Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1012
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076254
Samtals gestir: 58071
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:20:19

17.09.2022 17:46

Sauðburður

Jæja loksins bar Galía. Hún bar í gær. Hún varð ekki þrílembd

eins og ég giskaði á. Hún varð einlembd og með stórt lamb.

Gimbur sem lifði ekki burðinn af

Flottur himinn

Og þessa tók ég í kvöld

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.09.2022 15:50

Elsku María

Í dag kveðjum við þessa fallegu stúlku í hinsta sinn. 

Aðeins 29 ára gömul. Lífið getur verið svo ósanngjarnt. 

Hvíldu í friði og blessuð sé minning þín

elsku María mín

Elsku María með fallega brosið. Nú ert þú komin

til ömmu Siggu. Ég veit að hún hefur tekið vel 

á móti þér

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.09.2022 19:06

9 ár á Möðruvöllum

Það eru komin 9 ár sem við erum búin að eiga heima hér

á Möðruvöllum 3. Tíminn er fljótur að líða

Rekstur með drónanum

 

 

 

Tók nokkra hópa í rekstur í dag, með drónanum. Það þarf

að sýna þeim kálið og gott að geta notað drónann

Hörgársveit

Möðruvellir

Ég tók þessar myndir þegar ég var fljúga og leita að Galíu

til að gá hvort hún væri borin eða að bera

 

 

Staðarhnjúkur

Gimbur undan Dunu og Ótta. Hún var pínulítil í vor og er

það ennþá. Hún er ekki nema 25 kg.

Galía enn óborin

Elíza

Tunglið í dag

 

Það fóru 110 lömb í sláturhús í gær. Þeim var lógað í dag

Meðalþyngd dilka 20,6

Gerð 11,22

Fita 7,68

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.09.2022 10:47

Rekstur með dróna

Möðruvellir 3. Ekki mörg tré komin með haustlit

Fallegt

Hörgársveit

Reka lömbin í kálið með drónanum

Þessi hópur kominn í kálið

Næsti hópur að fara í kálið

Komin inn

Og næsti hópur að fara af stað

Flott að geta rekið féð með drónanum

Tunglið í kvöld

Þær mæðgur í afslöppun

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.09.2022 13:44

Fjárrag

Við rákum lömbin inn í dag. Um 100 stk. fara á bílinn, á

morgun. Þetta er gimbra hópurinn sem við eigum eftir að

velja úr, í líf

Hrútarnir. Við eigum líka eftir að velja úr þeim, í líf

Ég nota drónann til að reka lömbin í kálið. Það er hægt fyrst

um sinn, en svo venjast þau drónanum og hreyfa sig ekki

þótt ég fljúgi næstum því á þau

Drottning kindanna Elíza. Hún er alltaf flott

Nýjasta lambið. Óla með gimbur

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.09.2022 03:38

Vigtun

Við erum búin að vigta 370 lömb og meðalvigtin  á þeim er

41,1 kg.  Það er svipað og í fyrra.

Það er ekkert að gerast hjá þessari. Dróninn notaður í að 

fylgjast með henni. Hún hlýtur nú samt að fara að bera

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.09.2022 21:10

Réttir

Í dag var réttað. Forystuærnar runnu á undan safninu

 

 

Tekið á því

 

 

 

 

Lambið undan Jövu. Þetta er lambið sem ég spreyjaði svart.

Það er aðeins litur í því ennþá

Hún tók lambið eftir að ég spreyjaði það svart

 

Við vigtuðum lömbin, að vísu ekki öll, við klárum að vigta

þau á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.09.2022 19:22

Göngur og sauðburður

Í fyrra, þá vantaði okkur kindur af fjalli. Þessi er ein af þeim.

Þá var hún lamb. Núna er hún veturgömul og kom með 

mórauðan hrút með sér

Þetta er hrúturinn. Hann er svipaður á stærð og móðirin. 

Hún er forystu blendingur

Í dag voru göngur. Við fórum í fyrirstöðu og biðum aðeins

í 5 klukkutíma. Þau létu það nú ekki á sig fá. Svakalega 

dugleg og þolinmóð heart

Við vorum með nóg af nesti með okkur. Hressir og duglegir

krakkar. Þess má geta að tveir af þessum krökkum fóru í 

göngur. Það eru þessi tvö til vinstri

Safnið að koma niður

 

 

Þessi er með gimbrina hennar Valíu, þessi sem ber arfgerðina

T137. Spurning með hana. Það er þessi sem liggur þarna 

hægra megin við Dunu

Demelsa kom með Gormu litlu. 

 

Það var ákveðið að rétta á morgun, þar sem það var

komið svo seint að

 

Þegar ég kom heim, þá flaug ég drónanum, til að athuga

með sauðburðinn. Galía er ekki borin, en það styttist í það

Þessi (18-387 Óla) kom heim í gær. Hún var komin að burði.

(sú fimmta) Og já ég flaug drónanum til að athuga um hana.

Hún var þá borin einu lambi (gimbur)

Óla greyið kom af fjalli í gær og bar í dag. Eins gott að hún 

skilaði sér heim í gær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.09.2022 19:47

Nokkur lömb komin heim

Við gerðum klárt fyrir vigtun, í morgun

Við fengum 79 lömb heim í dag. Við vigtuðum þau þegar

þau komu. Meðalvigtin af þessum 79 lömbum var 43,1 kg.

Þetta er 21-009 Valía, þessi sem ber arfgerðina T137. Þetta

er hrúturinn hennar. Nú er spurning hvort hann beri T137.

Gimbrin hennar er ekki komin, en hún var vanin undir aðra

kind

 

Göngur á morgun smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.09.2022 17:31

Þoka

Þoka yfir Möðruvöllum í morgun

 

 

 

 

 

Nú fylgist ég með Galíu með drónanum. Flýg oft á dag til 

að athuga hvort hún sé að bera, eða borin

Litlu lömbin að éta kál

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

07.09.2022 19:21

Fjórhjólaferð

Við fórum á fjórhjóli, með kerru aftaní til að ná í Galíu, kindina

sem er komin að burði

Á fjórhjóli

Á leiðinni fram eftir að ná í Galíu

Það var auðvelt að ná henni. Ég var með brauð í poka. Hún

kom til mín til að fá brauð. Ég náði að taka í hornin og halda

henni þar til Þórður kom á hjólinu

Á leiðinni heim

Já á leiðinni heim

Galía fékk sér salt þegar hún kom heim

Við fórum svo í það að setja niður gólfið í miðhúsinu

Og kláruðum það. Það styttist í göngur

Við fórum svo á Hrafnagil til að horfa á ömmu og afa

gullmola keppa í fótbolta

Hann skoraði mörg mörk heart

Svo flottur þessi elska heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.09.2022 18:20

Þoka

Þórður tók þessa mynd í morgun kl. 6  Sól og þoka

Við skruppum í bæinn í morgun og þá var þoka yfir Akureyri

Þoka yfir Akureyri

Þokulína í Hörgársveit

 

 

Búið að moka út úr miðhúsinu

Við sáum þessa í dag. Þetta er hún 15-242 Galía. Hún var 

geld í vor, en mér sýnist hún vera komin að burði núna. Hún 

verður borin eftir nokkra daga smiley

Þessir urðu á vegi okkar í dag

Einn af fuglunum er eitthvað bæklaður. Það er eitthvað að 

hálsinum á honum

Hann getur ekki rétt úr hálsinum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.09.2022 18:47

Skítmokstur

Við ákváðum í dag að opna miðhúsið og gera klárt fyrir

skítmokstur

Búin að taka milliskilrúmið

Við tókum upp grindurnar í gólfinu. Nú er miðhúsið klárt fyrir

mokstur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.09.2022 18:14

Girðingarvinna

Við vorum í girðingarvinnu í dag og gera klárt fyrir féð þegar

það kemur af fjalli. Þessir hornstaurar voru á hliðinni. Við 

löguðum þá og nú er girðingin orðin fjárheld

Girðingin sem við gerðum við í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.09.2022 15:22

Fjárvagninn klár

Veðrið í morgun. Þoka og sól

Við settum fjárkassann á vagninn

Við lyftum kassanum upp

Og Þórður bakkaði vagninum undir hann

Kominn á og vagninn klár fyrir réttirnar smiley

Flottur vinnumaður. Hann er duglegur

Við gerðum við girðinguna, upp með veginum, upp að 

fjárhúsum. Við gerðum líka við hliðið norðan við fjárhúsin

Þessi kom í heimsókn í morgun í þokunni

Aðeins óskýr mynd út af þokunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar