Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1530
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158532
Samtals gestir: 63395
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:23:57

13.03.2024 17:15

Flottir bræður

Hola í göggi. Þeir bræður, Ármann og Svanberg Þórðarsynir, 

eru báðir búnir að fara holu í höggi. Ármann, þá 87 ára, 

fór holu í höggi á 8. holu á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og

Svanberg fór holu í höggi, verður 86 ára núna í mars, á 7. braut

sem er par 3 og 186 metra löng á El Plantino vellinum við

Alicante. Þeir eru móðurbræður Þórðar

Ármann Þórðarson

Svanberg Þórðarson

 

Flottir bræður heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.03.2024 20:07

Elsku Þórður

Ég bara varð að setja aftur inn mynd af okkur í fjárhúsunum.

Ég er svo ánægð hvað Þórður er að ná sér og svo gaman að

hafa hann með sér í húsin. Þetta er allt að koma. En hann er

samt verkjaður og á langt í land að verða góður. Hann fór

með mér í fjárhúsin í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

11.03.2024 18:46

Þórður kominn á ról

Þórður ákvað að koma með mér í fjárhúsin í morgun. Þarna

er hann sestur í farþegasætið

Ég gleymdi að taka með mér brauð, og skrapp inn til að ná

í það. Þegar ég kom til baka, þá var Þórður búinn að færa 

sig í bílstjórasætið og hann keyrði uppeftir. Hann var alsæll

og ferðin gekk vel

Þórður settist á stólinn og horfði á kindurnar

Hann var ótrúlega stilltur og sat á meðan ég var að sópa

garðana. Svo tók nú ókyrrðin við. Hann hjálpaði mér að gefa

Og fór upp í liðléttinginn og setti rúlluplastið út. Þessi ferð

fór vel í hann, bæði andlega og líkamlega

Gott að vera sameinuð á ný í fjárhúsunum. Það eru nokkrir

búnir að spyrja mig hver sér um fjárhúsin á meðan Þórður

er hálsbrotinn. Svarið er að ég hef séð um það og það er

ekkert mál fyrir mig. Ég hef samt saknað þess að hafa ekki

haft Þórð mér við hlið, en sá tími er að koma heartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.03.2024 17:33

Álftirnar mættar

Já þær mættu í dag. Komu 9 álftir

 

Gaman að sjá þær. Það styttist í vorið

 

Ég fór í Lystigarðinn í morgun og tók nokkrar myndir

Svartþrastarkerling

 

Silkitoppa

Svartþrastarkerling

 

 

Svo loksins sá ég Glókoll. Hann var afskaplega rólegur, þótt

ég stæði ekki langt frá honum

 

 

 

Tveir bræður Þórðar, fóru á buggy bílunum á Glerárdal. Ég 

var í Hlíðarfjalli og tók þessar myndir þaðan

 

 

 

Sólin skein í morgun

Þórður átti mjög góðan dag í gær. Dagurinn í dag var 

aðeins síðri, en ekki svo að hann fór rúnt með mér

inn á Akureyri og það gekk bara vel. Vonandi er þetta

allt að koma

 

Damian er alltaf í skákinni. Hann var á mánaðarmóti 

í gær og þetta er útkoman

Hann stendur sig svo vel

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

09.03.2024 19:33

Fuglar

Æðarfugl, bliki

Æðarfugl, kolla

Hávella, kannski kvenfugl

Hávella, karlfugl. Þessar myndir tók ég á Hjalteyri

Svo fór ég í Lystigarðinn og sá nokkrar Silkitoppur. Þær voru

hátt uppi að vanda

Svartþrastarkerling var þar líka

Þessar flugu yfir. Ég held að það sé stærðarmunur á þeim eða

það virkar þannig

Já og þessi flaug yfir

Í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.03.2024 20:23

Þórður er enn að berjast við verki

Í morgun

Ærnar fengu svona fötur í dag

Og þær urðu mjög æstar í þær. Fóru strax að éta úr þeim

 

Þórður er enn að berjast við verkina í hendinni. Ég ætla svo

rétt að vona að hann fari nú að lagast. Hann fær svakalega

verki ef hann fer eitthvað á ról. Hann þarf helst að sitja í

hægindastólnum, þá eru verkirnir þolanlegir. Ef þetta verður

ekki eitthvað betra á miðvikudaginn, þá fer ég með hann

á bráðadeildina og læt skoða þetta. Þetta er nú alveg að 

verða gott heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.03.2024 19:43

Nú er hláka

Í morgun

 

Möðruvallakirkja í sólinni

Það er ekki mikill snjór

 

Sólin hækkar á lofti

Við fórum í það að veita vatninu norður eftir, svo það renni

ekki niður veginn. Þetta er vatn sem kemur úr fjárhúsunum

 

Þessi var snöggur að gera eitthvað fyrir sig

Hér heima veittum við líka vatninu í farveg. Allt á floti fyrir 

ofan hús og vatnið kemur þaðan

Hér kemur vatnið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.03.2024 19:51

48 dagar í sauðburð

24. apríl eiga 4 ær að bera, 4 tvílembur  

25. apríl eiga 9 ær að bera, 6 þrílembur, 2 tvílembur og einn

einlembdur gemlingur

26. apríl eiga 8 ær að bera, 2 þrílembur, 3 tvílembur og þrír

einlembdir gemlingar

27. apríl eiga 10 ær að bera, 5 þrílembur, 4 tvílembur og ein

einlemba

28. apríl eiga 9 ær að bera, 3 þrílembur, 3 tvílembur,

2 einlembur og einn einlembdur gemlingur

29. apríl eiga 5 ær að bera, 3 þrílembur, ein einlemba og

einn einlembdur gemlingur

30. apríl eiga 6 ær að bera, 2 þrílembur, 2 tvílembur,

ein einlemba og einn tvílembdur gemlingur

 

Það verður mikið að gera í apríl smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

05.03.2024 19:10

Útivistardagur

Í dag var útivistardagur Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli. 

Auðvitað mættu mínir menn hressir og kátir

 

 

 

 

Veðrið var dásamlegt og við heppin með veðrið. Frábær

dagur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.03.2024 20:44

Styttist í sauðburð

Nú styttist í sauðburð. Fyrsta ærin á að bera 22. apríl, en hún

mun fara 6-7 daga framyfir. Það er forystuærin Elíza.

23. apríl eiga 20 ær að bera.

Ein einlemba, 11 tvílembur, 7 þrílembur og ein fjórlemba. Það

ætti að vera til aukalamb fyrir einlembuna. Það verður mikið

að gera fyrsta daginn 

 

Þórður verður kominn á ról þá heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.03.2024 19:38

Aftur í Hlíðarfjall

Tveir fóru á skíði, meðan einn fór á körfuboltaæfingu

Þeir fóru í stökkpallabrautina og fannst þeim það ekki 

leiðinlegt. Fóru margar ferðir

 

 

 

 

 

Veðrið í dag var gott. Sólin náði að brjótast í gegn og skein

Ég náði tásumynd í sólinni smiley

Það var ekki kalt í dag. Sólin er farin að hita mikið

 

Kaffipása í lok dags. Góður dagur í dag

 

Þórður er á svipuðu róli. Mikill verkur inn á milli verkja. 

Vonandi fer þessu nú að ljúka

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.03.2024 19:13

Hlíðarfjall

Við fórum í fjallið í dag og þvílíkur munur á veðri í dag en í 

gær. Sól og blíða. Sólin er farin að hita svo mikið

 

 

 

 

 

 

Svakalega margir í fjallinu

 

 

 

Akureyri

Ég fór ekki ein í fjárhúsin í morgun. Ég fékk hjálp frá þessum

duglegu vinnumönnum. Sá yngsti var heima hjá Þórði og 

sagðist ætla að passa hann

 

Nú þegar Þórður er í stóra verkefninu sem hann var settur

í, (að vera hálsbrotinn og mega ekki fara út), þá verð ég að

redda málunum í fjárhúsunum. Ég setti inn nokkrar rúllur í

dag, en það hefur verið verkefni Þórðar. Það tókst nokkuð

vel þó það sé glæra úti. Vélin skautaði stundum marga metra

og þá var bara að reyna aftur. Ég ætlaði ekki að setja svona

margar rúllur inn, en þegar ég var að taka rúllu, þá gerði ég

gat á aðra þannig að ég þurfti að setja hana inn.

Klaufinn ég laugh

Ullarbíllinn kom í dag og tók ullina. Það var ekki mikill

fyrirvari sem við höfðum til að afgreiða hana. 10. mín áður

en hann kom, þá hringdi maðurinn og sagðist vera á leiðinni.

Ég var með strákana í fjallinu og Þórður einn heima. Hann

varð að tala við bróður sinn hér í næsta húsi og biðja hann

að redda málunum. Auðvitað gerði hann það. En halló ekki

mikill fyrirvari

 

Þórður er misgóður. Þolanlegir verkir, en stundum hefur

hann mikla verki. Hann þarf að sýna svo mikla þolinmæði.

Ég hef ekki nálægt því svona mikla þolinmæði, úff. Hann 

stendur sig svo vel heartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 
 

 

01.03.2024 19:08

Hlíðarfjall í dag

Við fórum í fjallið í dag

 

 

 

Veðrið var ágætt þegar við komum, en svo versnaði það 

aðeins. Það var bjart og dimmt til skiptis. En strákarnir

náðu að renna sér margar ferðir

Já það var svona dimmt annað slagið

Og það var líka kalt

Ég búin í gegningum og vinka í Þórð. Hann getur fylgst með 

mér þegar ég er í húsunum. Það er þó skárra fyrir hann, því

ekki má hann koma með mér. Hann sýnir mikla þolinmæði 

heartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheart

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

29.02.2024 20:15

Einn dag í einu

Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vanagang. Þórður þarf bara 

að fylgjast með mér í gegnum myndavélina, því ekki má hann

fara með mér. Hann þarf að hafa hægt um sig í nokkrar vikur.

Hann þarf að sýna mikla þolinmæði í verkefninu sem honum

voru gefin. Hann stendur sig vel. 

Líðan hans heldur áfram að batna. Hann er með verki, en

ekki svona svakalega eins og hann var með heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

28.02.2024 18:44

Skákþing Akureyrar

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum lokið

Damian lenti í 4.-7. sæti

Ég fór í Lystigarðinn í dag og tók þessar myndir. 

Svartþröstur, karlfugl

 

Mér finnst hann svo fallegur

 

Svo sá ég Glókoll. Hann er svo snöggur í hreyfingu að myndirnar

urðu ekki góðar. Ég hefði þurft að vera miklu lengur í

Lystigarðinum. Ég sá Silkitoppur á flugi, en sá þær ekki aftur.

Þær voru eitthvað á annan tug saman. Ég þarf að fara aftur

og vera lengur 

Svo fallegur fugl

 

Þórður fékk verkjalyf í gær og vá!!! Þvílíkur munur á honum.

Hann svaf í nótt og verkurinn í hendinni er þolanlegur. Ekki

svona slæmur eins og hann var. Það var svo erfitt að horfa 

upp á hann með svona verki. Ég ætla svo að vona að nú er

þetta bara allt í bata og það versta búið heartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar