Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1322
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 2251123
Samtals gestir: 87131
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 03:18:42

09.11.2022 20:10

Flensu og covid sprauta

Við Þórður fórum í fjórðu covid sprautuna og tókum líka 

flensusprautuna, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við förum

í flensusprautu. Nú er spurning hvort við steinliggjum ekki af 

þessu. Kemur í ljós á morgun

 

Við fórum og fengum okkur að drekka í Bakaríinu við Brúna

Það var sport

 

 

 

 

 

Molinn kveður

.

 

08.11.2022 20:16

Gott tíðarfar

Svona er tíðarfarið dag eftir dag. Styttir veturinn heldur betur

Nú fer krummi að láta sjá sig aftur, eftir sumarið

Hann fær eitthvað í gogginn í vetur hjá okkur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.11.2022 19:14

Líf á ný, í fjárhúsunum

Nú er komið líf í fjárhúsin enn á ný. Morgungjöf

Litla deildin (smá/sumar/haust lömb). Við tókum tvær ær

frá þremur lömbum (einlemba og tvílemba). Gimbrin sem

fæddist í júlí er orðin svo stór. Hún var klippt í gær og tekin 

undan í dag. Tvílemban sem bar 23. ágúst , var tekin frá þeim

í dag

Ærnar að jafna sig eftir klippinguna. Orðnar strax betri á

skrokkinn. Við vorum heppin að láta klippa í gær, því veðrið

er svo gott að það er ekki kalt fyrir þær fyrstu dagana 

Kvöldgjöf

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.11.2022 20:36

Rúningur

Unnar kom og klippti kindurnar. Við vorum með góða 

vinnumenn og þetta gekk vel. Allt féð rúið í dag smiley

Hvítu ærnar að bíða eftir rúningi

 

Við vorum með góðan mann sem sá um ullina smiley

18-393 Klanka

16-279 Bytta

17-358 Pysja

17-357 Dimitría

20-522 Glósa

20-521 Offa

18-404 Læna og 18-403 Læpa samrýmdu systurnar. Þær 

fylgjast fast saman

Báðar að bíða eftir rúningi

Tunglið í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.11.2022 20:00

Ærnar teknar á hús

Við settum ærnar inn í dag

Og flokkuðum þær fyrir rúninginn á morgun, hvítar

Og mislitar

Myndanafnspjöldin eru komin upp á vegg í fjárhúsunum. 

Aðeins færri hausar, en í fyrra

Hrútarnir

Flott kind hún Geyl. Hún kom með 53 kg. hrút og 55 kg. gimbur.

Gimbrin var sett á

Svona eru myndanafnspjöldin

 

 

 
 
 

Algjör snilld að hafa þetta uppi í fjárhúsunum

Þessir vinir komnir í hús. Við kaupum alltaf tvo

Glaður strákur sem fór í hvalaskoðun í dag með liðveislunni 

sinni. Hann ljómaði þegar hann kom heim og sagðist hafa

séð stóra hvali

Tunglið í kvöld

Fallegt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

 

04.11.2022 20:57

Fjórði dagur á námskeiði

Jæja nú er fjórði dagurinn búinn og einn eftir sem verður 26. nóvember.

Mikið sem það verður gott þegar þetta er búið yes

 

Við gerðum lítið annað í dag en að glápa og fylgjast með á netinu.

 

Kindurnar verða settar inn á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.11.2022 18:52

Fósturforeldranámskeið

Já við Þórður eyddum deginum í fósturforeldranámskeið. 

Við gerðum lítið annað í dag en að hanga fyrir framan

tölvuna. Mikið verð ég fegin þegar þetta er búið. Fjórði

námskeiðsdagurinn verður á morgun

 

Ég rétt náði að fljúga og gá að kindunum, áður en myrkrið

skall á

Það er allt autt ennþá og kominn 3. nóvember. Þetta styttir

veturinn að hafa svona veður dag eftir dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.11.2022 18:13

Fjárhús-stúss

Við ætluðum að hafa þetta svona, en hættum við það

Já við ákváðum að setja upp skilrúmið. Það er svo erfitt að 

ná kindunum í svona breiðum króm. 

Það á að klippa féð á sunnudaginn. Kannski láta þessir

skeggjuðu, taka þetta skegg af sér í leiðinni laugh

Flottir "feðgar"

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.11.2022 19:12

Halloween

Halloween hátíð í skólanum og þessir tilbúnir að mæta

 

 

 

 

 

Himininn í morgun. Listaverk nánast alla daga

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.10.2022 19:49

Gluggaþvottur

Úti þvottadagur í dag. Við þvoðum gluggana að utan. Ekki 

veitti af, því þeir voru orðnir mjög skítugir

Og vestur veggurinn var líka mjög skítugur. Sá skítur kom

þegar veðrið var brjálað um daginn

Við náðum að þrífa hann að mestu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.10.2022 20:10

Hitaþráður

Við héldum áfram með hitaþráðinn

Þórður að störfum. Hann náði að klára þetta

Grænn hitaþráður við vatnsrörið. Það ætti allavega ekki að 

frjósa undir gólfinu, í vetur

Þráðurinn kominn í samband og byrjaður að hita vatnsrörið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.10.2022 19:11

Afmælispabbi

Þessi gullmoli er pabbi minn og hann á afmæli í dag. Til

hamingju með afmælið elsku pabbi heart

Megnið af deginum eyddum við í fjárhúsunum

Við vorum að setja hitaþráð við vatnslögnina sem liggur 

undir gólfinu. Við þurftum að taka grindurnar upp til að 

komast að vatnslögninni

Við verðum með færri kindur í vetur og erum að reyna að 

varna því að vatnið frjósi

Þetta gekk alveg þokkalega vel. Við kláruðum ekki alveg, en

klárum á morgun

Þetta merki kemur á götuna, þegar maður kemur að bílnum

í myrkri. Lýsir upp götuna smiley Ford mustang smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.10.2022 19:11

Hvammshlíðardagatalið

Hvammshlíðardagatalið er komið í hús. Karólína er engum 

lík. Hún er snillingur í öllu. Ég mæli með þessu flotta

dagatali

Það er svo margt fróðlegt sem kemur fram í þessu dagatali

 

Hún er virkilega vel að þessum hvatningarverðlaunum komin

Staðarhnjúkur

Í morgun

Í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.10.2022 18:57

Sýnataka

Við tókum sýni úr ásetningslömbunum. Við tökum svo sýni

úr ánum þegar þær eru komnar á hús

Stararnir komu í garðinn í dag. Þeir voru eitthvað um 20

saman

Þetta er fallegur fugl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.10.2022 17:59

Yfirlitsflug

Yfirlitsflug í dag og þessar ekki langt frá hvor annari. Þær eru

flottar saman. Þær fá að vera saman í kró í vetur

Nokkrar á hólnum

Fallegt veður dag eftir dag

Það sést vel inn í Staðarskarðið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

9 mánuði

28 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

5 mánuði

29 daga

Tenglar

Eldra efni