Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1773
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 2579
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2237799
Samtals gestir: 86812
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 23:54:00

08.09.2024 16:05

Kindur

23-049 Hekla með gimbrar undan 23-726 Pixa. Þær voru

41 og 42 kg. Þessi hægra megin var 41 kg. og er með

ARR og N138. Hún er líkleg til ásetnings. Hin er með N138

83 kg. er nokkuð gott hjá gemling

Hún er falleg

 

23-045 Anímóa gerir það líka gott. Hún er með hrút og gimbur

undan 23-0-726 Pixa. Hrúturinn var 47 kg. og gimbrin var42 kg.

89 kg. Gott hjá henni. Gimbrin er ARR og H154

 

23-053 Lúpína er með tvo hrúta undan 23-723 Ratipong. Báðir

arfhreinir T137 og voru 34 og 40 kg. 74 kg. hjá Lúpínu

 

23-051 Skyssa er með tvo hrúta undan Pixa. Þeir voru 34 og

39 kg. Annar með ARR og H154. Hinn með N138.  73 kg.

 

Flottar þessar Veturgömlu/gemlingar

 

Borða brauð

18-408 Elín að frekjast við hrútinn sinn

Elín með gimbur og tvo hrúta undan 23-721 Fastusi. Gimbrin

var 35 kg. Þessi öngulhyrndi var 48 kg. og þessi hægra megin

var 43 kg.  126 kg. hjá Elínu. Þau eru öll með T137

Hrútur undan 17-348 Pytlu og Fastusi. Hann gengur undir

sem þrílembingur undir 16-282 Kötlu. Hann var 41 kg. Hér

gæðir hann sér á brauði

Þessi fæddist mjög lítill

Gimbur undan 20-519 Syllu og 23-724 Arró. Hún var 37 kg 

og er með ARR og N138. Hún er þrílembingur og Sylla gekk

með þau öll þrjú. Hún fékk júgurbólgu og mjólkaði þeim bara

fyrripart sumars

Þessi 14 ára drengur kom til okkar í ágúst og ætlar að vera

hjá okkur í eitt ár. Við fáum góðan vinnumann í hópinn 

okkar. Mikil og góð vinna framundan

 

Ekki er það gott sem við eigum von á í veðrinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.09.2024 15:58

Lömbin vigtuð

Við rákum féð inn, sem er hér heima, og vigtuðum lömbin

Við erum með 9 lömb sem fæddust í júlí og ágúst.

Meðalvigtin á þeim er 21 kg. Þyngsta var 27 kg.

og léttasta var 12 kg. 

 

Við vigtuðum þrílembinga og tvílembinga undan

gemlingum. Þau voru 82. Meðalvigtin á þeim var 38,5 kg.

 

Þetta er þrílembingur undan 21-006 Gjósku og 23-721 Fastusi.

Hann var 56 kg. (þetta er gömul mynd af honum). Lömbin á

móti honum voru 40 og 42 kg.  Í heildina eru þetta 138 kg.

hjá Gjósku. Þessi er með arfgerðina H154. Hin eru með T137

 

19-479 Ásgerður með hrúta undan 23-725 Dúdda. Þeir voru

43, 44 og 49 kg. Í heildina eru þetta 136 kg. hjá Ásgerði. Mynd

tekin 20. ágúst. Einn, þessi þyngsti er með arfgerðina ARR

 

20-508 Lundey var þrílembd og dó frá þessum þrílembingum

þegar þau voru mánaðargömul. Þau hafa bjargað sér vel. Þau

vigtuðu 44, 44 og 48 kg. Samtals 136 kg. Myndir teknar 20. ágúst

Hrútur 44 kg. og með T137

Hrútur 44 kg. og með H154

Gimbur 48 kg. og með H154

 

Ég hlakka til næstu helgi þegar féð kemur af fjalli

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.09.2024 10:16

Arfgerðarsýnin komin úr greiningu

Við vorum að fá greininguna úr arfgerðarsýnunum sem við

tókum úr lömbunum sem fæddust í sumar og þessu eina

lambi sem sýnið var ónýtt

Mynd tekin 5. ágúst.

Sýnið úr henni varð ónýtt í vor. Við tókum aftur úr henni og

hún er með ARR og H154 arfgerð. Hún er undan

23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Að öllum líkindum verður

hún sett á. Hún er tvílembingur og Anímóa gengur með þau

bæði

Mynd tekin 20. ágúst. Hrútur undan 16-285 Brók og Pixa.

Hann er með ARR

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbrin á móti. Því miður er hún

hlutlaus sad Þau eru fædd 9. júlí

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbur undan 18-397 Dáfríð og Pixa.

Hún er ARR

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbur á móti. Hún er H154. Þær eru

fæddar 14. júlí

Mynd tekin 28. ágúst. 19-463 Linsa með hrúta undan Pixa.

Annar hrúturinn er ARR og hinn er hlutlaus. Þeir

eru fæddir 19. júlí

Mynd tekin 6. september. Gimbur undan 20-522 Glósu og

Pixa. Hún er ARR. Þvílíkt sem hún hefur stækkað. Hún er 

fædd 3. ágúst

Mynd tekin 6. september. Gimbur og hrútur undan 22-011

Glás og Pixa. Þau eru bæði hlutlaus. Þau fæddust 5. ágúst

20-506 Marey með gimbur og tvo hrúta undan 23-725 Dúdda.

Þau eru öll ARR

Hér er gimbrin

Hrútur

Og hrútur. Hún gengur með þau öll

20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar undan 23-724 Arró.

Hrúturin og önnur gimbrin eru ARR

Gimbrar undan 20-519 Syllu og Arró. Ein gimbrin er ARR og

N138, ein er N138 og ein er hlutlaus

Gimbur undan 17-348 Pylsu og 23-721 Fastusi. Hún er 

arfhrein H154

Gimbur undan 18-395 Úllu og 23-722 Brútusi. Hún er T137

Gimbur undan 21-004 Ateríu og Brútusi. Hún er T137

Gimbur undan 23-049 Heklu og Pixa. Hún er ARR og N138.

Hún er tvílembingur og Hekla gengur með þau bæði

 

Við ætlum að reka inn og vigta á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.09.2024 18:29

Gallaðar systur

Í fyrra haust settum við á þessar systur sem eru/voru undan

20-502 Þykk og 21-899 Gimsteini. Báðar voru með arfgerðina

ARR. Þær eru báðar mjög gallaðar.

 

Gletta átti tvær gimbrar og gekk með þær í viku, en þá þurfti

að aflífa hana, því endaþarmurinn gekk út og var eins og

bjúga. Skeiðin gekk líka út. Það var ekkert að henni þegar við

settum hana út með gimbrarnar. Við vöndum þær undir aðra

á (Ingileif). Önnur gimbrin er arfhrein ARR og hin er ARR

 

Gloría er með gallaðar afturfætur, og það mjög gallaðar. 

Fæturnir eru í boga. Hún átti tvo hrúta. Báðir ARR.

Annar þeirra var mjög gallaður. Hann kviðrifnaði og við

sáum þegar kviðurinn opnaðist og gumsið kom út. Við urðum

að aflífa hann. Hinn hrúturinn varð fyrir því óláni að fara

afvelta og þá eru þeir báðir farnir sad 

23-047 Gloría

23-048 Gletta

 

Þetta voru fallegar gimbrar í fyrra haust og gallalausar

 

Lognið var frekar að flýta sér í dag. Veðurstöðin hér sýndi

þetta til kl. 14 þá datt hún út. Það hefur eitthvað bilað vegna

veðurs. Það er samt búið að vera rok og það mikið rok í 

allan dag/kvöld

 

Þríréttað í hádeginu. Ekki slæmt það

 

 

Veðurstöðin datt út um tvö leitið. Kannski vegna veðurs

 

 

Molinn kveður

 

 

04.09.2024 17:44

Hliðvinna

Þessa mynd vantaði í bloggið í gær. Þessi hliðstaur kláraðist

í gær

Í morgun fórum við í að setja upp hliðin. Við byrjuðum á að

klára hliðið uppúr fjárhúshólfinu

 

Hliðið komið upp

 

Og klárt smiley

Svo er hitt hliðið sett upp. Hliðið norður úr fjárhúshólfinu

Þórður verslaði sér slípirokk sem gengur fyrir batteríi, í gær.

Hann var heppinn að hafa verslað sér hann, því hann kom

að góðum notum í morgun

Hann þurfti að skera vír af hliðinu svo hann gæti sett

festingarnar á

Verið að bora fyrir festingum

 

Hliðið komið upp

Og klárt smiley

 

Þá eru tvö hlið klár. Þvílíkur munur að hafa þetta svona

 

Nú eru komin 5 nöfn í viðbót

Siggi Sím kom með nafnið Einstök og

Guðrún Helga kom með nöfnin Silfá, Tildra, Karítas og Melkorka

 

Gaman að fá þessi nöfn. Takk fyrir þau

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.09.2024 18:56

Lömb

Gimbur undan 23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Við bíðum 

eftir greiningu úr henni

 

Hrútur á móti henni. Anímóa gengur með þau bæði

Hrútur undan 19-463 Linsu og Pixa. Hann fæddist 19. júlí

Hér er hrúturinn á móti

Hrútur undan 22-011 Glás og Pixa. Hann fæddist 5. ágúst

Gimbur á móti

16-285 Brók með lömbin sín undan Pixa. Þau fæddust 9. júlí

Við fórum í hliðavinnu í morgun. Við kláruðum að ganga frá

staurunum á báðum hliðunum. Núna á bara eftir að setja

hliðið upp og festa það. Þetta verður algjör snilld.

 

Það er komið eitt nafn á forystugimbrina, og það er frá Árna.

Það er Slæða. Eru ekki fleiri sem vilja koma með nafn?

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.09.2024 19:14

Glókollur

Ég tók þessar myndir af Glókolli, í gær í Lystigarðinum. Hann

er með svo snöggar hreyfingar að það er mjög erfitt að ná

honum á mynd. Þessar myndir eru ekki góðar hjá mér sad

 

Glókollur

Ég hlakka til að sjá þessi systkin eftir 12 daga. Þessar myndir

voru teknar 8. júní

Það var nú búið að nefna þessa forystugimbur, Höllu. Ég er

nú ekki alveg ánægð með það nafn, þannig að það þarf að 

finna annað nafn á hana. Dettur ykkur eitthvað nafn í hug?

Þið megið kommenta hér fyrir neðan ef ykkur dettur eitthvað

í hug smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.09.2024 18:07

Svartþröstur

Ég fór í Lystigarðinn í dag og tók nokkrar myndir af

Svartþresti. Hér koma þær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum að gefa kindunum brauð

 

 

Þrjár þrílembur

Nafna mín kom í dag og gistir eina nótt hjá ömmu og afa heart

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

31.08.2024 14:52

Töðugjöld

Við drifum okkur niður á engi, snemma í morgun til að 

ganga frá endum og merkja rúllurnar. Við vorum ekki lengi

að því, enda var ég með flotta vinnumenn með mér. 48 rúllur

þar. Þórður keyrði þeim heim í dag. Ekki lengi að því enda

duglegur maður

Við gengum líka frá endum og merktum rúllurnar hér heima.

13 rúllur

Þessi ömmu og afa gullmoli gisti hjá okkur í nótt, ásamt

móður sinni. Þær eru að fara til Noregs, eftir að hafa búið

í nokkra mánuði hér á Akureyri. Fallegur gullmoli heart

Þórður að keyra rúllunum heim af enginu

 

Hann þurfti þrjár ferðir

Þegar hann var búinn að keyra heim af enginu, fór hann 

strax í að keyra heim af stykki 8

Þarna tekur hann síðustu rúlluna

Og keyrir hana heim. Nú eru töðugjöld hjá okkur

 

Duglegur maður þarna á ferð heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.08.2024 20:07

Heyskap nánast lokið

Þórður snéri niður á engi. Það var svo mikið rok í dag, en

það var í lagi með heyið þar. Guðmundur á Þúfnavöllum 

kom og rúllaði fyrir okkur seinni partinn. Það voru 45 rúllur

á stykki 6 á enginu

Það var svo mikið rok að heyið á stykkinu fyrir neðan

íbúðarhúsin (stykki 8) fauk í rokinu í dag. Ég sá bara

hey-skafrenning yfir götuna hér fyrir neðan. Þegar búið var

að rúlla niður á engi, þá var rúllað hér heima

Heyið sem er búið að fjúka af túninu. Við fórum og rökuðum

það og settum aftur yfir girðinguna og á túnið

Ég er viss um að við höfum rakað hey, sem nemur heila rúllu,

sem var í girðingunni og hinum megin við girðinguna sem

hafði fokið

Það voru 13 rúllur á stykki 8.  Þó það, því þvílíkt fauk af

túninu

Sólbökuð ský

Guðmundur að rúlla

Ég held að það séu töðugjöld hjá okkur. Mikið er ég fegin

að það tókst að rúlla í dag smiley

 

Við vorum komin með 243 rúllur og eftir daginn í dag eru

komnar alls 301 rúllur

 

Þarna sést hvað var svakalega hvasst hér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.08.2024 15:40

Afmælisstúlkan mín

Á þessum degi fyrir 39 árum eignaðist ég þessa fallegu og

góðu stúlku. Til hamingju með afmælið elsku Guðrún mín heart

Þórður snéri á stykki 8, í dag. Við ákváðum að láta ekki rúlla

á því í dag. Það verður hægt að ná af því á morgun. Betra að

hafa það vel þurrt

Svo var slegið niður á engi, stykki 6

Hrútur undan 20-518 Sælu og 23-720 Valver. Hann er

með arfgerðina T137

20-506 Marey með lömbin sín undan 23-725 Dúdda. Þau eru

öll með arfgerðina ARR

16-285 Brók með lömbin sín undan Pixa. Við bíðum eftir 

arfgerðargreiningu úr þeim

Gimbur, fjórlembingur undan 22-019 Krukku og 23-726 Pixa.

Hún er með arfgerðina ARR

Gimbur á móti og með arfgerðina ARR

Og hrútur á móti, hlutlaus. Krukka gengur með þau þrjú

Gimbur undan 17-346 Potu og 23-724 Arró. Hún varð 

móðurlaus mánaðar gömul. Hún er með ARR

Hrútur undan 23-053 Lúpínu 23-723 Ratipong. Hann er 

arfhreinn T137

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.08.2024 17:53

Rigning

Ekki náðum við að láta rúlla í dag. Það fór bara að rigna.

Það á að vera þurrt á morgun smiley

Bara rigning

Við fórum í stauravinnu í morgun

 

 

Kláruðum að festa annan staurinn

19-463 Linsa með hrút og gimbur undan 23-726 Pixa. Þau

fæddust 19. júlí

Hrúturinn kominn með flott horn

Gimbrar undan 18-397 Dáfríð og Pixa. Þær fæddust 14. júlí

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

27.08.2024 12:35

Heyskapur

Slá meðfram veginum og raka kanntinn

Sólin farin að skína. Það var frost í nótt. Nú er allt rennblautt

á og ekki hægt að snúa strax

Þórður snéri samt fyrir hádegi. Nú er spurning hvort það 

haldist þurrt, til að ná þessu á morgun

Og þá eru það hliðstaurarnir

Við kláruðum að festa þennan staur og þá á eftir að setja

möl meðfram þeim og hliðið upp. Þá er það orðið klárt 

Svo var garðað upp í kvöld. Nú er farið að spá rigningu á 

morgun. Vonandi já vonandi næst þetta áður en fer að rigna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.08.2024 15:53

Seinni sláttur

Við ætluðum að halda áfram í hliðavinnu í dag, en það stytti

upp og fór að skína. Þá ákvað Þórður að best væri að slá

blettinn fyrir neðan íbúðarhúsin (stykki 8)

Hann snéri líka. Vonandi náum við þessu áður en veðrið

breytist og það fer að rigna

Ég held að það eigi að vera þurrt út vikuna

Það eru enn margir sveppir í garðinum okkar

 

Flottir sveppir

Margir svona sveppir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.08.2024 15:34

Hliðstauravinna

Þegar styttir upp, þá er það stauravinna. Það er ekkert 

skemmtilegt að vinna við þetta í mígandi rigningu

 

Verið að stilla af hliðstaurinn

Þessi hliðstaur tilbúinn til að hægt sé að setja möl meðfram

honum

Svo er það hinn staurinn við þetta hlið. Það verður

unnið við það á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

9 mánuði

21 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

11 mánuði

24 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

5 mánuði

22 daga

Tenglar

Eldra efni