Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1663
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158665
Samtals gestir: 63401
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:49:17

19.11.2022 19:35

Sýnatökunni lokið

Við tókum sýni úr þessum og sprautuðum þær líka

Nú erum við búin að taka sýni úr þeim öllum og búin að 

sprauta fyrri sprautuna gegn lungnapest. Seinni sprautuna,

sprautum við viku seinna

Strákarnir grilluðu hamborgara og beikon. Það tókst vel

hjá þeim

Alveg svakalega gott

Maður var allavega ekki svangur eftir þessa máltíð

Sá yngsti teiknaði þessar myndir meðan við vorum að taka

sýnin úr kindunum. Svakalega flott hjá honum. Annar stíll

en hann hefur verið að teikna smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.11.2022 20:04

Sprauta og sýni

Þessar fóru í sýnatöku og sprautu í dag. Nú eru bara 30-40 

eftir. Þær verða teknar á morgun

Tókum 30 ær í sýnatöku og sprautu í dag

 

Þessar þrjár eru fjórlembingar undan 16-262 Mekku og

20-603 Sagosen

22-024 Mantra

22-025 Monika

22-026 Marta

Marta

22-027 Loppa undan 19-460 Larisu og 20-607 Dúa

22-714 Ægir undan 19-469 Æðey og 20-605 Bæron 

22-717 Vívaldi undan 21-009 Valíu og 21-706 Hnikari

22-718 Sjató forystuhrútur

Ágúst og Ágústa liggja hjá mömu sinni

Enn er blíða

Tunglið í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.11.2022 19:26

Kindur

Það eru 11 dagar síðan kindurnar voru klipptar. Það er komin 

smá ull á þær. Við vorum heppin með veður eftir þær voru

klipptar. Enginn kuldi fyrir þær

Þær hafa það gott og fara vel af stað

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.11.2022 18:12

Sýni og sprauta

Við sprautuðum allt í þessari kró, í morgun, gegn lungnapest.

Það var búið að taka sýni úr þessum hóp (gimbrar,

smálömb og hrútar)

Við tókum svo sýni úr ánum í krónni til hægri og sprautuðum

gegn lungnapest. 30 ær í dag

Við erum alltaf með svo góðan mann með okkur í þessu

fjárstússi. Já Gestur er góður vinur heart

 

Við tókum 30 sýni í dag. Nú eigum við eftir að taka sýni og 

sprauta ær, í tveim króm

 

Já tíðarfarið, eigum við að ræða það eitthvað surprise

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.11.2022 19:55

Lungnapestsprauta og sýnataka

Við sprautuðum ærnar í einni kró, gegn lungnapest

Það þarf að endurtaka þetta eftir viku

Við tókum líka sýni úr þeim kindum sem við sprautuðum, í

dag. Já eða þeim sem var ekki búið að taka sýni úr, í þessari

kró. 27 ær

 

 

Við ætlum að taka sýni úr allri hjörðinni

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

14.11.2022 19:29

Hrútaskráin 2022-2023

Hrútaskráin er komin út og ég er búin að setja hana inn hér

til hliðar

Það er ennþá svona gott veður. Hitinn 10 stig 

Kvöldgjöf

 

Strákarnir fóru í klippingu í dag og þetta er útkoman smiley

 

 

 

 

 

Glæsilegir strákar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.11.2022 18:12

Garðvinna í nóvember

Hverjum gæti dottið í hug að maður væri að vinna vorverkin

um miðjan nóvember? Það er samt þannig. Við rökuðum 

laufin í garðinum í dag. Þvílíkan helling af laufi 

Við vorum með tvo góða vinnumenn með okkur

Mjög mikið af laufi

Duglegir drengir

Allt orðið snyrtilegt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.11.2022 21:52

Aftur fótbolti

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ömmu og afa gullmoli er flottur í fótbolta. Hann keppti

þrjá leiki í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.11.2022 20:01

Fótboltasnillingur

Ég fór að horfa á ömmugullmola keppa tvo leiki í dag. Hann

stóð sig vel að vanda. Ég gat ekki valið úr þessum myndum

og setti þær bara hér inn. Fótboltasnillingur sem skoraði

nokkur mörk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann spilar þrjá leiki á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.11.2022 19:13

Krummi

Nú eru kindurnar komnar á hús og þá er í lagi að gefa

krumma mat. Við vorum að úrbeina og krummi fékk 

afskurðinn og var ánægður með það. Hér eru nokkrar myndir

af honum, teknar út um eldhúsgluggann

 

 

 

 

 

 

 

Morgungjöf

 

 

 

 

 

Molinn kveður


 
 

09.11.2022 20:10

Flensu og covid sprauta

Við Þórður fórum í fjórðu covid sprautuna og tókum líka 

flensusprautuna, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við förum

í flensusprautu. Nú er spurning hvort við steinliggjum ekki af 

þessu. Kemur í ljós á morgun

 

Við fórum og fengum okkur að drekka í Bakaríinu við Brúna

Það var sport

 

 

 

 

 

Molinn kveður

.

 

08.11.2022 20:16

Gott tíðarfar

Svona er tíðarfarið dag eftir dag. Styttir veturinn heldur betur

Nú fer krummi að láta sjá sig aftur, eftir sumarið

Hann fær eitthvað í gogginn í vetur hjá okkur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.11.2022 19:14

Líf á ný, í fjárhúsunum

Nú er komið líf í fjárhúsin enn á ný. Morgungjöf

Litla deildin (smá/sumar/haust lömb). Við tókum tvær ær

frá þremur lömbum (einlemba og tvílemba). Gimbrin sem

fæddist í júlí er orðin svo stór. Hún var klippt í gær og tekin 

undan í dag. Tvílemban sem bar 23. ágúst , var tekin frá þeim

í dag

Ærnar að jafna sig eftir klippinguna. Orðnar strax betri á

skrokkinn. Við vorum heppin að láta klippa í gær, því veðrið

er svo gott að það er ekki kalt fyrir þær fyrstu dagana 

Kvöldgjöf

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.11.2022 20:36

Rúningur

Unnar kom og klippti kindurnar. Við vorum með góða 

vinnumenn og þetta gekk vel. Allt féð rúið í dag smiley

Hvítu ærnar að bíða eftir rúningi

 

Við vorum með góðan mann sem sá um ullina smiley

18-393 Klanka

16-279 Bytta

17-358 Pysja

17-357 Dimitría

20-522 Glósa

20-521 Offa

18-404 Læna og 18-403 Læpa samrýmdu systurnar. Þær 

fylgjast fast saman

Báðar að bíða eftir rúningi

Tunglið í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.11.2022 20:00

Ærnar teknar á hús

Við settum ærnar inn í dag

Og flokkuðum þær fyrir rúninginn á morgun, hvítar

Og mislitar

Myndanafnspjöldin eru komin upp á vegg í fjárhúsunum. 

Aðeins færri hausar, en í fyrra

Hrútarnir

Flott kind hún Geyl. Hún kom með 53 kg. hrút og 55 kg. gimbur.

Gimbrin var sett á

Svona eru myndanafnspjöldin

 

 

 
 
 

Algjör snilld að hafa þetta uppi í fjárhúsunum

Þessir vinir komnir í hús. Við kaupum alltaf tvo

Glaður strákur sem fór í hvalaskoðun í dag með liðveislunni 

sinni. Hann ljómaði þegar hann kom heim og sagðist hafa

séð stóra hvali

Tunglið í kvöld

Fallegt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar