Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2688
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2337
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 1964834
Samtals gestir: 83847
Tölur uppfærðar: 28.4.2025 13:44:10

22.02.2023 19:10

Styttist í vorið

Það er enn svona snjólítið. Það er hláka á leiðinni og þá

hverfur þetta lítilræði sem er

Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þessari. Ég held að hún

hafi verið of gráðug smiley

Nóg af heyi í garðanum og þær að springa af áti. Sjáum til

hvað verður mikið eftir í fyrramálið. Þær éta ótrúlega mikið

yfir sólahringinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.02.2023 19:18

110 km. hraði

Þegar maður keyrir til Akureyrar, þá sýnir bíllinn að maður

megi keyra á 110. Það er nú ekki alveg rétt hjá honum smiley

Þetta kemur annað slagið svona. Þetta var þannig í fyrradag.

Ég notfærði mér það nú ekki. Þetta er svona hjá gömlu

Húsasmiðjunni. 

Það styttist í að snoðið verði tekið af. Það verður gert um

helgina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.02.2023 19:20

Stari í baði

Þessi Stari kom í garðinn okkar í dag

Hann tók sig til og baðaði sig hátt og lágt. Hér koma nokkrar

myndir af baðinu hans

 

 

 

 

 

 

 

Snjótittlingur

Allar þessar myndir tók ég út um stofugluggann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.02.2023 16:53

Enn og aftur í fjallið

Í Hlíðarfjall í dag, með þessum

Það voru ekki margir í fjallinu

 

Við þetta skilti stóð ég í þrjá klukkutíma í dag. Já ég er tilbúin

með nestið ef einhver er svangur eða þyrstur. Það var mjög

góð ending á þeim í dag að vera í þrjá tíma á skíðum/bretti. 

Flottir strákar heart

Ég setti upp húfuna góðu, þó mér líki ekki að vera með húfu

á hausnum

Verið að næra sig

Þeir fóru allir í stólalyftuna núna. Þvílíka framförin hjá þeim.

Eins og ég segi, þá eru þetta flottir drengir heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.02.2023 18:50

Hlíðarfjall í dag

Með þessum í Hlíðarfjalli í dag

Veðrið var gott og þessi klár í brekkurnar

Og þessi er alveg að verða klár í brekkurnar

Það eru miklar framfarir á brettinu hjá Bubba

Smá biðröð við diskalyftuna

Og líka við stólalyftuna

Snjóblásari tilbúinn eftir lokun í fjallinu

Þeir prufuðu kaðallyftuna og það gekk vel hjá þeim

Damian tók þátt í mánaðarmótinu í skákinni, í dag

Það gekk vel hjá honum. Hann vann 4 af 6

 

Ég fór í Lystigarðinn í dag, aðalega til að leita að Glókolli. Hér 

er Auðnutittlingur

Ég fann Glókoll, en hann var svo snöggur í hreifingum að

það var erfitt að ná mynd af honum. Ég þarf að fara aftur

og reyna betur

Þessi mynd væri fín ef hún væri í fókus. Reyni aftur seinna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.02.2023 18:15

Hlíðarfjall

Það er frekar snjólétt, já eða bara alveg autt smiley

Skólinn búinn snemma í dag og þá er gott og gaman að fara

í fjallið

Það er líka snjólétt í Hlíðarfjalli

 

Já frekar snjólétt. En fallegt var veðrið

 

Takið eftir húfunni sem ég er með á hausnum. 21E07 smiley Ég

er ekki oft með húfu, en ég var í klippingu í dag og er ekki

með mikið hár á hausnum núna cool

Já fallegt er það

 

Bubbi á bretti

Alexander á skíðum

Og Damian á skíðum

 

Gott veður og góður dagur í fjallinu í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.02.2023 09:01

Ítarlegri niðurstöður Fósturtalningar

 

Gemlingarnir

 

 

Það var talið í 129 fullorðnum ám og 14 gemlingum

 

Fullorðnu ærnar

2 eru geldar

11 með 1

79 með 2

37 með 3

 

Gemlingar eru 14

1 er geldur

1 með 1

10 með 2

2 með 3

 

 

Gemlingar (árgangur ´22) eru 14  

1 með 0 

1 með 1  

10 með 2

2 með 3

samtals 27 fóstur

1,93 lömb á gemling

 

Tveggjavetra (árgangur ´21) eru 8  

7 með 2 

1 með 3 

samtals 17 fóstur

2,13 lömb á kind

 

Þriggjavetra (árgangur ´20) eru 24

1 geld

3 með 1 

11 með 2 

9 með 3 

samtals 52 fóstur

2,17 lömb á kind

 

Fjögravetra (árgangur ´19) eru 19

1 geld  

15 með 2 

3 með 3 

samtals 39 fóstur

2,05 lömb á kind

 

Fimmvetra (árgangur ´18) eru 29 

1 með 1 

21 með 2 

7 með 3 

samtals 64 fóstur

2,21 lömb á kind

 

Sexvetra (árgangur ´17) eru 25 

2 með 1 

16 með 2 

7 með 3

samtals 55 fóstur

2,20 lömb á kind

 

Sjövetra (árgangur ´16) eru 14

3 með 1 

6 með 2 

5 með 3 

samtals 30 fóstur

2,14 lömb á kind

 

Áttavetra (árgangur ´15) eru 10 

2 með 1

3 með 2 

5 með 3

samtals 23 fóstur

2,30 lömb á kind

 

 

Fullorðnar ær 2,17 lömb

Gemlingar 1,93 lömb

Þetta gerir þá 2,15 í heildina

Geldar ær eru með í þessum meðaltölum

 

Alls eru þetta 307 talin fóstur

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.02.2023 21:52

Fósturtalning

Gunnar kom og taldi fóstrin í kindunum

 

 

 

Við erum mjög ánægð með þessa útkomu. 

Ég læt meiri upplýsingar inn á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.02.2023 19:43

Á morgun, á morgun

Það verður fósturtalið hjá okkur á morgun. Þessar, ásamt

öllum hinum, bíða spenntar eftir Gunnari

20-516 Únsa

20-501 Mön

20-522 Glósa

21-007 Sóldögg

Það er snjólaust og snjór yfir öllu, til skiptis

Þessi mynd er tekin 10. febrúar. Allt hvítt yfir að líta

Og þessi er tekin í dag 14. febrúar. Allt snjólaust

Þessir Starar heimsóttu okkur í dag 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

13.02.2023 19:18

Fallegur himinn

Himininn í dag. Nokkrar myndir smiley

Kl. 08:07

Kl. 08:21

Kl. 08:22

Kl. 08:28

Kl. 08:28

Kl. 08:52

Kl. 08:52

Kl. 08:53

Kl. 08:55

Kl.08:55

Kl. 17:31

Kl. 17:34

Kl.17:34

Kl. 17:42

Kl. 17:43

Kl. 17:43

Kl. 17:44

Kl. 17:44

 

Já himininn var fallegur í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.02.2023 18:56

Fuglar

Myndir sem ég tók á Akureyri í dag

Stari

Stari

Stari. Þessi er eitthvað aumingjalegur. Kannski eitthvað veikur

Krummi var þarna líka

Krummi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.02.2023 17:30

Allt á floti

Nú er hláka og allur snjór að verða farinn. Það er líka allt á 

floti

Vatn á stéttinni, á milli íbúðarhúss og bílskúrs

 

Appelsínugul smiley Já það heldur áfram

Vinnumennirnir okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.02.2023 17:33

Fuglar

Ég tók nokkrar myndir af fuglunum í garðinum, í dag.

Snjótittlingar og Auðnutittlingar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðnutittlingur

Krummi á sveimi og athugar hvort það sé matur handa

honum. Já ég gaf honum líka

Þórður blés snjónum sem kom í nótt, við fjárhúsin

 

Einn fór á körfuboltaæfingu og tveir fóru út að leika á meðan

Snjómokstur

 

 

Snjóhúsagerð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.02.2023 15:47

Með hækkandi sól

Þórður lagður af stað í snjóblástur. Það fylltist allt af snjó í

nótt, sunnan við fjárhúsin. Hann var svo þéttur að við

gátum gengið á honum án þess að sökkva í hann

Sólin hækkar á lofti með hverjum degi sem líður

Það er greinilega mikill vindur í Staðarskarðinu

Sólin skín yfir Möðruvallakirkju

Skrítið veður. Lágarenningur og sól

Það er búinn að vera lágarenningur í nánast allan dag

Sólin og lágarenningur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.02.2023 18:54

Skafrenningur

Það er búið að snjóa og skafa í nótt. Þá er nú gott að nota

þessar græjur og blása snjónum burt 

Þórður blés veginn upp í fjárhús

Það hafði skafið þónokkuð sunnan við fjárhúsin. Það hefði

ekki verið hægt að fara á fjórhjólinu í gegnum þennan snjó

Þórður blés þetta allt í burtu

Kindurnar hafa það gott

Það sást ekki mikið í fjallið. Staðarhnjúkur sást ekki

 

Sólin að brjótast í gegnum snjókomuna

 

 

Fallegt veður inn á milli

Komið hvítt teppi yfir allt. Það fer nú samt áreiðanlega á

laugardaginn, því það á að koma hláka þá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

14 daga

Tenglar

Eldra efni