Tölur uppfærðar: 7.1.2026 23:54:24

07.01.2026 20:14

Jólin búin

Nú eru jólin búin og þá slökkvum við á jólaljósunum. Við 

erum líka búin að ganga frá öllu jóladótinu. Alltaf gott þegar

það er búið. Það er frekar mikið myrkur

Allt gott úr fjárhúsunum að frétta

 

 

Molinn kveður

 

 

06.01.2026 18:58

Fuglar

Um leið og snjóar, þá fyllist garðurinn af fuglum.

Snjótittlingar, Auðnutittlingar og Svartþrestir

Þetta er Svartþröstur. Þeir hafa verið tveir hér í vetur. Voru

að vísu þrír, en köttur sem er hér á sveimi drap einn þeirra

Þetta er Álmkraka. Ég verð að ná mynd af honum þessum.

Ég tók þessa mynd bara af netinu

Þetta er Dómpápi og er kominn til Akureyrar. Ég verð að ná

mynd af þessum líka. Tók þessa mynd af netinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.01.2026 17:14

Fótboltastúlka

Allt gott að frétta úr fjárhúsunum. Nú bíður maður bara

eftir fósturtalningunni, sem verður líklegast um miðjan 

febrúar

Íþróttafélagið Þór hefur heppnina með sér, því nafna mín

var að byrja að æfa fótbolta með því félagi. Það verður

gaman að fylgjast með henni því orkan er mikil hjá henni.

Ekki góð mynd, þar sem ég tók skjáskot úr videó af henni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.01.2026 18:17

Fallegt veður, en kalt

Allt autt ennþá. Fallegt veður en frekar kalt þessa dagana

Nú erum við orðin fullmönnuð eftir jólafríið. Damian kom í

dag. Svo er skóli á morgun í Þelamörk, en VMA byrjar ekki

fyrr en 7. janúar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.01.2026 17:22

Fullt tungl

Þessi mynd tekin í morgun

Búið að setja legóið saman, sem var í jólapökkunum

Fullt tungl, tekið á símann

Og þessi líka tekin á símann

Við fórum í 600 klifur í dag

Nafna mín fór létt með að klifra

Komin upp

Öll þrjú að klifra

 

Þessi mynd tekin seinni partinn í dag

Fullt tungl

Tekið út um stofugluggann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.01.2026 20:44

Brenna númer 2

Brenna númer 2. Við leyfðum strákunum að kveikja í smá

drasli/pappa

Við ætlum að verka þetta upp á morgun. Mikil aska. Hver 

veit nema þeir kveiki aftur í pappa á morgun. Þeim finnst

þetta svo gaman

Bræðra hittingur. Pabbi þeirra hefði orðið 99 ára í dag. 

Í tilefni dagsins buðu Simmi og Helga í veislu

Bræðurnir fimm í aldursröð

Himininn kveikti grænt ljós í tilefni dagsins 

Norðurljós í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.01.2026 21:09

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og

komment á síðuna mína, á liðnu ári heart

 

 

Strákarnir með blys

Þórður og Þórhallur að koma stóru tertunum fyrir. Það 

þurfti vinnubílinn til þess, því þær voru svo stórar og þungar

 

 

 

Strákarnir söfnuðu saman ruslinu frá gærkvöldinu og kveiktu

í því. Þeim fannst það ekki leiðinlegt

Þeir voru smeykir fyrst til að byrja með, en svo kom

kjarkurinn og úr varð þónokkur útivera hjá þeim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.12.2025 20:10

Síðasti dagur ársins

Nú er hægt að kveikja á kerti. Það var ekki hægt að kveikja

á kerti á Aðfangadag útaf miklu roki

Gamlárskvöld

Tveir tilbúnir í kvöldið

Þeir fengu að skjóta úr flöskum, á jólatréð

 

Svo var ísveisla áður en við fórum út að sprengja

 

Gangið hægt um gleðinnar dyr

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.12.2025 20:33

Stórar skotkökur

Við fórum og versluðum kökur og skotdót fyrir strákana, í dag. 

Auðvitað versluðum við hjá Björgunarsveitinni Súlum á

Akureyri

 

Þetta verður vonandi flott sýning 

Þessi Smyrill vaktaði litlu fuglana okkar. Hann náði engum

held ég. Hann fór þegar ég myndaði hann

Við tókum hrútinn úr gemlingunum í dag. Við vorum að vísu

búin að taka hann frá þeim, en settum hann aftur hjá þeim,

því það voru þrjár að ganga upp (með nokkra daga millibili).

Nú verður ekki settur hrútur til þeirra aftur smiley

Það smá mjakast að setja bílinn saman

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

29.12.2025 21:24

Rólegir dagar

Allt rólegt í fjárhúsunum. Sem betur fer eru þær ekki að 

ganga upp

Í morgun

Við erum byrjuð að byggja annan bíl. Dagurinn fer bara í

kubbaleik þessa dagana. Gaman verður að sjá þegar þessi

verður búinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.12.2025 19:52

Tveir guttar sameinaðir eftir jólafrí

Annar drengur kominn heim, úr jólafríi. Hann kom í dag.

Þá vantar okkur bara einn, en hann kemur 4. janúar

Alexander fékk kubba í jólagjöf og ég er búin að vera að

setja þetta saman fyrir hann. Það er búið að vera strembið

að raða þessu

En það tókst. Ég verð í því að setja saman næstu daga, því

þeir báðir fengu legó í jólagjöf. Ég verð allavega að hjálpa 

þeim að setja þetta saman

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.12.2025 19:51

Ferð til Ólafsfjarðar

Svona tók himininn á móti okkur í morgun

Við fórum til Ólafsfjarðar í dag. Rikki bróðir stóð fyrir 

jólahitting hjá Lúllasex, á veitingastaðnum Höllinni

Það var ágæt mæting, hefði samt mátt vera fleiri

Það var pitsa og franskar. Algjört sælgæti. Takk fyrir okkur

elsku bróðir

Við komum við í kirkjugarðinum og kveiktum á kertum hjá

ömmu og afa Þórðar og frændum hans

Frændi Þórðar

Afi Þórðar

Amma Þórðar

Og frændi Þórðar (móðurbróðir hans)

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.12.2025 18:57

Hrútaspilið

Við fengum hrútaspilið í jólagjöf. Þetta eru hrútar

sem eru á sæðingarstöðinni

Þessi er frá okkur

Við fengum þennan ömmu og afa gullmola í heimsókn í dag

Hún hjálpaði okkur í fjárhúsunum

 

 

 

Og þarna bíður Elíza eftir að fá brauð í lok gjafar

Svo kom annar ömmu og afa gullmoli og þær frænkur

skemmtu sér konunglega

Fallegar frænkur og ömmu og afa gull

Einn kominn til baka úr jólafríi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.12.2025 18:20

Gleðilega hátíð

Í morgun

Við gátum kveikt á kertum í morgun hjá litla gullmolanum

okkar. Það var enganvegin hægt í gær

Jólatréð okkar

 

 

Við vorum bara tvö í hádeginu að borða hangikjöt

 

Það er furðulegt tíðarfar þessa dagana. Það er algjörlega

autt. Tók nokkrar myndir í dag. Þetta hefur ekki oft skeð

 

 

 

 

Algjörlega snjólaust

 

Við fórum í kirkjugarðinn á Akureyri og kveiktum á kertum

hjá ástvinum okkar

Afi og amma Þórðar heart

Foreldrar Þórðar heart

Frænka Þórðar heart

Mágkona/svilkona okkar Þórðar heart

Litla frænka Þórðar heart

Vinur okkar heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

 

24.12.2025 21:08

Aðfangadagur

Gleðilega hátíð kæru síðuvinir

Við vorum bara þrjú í kvöld. Mjög skrítið. Við töluðum við

alla strákana í myndsímtali, sem var yndislegt heart

Það er búið að vera svo hvasst að það var ekki hægt að

kveikja á kerti, og ekki heldur á leiðunum í kirkjugarðinum

á Akureyri. Þórður náði að setja leiðisskreytinguna á 

leiðið hjá litla gullinu okkar. Við kveikjum á kertum, 

þegar það verður hægt

Það er búið að vera mjög hvasst hér í allan dag

Við fengum þetta fallega jólaskraut

Og það er komið upp heart

Jólakveðja úr fjárhúsunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

3 mánuði

24 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

5 mánuði

27 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

11 mánuði

25 daga

Tenglar

Eldra efni