Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1589
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158591
Samtals gestir: 63399
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:06:54

12.02.2024 19:05

Fósturtalning á morgun

Á morgun verður fósturtalið hjá okkur. Það verður spennandi

að sjá hvernig það kemur út. Ég hef grun um að eitthvað af

gemlingunum já og líklegast tvær fullorðnar séu lamblausar.

Ein fullorðin lét fyrir nokkrum dögum og svo er önnur frekar

létt á sér og leikur sér. Það á líka við um gemlingana. Það eru

einhverjar sem leika sér og eru léttar á sér. En þetta kemur í

ljós á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.02.2024 18:46

Fjallið í dag

Ég fór með tvo í fjallið í dag, meðan einn fór á

körfuboltaæfingu. Það var mikil snjókoma í byrjun, en svo

var bara fínt veður smiley

Það voru ekki margir í fjallinu 

 

Þeir voru ánægðir með daginn

 

Það styttist í fósturtalningu, en hún verður 14. eða 15. febrúar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.02.2024 18:30

Hlíðarfjall

Við fórum í fjallið í dag. Allir þrír, einn á bretti og tveir á skíði

 

Alexander

Damian

Bubbi

 

Gott veður í fjallinu

Það voru margir í fjallinu og smá biðröð

 

Meirisegja biðröð í töfrateppinu

Frábær dagur í fjallinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.02.2024 18:17

Sögulegu skákþingi lokið

Damian er búinn að standa sig vel á Skákþingi Akureyrar

sem lauk í gær. Damian lenti í 7. sæti.

Þetta kom á síðunni Skákfélags Akureyrar.

 

Damian einbeittur að tefla

 

Við fórum í fjallið í dag. Einn á skíði, einn á bretti og einn var

á skákæfingu á meðan. Þetta er alveg geggjað, að fara í

fjallið

 

 

Ég hitti þessar í fjallinu, Stefaníu og Andreu. Gaman að hitta

þær

 

Hún er svo dugleg á skíðum

 

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.02.2024 18:49

Hlíðarfjall

Ég fór í fjallið í dag með alla strákana. Tveir fóru á skíði og

einn á bretti. Það var hlýrra núna en í gær. Mér var allavega

ekki kalt núna. Ég hitti lyftuvininn minn. Hann heilsaði mér

og þegar ég fór kvaddi hann mig og gaf mér fimmu smiley

Strákarnir voru tvo tíma á skíðum/bretti og stóðu sig vel heart 

 

 

 

 

 

Smá pása til að fá sér næringu

 

Góður dagur í fjallinu í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

07.02.2024 18:54

Hlíðarfjall í dag

Ég fór með tvo í fjallið á meðan einn var á körfuboltaæfingu.

Þetta er fyrsti dagur í fjallinu þetta árið. Það var eins og þeir

hefðu verið á skíðum í gær, þeir höfðu engu gleymt.

 

Þegar ég var komin á minn stað, þar sem ég er á meðan þeir

eru á skíðum, þá kom lyftuvörðurinn og heilsaði mér með 

handabandi og sagði gaman að sjá þig, ég hef saknað þín. 

Ég spurði hann hvort hann þekkti mig og hann játti því og 

sagði þú ert búin að vera með nokkur börn hér í fjallinu, í

nokkur ár og vera til staðar fyrir þau. Ég þakkaði honum fyrir

og sagði gaman að sjá þig. Þetta var ekki Íslendingur smiley

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var frekar kalt

Töfrateppið er orðið svo flott. Yfirbyggt og með ljósum sem

skipta um lit

Það er gott að fara í fjárhúsin, á vinnubílnum, þegar veðrið

er svona. Lokað hús á bílnum.  Þessa mynd tók ég í morgun  

Flottur og góður bíll

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.02.2024 18:29

Snjókoma í dag

Það er búið að snjóa í dag. Fuglarnir komu í matinn, en þeim

hefur fækkað mikið. Kannski er það vegna þess að Smyrillinn

hefur verið hér 

 

 

Mjög mikil snjókoma

Það er ekki hægt að sjá út um gluggann. En það er vetur og

bara gaman að þessu

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.02.2024 19:26

Gimbrar

Þær hafa aðeins þroskast gimbrarnar frá því í haust. Hér eru

nokkrar

23-029 Valný í haust

Valný í janúar

23-041 Æsa í haust

Æsa í janúar

23-044 Eyvör í haust

Eyvör í janúar

23-045 Anímóa í haust

Anímóa í janúar

 

Það er örlítil breyting á hornunum á þeim. Smá hornahlaup

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.02.2024 15:41

Hvalir á pollinum

Það voru hvalir að leika sér á pollinum, á Akureyri, í dag. Við

fórum að sjá þá. Ég tók nokkrar myndir, en þeir voru svo

langt frá að myndirnar eru ekki þær bestu

 

 

Þessi maður fór á bretti út á pollinn til að sjá hvalina. Mér

fannst hann frakkur

 

Þarna er hann alveg rétt hjá hvölunum

 

 

 

 

 

 

Það var gaman að sjá þá

 

 

Ég fór í Lystigarðinn og sá þessar Silkitoppur. Ég náði ekki 

góðum myndum, þar sem þær voru allar hæst upp í trjánum.

Svo flugu þær og ég sá þær ekki aftur. Ég ætla að fara aftur

seinna til að ná betri myndum af þeim

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

 

03.02.2024 16:56

Útivera

Við fórum upp í fjallshólf, að renna á klakanum. Strákarnir

höfðu gaman af þessu. Mjög gott veður, sól og smá gola

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég var með í för cool

Við sáum þessi spor í snjónum. Ég held að þetta sé eftir ref.

Hann hefur komið mjög nálægt íbúðarhúsunum, því sporin

eru líka hér rétt fyrir ofan húsin

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.02.2024 19:16

Afmælisbörn

Við eigum tvö afmælisbörn í dag. Tvö ár á milli þeirra

María 53 ára

Friðrik 51 árs

 

Til hamingju bæði tvö heart

 

Þessi fugl er búinn að elta fuglana okkar í dag. Ég náði ekki

mynd af honum, en þetta er mynd síðan í gær. Ég ætlaði 

honum að éta kjöt frá okkur til að hann léti fuglana í friði,

en hrafninn tók það sem ég setti út

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.02.2024 17:03

Hláka í dag

Nú er komin hláka og þá er nauðsynlegt að blása snjóinn svo 

það verði ekki allt í svelli

Við hreinsuðum líka bílaplanið

 

 

 

 

 

Planið orðið svotil snjólaust

Strákarnir að leika sér í snjónum í gær

Þessi er búinn að vera hér í dag og elta fuglana okkar sem

eru í garðinum okkar. Ég hef ekki séð hann ná neinum

fugli, en kannski hefur hann náð einhverjum. Þessar myndir

tók ég af honum í gegnum gluggann í stofunni. Þær eru ekki 

góðar. Ég næ kannski myndum af honum á morgun ef hann

verður hér áfram

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.01.2024 19:58

Skákfélag Akureyrar

Damian er á skákæfingum tvisvar í viku. Hann tekur líka 

þátt í skákmótum. Hann er duglegur að mæta og hefur

í nokkur skipti fengið viðurkenningu fyrir mætingu. Nú 

var hann að komast á stigalista FIDE. Flottur drengur heart

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.01.2024 17:49

Fallegt veður í dag

Þórður að þrífa trillitækið áður en við höldum af stað í

fjárhúsin

Sólin er alveg farin að sjást hér

Það skóf aðeins í nótt og komu skaflar hér og þar. Þórður

með blásarann í vinnslu

Þórður að blása

Strákarnir fóru út að moka í snjónum sem kom í nótt

 

 

 

 

Alltaf gaman að mynda fuglana

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

29.01.2024 18:11

Kindur

Ég fór með nýju myndavélina upp í fjárhús til að taka myndir.

Ég var aðalega að fikta mig áfram og reyna að læra meira á

vélina

18-409 Elíza

23-044 Eyvör, undan Elízu. Þær eru líkar þessar mæðgur

23-029 Valný

23-030 Þáma

23-032 Floxý

23-035 Lensa

23-043 Letta

23-051 Skyssa

23-052 Persía

20-511 Dís

23-038 Monsa litla að kíkja á mig

23-037 Milda

23-053 Lúpína

Systurnar 22-018 Kópelía og 22-019 Krukka

20-518 Sæla

18-402 Rikka

22-109 Ágústa

23-041 Æsa

Hrútarnir

Maxímus að bíða eftir klappi

16-298 Búbba að bíða eftir klappi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar