Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2788
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2337
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 1964934
Samtals gestir: 83847
Tölur uppfærðar: 28.4.2025 14:06:09

07.07.2023 17:48

N1 mótið

Þórður snéri tvisvar í dag á stykki 6, á enginu. Það verður

rúllað á morgun

 

Við fórum á N1 mótið og horfðum á ömmu og afa gullmolann

okkar spila með liðinu sínu. Þau stóðu sig svakalega vel. Ég 

tók nokkrar myndir og hér koma þær. Svolítið margar, en

þetta er svo mikill snillingur að ég verð að koma því hér að

heart heart heart heart heart

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er endalaust stolt af honum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.07.2023 18:11

Heyskapur

Þórður sló niður á engi, í dag

 

Það er vel sprottið þar

Hann snéri einu sinni 

Vonandi náum við þessu á laugardaginn

 

Við fórum að sjá ömmu og afa gullið spila á N1 mótinu. Hann

og liðið hans stóð sig mjög vel. Hann er efnilegur þessi

gullmoli. Hér koma nokkrar myndir af honum spila

 

 

 

 

 

 

Flottastur heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.07.2023 15:26

Rúllu-akstur

Við gengum frá endum og merktum rúllur, í morgun/dag.

Veðrið var rigning og kuldi

Þórður keyrði heim rúllunum

18 rúllur í ferðinni

Þórður stendur sig mjög vel í þessu

Og raðar í stæðu. Hann kláraði að keyra heim í kvöld

Svo er það áburðurinn. Hann er eintómt vesen.

Áburðarpokarnir eru orðnir svo lélegir að það er ekki hægt

að hífa þá upp

Þeir slitna og allt út um allt. Það fór einn poki svona, en svo

fann Þórður upp ráð. Hann fór með liðléttinginn og fór alveg 

undir pokana og setti þá upp á bretti. Það munaði nú litlu að

annar poki færi svona, en það slapp

Nú eru allir áburðarpokarnir komnir upp á bretti og þessi

sem fór niður, er kominn í plastkar. Svo er það spurning, 

hvernig gengur að koma þessu upp í áburðardreifarann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.07.2023 18:18

Þrílembur

Ég fór upp í fjallshólf að kíkja á þrílemburnar og gefa þeim 

brauð

Rakel og Stássa

16-305 Elinóra með flekkóttan hrút undan Vívalda. Hann ber

arfgerðina 138. Hún var einlembd og við vöndum þessa tvo

hvítu hrúta undir hana. Þeir eru undan 17-357 Dimitríu og

22-714 Ægi

Þeir eru svo gæfir og vilja klapp

Þeir eru hrifnir af brauðinu. Við tókum ekki sýni úr þeim

18-422 Þrýstin með tvær gimbrar og einn hrút undan

19-597 Ótta. Báðar gimbrarnar eru með arfgerðina 138

16-291 Rakel með tvo hrúta og eina gimbur undan

22-717 Vívalda. Þau bera öll arfgerðina T137

17-330 Stássa með hrúta undan 22-714 Ægi. Við tókum ekki

sýni úr þeim

18-403 Læpa með tvo hrúta og eina gimbur undan Vívalda.

Gimbrin er með arfgerðina T137 og hrútarnir 138.

18-431 Skeið með tvær gimbrar og einn hrút undan

20-604 Grilli. Við tókum ekki sýni úr þeim 

18-393 Klanka með tvær gimbrar og einn hrút undan Vívalda.

Þau eru öll með arfgerðina T137

Klanka

20-501 Mön með tvær gimbrar og einn hrút undan

22-712 Króla. Við tókum ekki sýni úr þeim

19-479 Ásgerður með tvo hrúta og eina gimbur undan

22-714 Ægi. Við tókum ekki sýni úr þeim

15-619 Eyrún með tvær gimbrar og einn hrút undan Ægi.

Við tókum ekki sýni úr þeim

 

Ég sá kjóa upp í fjallshólfi

 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.07.2023 19:00

Heyskapur

Það rigndi ekkert í nótt. Þórður snéri öllu tvisvar í dag

 

Það var skýjað í morgun, en svo kom sólin

Þórður garðaði svo allt upp

Og Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði

Stykki 1, 10 rúllur

Stykki 3, 45 rúllur

Stykki 4, 8 rúllur

Stykki 9, 7 rúllur

Samtals 70 rúllur. Gott að hafa náð þessu yes

Við kláruðum að lagfæra grindurnar í nyrsta húsinu

Þvílíkur munur. Æðislegt smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.07.2023 19:13

Fjárhúsvinna og heyskapur

Miðhúsið búið, nema austasta bilið

Þórður garðaði allt upp núna seinnipartinn. Það er þurrt

þessa stundina, en það er búið að rigna nánast samfellt

síðan hann sló stykkin hér heima. Vonandi náum við þessu

á þriðjudaginn 

Það var ekkert búið að snúa þessu. Þetta var slegið 27. og 28.

júní

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.07.2023 11:33

Fjárhúsvinna

Við héldum áfram í dag að skipta út og snúa við þeim

sem heillegar voru. Þetta er nyðri króin í miðhúsinu. 

Við eigum eftir austasta bilið í þessari kró

Og syðri króin í miðhúsinu. Við kláruðum tvö bil í henni

Þetta verður allt annað. Grindurnar voru orðnar lélegar

Strákarnir voru duglegir að vinna við þetta

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.06.2023 12:24

Fjárhúsvinna

Þegar veðrið er þannig að ekki er hægt að heyja, þá eru það

bara fjárhúsin. Tiltekt og fl. Við settum afrúllarann þar sem

hann á að vera í vetur

Við byrjuðum á að lagfæra grindurnar. Snérum við timbrinu

sem þoldi það og skiptum út þeim sem voru ónýtar

Maríuerla er með hreiður í fjárhúsunum. Það eru 4 ungar í því

Svo komu um 60 Staraungar fljúgandi hingað heim. Þeir hafa

áreiðanlega verið að yfirgefa hreiðrin sín

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.06.2023 18:06

Arfgerð

Lömb undan 19-463 Linsu og 22-717 Vívalda. Linsa var 

þrílembd og hér koma þau

Gimbur. Hún er með arfgerðina T137

Gimbur. Hún er með arfgerðina 138

Hrútur. Hann er með arfgerðina T137

 

Lömb undan 15-204 Fleytu og 22-717 Vívalda. Fleyta var

þrílembd og hér koma þau

Gimbur. Hún er með arfgerðina T137 og 151

Gimbur. Hún er með arfgerðina T137 og 138

Hrútur. Hann er með arfgerðina T137 og 151

 

Lömb undan 18-403 Læpu og 22-717 Vívalda. Læpa var 

þrílembd og hér koma lömbin hennar

Gimbur. Hún er með arfgerðina T137

Hrútur. Hann er með arfgerðina 138

Hrútur. Hann er með arfgerðina 138

 

Við eigum enn eftir að fá að vita með 9 sýni sem við sendum

í lok sauðburðar og svo 7 sýni sem mistókst að greina. Það 

þarf líklegast að taka aftur úr þeim lömbum í haust

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.06.2023 16:50

Heyskapur

Þórður hélt áfram að slá. Hann sló stykki 8, 4 og 1. Þá er búið

að slá allt hér heima. Hvenær svo, sem hægt verður að rúlla,

verður bara að koma í ljós

Við drifum okkur bara í sund á Þeló á meðan Þórður var að

slá

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.06.2023 19:17

5 bræður

Þórður og bræður hans að hittust í dag heart

Þórður sló fjárhústúnið (stykki 3) í dag

Það á víst að vera rigning næstu daga. Vonandi kemur glufa

svo hægt verði að hirða af því

Það var bara ekki hægt að láta þetta spretta meira. Þetta var

beitt, svo þetta er bara hreinsun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.06.2023 17:55

Ferðalag

Raufarhöfn

Við fórum og skoðuðum heimskautsgerðið

 

 

 

 

Þetta er enn í vinnslu og á eftir að verða flott

Það var gaman að sjá þetta

 

Við fórum svo á hvalasafnið á Húsavík

 

 

 

 

Þessi vakti áhugann hjá þessum

 

Við keyrðum svo heim. Ferðalagið búið í bili

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.06.2023 17:00

Ferðalag

Enginn tölvutími fyrr en kl. 17. Þá þarf að finna sér eitthvað 

að gera, því það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið. Það 

byrjaði að rigna í morgun, en það var ekki mikið

 

 

 

 

Kelduhverfi

 

Við fórum í Ásbyrgi. Þangað höfum við Þórður ekki komið í

MJÖG mörg ár. Strákarnir höfðu ekki komið þangað og

fannst þeim gaman að sjá 

Tjörnin í Ásbyrgi

 

 

Upp við klettinn í botni Ásbyrgis

 

Þessi fugl var á tjörninni. Ég veit ekki hvaða fugl þetta er

Og svo þessi. Ég hef aldrei séð þennan fugl. Hann er með

gul/græn augu. Ef þið þekkið þennan fugl, megið þið 

láta mig vita

Þetta er unginn þeirra

Skrítinn fugl

Óðinshani

Já og svo voru fiskar í tjörninni

Þórður að rifja upp gamlar minningar. Þarna hefur hann 

dansað fyrir all mörgum árum

Og þarna eigum við margar góðar minningar. Þarna mátti 

tjalda, en það er hætt að mega nota þetta sem tjaldstæði.

Við fórum mjög oft og tjölduðum þarna

Planið í Ásbyrgi

Sveppatré

Auðvitað eldar maður í bílnum

Allir ánægðir nema litli stubbur smiley

Við fórum í Hljóðakletta. Þangað höfum við Þórður ekki komið

í MJÖG mörg ár. Strákarnir voru að koma þangað í fyrsta

skiptið

 

 

Já og svo fórum við að Dettifossi. Það er eins með hann. 

Strákarnir höfðu ekki séð hann og langt síðan við fórum

þangað

 

 

Selfoss

Þetta er þvottabretti. Við fórum Melrakkasléttuna og viti menn,

vegurinn var svona, eins og þvottabretti

Við erum á milli Kópaskers og Raufarhafnar. Á Melrakkasléttu

nær Raufarhöfn. Við þurftum að hvíla okkur á þessum vegi

hahahaha. Aumingja fólkið sem býr hérna og þarf að keyra

á þessum vegi. Hér verðum við í nótt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.06.2023 17:21

Rúllurnar keyrðar heim

Við vorum komin upp á tún um kl. 8 í morgun til að ganga

frá endum og merkja rúllurnar

Þórður keyrði rúllunum heim

 

Fyrri ferðin

 

 

Hann kláraði að keyra þeim heim

Maríuerlan alltaf flott

 

 

Þetta er sú sem á hreiður í garðinum okkar

Við ákváðum að fara í smá ferðalag. Við vissum ekkert hvert

við ættum að fara. Við keyrðum austur og enduðum á að

leggja á þessu plani sem er á Tjörnesinu. Við ætlum að vera 

hér í nótt. Hvað við gerum á morgun veit enginn smiley

Ánægðir guttar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.06.2023 18:01

Rúllað í dag

Þórður snéri þessu tvisvar í gær og garðaði svo upp. Í nótt

rigndi og allt blautt í morgun. Þórður snéri þegar allt var 

orðið þurrt og svo garðaði hann. Við fengum svo verktaka,

Ingás, seinnipartinn til að rúlla þetta. Það voru 29 rúllur á 

þessu

Búinn að rúlla

29 rúllur á stykki 5

 

Maríuerlan með fullan gogg af flugum handa ungunum

sínum

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

14 daga

Tenglar

Eldra efni