Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1490
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158492
Samtals gestir: 63393
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:02:31

05.10.2022 17:39

Ferð á Krókinn

Við fórum í morgun, á Sauðárkrók að sækja kjöt. Það var smá

snjókoma upp til fjalla. Mjög mikill vindur

Á leiðinni upp Bakkaselsbrekkuna

Svona var hún efst. Ekki mikill snjór, en aðeins. Við erum 

ekki búin að setja nagladekk undir bílinn. Við fórum á 

strumpastrætó. Ferðin gekk vel

Á leiðinni til baka, á Öxnadalsheiðinni

Sólin að brjótast í gegnum snjókomuna

Niður Bakkaselsbrekkuna. Færðin var góð

Jæja þessi músahola er nýkomin. Hún er efst á fjárhústúninu

og gatið á holunni snýr í austur. Ég veit ekki hvað það boðar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.10.2022 19:53

Flottar ær

Nokkrar ær, af mörgum, sem skiluðu flottum lömbum

 

14-254 Skoppa kom með lömb sem voru 44 og 50 kg.

15-191 Ótta kom með lömb sem voru 49 og 49 kg.

17-316 Geyl kom með lömb sem voru 53 og 54 kg.

18-402 Rikka kom með lömb sem voru 49 og 49 kg.

19-460 Larisa kom með lömb sem voru 47 og 51 kg.

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.10.2022 19:01

Fallegt veður

Það var fallegt veður í dag

Möðruvallakirkja

 

Húsbíllinn klár í geymslu. Við fórum með hann í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.10.2022 17:02

Haust

Þesssi síungi maður kom í heimsókn, á hjóli í morgun. Ekki

í fyrsta skipti sem hann hjólar frá Skógarhlíðinni og til okkar.

Það eru á milli 10 og 15 km. (aðra leiðina) Glæsilegt

Þessar greinar á trénu líta næstum eins út og á "trénu" á

næstu mynd

Já þetta er eins og greinar á tré

Og þetta er svona lítið "tré".  Kindaslóðir í kálið

Þessi var áhyggjulaus að leika sér í heyrúlluhring

Haust

 

Við heimtum nokkrar kindur í kvöld. 8 hausar komu af fjalli

 

Enn vantar alltof margar kindur af fjalli

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

01.10.2022 17:18

Fimm ár

Í dag eru komin 5 ár síðan elsku tengda mamma kvaddi 

þennan heim. Hennar er sárt saknað heart Blessuð sé minning

þín elsku Sigga heart

 

Já við Þórður eyddum deginum á námskeiði, þannig að 

það var ekki mikið gert í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.09.2022 15:31

Forystuhrútur

Forystuhrútur sem mun sinna forystuánum okkar í vetur,

ættaður af Ströndum

 

Við Þórður erum búin að vera fósturforeldrar í nær 29 ár. Við

fórum á námskeið fyrir fósturforeldra þá. Nú hinsvegar 

þurfum við að taka þetta námskeið aftur. Við erum búin 

að vera í allan dag fyrir framan tölvuna og þurfum þess

líka á morgun og þrjá daga í nóvember. Það er þó gott að

geta tekið þetta í gegnum netið og þurfa ekki suður

Þessar teknar í fyrradag

 

Þegar ég var að fljúga drónanum, þá komu þessar gæsir og

voru að kveðja okkur fyrir flugið langa

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.09.2022 18:34

Sauðburður

Þessi fæddist í september í fyrra, í seinni göngum

Gimbur sem fékk nafnið Flís. Hún fór svo á fjall í vor

Ég sá hana í ágúst upp í fjalli

Hún kom heim í dag með þennan hrút

September lamb 2021 með september lamb 2022

 

Þetta er sjötta ærin sem ber í sumar/haust

 

Sauðburður hefur verið í apríl, maí, júní, júlí, ágúst og

september

 

 
 
 

 

Molinn kveður

 

 

28.09.2022 19:12

Lömb

Hrútur undan 18-416 Aníku og 18-591 Vita

Gimbur undan 20-519 Syllu og 20-607 Dúa. Hugsanlegur 

ásetningur. Hún var 49 kg. 

Gimbur undan 17-316 Geyl og 21-705 Kalda. Hún var 54 kg.

og hrúturinn á móti var 53 kg. Svakalega flott ær

Hrútur undan 16-277 Völu og 20-607 Dúa. Hann var 56 kg.

Gimbur undan 14-254 Skoppu og 21-703 Jalla. Hún var 50 kg.

Líklegur ásetningur undan Skoppu

Gimbur undan 15-618 Viðbót og 20-607 Dúa

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.09.2022 15:26

RB Bílaþrif Akureyri

Ég náði að taka mynd af þessum norðurljósum í gærkvöld. 

Ég hef alltaf misst af þeim, því ég fer það snemma að sofa laugh

Þau voru flott 

Við fórum með bílana, þessa tvo, í alþrif hjá RB Bílaþrif Akureyri.

Nú glansa þeir bæði að utan og innan. Þvílíkt flottir smiley

 

Mjög vandvirk. Ég mæli með þeim

Þessar eru teknar í morgun

Nú er kominn haustlitur á trén

 

Það fóru 94 fullorðið í sláturhús í dag. Þeim verður lógað á 

morgun. Nú erum við að fækka fénu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.09.2022 19:49

Kindur

Fallegt veður í dag

Tignarleg hún Elíza

Prins og Elíza

Þessir kollóttu hrútar eru undan 18-408 Elínu og

20-603 Sagosen. Þeir voru 52 og 53 kg. af fjalli

Hrútur undan 19-469 Litlu-Æðey og 20-605 Bæron. Hann

var 57 kg. 20. september

15-207 Þökk. Hún vildi fá brauð hjá mér

 

Við rákum sláturærnar inn í dag. Það fara um 90 á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

25.09.2022 18:14

Veturinn minnir á sig

Hér á þessari mynd er byrjað að snjóa í fjöllin

Þessa mynd tók ég fjórum tímum seinna og fjöllin orðin hvít

Veturinn farinn að minna á sig

Kindurnar eru samt mjög afslappaðar

Og taka veðrinu vel

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.09.2022 16:49

Veðurviðvörun

Það er búið að vera rok í dag og það á að bæta í það í nótt

og morgun

Þessa mynd tók ég 15. september. Trén græn og ekki kominn

haustlitur á þau

Þessa mynd tók ég í gær, 8 dögum seinna. Trén komin með

haustlitinn. Svo í rokinu í dag, eru þau næstum orðin lauflaus.

Ég tek mynd þegar lægir

Möðruvellir 3, 4 og 5

Það eru nú bara nokkur tré þarna sem eru komin með

haustlit. Myndina tók ég í gær

 

Okkur vantar rétt um 40 hausa af fjalli

 

Þessi kom ekki, en fannst dauð inn á dal. Þetta er hún 21-003

Vera. Mig grunaði að hún væri ekki á lífi, þegar ég sá að

lömbin hennar voru móðurlaus í sumar

Þau voru 42 og 37 kg. þegar þau komu af fjalli. Það er eftirsjá

af henni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.09.2022 19:44

Seinni göngur

Seinni göngur voru í dag. Nú var tæknin tekin í notkun.

Það kom þyrla til að ferja mannskapinn inn á dal og líka

upp á fjall. Walter Ehrat var flugmaður. Algjör snilld.

Mynd Áslaug

Farin í loftið. Það tók ekki nema 15 mín. að fljúga með þá

og koma til baka og taka þá sem fóru upp á fjall

Mynd Áslaug

Kindurnar voru komnar í réttina um kl. eitt í dag. Göngurnar

gengu svakalega vel, enda úrvals lið að ganga. Þetta er safnið

sem kom

 

Litlu göngumennirnir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.09.2022 16:12

Sláturtölur

Það fóru 64 lömb í sláturhús í gær. Þeim var lógað í dag

Meðalþyngd dilka 19,33

Gerð 11,56

Fita 7,95

 

Það er þá búið að slátra 174 lömbum og meðaltalið af þeim er:

Meðalþyngd dilka 20,14

Gerð 11,34

Fita 7,78

 

Gimbur undan 19-466 Katnis og 20-603 Sagosen

Gimbur undan 17-355 Þín og 19-597 Ótta

Gimbur undan 15-191 Óttu og 18-593 Hamri

Hrútur undan 16-277 Völu og 20-607 Dúa

Elíza er orðin svo róleg. Hún sprettur ekki á fætur og æðir

 í burtu, þótt maður labbi nokkrum metrum frá henni. Hún

er mjög afslöppuð

 
 

Þessi fékk hlaupabóluna 13. september. Hann fékk margar

bólur, en slapp við að verða veikur. Hraustur og duglegur

drengur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.09.2022 10:08

Fjárrag

Lömb sem koma til skoðunar til ásetnings. Við tókum þau 

frá í dag. 

Við sendum 64 lömb og 8 fullorðið frá okkur í dag. Þeim 

verður slátrað á morgun

Lömbin dýrka þennan hól. Hann er orðinn að moldarhaug

Og þessi hóll er alltaf vinsæll

Gimbur undan 19-483 Blökk og 18-591 Vita

Gimbur undan 15-249 Lufsu og 20-605 Bæron

15-249 Lufsa

Gimbrar undan 14-143 Kiðu og 21-703 Jalla

Gimbur undan 19-460 Larisu og 20-607 Dúa. Hún var vigtuð

í gær og var 47 kg.

Hrútur undan 19-460 Larisu og 20-607 Dúa. Hann var vigtaður

í gær og var 51 kg.  Svakalega flott kind hún Larisa

Hrútur undan 20-496 Fnjósk og 20-706 Hnikari

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar