Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076228
Samtals gestir: 58070
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 08:59:10

05.04.2022 15:50

Enn er vetur

Svona var þetta í gærmorgun

Og svona í morgun. Það hefur snjóað þónokkuð í nótt

Möðruvallakirkja í morgun

Sólin var að reyna að brjótast í gegnum snjókomuna

Það tókst nú ekki hjá sólinni að brjótast í gegn

 

Svona var í allan dag

Okkur var færður húsbíllinn, á sunnudaginn. Við þurfum að 

bíða í nokkra daga til að geta farið rúnt á honum. Það er gott 

og gaman að vera búin að fá hann heim smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.04.2022 19:08

Vorið komið í pásu

Svona var staðan í morgun. Allur snjór að verða farinn. Ég 

held samt að það eigi að vera kallt og snjóa þessa viku. Ég 

hélt að vorið væri komið. Það kemur þá í næstu viku

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.04.2022 19:24

Æskulýðsmessa

Í dag var æskulýðsmessa í Möðruvallakirkju, þar sem

fermingarbörn leiddu og fluttu okkur guðspjall

Þau voru glæsileg og gerðu þetta vel heart

 

Vinnumennirnir okkar í morgun

Ekki slæmt heyið sem við erum að gefa

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.04.2022 17:59

Fyrri sprautan, dagur 3

Við erum búin að sprauta allt féð, fyrri sprautuna gegn

lambablóðsótt 

Það er biðröð í snyrtingu, á snyrtistofu Týra. Hrútarnir sækja 

í Týra, til að láta hann sleikja sig. Þeim finnst það gott

Flottir vinnumennirnir okkar heart

Fyrsti í grillkjöti í dag

Svakalega gott

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.04.2022 18:22

Fyrri sprautan, dagur 2

Við sprautuðum ærnar í tveim króm, í morgun. Tvær krær 

eftir

 

Við höfum alltaf þurft að setja ruslatunnurnar inn í bílskúr,

ef það er rok. Núna þurfum við þess ekki

Þórður keypti tunnukjamma, á netinu

Við settum kjammana upp í dag

 

Báðar tunnurnar fastar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.03.2022 14:26

Fyrri sprautan, dagur 1

Í morgun, sprautuðum við fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt,

ærnar í tveimur króm. Fjórar krær eftir. Tökum tvær á morgun

 

Svona var veðrið í morgun

Möðruvallakirkja í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.03.2022 13:44

Afmælisdrengur

Glæsilegi bróðir minn á afmæli í dag. Hann 

er 46 ára heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.03.2022 18:39

Litla gull

Það styttist í að þessi fallegi gullmoli verði þriggja

mánaða. Það verður 14. apríl. Þvílíkt sem tíminn 

líður hratt. Ég hlakka til þegar hún fær nafnið sitt

og það verður hægt að segja eitthvað annað en

litla heartheart Það verður 9. apríl heartheart

 
 
 

 

Molinn kveður

 

 

28.03.2022 19:37

Mánuður í sauðburð

Í dag er mánuður í sauðburð

 

Fyrstu ærnar eiga tal 28. apríl og síðasta ærin á tal 29. maí

Sauðburður verður samfellt til 19. maí, svo koma tvær ær

önnur 21. maí og hin 29. maí

Það bera margar á sólahring, frá 28. apríl til 13. maí.

Þá hægir á og verða bara ein til þrjár á sólahring eftir það

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.03.2022 19:36

Ullardagur í dag

Svona dagur í dag. Já ullin var tekin í dag smiley

 

Við fórum í smá göngutúr í dag

Veðrið var gott.  Strákarnir standa þarna við skiltin. Þeir sjást

ekki vel fyrir sólinni

Þeir léku sér í krúsunum

 

Týri fann vatn á leiðinni og stóðst ekki mátið

Hann stökk útí og fékk sunnudags baðið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.03.2022 18:09

Afmælisdrottning

Glæsilega systir mín á afmæli í dag. Hún er 61 árs heart 

 

Morgungjöf

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.03.2022 19:01

Níu ára gullmoli

Í dag hefði þessi fallegi gullmoli okkar orðið níu ára. Við 

söknum hans á hverjum degi heartheartheart

Við fórum og kveiktum á kerti í tilefni dagsins

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.03.2022 19:01

Fuglarnir í garðinum okkar

Krummi fékk smá mat

Það eru búnir að vera tveir til þrír hrafnar hér í vetur

Við höfum verið dugleg að gefa þeim afgangs mat

Það eru nokkrir dagar síðan Starinn kom. Þeir voru 15 hér í 

dag

 

Franskar kartöflur og sósa

Flottur fugl

 

 

Það eru nokkrir dagar síðan skógarþrösturinn kom

Hann er bara einn

Auðnutittlingurinn er búinn að vera hér í allan vetur

Þeir voru uppundir tíu hér í garðinum í dag

 

Það er ekki mikill snjór

Og enn er tjörn á túninu. Strákarnir léku sér þar í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.03.2022 17:26

Útivistardagur Þelamerkurskóla

Í dag var útivistardagur Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli

Flottir vinir sem tóku þátt í deginum

Damian í góðum gír, í fjallinu

Og Alexander líka í góðum gír

Veðrið var svakalega gott. Við vorum svo heppin smiley

Alexander fór margar ferðir í stólalyftuna. Bæði með

einhverjum og svo aleinn. Svakalega duglegur heart

Þarna kemur hann niður brekkuna með einum starfsmanni 

skólans

Ég er svo stolt af strákunum okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.03.2022 18:58

Skíðaskóli, dagur 2

Skíðaskóli, dagur 2. Hefði átt að vera dagur 4, ef það hefði 

ekki verið lokað í fjallinu þá daga

Minn maður braut ísinn og fór í stólalyftuna. Ég er svo stolt 

af honum. Núna geta þeir bræður farið saman í stólalyftuna heart

Fyrsta ferðin

Og svo er brunað niður. Hann var svo ánægður með daginn

 

Svona var skyggnið annað slagið. Þoka 

Og svo var bjart nokkrum mínútum síðar

 

Krakkarnir stóðu sig svakalega vel. Mikil framför á þessum 

tveim dögum. Svo er útivistardagur á morgun og þá fara 

allir úr skólanum, í fjallið

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar