Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1199
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158201
Samtals gestir: 63339
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 04:20:52

24.11.2021 21:25

Rúningi lokið


Unnar kom og klippti flekkóttu ærnar. Núna er búið að klippa allt féð


Það komu nokkrar svona dalmatíuær í ljós þegar búið var að klippa þær


Flottir vinir emoticon





Molinn kveður


23.11.2021 21:30

Afmæli


Í dag á þessi elska afmæli. Dagurinn var góður eins og alla daga með þér ástin mín emoticon


Í tilefni dagsins, þá kveiktum við á útiseríunni. Strákarnir fengu að tendra ljósin

Þarna eru þeir að stinga í samband

Og ljósin kveikt



Svo byrjum við að skreyta inni á sunnudaginn næsta, sem er fyrsti í aðventu



Lömbin stækka. Hér er Flís

Dalur

Sólveig og Sara. Þær eru gæfastar af lömbunum. Þær vilja klapp og fóðurbæti





Molinn kveður


22.11.2021 19:54

Rok í dag


Tunglið í morgun

Staðarhnjúkur í tunglsljósi

Búið að vera rok og hiti í dag


Klipping á þessa í dag

Vel sáttir með klippinguna

Allir búnir að fá jólaklippinguna emoticon

Þeir fóru á Rakarastofu Akureyrar. Fara alltaf þangað emoticon


Við fórum og keyptum meiri málningu

Og ég kláraði að mála stofuna emoticon Tiltekt á morgun og þá get ég tekið betri mynd emoticon





Molinn kveður


21.11.2021 19:45

Hláka


19. nóvember

21. nóvember. Nú er rok og hiti. Snjórinn nánast farinn


Þeir eru duglegir að perla þessa dagana. Mörg listaverk á dag koma frá þeim






Molinn kveður


20.11.2021 21:18

Stofan


Flottir strákar í gegningum í morgun. Það munar alveg hálftíma, hvað við erum fljótari í fjárhúsunum þegar þessi í miðjunni kemur með okkur. Hann er svo duglegur að hjálpa okkur


Við ætluðum að mála tvo veggi í stofunni ljósari. Það varð nú ekki þannig. Ég er búin að mála tvo veggi, báðar umferðir en ég er bara búin að mála hina tvo veggina eina umferð. Á eftir að mála aðra umferð á þá. Ástæðan = vantar málningu 

Þessi er alveg búinn


Á eftir aðra umferð á þennan


Og þennan líka





Molinn kveður


19.11.2021 19:58

Stofan í vinnslu


Ég er búin með fyrri umferð á tveim veggjum í stofunni. Þeir verða dökk gráir svo verða hinir gráir

Mér finnst þetta koma vel út. Ég verð að éta ofan í mig að finnast flott að hafa allt hvítt. Það er nú bara þannig

Fyrri umferð búin


Gaddavírsrúlla notuð fyrir myndaramma


Möðruvallakirkja


Svo jólalegt







Ég setti drónann á loft í dag og tók nokkrar myndir

















Molinn kveður


18.11.2021 20:48

Á hverjum degi í fjögur ár

Í fyrradag, 16. nóvember voru komin 4 ár síðan ég fór að setja eitthvað daglega hér inn á síðuna mína. Það hefur nú verið mis-gáfulegt efni


Nú er hrútaskráin komin á netið. Ég er búin að setja tengil á hana, hér til hliðar (til hægri) þar sem hrútaskrárnar eru


Við bættum þrem litaprufum við í dag. Pínu höfuðverkur að velja, en við erum búin að velja, já og kaupa liti á stofuna. Ég byrja kannski að mála á morgun


Þessi er alltaf að leika sér með kubbana. Hann er svo mikill snillingur að búa til eitthvað úr þeim





Molinn kveður


17.11.2021 20:26

Læpa og Læna

Samrýmdu systurnar þær Læpa og Læna, undan 14-611 Lundu og 13-982 Móra

18-403 Læpa er búin að eiga 5 lömb á tveimur árum
Hún var geld sem gemlingur
2020 var hún tvílembd
2021 var hún þrílembd

18-404 Læna er búin að eiga 8 lömb á þrem árum
Hún var tvílembd sem gemlingur
2020 var hún þrílembd
2021 var hún þrílembd
Flottar systur


Möðruvallakirkja í morgun

Tunglið í kvöld





Molinn kveður


16.11.2021 19:43

Kempa


14-150 Kempa er undan 10-035 Kreppu og 12-579 Blossa
Hún er búin að eiga 16 lömb á 7 árum


Morgungjöf


Veðrið í morgun


Allt autt


Damian skutlaðist eftir Þórði í fjárhúsin. Hann er duglegur strákur


Jæja þá ætla ég loksins að fara að mála stofuna. Hún á að vera í lit. Ég hef hingað til málað allt hvítt, en ætla að breyta til. Nú er valkvíði hvernig skal mála





Molinn kveður


15.11.2021 20:27

Slenja


12-087 Slenja er fjórlembingur undan 10-032 Brák og 09-314 Spaða
Hún er búin að eiga 27 lömb á 9 árum
2013 (gemlingur) var hún tvílembd
2014 var hún þrílembd
2015 var hún þrílembd
2016 var hún þrílembd
2017 var hún fjórlembd
2018 var hún þrílembd
2019 var hún þrílembd
2020 var hún þrílembd
2021 var hún þrílembd
Frjósöm ær sem fór í húsið í haust


Möðruvallakirkja í morgun


Að bíða eftir rútunni. Nú verða þeir að standa, því sætin eru orðin að vatni (bráðnuð)


Strákarnir fengu leir í dag og voru mjög glaðir með það

Flottur leir, sem á trúlega eftir að blandast saman í einn lit





Molinn kveður


14.11.2021 19:44

Kiða, flott ær


14-143 Kiða er fjórlembingur undan 09-020 Drífu og 12-579 Blossa
Hún er búin að eiga 22 lömb á 7 árum
2015 (gemlingur) var hún einlembd
2016 var hún fjórlembd
2017 var hún þrílembd
2018 var hún þrílembd
2019 var hún þrílembd
2020 var hún fjórlembd
2021 var hún fjórlembd
Svakalega frjósöm þessi, þótt hún sé ekki með þokugen

Kinga, sem ég setti inn í bloggi 12. nóvember, er systurdóttir Kiðu


Þetta er mamma Kiðu, hún Drífa. Hún átti 24 lömb á 9 árum


Við vigtuðum og merktum ullarpokana og gengum frá þeim í geymslu. Við fengum góða hjálp við það frá þessum


Snjórinn farinn, sem kom um daginn. Ég hefði viljað hafa hann fyrir strákana. Þeim finnst svo gaman að leika sér í honum





Molinn kveður


13.11.2021 20:18

Gullmolarnir mínir


Það sem ég elska þessa gullmola. Ég eyddi megnið af deginum hjá þeim. Ég ákvað að splæsa í mynd af okkur. Við höfum ekki hist í langan tíma, því við höfum ekki mikið verið að fara vegna veirunnar miklu. Von er á þriðja gullmolanum í þessari fjölskyldu á nýju ári emoticon emoticon emoticon Hlakka mikið til emoticon emoticon emoticon

Svo yndislegir emoticon





Molinn kveður


12.11.2021 19:09

Flott ær


18-434 Kinga. Hún er undan 14-144 Kistu og 17-586 Nóa
Hún er búin að eiga 9 lömb á þessum þrem árum
2019 (gemlingur) var hún tvílembd, en gekk bara með annað lambið. Hitt var vanið undir 14-155 Rifu
2020 var hún þrílembd og gekk með tvö. Eitt var vanið undir 16-304 Oddný
2021 var hún fjórlembd og gekk með þrjú. Eitt var vanið undir 16-260 Gálu
Hún er búin að skila 142,6 kg af kjöti (8 lömb) og öll fóru þau í U
+ einn hrút sem var settur á núna í haust

21-704 Tandri undan 18-434 Klingu og 18-591 Vita


Möðruvallakirkja í morgun





Molinn kveður


11.11.2021 17:08

Útivera


Bíða eftir skólarútunni


Við fórum út að renna. Það þarf ekki af fara langt til að njóta útiveru

Ekki löng brekka



Auðvitað fengum við okkur kakó og piparkökur



Já kakó og piparkökur







Við fórum svo og tókum fjórhjólið, bundum sleðana aftan í það og létum vaða. Gaman hjá þeim á sleðum aftan í hjólinu, hring eftir hring


Eftir útiveru, þá var leikur hjá þeim. Annar í kubbum

Og hinn með fjarstýrðan monster truck





Molinn kveður


10.11.2021 20:42

Eins og tveggja mánaða


Þær Sólveig og Sara eru eins mánaðar í dag. Þær eru vel sprækar og dafna vel


Og Dalur er tveggja mánaða í dag. Hann hefur það gott


Morgungjöf





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar