Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076050
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 07:32:28

04.07.2022 17:53

Heyskapur

Þórður kláraði að slá hér heima, fjallsstykkið (stykki 5),

frímerkið (stykki 4) og Nunnuhólsstykkið (stykki 1). Þegar 

hann var búinn að slá þá snéri hann á öllum stykkjunum

Ég sló með orfi, meðfram veginum

 

 

Strákarnir rökuðu

 

Við vorum að í allan dag. Ég að slá og strákarnir að raka.

Þetta er orðið mun skárra en það var. Eitthvað verður haldið

áfram á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.07.2022 15:50

Heyskapur

Þórður sló fjárhústúnið (stykki 3) og túnin við íbúðarhúsin

(stykki 8 og 9), í dag. Það er rigning í dag en það kemur 

vonandi þurrkur næstu daga

Fjárhústúnið

Stykkið fyrir neðan íbúðarhúsin. Búið að slá það

 

Við tókum niður girðinguna fyrir neðan íbúðarhúsin.

Strákarnir voru svakalega duglegir að hjálpa mér

 

 

Verið að ná staurunum upp. Annar var á liðléttingnum

og hinn hélt í strappareimina

 

 

 

Þetta gekk svakalega vel hjá okkur

Við rúlluðum netinu upp

Svo voru staurarnir settir á kerruna

 

Liðléttingar snillingur

Góðir vinir

Girðingin farin þannig að hægt var að slá túnið

 

Strákarnir standa sig mjög vel í vinnunni hér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.07.2022 16:15

Baugasel

Við fórum í fjórhjólaferð í dag. Við keyrðum 53 km.

Áfangastaðurinn var Baugasel. Strákarnir stóðu sig

svakalega vel að keyra

Damian

Bubbi

Þórður og Alexander

Alexander

Ég á nýja hjólinu

Smá stopp við Mela

Skuggabrúin

 

Við tókum litla hjólið af kerrunni, við Bug. Alexander keyrði

þaðan í Baugasel

Á ferðinni

Féeggstaðabrúin

Brúin við Baugasel

Við vorum rétt rúman einn og hálfan tíma, að keyra

í Baugasel

Við vorum svakalega heppin með veður

Strákarnir voru svo ánægðir með ferðina

Það má nú ekki gleyma nestinu

Við reynum að fara allavega einu sinni á ári í Baugasel

Hann fékk að fara með nokkra monsters truck með sér

Ég tók drónann með og hér er útkoman. Baugasel

Baugasel

Séð inn Barkárdal

Og niður Barkárdal

Baugasel

Baugasel

 

Fimman, Möðruvöllum 3

 

Haldið heim á leið

 

Alveg hreint frábær dagur heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.07.2022 18:11

Vinnumennirnir okkar

Strákarnir fóru í trjáreitinn fyrir ofan og söguðu niður tré

sem voru dauð. Það var eitt á mann. Sá yngsti kom mér á 

óvart. Hann náði að saga tréð alveg hjálparlaust

Hér er hann að saga. Ég var að hæla honum og þá sagði 

hann: Ég kann þetta alveg, Unnar smíðakennari kenndi mér

þetta

Þeir söguðu trén sín

Saga tréð

Litli snjalli vinnumaðurinn með tréð sem hann sagaði

Skógarþröstur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.06.2022 18:24

Garðvinna

Við tókum runnann og ætlum að gera bílastæði fyrir framan

húsið. Ég læt myndirnar tala sínu máli

Runninn áður en við byrjuðum

Við notuðum liðléttinginn við að taka runnann

 

 

 

 

 

Munur að geta notað svona góð tæki við þetta

 

Strákarnir voru mjög duglegir 

Langt komin

Búið

 

Við tókum líka þessa runna, eða að vísu klipptum þá bara niður

 

Núna er nóg pláss

Seinna meir ætlum við að láta malbika þetta

 

Góður dagur í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.06.2022 18:10

Girðingar-tiltekt

Við fórum hér um svæðið og rifum niður gamla girðingu

Þegar ekki er þörf fyrir girðingu, þá er um að gera að rífa

hana niður og henda

 

Allir að hjálpast að

Gott að notast við tækin

 

Móðurlausu hrútarnir undan Rúðu

16-286 Dríla með einn hrút og tvær gimbrar undan

21-705 Kalda

Spói

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.06.2022 17:23

Tiltekt

Við tókum til upp við refaskálann. Það var mikið af ónýtu

timbri

Strákarnir voru mjög duglegir að hjálpa okkur

Fullur sturtuvagn af ónýtu timbri

Svo var líka ónýtt timbur við fjárhúsin

Þeir handtíndu ruslið upp á vörubílinn, því kraninn á bílnum

var bilaður

Mjög duglegir, strákarnir okkar

Litli stubbur hjálpaði líka

Fullur bíll af rusli. Alltaf gaman að taka til

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.06.2022 18:28

Fjórhjólaferð

Við fórum á fjórhjólunum niður á engi

Eitt hjól á mann smiley Þetta er svo gaman smiley

Allir á hjólum

Við sáum þennan unga. Hann var með mömmu sinni

og systkinum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.06.2022 19:24

Afmæli

Þessi yndislegi maður varð 75 ára í gær. Hann bauð til 

fagnaðar í Miðgarði í Varmahlíð, í dag. Við fórum  og mikið

var gaman að hitta þennan höfðinga og fjölskyldu hans. 

Takk fyrir okkur heart

Dóttur dóttur hans las ljóð fyrir afa sinn. Hún las svo fallega

og skírt. Stóð sig mjög vel

Álftagerðisbræður sungu nokkur lög

 

Svo voru nokkrir sem töluðu til hans

 

 

Bjarni Maronsson

Agnar H. Gunnarsson

 

 

 

Það var rigning/slydda á Öxnadalsheiðinni

Slydda

 

Takk fyrir okkur Hjalti minn heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.06.2022 18:38

Fljótahringurinn

Við buðum pabba og mömmu með okkur á rúntinn í dag.

Við fórum Fljótarúntinn, eins og við köllum hann. Hann er, 

til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, í Fljótin og Öxnadalsheiði heim. 

Við fórum á rafmagnsbílnum og hann lék sér að keyra með

okkur þennan rúnt

 

Siglunes

Miklavatnsósinn

Molastaðir

Fjallið fyrir ofan Molastaði. Þarna eyddi ég mörgum góðum

stundum í að leika mér. Fór oft þarna uppeftir þegar ég var 

krakki

Hólar. Svakalega flott hús komið þarna

Reykjarhóll

Saurbær

Helgustaðir

Minna-Holt. Þessa jörð átti ég að fá í arf eftir að Jón væri allur. 

Það hinsvegar klikkaði eitthvað. Ég hefði alveg verið til í að 

eiga heima þarna smiley

Minna-Holt

Við fengum okkur að borða á Ketilási

 

Við fórum svo á Sauðárkrók og heimsóttum systir mína þar

 

Mjög góð og skemmtileg ferð smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.06.2022 18:38

Lömb

Við rákum restina af fénu inn og klipptum klaufirnar á þeim.

Nú er búið að klippa allar klaufir. Ærnar fá að vera eitthvað

lengur hér heima.

 

Gimbrar undan 14-256 Skrítlu og 20-607 Dúa. Þær eru 

móðurlausar. Skrítla sofnaði svefninum langa. Þær eru 

stórar og flottar. Vonandi verða þær flottar í haust

Það er eins með þessa hrúta. Þeir eru móðurlausir. Þeir eru

undan 18-401 Rúðu og 18-591 Vita. Hún sofnaði svefninum

langa. Þeir eru stórir og flottir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.06.2022 16:08

Kindur og lömb

Við rákum inn þrílembur og tvílembur sem eru hér heima

og klipptum klaufirnar á þeim. Við rákum bara þær inn sem

voru á túnunum fyrir neðan fjallshólfið. Við rekum svo restina

inn á morgun, þá þær sem eru í fjallshólfinu, og klippum 

klaufirnar á þeim

 

Lömbin eru svo flott og jöfn hjá þrílembunum. Hér er 

15-619 Eyrún með gimbrar undan 18-591 Vita. Við gerðum

hana þrílembda með hrút undan 17-314 Slettu

(þessi baugótti)

 

17-357 Dimitría með tvo hrúta og gimbur undan 21-703 Jalla

18-426 Maríka með þrjár gimbrar undan 19-597 Ótta

18-430 Gússa með gimbrar undan 19-597 Ótta. Hún bar 6. júní

16-276 Urta með hrúta undan 20-605 Bæron. Hún bar 3. júní

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

22.06.2022 18:00

Garðsláttur

Garðurinn var sleginn í dag. Þvílíkur munur að nota þetta

tæki

Strákarnir voru mjög duglegir að hjálpa okkur

 

 

Þeir eru orðnir alvöru vinnumenn

Allt orðið svo flott

 

Steinasafnari

Hjólaflotinn okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.06.2022 17:16

Tiltekt og frágangur

Verið að undirbúa heyskap, með því að taka fjárkassann

af rúlluvagninum

 

Búið að lyfta kassanum upp

Vagninn dreginn undan

Og kassinn látinn síga niður

Snilld

Vinnumennirnir okkar þrífa vagninn

Við tókum til inni í refaskálanum. Sárt að henda þessu flotta

heyi. Það var afgangs í vor þegar kindurnar fengu að fara út.

Refaskálinn klár fyrir næsta sauðburð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.06.2022 18:54

Tiltekt

Verið að þrífa garðana

Sópa gamalt hey úr þeim

Meðan hinir vinna við að þrífa, þá vinnur þessi við

maurabúið sitt

Allt að verða flott fyrir ofan hlöðu

Búin að rífa allar einstaklingsstíurnar niður. Svo þarf að

þrífa skítinn

Nánast búið að þrífa

Búið að þrífa hlöðuna

Sif kom og heilsaði upp á okkur. Hún er með flotta

þrílembinga

Embla kom líka til okkar. Hún er með flotta hrúta sem koma

oft í garðinn til okkar

 

Góður dagur og mikið gert í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar