Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1012
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076254
Samtals gestir: 58071
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:20:19

18.08.2022 15:02

Kindalabbitúr

Við fórum til að athuga hvort við sæum eitthvað af kindunum

okkar. Við gengum upp ganginn og upp að girðingu. Við sáum

nokkrar kindur frá okkur

20-522 Glósa með gimbur (þessi svarta) undan 21-704 Tandra.

Glósa var fimmlembd. Hún er líka með hrút (þrílembing) undan

18-434 Kingu og 20-605 Bæron. Hún var svo langt frá okkur

að það var ekkert hægt að láta hana sýna okkur lömbin. Þau 

liggja bara þarna á bakvið hana

14-144 Kista með tvær gimbrar undan 21-701 Brúsa.

Það var eins með Kistu. Hún var svo langt frá okkur að það

var ekki hægt að taka betri myndir 

20-518 Sæla með hrút og gimbur undan 21-704 Tandra

15-193 Hugljúf með hrúta undan 19-597 Ótta 

20-500 Muska með hrút undan 21-704 Tandra og hrút undan

17-314 Slettu og 21-705 Kalda

17-325 Litfríð með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla

Svo sáum við þennan fugl á veginum, rétt við Mela. Þessi

dúfa er ómerkt. Ég þurfti að negla niður svo ég mundi ekki

keyra á hana

Flottur fugl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.08.2022 19:17

Fótbolti

Við fórum á Dalvík, að horfa á ömmu og afa gullmola spila

fótbolta með KA

Flottur strákur heart

 

Aðdragandi að marki. Hér rekur hann boltann sem endar í

marki

Hann er þarna með boltann

Og enn er hann með boltann

 

Markmaðurinn ætlar að ná boltanum

En það tókst ekki. Boltinn endaði í marki. FLOTTUR heart

Við fórum með guttana í fjöruna á Dalvík. Þeir eyddu

dágóðum tíma þar

Ég fór í morgun að kíkja á þessi. Þau eru svo mikil krútt. Þau

eru að byrja að stækka. Þeim líður vel og eru spræk

Þessi er líka vel spræk og stækkar vel

Jæja nú er þessi að fara að bera. Hún verður borin eftir

ca. 7 daga, mundi ég halda. Það verður spennandi að sjá

hvað hún kemur með

Við fórum í girðingarvinnu í morgun

Settum upp þetta hlið. Nú er girðingin (sem við breyttum)

orðin klár. Nú þurfum við ekki að taka hana niður og setja 

upp tvisvar á ári. Þessi fær að standa

Maríuerluungi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.08.2022 18:55

Styttist í göngur

Nú styttist í göngur og réttir. Göngurnar verða 10. september.

Hlakka til að fá kindurnar heim. Þessi mynd er tekin í fyrra í

réttunum smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.08.2022 17:47

7 mánaða gull

Það sem tíminn líður. Þessi fallegi gullmoli varð 7 mánaða

í gær

Girðingarvinna í dag. Við settum net og gaddavír á staurana

sem við settum niður í gær. Við erum ánægð með dagsverkin

í dag og í gær

Við eigum bara eftir að setja net í hliðið og þá er þetta klárt

Þeir léku sér allan tímann með þessum greinum.

Gerðu "hús" og allskonar verelsi

Svo duglegir að leika sér saman heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

14.08.2022 18:03

Girðingarvinna

Nú er ég hætt að gefa lömbunum mjólk. Hún er farin að 

mjólka þeim. Hún gerði það ekki til að byrja með. Mjög 

sérstakt

Heimalingarnir eru löngu hættir að fá mjólk, en hafa grætt

aðeins á litlu lömbunum þegar þau hafa ekki klárað úr 

pelanum. Ég hef gefið þeim afganginn. Þau hafa verið meira

en sátt með það

Gimbur undan 20-505 Læku og 21-704 Tandra

Gimbur undan 16-288 Jóney og 21-705 Kalda og hrútur

undan 14-252 Sprengju og 21-703 Jalla

Gimbrin undan Læku og gimbur undan 17-313 Moskvu og

21-705 Kalda

Við vorum í girðingarvinnu í dag, já í allan dag

Þórður notaði traktorinn til að setja staurana niður

Það gekk alveg þokkalega

Við erum búin að setja niður staura, norðan við húsin. Við

breyttum aðeins. Núna setjum við ekki girðinguna fyrir

neðan húsin, heldur norðan við húsin og niður að vegi. Þarna

er hornstaur og staurarnir sem við settum niður, að húsunum

Hér sést hornstaurinn og staurarnir niður að vegi

Nú á bara eftir að hengja upp netið smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.08.2022 18:53

Vinnumenn

Vinnumennirnir okkar búnir að klippa njólann sem var í 

réttinni við fjárhúsin. Þar var skógur af njóla. Duglegir drengir

Ég á ekki mynd áður en þeir klipptu, en þetta er glæsilegt

hjá þeim

Við fórum í Lystigarðinn í dag

 

Músarindill. Myndina tók ég í Skóginum á Þelamörkinni

Músarindill. Þessa tók ég líka þar

Músarindill. Tók þessa líka þar

Ég veit ekki alveg með þennan, en þetta gæti verið

svartþrastarungi. Lystigarðurinn

Þetta gæti líka verið svartþrastarungi. Lystigarðurinn

Þetta er svartþröstur í Lystigarðinum

Og þessi köttur nældi sér í fugl í Lystigarðinum. Við eltum

hann, en hann komst undan með því að fela sig í runnum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.08.2022 19:00

Litlu lömbin

Við settum Fleytu út með lömbin. Þau eru orðin aðeins 

sprækari en þau voru í byrjun. Vonandi láta fuglarnir þau

í friði. Við reynum að fylgjast vel með þeim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.08.2022 18:53

Heyskapur

Þessir voru byrjaðir að ganga frá endum og merkja rúllur

fyrir kl. 8 í morgun. Þeir voru röskir smiley

Ég keyrði þessar rúllur heim

 

Þórður tók rúllurnar og raðaði þeim upp í stæðu

 

 

Og já ég fór aðra ferð. Ég var nú ekki eins hrædd að keyra

eins og síðast þegar ég þurfti að fara yfir ræsið sem er í 

Staðaránni

Það er kraftur í mínum manni að keyra heim

Síðasta rúllan sett í stæðuna

Frá því að hann byrjaði að slá og þar til síðasta rúllan var

komin í stæðuna, liðu ekki nema tveir sólahringar. Dugnaður

í þessari elsku heart

Vel gert heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

10.08.2022 14:35

53 rúllur í dag

Þórður snéri öllu einu sinni í morgun

Eftir hádegi garðaði hann

Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði allt.

Það voru 38 rúllur á stykki 3 og 15 rúllur á stykki 9

Alls voru þetta 53 rúllur

Þá er það árlega myndin af okkur kindavinkonum. Að þessu

sinni var myndin tekin í fjárhúsunum með lömb sem fæddust

í gær. Þau voru svo lítil greyin að ég setti þau inn með mömmu

sinni, því hrafninn var kominn að sveima yfir þeim. Þau fá að 

vera inni í tvo daga meðan þau fá í sig orku. Hún er samt öll

að koma hjá þeim

 

Já við fengum vini okkar frá Ólafsvík í heimsókn í dag. Það er

alltaf gaman að hitta þau og spjalla um kindur og fleirasmileyheart

Takk fyrir komuna elsku vinir heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.08.2022 18:05

Sauðburður og seinni sláttur

Fleyta bar í morgun smiley Hún átti hrút og gimbur. Þau eru mjög

lítil greyin, en þokkalega spræk

Litlu sætu greyin

Gaman að vera með sauðburð í nánast öllum mánuðum

ársins laugh

Það er frekar mikill stærðarmunur á þessum lömbum. Þessi

hvíta fæddist 27. júlí

Fleyta og Þétt með lömbin sín

Fleyta

Flottu rólegu móðurlausu hrútarnir. Þeir eru þrílembingar. 

Gimbrin var vanin undir Læku

Seinni sláttur hér heima. Þórður sló fjárhússtykkið og stykki

9. Líklegast verður ekki slegið meira hér heima nema þá 

stykki 8

 

Auðnutittlingsungi

Sveppur í garðinum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

08.08.2022 20:27

Afmælisgjöf

Ég var að fá afmælisgjöf. Fékk þennan flotta þrífót fyrir

myndavélina mína. Núna get ég haft myndavélina með

stóru linsunni, á þrífót. Vélin er tvö og hálft kíló þegar stóra

linsan er á henni. Takk fyrir heart pabbi og mamma heart

Nú er ég farin að vakta þessa kind. Hún verður borin eftir 

ca. 4 daga held ég. Þetta er 15-204 Fleyta. Nú er spurning

hvað lömbin verða mörg. Vonandi verða þau ekki fleiri en

tvö

Hún hefur það gott þessi litla. Hún hneigir sig bara

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.08.2022 10:05

Fuglar og kindur

Við byrjuðum á því að ganga upp að járnhliðinu í fjallshólfinu.

Veðrið var mjög gott

Það snjóar frjói af trjánum. Allt hvítt

Auðnutittlingur (ungi)

Auðnutittlingur

19-447 Mús með hrút undan 20-605 Bæron. Hún er líka með

gimbur undan 17-344 Eklu og Bæron

19-469 Litla-Æðey með hrút undan Bæron. Hún á nú líka að vera með gimbur, 

en líklegast er hún dauð eða farin undan. Hún var allavega bara með hrútinn

Hrútur og gimbur undan 21-003 Veru og 21-706 Hnikari. Ég

sá hvergi Veru. Vonandi er hún ekki dauð angry 

20-500 Muska með hrút undan 21-704 Tandra. Hún er líka

með hrút undan 17-314 Slettu og 21-705 Kalda

17-330 Stássa með gimbrar undan 21-703 Jalla

21-753 Flís. Hún var haustlamb. Fæddist í september

19-461 Marísa með gimbur undan 16-571 Þyrli. Svo er hún

með gimbur undan 20-499 Gípu og 21-704 Tandra

21-002 Krúella með hrút undan 21-706 Hnikari

17-358 Pysja með hrúta undan 19-597 Ótta

13-105 Korga með gimbrar undan 18-593 Hamri

 

Við lögðum bílnum við réttina og löbbuðum upp ganginn.

Gaman að sjá þessar kindur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.08.2022 15:49

Afmælisgjöf

Þessa fallegu mynd fékk ég í afmælisgjöf frá foreldrum,

systkinum, afa og ömmu Hugins litla. Þetta eru gömlu húsin

á Molastöðum.

Takk fyrir kæru vinir heart

Við kíktum á litla lambið. Það braggast vel

Sperrt gimbur

Falleg

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.08.2022 19:50

Ferðalag

Hér vorum við í nótt, í brjáluðu roki. Ég hélt að bíllinn mundi

fjúka. Það slapp nú allt vel. Veðrið í morgun var hinsvegar 

æðislegt

Þetta skilti er á staðnum þar sem við vorum

 

Það er gönguleið þarna

Og að þessum klettum

Þessir fossar voru rétt fyrir ofan þar sem við vorum

Við héldum svo áfram í morgun. Við fórum upp Hellisheiði

eystri. Þarna sést vegurinn upp heiðina. Gula exið er þar

sem við vorum í nótt

Og guli bletturinn er þar sem við vorum. Þetta er svakalega

hátt

Herðubreið

Þegar við komum niður heiðina, þá stoppuðum við hjá

fílnum. Þeim fannst hann flottur

Vopnafjörður

Við fórum í Burstafell

Eldhúsið

 

Þegar við vorum búin að skoða í Burstafelli, þá keyrðum við

upp að útsýnispallinum og sáum yfir sveitina

 

Burstafell séð frá útsýnisstaðnum

Við keyrðum svo áfram og komum við í Fuglasafninu í

Mývatnssveit

 

 

 

 

 

Þetta er alveg ótrúlegt safn. Gaman að koma þangað

 

 

 

 

 

Þegar við vorum búin að skoða fuglasafnið, þá keyrðum við

heim. Allir sáttir með ferðina. En það er nú alltaf gott að koma

heim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

04.08.2022 14:32

Steinasafn Petru

Við vorum á mjög góðum stað í nótt. Inn í botni Stöðvarfjarðar.

Það var að vísu hvasst í nótt. Við fórum á steinasafnið Petru og 

keyrðum svo til Egilsstaða í roki og logni til skiptist. Við

enduðum á að leggja í var við Hellisheiði eystri. Við vonumst

til að það skáni veðrið og við getum haldið áfram á morgun

 

Strákarnir voru frekar hissa á öllum þessum steinum

Þessi kona var algjör snillingur

Þvílíkt safn

 

 

 

Útisvæðið er orðið svo stórt

 

 

 

Það er mjög langt síðan við komum hér síðast

 

Þetta á að vera Petra. Það var svo gaman að sjá þetta flotta

safn hennar

Skrúður

Alcoa Fjarðarál

Vinnubúðirnar hér áður fyrr

Fiskibollur í matinn í dag

Vegurinn frá Egilsstöðum var ekki góður. Hann var svona

alla leið, þangað sem við lögðum í var

Hér erum við í roki og rigningu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar