Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2744
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1831821
Samtals gestir: 82443
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 20:31:49

30.03.2025 19:34

Góður matur í dag

Þessi góði matur var í hádeginu í dag hér hjá okkur. Þetta

er heimaræktað. Alveg sjúklega gott

Auðnutittlingur

Snjótittlingur

Skógarþröstur

Starar

Stari og Skógarþröstur

Starar og Skógarþrestir

Stari. Hann er með merki á sér sem er 700578 eða 7100678

Ég sé það ekki alveg á myndunum sem ég er búin að taka

af honum

Auðnutittlingar að fá sér að borða

Stari og Skógarþröstur

Stari

Stari

 

 

Molinn kveður

 

 

29.03.2025 17:41

Deildarmyrkvi

Helga Dóra systir náði þessari mynd af deildarmyrkvanum

í morgun. Mjög flott mynd hjá henni

Ég fékk leyfi hjá henni til að setja þessar flottu myndir hér

á síðuna mína

Bara tveir hjá okkur þessa helgi. Þeir voru duglegir að hjálpa

okkur í fjárhúsunum

Við fengum okkur göngutúr upp að fjallsgirðingu, í morgun

 

Komin upp að girðingu

Þetta er mynd af sólinni rétt fyrir deildarmyrkvann

Ræsið er að fara illa. Búið að detta úr kantinum, þannig að

ræsið mjókkar. Það er varla hægt að keyra yfir það á traktor

Komin upp að járnhliði

Girðingin í ánni er ekki illa farin eftir veturinn

Og ekki heldur í gilinu. Það hefur ekki verið mikill snjór í 

vetur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.03.2025 19:55

Fóðurstöðvar í garðinum okkar

Við erum með nokkra gjafara, í garðinum, fyrir fuglana.

Hér eru nokkrir

Þessi staukur keyptur á Temu

Þetta fengum við í jólagjöf. Þetta er bað fyrir fuglana, en við

höfum bara gefið fóður í þetta, því vatnið frýs á þessum

árstíma. Við setjum vatn í þetta í sumar

Keypt í Líflandi

Þessi staukur keyptur í Líflandi

Epli, perur og korn

Keypt á Temu

Gjöf frá ömmugulli. Mjög vinsælt hjá fuglunum

Svo voru keypt tvö fuglahús á Temu

 

Við erum að líma pall fyrir framan opið inn í húsin. Þau fara

upp á morgun, í garðinum. Vonandi verpir einhver fugl í þau

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.03.2025 18:33

Fuglarnir okkar

Það var allt snjólaust í gær, en í morgun var komin smá föl

yfir allt og þegar snjórinn kom, þá fylltist garðurinn okkar

af fuglum. Ég held að það hafi aldrei verið svona margir fuglar

hér í garðinum í einu. Ég tók margar myndir og hér koma

nokkrar. Ég leyfi þeim bara að tala sínu máli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var einn óheppinn. Hann flaug á stofugluggann og 

vankaðist

Ég fór og tók hann upp. Hann var ekki svo illa farinn greyið

 

Ég setti hann í fuglahúsið og hann var þar smá stund og

flaug svo þegar hann var búinn að jafna sig

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.03.2025 17:21

Nokkrir gemlingar

24-075 Valka. Hún er með tvö lömb

24-058 Krús. Hún er með tvö

24-071 Rúða. Hún er með tvö

24-082 Arða. Hún er með eitt

24-059 Fregn. Hún er með tvö

Krús

Gemlingar

24-075 Valka. Mynd tekin 8. október 2024

Valka. Mynd tekin 26. mars 2025. Hún hefur aðeins breyst

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.03.2025 19:14

Hefði orðið 12 ára

Þessi fallegi gullmoli hefði orðið 12 ára í dag. Blessuð sé 

minning þín elsku engillinn okkar heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.03.2025 19:58

Fyrsti skógarþrösturinn

Þessi mætti í garðinn okkar, seinnipartinn í dag. Hann er 

frekar úfinn og þreyttur. Líklegast hefur hann verið að koma

til landsins.

Hann byrjaði á að fá sér epli

Það eru nokkrar gimbrar sem eru í þann veginn að verða

gæfar. Þessi (Kara) er nú sérstaklega gæf. Hún er algjört 

gæludýr

 

 

Fallegar gimbrar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.03.2025 19:04

Heimsókn í fjárhúsin

Við fengum hjálp í fjárhúsunum um helgina. Frænka og frændi

Þórðar. Áhuginn á kindunum er mikill hjá stúlkunni. Gaman

að sjá það 

Hún fékk að velja sér kind. Hún valdi þessa gæfu gimbur. Hún

heitir Kara og er algjört gæludýr

Og hann fann kindina sína, hana Offu

 

Duglegir og flottir krakkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.03.2025 20:11

Fyrri sprautan gegn lambablóðsótt

Við sprautuðum allt féð, fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt,

í morgun

Mánuður í sauðburð. Seinni bólusetningin verður eftir tvær

vikur

Það var veisla í dag. Strákarnir grilluðu lambalærisneiðar

Og þvílíkt sem þetta var góður matur yes

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.03.2025 18:55

Góð heimsókn í morgun

Þessir höfðingjar komu í heimsókn í fjárhúsin í morgun. Við

áttum góða stund með þeim. Sigurgeir, Svanberg og Garðar

Þessir sáu um kvöldmatinn. Fyrsti í grilli. Þeir grilluðu beikon

og hamborgara

Þvílíka veislan hjá þeim

Allir ánægðir með kvöldmatinn heart

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.03.2025 20:03

Hamingjudagurinn

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag. Ég fór í

Þelamerkurskóla og tók þessa mynd, þar sem nemendur og

starfsfólk myndaði hjarta undir formerkjunum Hönd í hönd,

sem er slagorð mannréttindavikunnar.

Mjög flott hjá þeim heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.03.2025 19:01

Útivistardagur Þelamerkurskóla

Þessir tveir mættir í fjallið með skólanum sínum, Þelamörk.

Það var útivistardagur hjá skólanum

Tilviljun ein að systkinin hittust. Það var líka útivistardagur

hjá systur Alexanders, í skólanum hennar

Þau voru svo ánægð að hittast og léku sér saman allan tímann

8 og 12 ára heart

Við vorum heppin með veðrið. Það var æðislegt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.03.2025 19:02

Rétt tæpur mánuður í sauðburð

Systurnar Gorma og Glás, fimmlembingar

Fullorðnu ærnar

Gemlingarnir

Stari

Stari. Fallegir fuglar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.03.2025 18:42

Þær eru mættar

Álftirnar mættu í morgun. Þær mæta seinna en þær hafa

gert

Starinn er líka mættur og farinn að huga að hreiðurgerð í

fjárhúsunum

Þessi kom í heimsókn í dag. Svartþrastarkarl. Það er gaman

að hafa þessa fugla í garðinum hjá okkur

Þessi er búinn að vera hjá okkur í allan vetur

Við fórum í fjallið eftir skóla í dag

Það hefur breyst færið frá því í gær

Það er mikill munur frá því í gær. Vonandi verður hægt að 

vera með útivistaraginn Þelamerkurskóla, á miðvikudaginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.03.2025 17:24

Hlíðarfjall í dag

Ég fór með þrjá á skíði í dag

Og veðrið var æðislegt

 

 

 

 

 

 

Sá yngsti fór á stökkpallana og tók þvílíku stökkin

 

Svo flottur og fannst þetta geggjað

Já ég var þarna líka og fékk mér göngutúr upp í fjall.

Svo gaman og gott að njóta útiverunnar í svona góðu veðri.

Eftir að vera búin að vera í fjallinu í dágóðan tíma,

þá fórum við í sund á Þeló

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

17 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

19 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

17 daga

Tenglar

Eldra efni