Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1319
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158321
Samtals gestir: 63364
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 05:51:15

12.04.2024 18:05

Fjórir vinir

Þessi mynd var tekin 22.07.2020

Sömu strákarnir í sömu röð, mynd tekin í dag. Það hefur 

aðeins tognað úr þeim

Bæjarferð í dag og þá er strumpastrætóinn notaður

 

Þrír fóru í skólann í morgun og tveir með okkur í fjárhúsin

Hitti Búbbu sína og gaf henni klapp

Og hann hitti Maxímus sinn og gaf honum klapp

Við fengum hjálp í húsunum. Þessi sópar garðann

Og þessi setur moðið upp í karið

Duglegir vinnumenn heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.04.2024 19:19

Fósturtalning

Gunnar kom og fóstur-taldi í 9 ám.  7 af þeim voru geldar í

talningu í febrúar. Í einni voru 2 dauð fóstur (í febrúar)

og svo lét ein 24. mars

Við settum þær hjá hrút eftir talningu í febrúar og 6 af þeim

eru fengnar

16-285 Brók var sónuð með tvö og á að bera 8. júlí

Hún var sónuð geld í febrúar

18-397 Dáfríð var sónuð með tvö og á að bera 16. júlí

Hún var sónuð geld í febrúar

19-463 Linsa var sónuð með tvö og á að bera 19. júlí

Hún var sónuð geld í febrúar

20-492 Hróðný var sónuð með tvö og á að bera 29. júlí

Hún var sónuð geld í febrúar

20-522 Glósa var sónuð með tvö og á að bera 4. ágúst

Hún var sónuð með tvö dauð fóstur í febrúar. Hún losaði 

sig við þau og fékk aftur

22-011 Glás var sónuð með tvö og á að bera 8. ágúst

Hún var sónuð geld í febrúar

 

Svo voru þrjár með 0. Þessi sem lét og tvær sem voru sónaðar

geldar í febrúar

 

Það koma þá 12 lömb í júlí og ágúst, sem öll verða undan

ARR hrút smiley

 

Þær eru lausar úr fangelsinu þessar tvær. Hún þessi dekkri

er samt að læðast upp í garðann. Hefur greinilega ekkert 

lært af þessari fangavist. En við prufum samt að hafa þær

hjá hinum gimbrunum. Þórður er að gefa þeim brauð þarna

 

Þær eru sjúkar í brauð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.04.2024 17:07

Að höggva klaka

Við fórum í smá vinnu í dag við að höggva klaka. Hann losnar

aðeins frá jörðinni, þegar sólin skín og þá gott að höggva

Þessi var nú bara að safna flugum. Þær voru margar sem 

voru í snjónum

 

Við tókum smá klaka af bílastæðinu

Snjótittlingarnir eru enn að koma í garðinn og éta mikið af

fóðri

 

 

 

Og það er eins með Auðnutittlingana. Þeir eru enn að koma

 

 

Svo eru gæsirnar komnar og hafa nú ekki mikið að éta. Túnin

hvít af snjó

 

 

 

Þessi þota flaug yfir í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

09.04.2024 18:13

Monsa litla

Þær eru að bíða eftir brauði

Flottar þessar litlu gimbrar. Þær voru settar í þetta spil, því

garðinn fékk ekki frið. Þessi hægra megin fór alltaf upp í 

garðann. Nú fara þær að fá að fara í króna hjá gimbrunum

og athuga hvort hún lætur garðann í friði

Ég fór á sleðanum upp að girðingu, aðalega til að athuga með

refaslóðir. Ég sá enga slóð. Það virðist sem rebbi hafi ekki

komið eftir snjókomuna

Það er ekkert svo mikill snjór í fjallshólfinu, en ég komst á

sleðanum uppeftir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.04.2024 15:35

Fallegir gullmolar

Þrílemburnar orðnar miklar

Snjóskaflinn við fjárhúsin varð hærri eftir nóttina

 

 

Þessi skafl verður lengi að fara. Það verður hvítt vor í ár held

ég

Svo flottir ömmu og afa gullmolar. 12, 2 og 9 ára heartheartheart

Þessi verður 13 ára í september heart

Þessi verður 10 ára í júlí heart

Og þessi varð 2 ára í janúar heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.04.2024 17:31

Vont veður í dag

Veðrið í dag er ekki búið að vera neitt sérstakt. Líklegast á

það að vera svona í einhverja daga sad

Í svona veðri er gott að fara á vinnubílnum á milli

Vinnubíllinn

Þórður var að búa til lista yfir burðardagana. Hér er hann að 

hefta þá upp

Þetta eru tvennskonar listar. Annar þeirra er með ærnar í

röð og hinn er með burðardagana í röð. Þessi listi er með

ærnar í röð

Og þessi er með burðardagana í röð

Burðardagarnir í röð

Við erum farin að undirbúa lambamerkin. Við klippum þau

til og skrifum á þau

Við klippum þetta af merkjunum, þannig að þau séu ekki

eins stór. Þetta eru fullorðins merki sem við klippum af og

skrifum á. Já það styttist í sauðburð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.04.2024 16:54

17 dagar í sauðburð

22-019 Krukka. Hún er með 4 lömb. Það sést nú ekki á henni.

Hún á að bera fyrsta daginn, 23. apríl

22-107 Júlía. Hún er með þrjú

17-325 Litfríð með þrjú. Hún er orðin mikil

15-215 Þerna með þrjú

20-511 Dís með þrjú

18-404 Læna með þrjú

Og systir hennar, 18-403 Læpa með þrjú

17-363 Garúska með þrjú

 

Þær eru orðnar miklar þrílemburnar. Stutt í sauðburð,

17 dagar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.04.2024 17:15

RANGE ROVER

Gott veður í dag

Við erum búin að selja gamla jeppann okkar

(Jeep Grand Cherokee) og kaupa þennan bíl RANGE ROVER.

Aðeins að yngja upp 

Elíza kemur alltaf til okkar þegar við erum búin að gefa, til að

fá brauð. Hún leyfði mér að klappa sér áðan. Hún á bara eftir

að fatta hvað það er gott að fá klapp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.04.2024 18:18

Fyrsti í grilli

Jæja þá er grilltíðin byrjuð. Fyrsti í grilli í dag

 

Svo æðislegur matur

Veðrið í dag var gott

Ég brunaði eina ferð á sleðanum, upp að fjallsgirðingu. Það

eru tófuspor um allt

Möðruvellir 

Svakalega gott veður í dag

 

 

 
 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.04.2024 17:27

Sex vikur liðnar

Nú eru komnar 6 vikur síðan Þórður hálsbrotnaði. Hann er

farinn að geta allt sem hann gat gert áður. Hann er búinn að

ná sér þokkalega. Hann er samt enn með verk í hendinni. 

Hann átti að vera með kragann í 6 vikur og nú er hann búinn

að taka hann niður. Það er samt skrítið að hann sé ekki 

látinn fara í myndatöku. Hann hefur ekkert fengið boð um að

mæta. En ég er svo ánægð með elskuna mína heart

Veðrið í dag var gott

Fallegt

Enn er rebbi mættur. Það eru slóðir um allt hér

Þetta er sunnan og ofan við fjárhúsin

Og þetta er norðan við fjárhúsin

Rebbi hefur verið að krafsa eftir mús eða einhverju

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.04.2024 18:55

Tvö ár í dag

Þessi sem er lengst til hægri, er í dag búinn að vera tvö ár

hjá okkur. Tíminn flýgur áfram. Þessi mynd var tekin 

9. apríl 2022

Og þessi mynd var tekin 29. apríl 2022. Já tvö ár í dag heart

Ég mokaði sólpallinn í dag. Nú er allt klárt fyrir grillið. Ég verð

að grilla í vikunni

Já ég ætla að grilla í vikunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.04.2024 17:55

Enn er veðrið vont

Veðrið í dag er búið að vera sól, snjókoma, sól og snjókoma.

Það hefur ekki ákveðið sig hvort það eigi að snjóa eða skína

Fuglarnir borðuðu 9 kg. af fuglafóðri í dag. Þeir eru svo

svangir þessa dagana. Búið að vera leiðinlegt veður í nokkra

daga

Fuglarnir að fljúga upp. Svo koma þeir eftir nokkrar

sekúndur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.03.2024 17:24

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru síðuvinir

Tveir ánægðir með eggin sín. Nói/Síríus númer XXL

Páskamaturinn hjá okkur var að þessu sinni sneiðar í raspi

Svakalega góður matur. Heimaræktað

Veðrið er ekki búið að vera gott í dag. Snjókoma og mikill 

vindur. Þessir fóru samt út að leika í snjónum

 

Flottir strákar

Sól og snjókoma

Fuglarnir borðuðu 4 kg af fóðri í dag. Þeir voru svo svangir

greyin litlu. Þessi auðnutittlingur er eitthvað slasaður.

Líklegast vængbrotinn

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur

Snjótittlingur

Snjótittlingur. Það eru búnir að vera eitthvað á annað

hundruð fuglar hér í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.03.2024 19:38

Snjókoma í dag

Ég hélt að það væri að koma vor, en það er nú ekki

Það er búið að snjóa í dag

Það er nú ekkert svo mikill snjór. Hann verður fljótur að fara

þegar hlánar

Elíza kemur alltaf í lok gjafar til að fá góðgæti

Flott forystukind

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.03.2024 18:47

Útivera

Við fórum aðeins út að leika og fórum í göngin

Þar var mikið leikið 

 

 

 

 

 

 

 

Möðruvallakirkja í snjókomu og sól

 

Við fengum heimsókn í fjárhúsin í dag

María, Maríel og Ísabella

Amma með Maríel

Ísabella, Maríel og Leó

Jökull og Dagur

Skoða kindurnar

Fallegar systur

Frændsystkin, Dagur, Jökull og Isabella

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar