
|
Flettingar í dag: 786 Gestir í dag: 46 Flettingar í gær: 1537 Gestir í gær: 83 Samtals flettingar: 2246944 Samtals gestir: 86990 Tölur uppfærðar: 9.7.2025 09:12:23
12.08.2024 18:43
 |
16 klukkutímar. Já það er tíminn sem nafna mín svaf í nótt.
Hún gisti hjá okkur eina nótt og svaf líka þetta vel hér í
sveitinni
 |
Hér er hún nývöknuð, úthvíld og eld hress
 |
Hún fékk að sitja á rúllu. Hún kallar þetta rúllubagga
 |
Henni finnst þetta mikið sport og gaman
 |
Strákarnir fengu líka að sitja á "rúllubagga"
 |
 |
Bara smá göngutúr í morgun
Eftir hádegið fórum við í sund á Þeló og svo í smá bæjarráp
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
11.08.2024 16:26
 |
Þórður sótti rúllurnar af stykki 1. Þær voru bara 4
 |
Við fórum og gengum frá endum og merktum rúllurnar á
stykki 2. Þær voru bara 13
 |
Við fórum svo og sóttum rúllurnar á stykki 2. Þórður og
Alexander voru á grænu vélinni og settu rúllurnar á vagninn
 |
Ég var á Kubota vélinni og var með vagninn. Ég er nú ekki
véla-kerling, en ég lét mig hafa það
 |
Ég kom með þessar rúllur af stykki 2
 |
Þórður gekk frá þeim í stæðuna
 |
Svo fórum við eina ferð á stykki 3 og sóttum rúllur. Ég keyrði
þeim heim. Haha.
 |
Og Þórður gekk frá þeim í stæðuna
 |
 |
Flott stæða hjá honum. Allar rúllurnar komnar í stæðu tæpum
sólahring eftir að þær voru rúllaðar. Hann er svo duglegur 
 |
Meðan hann var að klára að keyra heim, þá fórum við í sund
á Þeló. Við komum svo við á skólalóðinni
 |
 |
 |
Elsku gullmolinn okkar ætlar að gista hjá afa og ömmu í nótt.
Auðvitað fórum við að skoða kindurnar og þá þurfti að klæða
sig í gallann. Hún fór nú létt með það
 |
Dugleg að klæða sig
 |
Við sáum nokkrar kindur og þar á meðal þessa arfhreinu
T137 bræður
 |
Þeir eru undan Lúpínu og Ratipong
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
10.08.2024 17:51
 |
Þórður snéri og garðaði svo allt upp aftur, í dag
 |
Við vorum ákveðin í að ná þessu í dag 
|
|
 |
Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði allt
 |
Þetta var orðið þokkalega þurrt
 |
Það voru 4 rúllur á stykki 1,
13 rúllur á stykki 2 og
28 rúllur á stykki 3
Úr fyrri slætti fengum við 198 rúllur
Nú eru komnar alls 243 rúllur. Við eigum svo eftir að heyja
af stykki 4, 5, 8, 9 og 6. Það er spurning hvenær hægt er að
heyja það
 |
Rúlla af stykki 3. Við gengum frá endum og merktum rúllurnar
af stykki 1 og 3. Við tökum svo stykki 2 á morgun
 |
Hrútur undan 17-370 Karþagó og 23-725 Dúdda. Hann er
með arfgerðina ARR
Hún bar síðust í fyrri sauðburði. Hún átti tvö lömb og við
vöndum undir hana þriðja lambið
 |
Gimbrin á móti
 |
Þetta er gimbrin sem við vöndum undir hana. Hún er undan
17-325 Ingileif og 23-725 Dúdda
 |
Ég fékk þennan flotta bakka að gjöf, í dag. Hann er mjög
fallegur. Takk fyrir Ingi minn 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
09.08.2024 17:46
 |
Lömb undan 16-298 Búbbu 23-621 Fastusi. Hrúturinn er
með arfgerðina H154 en gimbrin ekkert
 |
20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar undan 23-724 Arró.
Hrúturinn er í miðjunni og er með arfgerðina ARR. Gimbrin
hægra megin við hann, þá til vinstri á myndinni, er líka með
ARR. Þessi lengst til hægri er ekki með neitt. Mjög flottir
þrílembingar
 |
Hrútur undan 23-051 Skyssu og 23-726 Pixa. Hann er með
N138 arfgerð
 |
Þetta er hrúturinn á móti og hann er með ARR og H154. Hún
gengur með þá báða
 |
Petra með hrút og gimbur undan 23-724 Arró. Gimbrin
(hægra megin) er með ARR
 |
Hrútur undan 18-408 Elínu og 23-721 Fastusi. Hann er með
T137
 |
Hrútur á móti og hann er líka með T137
 |
Og gimbur á móti hrútunum og hún er líka með T137. Þau
eru öll með arfgerðina T137 og ganga öll undir Elínu
 |
Hrútur undan 18-395 Úllu og 23-722 Brútusi
 |
Og gimbrin á móti honum og hún er með T137 arfgerð.
Við höfðum Úllu heima með þau, því það er eitthvað að
augunum á hrútnum. Hann var á tíma eins og blindur, en
hann sér eitthvað. Hann hefur alveg fylgt mömmunni og
er bara flottur
 |
Já hér eru bara garðar á túnum. Það hefur ekki verið hægt
að rúlla, því það hefur ekki verið nógu mikill þurrkur. Vonandi
náum við þessu á morgun
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
08.08.2024 18:24
 |
Þórður snéri einu sinni í dag á öllum stykkjunum
 |
Hann garðaði svo upp seinni partinn í dag
 |
 |
 |
Lömb undan 21-004 Ateríu og 23-722 Brútusi. Hvíta gimbrin
er með arfgerðina T137. Hin hafa ekkert
 |
Þessi verða mánaðargömul á morgun
 |
Tíminn er fljótur að líða
Mávur að næla sér í brauð bita, sem kindurnar skilja eftir
 |
 |
 |
 |
 |
Hann fékk sér rúgbrauðsbita
 |
Skógarþrastarungi
 |
Þetta er mamman, já eða pabbinn
 |
Nafna í afa fangi 
 |
Nafna úti að leika sér
 |
 |
 |
Einbeitt á svip
 |
Damian
 |
Alexander
 |
Glæsileg bygging hjá Alexander. Hann er snillingur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
07.08.2024 19:21
 |
Það er aðeins lambamunur á þessum. Glósa með nærri
vikugamalt lamb og Gjóska með stóran og flottan hrút
 |
17-348 Pylsa með gimbrar undan 23-721 Fastusi. Þessi
flekkótta er arfhrein H154. Þessi hvíta, sem til hægri á
myndinni er með arfgerðina T137. Þessi þriðja er með H154
 |
17-323 Ingileif með hrút undan 23-725 Dúdda. Hann er með
arfgerðina ARR. Svo er hún með tvær gimbrar undan 23-048
Glettu og 23-726 Pixa. Þessi vinstra megin er arfhrein ARR
og hin er ARR
 |
Hrútur undan 21-006 Gjósku og 23-721 Fastusi. Hann er
með arfgerðina T137
 |
Hrútur á móti og hann er því miður bara með H154. Hann
verður skoðaður til ásetnings. Hann er orðinn svakalega
stór og flottur
 |
Gimbrin á móti hrútunum. Hún er með T137. Gjóska gengur
með þau öll
 |
22-019 Krukka með fjórlembingana undan 23-726 Pixa.
Gimbrarnar eru með arfgerðina ARR. Þau ganga þrjú undir
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
06.08.2024 19:09
 |
Við mörkuðum lömbin og sprautuðum þau gegn
lambablóðsótt og settum líka í þau selen. Við settum þau
svo út með mömmu sinni. Þau eru aðeins minni en lömbin
sem hafa fæðst í sumar. Það verða mörg lömb í vetur,
sem munu kallast smálömb. Þá þessi lömb sem fæddust í
sumar 
 |
Þórður snéri einu sinni í dag á öllum stykkjunum
 |
Simmi sló kantinn og við rökuðum og settum grasið
samanvið grasið á túninu
 |
Þessir voru að stangast
 |
Og gáfu svakaleg högg
 |
Hrútur undan 18-387 Ólu og 23-724 Arró. Hann varð
móðurlaus, þegar hann varð eins og hálfs mánaða. Hann
hefur náð að bjarga sér vel. Hann er orðinn svo svakalega
stór
 |
Þetta er hrúturinn á móti. Hann er líka orðinn stór og flottur.
Hann er með arfgerðina ARR. Þessi verður skoðaður í haust.
Ótrúlegt hvað móðurlaus lömb ná að bjarga sér ef þau eru
orðin mánaðargömul þegar móðirin deyr
 |
Þrílembingur undan 20-506 Marey og 23-725 Dúdda
Hann er með arfgerðina ARR
 |
Hrútur á móti og er líka ARR
 |
Og gimbrin á móti og hún er líka ARR
 |
Gemlingslamb, hrútur undan 23-045 Anímóu og 23-726 pixa.
Hann er með H154
 |
Gimbrin á móti. Við eigum eftir að fá úr sýnagreiningunni.
Við eigum eftir að fá úr fjórum sýnum.
Anímóa gengur með þau bæði.
 |
Gimbur undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Hún er með
arfgerðina N138
 |
Og þetta er gimbrin á móti. Hún er með ARR og N138.
Hekla gengur með þær báðar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
05.08.2024 18:59
 |
Þórður sló stykki 1, 2 og 3, í dag. Það fór að rigna, en hann
kláraði að slá. Það á held ég að koma þurrkur á morgun og
vera þurrt eitthvað áfram
 |
Ekkert svakalega mikið, en alveg ásættanlegt
 |
Nú eru sauðburðarlok hjá okkur. Sú síðasta, 22-011 Glás bar
í dag og átti hrút og gimbur. Hún er fimmlembingur undan
Glósu
 |
Hún er tvævetla og er að bera í fyrsta skipti
 |
23-053 Lúpína með arfhreinu T137 hrútana sína
Molinn kveður
|
|
|
|
|
04.08.2024 19:55
 |
Jæja þá erum við nú farin að vakta þessa síðustu á, sem á að
bera á þessu ári. Við settum hana inn í dag
 |
Hún er orðin mjög þung á sér. Hún á tal 8. ágúst, en til
öryggis erum við farin að vakta hana
Molinn kveður
|
|
03.08.2024 17:54
 |
Ég fékk þessi blóm í gær, frá ömmu og afa gullmola,
í tilefni afmæli mínu
 |
Svakalega flott blóm 
 |
Við fórum í morgun til að athuga með mæðgurnar, hvort það
væri komið að burði hjá þessari goltóttu. Hún sýndi engin
merki um að hún væri að fara að bera
|
 |
Við nöfnurnar að athuga með mæðgurnar í morgun.
Hún er búin að gista hjá ömmu og afa tvær nætur.
Hún fór heim núna seinni partinn í dag
 |
  
 |
Marey með ARR lömb
 |
Við fórum að gefa kindunum brauð
 |
 |
Lúpína með arfhreina T137 hrúta
 |
Um fimmleitið í dag var Glósa byrjuð að bera. Hún átti þessa
stóru og fallegu gimbur. Það voru talin í henni tvö fóstur, en
hún kom bara með þessa flottu gimbur og svo sullaðist úr
henni hvítt sull, sem í byrjun meðgöngu var fóstur. Þessi
flotta gimbur ætti að hafa það gott
 |
 |
20-522 Glósa með gimbrina
 |
 |
Við mörkuðum gimbrina og sprautuðum hana gegn
lambablóðsótt og settum líka í hana selen. Hún fékk svo að
fara út með mömmu sinni
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
02.08.2024 16:08
 |
Við fórum á Oddeyrarskólalóðina í dag. Það var mikið
hlaupið, hoppað og leikið sér
 |
 |
Svo fórum við að gefa kindunum brauð
 |
Marey með lömbin sín þrjú. Þau eru orðin svo stór og falleg
 |
Börn og kindur í rigningu
 |
Ömmu og afa gullmolar
 |
 |
Verið að stökkva í poll
 |
 |
Drónamynd af okkur
 |
Flaug til að kíkja á mæðgurnar. Það styttist í þessa goltóttu
 |
Möðruvellir 3, 4 og 5
 |
Möðruvellir 3
 |
Við fundum langt háliðagras/strá
 |
Það er 221 cm. Frekar langt. Ég hef aldrei séð svona langt
strá
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
01.08.2024 17:40
 |
Hér er stuð
 |
Allir að leika í pleymo
 |
Svo var farið út að leika í mígandi rigningu. Nafna mín flott
 |
 |
 |
Við nafna fórum svo að hitta kindurnar
 |
Og gefa þeim brauð
 |
 |
Hún er ekki hrædd við kindurnar
 |
Hún er alltaf ánægð þegar við förum til þeirra
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
31.07.2024 18:37
 |
Við fórum í göngutúr í Hálsaskóg í dag. Veðrið var frekar
gott
 |
Hrossagaukur að fela sig fyrir mér
 |
 |
Ég held að þetta sé Þúfutittlingur
 |
Bláklukka
 |
Við fórum á skólalóðina við Oddeyrarskólann í dag
 |
Svakalega flott leiktæki þar
 |
Hopp og hí
 |
Og hoppað hátt
 |
Við hittum flotta strákinn okkar. Við höfum ekkert hitt hann
fyrr en núna, síðan hann fór frá okkur í vor 
 |
Aðeins að kíkja á kindurnar sem eiga að bera eftir nokkra
daga
 |
Mæðgurnar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
30.07.2024 19:12
 |
Við fórum og leituðum að þessum tveim sem eiga eftir að
bera. Það var auðvelt, því sáum þær strax. Við fórum uppeftir
og rákum þær heim. Það gekk rosalega vel
 |
Þetta eru mæðgurnar 20-522 Glósa (til hægri) og
22-011 Glás, þessi svarta. Glósa á tal 4. ágúst og Glás 8. ágúst.
Ég skoðaði undir þær og setti þær svo út í fjárhúshólf.
Þetta eru síðustu ærnar sem bera á þessu ári, held ég 
Við fórum í fjöruna á Hjalteyri, í dag. Hér koma nokkrar
myndir frá því
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Þessi flaug yfir Hjalteyri, TF-FAE
Og þessar voru í sjónum
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
29.07.2024 15:33
 |
Elsku Týri hefði orðið 11 ára í dag 
 |
Við söknum hans. Hann var svo góður 
 |
Ég bakaði pönnukökur í tilefni dagsins
 |
 |
Þær voru mjög góðar
 |
Bíllinn varð frekar óhreinn eftir ferðina okkar í gær
 |
Þórður sá um að þrífa hann
 |
Flottur bíll
 |
Við fórum að gefa kindunum brauð
 |
Lömbin tæta í sig brauðið
 |
 |
Smá leikur við kindurnar
 |
 |
Alltaf gaman að gefa kindunum brauð
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 9 mánuði 25 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 11 mánuði 28 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 5 mánuði 26 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|