Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076110
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 07:53:58

06.12.2021 19:24

Við settum hrútana í ærnar í dag


Við settum hrútana í ærnar í dag. Fjárhúsin eru hólfuð niður í 12 hólf. Það fóru 12 hrútar í þær. Einn er svo hjá Dúddu sem bar í október. Þau eru inn í hlöðu

Sauðburður byrjar þá 28. apríl emoticon


Dúi að störfum


Þessi heimtist í gær, með tvær gimbrar

Molinn kveður


05.12.2021 20:28

Annar sunnudagur í aðventu


Betlehemskerti
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.


Sólveig kom norður til okkar 3. des. og ætlar að vera hjá okkur til 12. des. Gaman að fá hana emoticon
Við fórum í Dagverðartungu í dag og fengum að velja okkur jólatré til að hafa úti


Sólveig gaf Þórði þetta kort í afmælisgjöf. Mjög flott hjá henni


Hún gaf honum þessa mynd, sem hún teiknaði eftir

Þessum myndum. Alveg svakalega flott hjá henni. Hún er svo mikil listakona

Molinn kveður


04.12.2021 19:40

Ásetningur

Ásetningur '21-'22

Árgangur '12 -  1 ær
Árgangur '13 -  7 ær
Árgangur '14 - 22 ær
Árgangur '15 - 29 ær
Árgangur '16 - 33 ær
Árgangur '17 - 42 ær
Árgangur '18 - 44 ær
Árgangur '19 - 31 ær
Árgangur '20 - 32 ær
Árgangur '21 -  9 gemlingar
Hrútar            12
Sauður             1
Smálömb og fl.  7
Samtals      270 hausar í vetur

Ég er byrjuð að setja árgangana inn í myndaalbúmið


Tekið í morgun


Og í dag

Molinn kveður


03.12.2021 21:11

Enn að mála


Ég málaði holið í dagHolið klártJólaljósin


Flott í Hörgársveit í dag

Ég tók þessa á leiðinni til Akureyrar í dag. Svarta strikið er eftir Þotu

Viðtal við Rabba vin okkar, í BændablaðinuMolinn kveður


02.12.2021 20:11

Málningarvinna


Ég málaði ganginn í dag

Nú er hann klár. Ég á eftir að mála holið og litla baðherbergið. Ég læt það nægja fyrir jól


Litlu krúttsprengjurnar Sara og Sólveig


Möðruvallakirkja í morgun

Molinn kveður


01.12.2021 20:47

Afmæli


Elsku fallegi strákurinn okkar er 9 ára í dag. Hann vaknaði svo glaður í morgun, var snöggur að klæða sig og borða morgunmat. Hann náði að opna afmælisgjafirnar áður en hann fór í skólann

Svo sæll og glaður

Hann var ánægður með allar gjafirnar sem hann fékk

Það var glaður og sáttur gullmoli sem lagðist á koddann í kvöld


Þessi mynd var tekin 1. desember 2018. Hún er af Þórði með tvo gullmola. Þessi mynd er svo falleg að ég varð að setja hana hér inn emoticon

Molinn kveður


30.11.2021 20:37

Jólalykt


Enginn skóli í dag og þá eru það fjárhúsin


Hangikjötið komið úr reyk. Búið að saga það niður

Og svo er að pakka því. Við notum að sjálfsögðu vagumpökkunarvélina sem við fengum í jólagjöf frá dóttur okkar og fjölskyldu. Þvílík snilldar vél

Fór svo í frost. Við vorum með hangikjöt í hádeginu og þvílíkt sem það var gott. Húsið ylmar af góðri lykt

Molinn kveður


29.11.2021 20:46

Enn að mála


Nú er það gangurinn. Ég málaði tvær umferðir á norðurvegginn á ganginumJá gangurinn málaður
Við vorum að kaupa okkur sjónvarp emoticon 75 tommur. Hægt að fara á netið og auðvitað var síðan mín fyrir valinu emoticon
Tengdasonur okkar kom og setti það upp og kenndi okkur á það emoticon

Molinn kveður


28.11.2021 19:35

Fyrsti sunnudagur í aðventu


Fyrsti sunnudagur í aðventu og þá er að skreyta aðeins

Aðventuljósin komin upp. Búin að skreyta eldhúsgluggana

Þetta finnst mér fallegasta jólaskrautið sem við eigum. Þetta eru myndaplattar sem ömmu og afa gullmolar hafa gefið okkur um hver jól

Elsku fallegu gullmolar

Eldhúsgluggarnir


Spádómskerti
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.


Við settum ljósakrossinn á leiðið hjá litla gullinu okkar emoticon

MöðruvallakirkjaSara, Dúdda og Sólveig

Molinn kveður


27.11.2021 20:51

Fullorðinsmerkin sett í lömbin


Morgungjöf


Sæl og ánægð í fjárhúsunum emoticon

Við settum fullorðinsmerki í öll lömbin, í dag

21-701 Brúsi með nýja merkið

21-006 Gjóska

21-009 Valía

21-007 Sóldögg

21-755 Sara og 21-754 Sólveig. Þær fengu ekki lambamerki, fóru strax í fullorðinsmerki emoticon Ég held að þetta séu yngstu lömbin hjá okkur, sem fengið hafa fullorðinsmerki

21-752 Dalur

21-004 Atería

Molinn kveður


26.11.2021 19:34

Garnaveikisprauta


Gestur kom og sprautaði lömbin gegn garnaveiki, í dag


Möðruvallakirkja í morgun
Ég er búin að mála þessa forstofu

Nú er bara að velja fatahengi og veggljós


Og þessi forstofa, búnir tveir veggir. Hún klárast á morgun

Molinn kveður


25.11.2021 20:51

Málningarvinna


Við ákváðum að mála forstofuna aftur (ég málaði hana í fyrra). Við ætlum að breyta um lit á henni. Ég er búin að mála einn vegg, báðar umferðir
Svo er það hin forstofan. Ég var aldrei búin að mála hana. Ég málaði loftið hvítt og ég er búin að mála eina umferð á vegginaVið eigum svo eftir að velja okkur veggljós sem kemur á þennan vegg

Vonandi næ ég að klára báðar forstofurnar á morgun

Molinn kveður


24.11.2021 21:25

Rúningi lokið


Unnar kom og klippti flekkóttu ærnar. Núna er búið að klippa allt féð


Það komu nokkrar svona dalmatíuær í ljós þegar búið var að klippa þær


Flottir vinir emoticon

Molinn kveður


23.11.2021 21:30

Afmæli


Í dag á þessi elska afmæli. Dagurinn var góður eins og alla daga með þér ástin mín emoticon


Í tilefni dagsins, þá kveiktum við á útiseríunni. Strákarnir fengu að tendra ljósin

Þarna eru þeir að stinga í samband

Og ljósin kveiktSvo byrjum við að skreyta inni á sunnudaginn næsta, sem er fyrsti í aðventuLömbin stækka. Hér er Flís

Dalur

Sólveig og Sara. Þær eru gæfastar af lömbunum. Þær vilja klapp og fóðurbæti

Molinn kveður


22.11.2021 19:54

Rok í dag


Tunglið í morgun

Staðarhnjúkur í tunglsljósi

Búið að vera rok og hiti í dag


Klipping á þessa í dag

Vel sáttir með klippinguna

Allir búnir að fá jólaklippinguna emoticon

Þeir fóru á Rakarastofu Akureyrar. Fara alltaf þangað emoticon


Við fórum og keyptum meiri málningu

Og ég kláraði að mála stofuna emoticon Tiltekt á morgun og þá get ég tekið betri mynd emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar