Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1490
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158492
Samtals gestir: 63393
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:02:31

13.01.2024 05:28

Vinnumaður

Við fengum flottan vinnumann, sem ætlar að hjálpa okkur,

eins og eina helgi í mánuði. Honum finnst gaman í

fjárhúsunum og kindurnar troðast að honum til að fá klapp

 

 

 

 

 

 

Alexander fékk góðan vin

 

 

Allt í lit

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

12.01.2024 17:22

Myndir í lit

Þórður prentaði út þessar flottu sólarmyndir. Nú er að finna

ramma fyrir þær og hengja þær upp á vegg smiley

Myndavélin í fjárhúsunum hefur verið í svarthvítu hjá okkur,

en við fundum stillingu sem hægt er að hafa þetta í lit

Og það er miklu skemmtilegra, að hafa litinn á

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.01.2024 05:52

Fallegt í morgun

Ég náði réttu augnabliki. Nokkrum mínútum eftir að ég kom

heim, hvarf allt þetta sjónarspil. Fallegt meðan á því stóð

 

 

 

 

 

 

 

Ég var í vandræðum að velja myndir. Margar svo flottar

Það er eins og það sé kviknað í hjá okkur

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.01.2024 14:41

Gott veður í dag

Fallegt í morgun

Frosið á tjörninni

Bara þunn skán

Vatnið hefur runnið í gegnum rörið í veginum og suður í lækinn

Strákarnir voru ánægðir með að vatnið hafði frosið aðeins.

Þá er hægt að leika sér að brjóta klaka

 

 

 

 

Þeir gætu leikið sér þarna í marga klukkutíma 

Kindurnar á Möðruvöllum 1 fylgjast með þeim

 

Möðruvellir 3

Fjárhúsin okkar

Staðarhnjúkur. Eins og þið sjáið, þá er ekki mikill snjór

Þota að fljúga yfir Staðarskarðið

 

 

Möðruvallakirkja

 

 

 
 
 

Molinn kveður

 

 

09.01.2024 14:23

Allt á floti

Nú er allur snjór (þetta litla sem kom) að verða farinn og 

eftir verður hálka og aftur hálka

 

Og það myndast tjörn á túninu

 

 

Algjört svell upp í fjárhús

Planið allt í svelli

Já allt á floti

 

 

Krummi kom til að fá sér að borða

Hann er svo styggur að ég varð að taka myndir af honum

gegnum eldhúsgluggann, til að ná myndum af honum

 

Hann, já eða þeir (voru tveir) voru ánægðir með matinn

 

 
 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.01.2024 19:54

Fallegur himinn

Listaverk á himni í dag

 

 

 

 

 

 

Sauðburður byrjar 23. apríl.  10. maí eiga allar að vera bornar

nema þrjár sem gengu upp. Ein ber 18. maí og tvær 30. maí.

 

Vonandi ganga ekki fleiri upp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.01.2024 16:38

Fuglar

Bliki, sem ég sá á Hjalteyri í dag

 

 

Auðnutittlingar og Snjótittlingar í garðinum hjá okkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í morgunsárið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.01.2024 17:12

Þrettándinn

Við fórum ekki á brennuna þetta árið. Þórður er búinn að 

vera veikur síðan fyrir áramót. Vonandi fer honum að batna

Við sáum brennuna héðan

Þessa tók ég í morgun

Við fengum þennan heim í fyrradag. Hann bilaði eitthvað og

nú er búið að gera við hann. Gaman að keyra hann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.01.2024 18:18

Tunglið í dag

Ég tók þessa mynd í dag

Og þessa í morgun

Við settum síðustu rúlluna inn, af nýræktinni, í morgun. Við

höfum ekki þurft að henda neinni rúllu ennþá, sem er með

ólíkindum því þær eru svo blautar

Þær éta algjörlega upp. Svona er garðinn eftir gjöfina. Bara

moldarkögglar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 
 

04.01.2024 18:08

Myndir úr fjárhúsunum

Morgungjöf. Gefið á syðri garðann

Morgungjöf lokið

Kvöldgjöf. Gefið á nyðri garðann

Og syðri garðann

Og kvöldgjöf lokið

 

Ég fæ tilkynningu í símann þegar við sjáumst á myndavélinni.

Þá kemur, einstaklingur greindur. Myndavélin tekur upp 

þegar einstaklingur er greindur og þá er hægt að skoða það

eftirá. Þessar myndir eru skjáskot af upptökunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.01.2024 19:30

Myndavél í fjárhúsin

Við fengum þessa myndavél í jólagjöf frá Guðrúnu dóttir

okkar og fjölskyldu. Ég náði loksins að tengja hana og setja

hana upp í fjárhúsunum

Þessa mynd er ég að skoða í tölvunni minni heima í stofu.

Nú getum við fylgst með fénu heima  smiley

Ég þyrfti að færa hana aðeins til, svo við sjáum féð í öllum

krónum. Þetta er algjör snilld smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.01.2024 21:57

Afmælisdagur Sigurjóns heitins

Strákarnir fengu að kveikja í tertu-ruslinu. Þeir bættu aðeins

pappa við, til að geta kveikt í 

 

Flottir snjókarlar. Hann var ekki lengi að búa þá til, kannski

svona 5 mínútur

Og þessi var alveg hugfanginn af eldinum

Við komum saman í kvöld, af tilefni afmælis Sigurjóns heitins,

pabba Þórðar og bræðra hans

Helga og Simmi buðu í kaffi. Góð samvera heart

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 
 

01.01.2024 19:34

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og

komment á síðuna mína, á liðnu ári heart

Þessi gerði snjókarla meðan við gáfum fénu í morgun

Ég sá þennan í Lystigarðinum í dag. Gráþröstur

 

Og sá þennan í Jólahúsinu. Svartþrastarkerling

 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.12.2023 17:30

Síðasti dagur ársins

Simmi blés rás fyrir sprengingar kvöldsins

Snilldar hugmynd

Aðeins að leika sér í snjónum

Gamlárskvöld

 

Spenntir að fara að sprengja

 

Smá forskot á sæluna smiley Þjófstart smiley

 

 

 

 

Möðruvallakirkja í kvöld

Strákarnir að skjóta á jólatréð

 

Og svo kom að því að fara að skjóta upp

 

 

 

Nokkrar myndir af tertunum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangið hægt um gleðinnar dyr

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.12.2023 12:03

Súlur, Björgunarsveitin á Akureyri

Við vorum að versla þetta dót af Súlum, Björgunarsveitinni

á Akureyri. Það verður stuð annað kvöld

 

 

 

 

 

Þessi ömmu og afa gullmoli er í heimsókn þessa dagana

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar