Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076300
Samtals gestir: 58072
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:41:43

14.06.2023 17:53

Góður dagur

Við fórum í fjórhjólaferð niður á engi, í svakalega góðu veðri

Allir á hjólum

 

5 hjól

Kríu ungi

Ég held að þetta séu kríu egg

 

Verið að skoða egg og unga

Á leiðinni heim

Gæsir með 6 unga

Gæsaungi

Kría

Lómur

Sandlóa

Spói

Óðinshani

Auðnutittlingur

Þórður að raka saman fyrir rúlluvélina

Verktaki (Vignir) kom og rúllaði fyrir okkur

Á stykki 8 voru 21 rúllur

Og auðvitað gáfum við kindunum brauð

Þær kalla á okkur þegar þeim langar í brauð

 

Flottur hrútur undan Sif og Austra

Gimbur og hrútur undan 15-244 Ræmu og 20-604 Grilli

Gimbrar undan 20-522 Glósu og 22-712 Króla

Glósa var þrílembd og þetta er þriðja gimbrin sem var vanin

undir 22-027 Loppu. Þessi mynd af henni er tekin 29. maí

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.06.2023 19:34

Heyskapur

Sláttur hafinn hjá okkur. Þórður að slá

 

 

Svo þurfti að slá kantinn með orfi. Samt ekki mikið, því Simmi

sló kantinn í gær og gerði það vel

Við þurftum líka að raka

Þetta er stykki 8, en það er ekki stórt

Kanturinn orðinn flottur

Þórður snéri einu sinni í dag

Nokkrar kindur að sníkja brauð

Búnar í brauðáti

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.06.2023 18:54

Heyskapur á morgun

Þórður að gera klárt fyrir slátt á morgun

Hrútur undan 20-514 Dendý og 22-712 Króla

 

Lömb undan 20-506 Marey og Króla

Hrútur. Mynd tekin 27. maí. Hann gengur undir 16-270 Sif 

Gimbur. Mynd tekin í dag, 12. júní

Gimbur. Mynd tekin í dag, 12. júní

Hrútur undan 18-439 Hildu og 22-717 Vívalda. Hann ætlar

að verða öngulhyrndur eins og faðirinn. Hann ber arfgerðina

T137

20-521 Offa með hrút og gimbur undan Króla

 

6 lömb eftir að mynda. Ég náði tveim í dag smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.06.2023 18:27

Þrílembingar

Þrílembingar undan 20-496 Fnjósk og 22-715 Vísi

Hrútur

Gimbur

Gimbur

 

Það eru 14 ær sem ganga með þrjú lömb, fimm ær sem

ganga með eitt og þrjár sem eru geldar

Tveir gemlingar ganga með eitt, einn geldur og restin með tvö

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.06.2023 16:13

Hlaðan þrifin

Þessar einstaklingsstíur voru teknar niður í dag

Gólfið úr stíunum

Búið að taka allt niður og á eftir að taka gólfið úr þeim út

Og hlaðan orðin fín eftir sauðburðinn. Við settum garðana

upp, þarna í endanum, því við þurfum ekki að nota þessa 

aðstöðu í hlöðunni. Við verðum með færra næsta vetur og 

nóg pláss í fjárhúsunum

Nýja hjólið sem við keyptum í gær. Við vorum að stækka

hjólið fyrir minsta stubbinn. Þetta er aðeins stærra en hjólið

sem hann hefur verið að keyra

Hann er mjög ánægður með þetta hjól. Hann er svo flinkur

að keyra

Hjólaflotinn okkar

Auðnutittlingur, kvenfugl. Við erum enn að gefa þeim

Karlfugl

Ungur auðnutittlingur

Aðeins að gefa brauð

Lömbin tæta brauðið í sig

Hrútur undan 16-270 Sif og 20-892 Austra. Hann er með

arfgerðina T137

19-490 Skák með gimbrar undan 19-597 Ótta

Hrútur (sv.fl) undan 20-523 Þyrý og 22-715 Vísi og gimbur

(mófl) undan 17-370 Karþagó og 19-597 Ótta

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.06.2023 18:57

8 lömb eftir

Strákarnir grilluðu beikon og hamborgara í hádeginu og vá

hvað maturinn var góður smiley

18-409 Elíza með hrút og gimbur undan 17-861 Fjalla

 

Þrílembingar undan 20-496 Fnjósk og 22-715 Vísi

 

 

 

Hér er Fnjósk með tvær gimbrar og einn hrút

 

Ég náði nokkrum lömbum í dag í myndatöku. Nú eru 8 lömb

eftir. Alveg að hafast yes

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.06.2023 17:41

Lömb

Hrútar undan 17-336 Natalíu og 22-717 Vívalda. Þessi hægra

megin er með arfgerðina T137

Gimbur undan 19-464 Bosníu og 20-603 Sagosen. Hún er 

með augnskugga smiley

Forystuhrútur undan 15-236 Hexíu og 17-861 Fjalla

Gimbur undan 17-370 Karþagó og 19-597 Ótta 

 

Ég á eftir að taka myndir af 18 lömbum. Þetta gengur rólega,

en ég held að þetta hafist á endanum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.06.2023 19:43

Garðvinna

Nú er skólinn búinn og þá byrjar vinnuskólinn. Strákarnir

hjálpuðu okkur í garðvinnu í dag. Myndirnar tala sínu máli

 

 

 

 

 

 

 

Duglegir strákar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.06.2023 15:25

Elsku Fríða frænka

Elsku Fríða, móðursystir mín, lést 20. maí. Hún var jarðsungin

frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Blessuð sé minning þín elsku

frænka heartheart

Við horfðum í streymi heart

 

Í hádeginu ákváðum við að grilla, en gasið kláraðist sad Ég 

þurfti að skella þessu á pönnuna. Það tókst bara vel og 

maturinn var góður

 

Ég losaði 8 poka af brauði á túnið. Eftir smá stund var allt

horfið. Já þær eru brjálaðar í brauð

Lömbin eru líka farin að borða brauð. Það er svo gaman að 

ganga innan um féð. Þær róta sér ekki þegar ég labba um smiley

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.06.2023 17:40

Skólaslit Þelamerkurskóla

Skólaslit Þelamerkurskóla var í dag. Þrír luku 9. bekk og einn

4. bekk. Nú eru þeir komnir í sumarfrí

Damian fékk framfararverðlaun

Við erum svo stolt af honum

Flottur strákur

Þeir sem ekki sjá þetta, þá stendur þarna:

Sérstök framfaraverðlaun verða í ár veitt nemanda sem hefur

sýnt miklar framfarir í persónuþroska, samskiptafærni og 

ábyrgð. Þessi nemandi hefur þurft að læra að takast á við

fjölbreyttar áskoranir í daglegu lífi og hefur í vetur tileinkað

sér margvíslega nýja færni sem mun hjálpa honum mikið í

framtíðinni.

Verðlaun fyrir miklar framfarir hlýtur Damian Jakub Kondracki

 

Til hamingju elsku Damian heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.06.2023 17:54

Fjórhjólatúr

Þórður fór með strákana í fjórhjólatúr niður á engi, meðan

ég tók myndir af lömbum. Ég tók myndir af þeim, þar sem

ég var upp í fjallshólfi. Ekki mjög skýrar myndir enda teknar

af löngu færi

 

 

 

 

 

Þeir fundu æðakolluhreiður með ungum í

Hún var ekkert á því að færa sig af hreiðrinu, en gerði það

Hrútar undan 19-476 Lúnu og 22-717 Vívalda

17-358 Pysja með gimbrar undan Vívalda

18-395 Úlla með hrút undan 22-714 Ægi

18-409 Elíza með hrút og gimbur undan 17-861 Fjalla

Það er ekki auðvelt að fá að mynda lömbin hjá þessum hóp.

Yfirleitt er hægt að labba rólega innan um kindurnar og taka

myndir af lömbunum, en það var ekki hægt með þennan hóp.

Þær æddu af stað, upp í skóginn og suðureftir öllu. Ég verð

að læðast að þeim til að ná þessum lömbum. Held að þau 

séu eitthvað um 10

18-392 Murta með hrúta undan 20-603 Sagosen

Forystuærnar Hexía og Elíza

 

Ég náði að mynda 7 lömb í dag. Þá eru eftir 21 lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.06.2023 16:39

Gullmoli í heimsókn

Elsku nafna mín kom og heimsótti ömmu og afa í dag

Hún fór að gefa kindunum brauð

 

Litla fallega gull heart

 

Við fórum í tvær fermingarveislur í dag

 

Ég skrapp í myndatöku seinni partinn í dag og náði 5 lömbum.

Þá eru 28 lömb eftir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.06.2023 18:24

Plokka nagla úr dekkjum

Strákarnir að plokka naglana úr dekkjunum undan

strumpastrætónum. Það gekk mjög vel hjá þeim

Við tókum dekkið af, þeir plokkuðu naglana úr og svo var

það sett aftur undir

Þeir fengu æfingu í að skipta um dekk  

Naglarnir sem þeir plokkuðu úr

Þessi lék sér á meðan

Staraungi sem var í dráttarvélinni. Þórður er búinn að spara

vélina til að Starinn fái frið með hreiðrið. Núna fara þeir að

tínast úr hreiðrinu og þá er hægt að fara að nota vélina

Staraungi

Gimbur undan 20-502 Þykk og 21-899 Gimsteini. Hún ber

arfgerðina ARR

Þetta er systir hennar (undan Þykk og Gimsteini) Það á eftir

að greina sýnið úr henni. Við sendum það samt á sama tíma

Þetta er hálf systir þeirra. Hún er undan 18-408 Elínu og

Gimsteini. Það er eins með hana. Það á eftir að greina sýnið

úr henni. Það fór samt á sama tíma og hin sýnin

Ungur auðnutittlingur

18-410 Túla með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta

 

Búin að mynda 237 lömb og 33 lömb eftir. Ég náði að mynda

15 lömb í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.06.2023 16:51

48 lömb eftir

Ungur auðnutittlingur. Hann er ekki kominn með rauða

blettinn á hausinn

15-236 Hexía með hrút og gimbur undan 17-861 Fjalla

Hrútur undan 21-009 Valíu og 22-712 Króla

Gimbur undan 19-459 Feldísi og 22-714 Ægi

17-325 Litfríð með hrút og gimbur undan 22-717 Vívalda

 

Búin að mynda 222 lömb og 48 lömb eftir. Ég náði nú ekki

nema 8 lömbum í dag, því tíminn fór í annað í dag smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.05.2023 18:26

Rok og aftur rok

Lognið er að flýta sér þessa dagana. Það er búið að vera rok

í marga daga. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að hengja

þvott út á snúrur. Hann var fljótur að þorna

Gimbur undan 19-463 Linsu og 22-717 Vívalda. Hún ber

arfgerðina T137

19-445 Lúra með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta

16-291 Rakel með tvo hrúta og eina gimbur undan 22-717

Vívalda. Þau eru öll með arfgerðina T137

Gimbur undan 17-370 Karþagó og 19-597 Ótta

Hrútur undan 20-511 Dís og 22-715 Vísi

Hrútur undan 20-504 Myrju og 22-712 Króla

Skógarþröstur

Hrútar undan 17-336 Natalíu og 22-717 Vívalda. Þessi hægra

megin ber arfgerðina T137

Hrútar undan 18-414 Dýfu og 22-714 Ægi

Hrútur undan 21-753 Flís og 22-712 Króla

Hrútur undan 22-021 Kotru og 22-711 Flóna

 

Ég er búin að mynda 214 lömb og þá eru 56 eftir. Ég náði 

39 lömbum í dag smiley

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar