Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 913
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076155
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 08:15:30

12.10.2023 13:21

Hrútarnir okkar

Við fórum í Þingeyjarsveit í dag og sóttum þennan hrút. Þetta

er ARR hrútur.  23-725 Dúddi

23-720 Valver.  T137

23-721 Fastus. T137 og 154

23-722 Brútus. T137

23-723 Ratipong. T137

23-724 Arró. ARR hrútur 

 

Svo er spurning með þessa tvo. Þeir eru báðir T137. Við vitum

ekki hvað við eigum að gera við þá. Ég held að það sé ekki

áhugi hjá neinum að setja þá á. Þeir fara þá í sláturhúsið ef

enginn áhugi er fyrir þeim

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.10.2023 20:12

Skaplegt veður í dag

Það er orðið skaplegt veður. Það snjóaði ekkert hér nema

í fjöllin

Við settum ærnar út, þessar sem við settum inn í gær

Lömbin eru dugleg að borða hey. Þau eru öll farin að 

éta brauð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.10.2023 18:09

Leiðinlegt veður

Við settum þessi inn í morgun í kolbrjáluðu veðri

Þau voru hlýjunni fegin og fannst gott að koma inn

Elíza leiddi hópinn beint inn. Henni fannst gott að komast

inn í hlýjuna. Það var rok og mikið slabb  

Og þessi eru ánægð með sig

 

Það sló upp í 29 m/s í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.10.2023 18:11

Þrjár ær vantar af fjalli

Við kollheimtum lömbin þetta haust, en okkur vantar þrjár 

ær

19-465 Bentína. Lömbin hennar voru 41 og 44 kg. Sennilega

hefur hún drepist seint, já eða bara í haust

22-025 Monika. Lömbin hennar voru 29 og 32 kg. Hún hefur

drepist í sumar

22-101 Gríma. Hún var smálamb síðasta vetur

 

Þessar þrjár vantar af fjalli 

 

 

Einn bættist í hópinn okkar og verður tvo mánuði. Legóstund

hjá þeim öllum

Sá yngsti byggði þetta. Algjör snillingur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.10.2023 20:17

Rúningur

Við byrjuðum daginn á því að taka niður vigtarganginn

Unnar kom seinnipartinn og klippti lömbin, veturgömlu ærnar

og tveggjavetra ærnar. Við vorum með hörku lið með okkur.

Eyþór kom og snéri fyrir okkur 

Lömbin bíða eftir rúningi

Búið að klæða þessi úr

 

Vanadís

Hvítu ærnar að bíða eftir klippingu

Svo þáðu þau heyið

Veturgömlu og tveggjavetra ærnar. Nú á bara eftir

að klippa ærnar 2015-2020

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.10.2023 19:38

Samanburðarmyndir

22-011 Glás. Mynd tekin 15.10.22

22-011 Glás. Mynd tekin 07.10.23

22-012 Gorma. Mynd tekin 07.10.22 

22-012 Gorma. Mynd tekin 07.10.23

22-020 Skel. Mynd tekin 13.10.22

22-020 Skel. Mynd tekin 07.10.23

22-022 Skúta. Mynd tekin 17.10.22

22-022 Skúta. Mynd tekin 07-10.23

22-102 Haddý. Mynd tekin 21.09.22

22-102 Haddý. Mynd tekin 07.10.23

 

Gaman að sjá hvað þær hafa þroskast á einu ári

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.10.2023 18:51

Veturgömlu og tveggjavetra ær teknar á hús

Við tókum veturgömlu og tveggjavetra ærnar á hús í dag

Veturgömlu ærnar eru 15 og tveggjavetra ærnar eru 6

 

Við fáum rúningsmann á sunnudaginn sem tekur af þeim

og lömbunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.10.2023 19:10

Þriðja ferðin í Skagafjörð

Þriðja ferðin okkar í Skagafjörð, núna til að ná í kjöt á 

Sauðárkrók

Bíllinn var fullhlaðinn, já eða ofhlaðinn. Við hefðum ekki 

komið einum kassa til viðbótar. Stútfullur bíll

Lömbin okkar. Þau eru svo dugleg. Öll farin að éta á 

garða og öll borða þau brauð. Yfirleitt hefur tekið

langan tíma til að fá þau til að borða brauð, en núna

tæta þau það í sig. Kannski af því að ég gekk um túnið,

innan um lömbin og gaf þeim brauð þar í haust

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.10.2023 16:18

Skagafjörður

Við fórum aftur í Skagafjörð, í dag. Núna til að afhenda tvo

T137 hrúta. Við förum svo aftur í Skagafjörð á morgun til 

að ná í kjöt

Það var engin hálka og engin snjókoma

T137 hrútur sem við keyptum á Reykjum í Hjaltadal.

 

Við erum með fjóra T137 hrúta og einn ARR. Við eigum eftir

að fá allavega einn ARR hrút og vonandi annan ARR

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.10.2023 18:16

Sláturtölur

Við sendum restina af lömbunum í sláturhúsið í gær og þeim

var slátrað í dag.

Meðalþyngd dilka (í dag) 17,7

Gerð 10,04

Fita 7,4

 

Samtals af öllum lömbunum

Meðalþyngd dilks 19,5

Gerð 10,8

Fita 8,0

 

Þessi T137 hrútur, sem gekk ekki út, var 26 kg. og fór í U3+

 

Við vígðum fjárkassann í strumpastrætónum. Við fórum með

þennan T137 hrút í Skagafjörð, í dag. Það fór vel um hann. 

Þvílíkt góður kassi

Það hefur snjóað í fjöllin

 

Bakkaselsbrekkan. Ísing, en það var búið að sandbera þar

Fjárkassinn góði. Hrúturinn var rólegur og góður. Við hrukkum 

við þegar hann fór að jarma, því við vorum búin að gleyma

því að við værum með hrút inni í bílnum smiley

Hólar í Hjaltadal

Reykir í Hjaltadal. Við fórum með hrútinn þangað

 

Hólar í Hjaltadal

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.10.2023 18:51

Lömbin tekin á hús

Líflömbin raða sér vel á garðann. Við tókum þau inn

í gær og þau fara ekkert meira út. Við sendum í

seinni slátrun í dag og þeim verður lógað á morgun

Þetta eru gimbrarnar okkar, hrútarnir og restin 

af sölulömbunum

 

Spennandi tími heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.10.2023 19:30

Féð rekið inn

Við rákum féð inn í dag. Við erum að senda í sláturhús á 

morgun

Líflamba króin. Við eigum aðeins eftir að fara betur yfir 

þetta og fækka aðeins

Þetta er 22-717 Vívaldi. Hann er faðir T137 lambanna okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.09.2023 16:18

Fjárbíllinn strumpastrætó

Strumpastrætóinn er að fara í nýtt hlutverk. Við ætlum að 

flytja lömb í honum

Bróðir hans Þórðar, hann Oggi, smíðaði þennan kassa í dag

og færði okkur hann

Það er hægt að rúlla sætunum fram og þá er komið gott

pláss þarna aftast í bílnum

Og þarna er verið að setja kassann í bílinn

Alveg að smella

Flotti smiðurinn heart Litli stubburinn fékk að prófa hann. 

Þetta verður snilld til að flytja lömb 

Allt hélað í morgun

Fallegir haustlitir. Möðruvallakirkja

 

Möðruvellir 3, 4 og 5

Borða brauð

Það er gaman að geta gengið út á tún og gefið kindunum

brauð. Svo skemmtilegur tími

Við vorum að heimta þessi í kvöld. Tvær ær (önnur er ekki á

myndinni) og þrjú lömb. Við erum búin að kollheimta lömbin.

Það hefur ekki skeð í fjöldamörg ár. Alveg hreint frábært. Nú

vantar okkur 3 ær. Ein er líklegast dauð, vegna þess að lömbin

sáust í fyrri göngum móðurlaus. Þau komu um daginn og eru

frekar létt. Þau eru gemlingslömb. Þá vantar okkur hvíta kollótta

og svarflekkótta veturgamla (var smálamb í vetur) 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.09.2023 17:51

Sýna niðurstöður seinar

Þessir hrútar eru undan 22-717 Vívalda. Við tókum sýni úr

þeim í vor. Sýnin mistókust og við tókum aftur sýni og sendum

það frá okkur 11. eða 12. september. Við höfum ekki fengið

niðurstöðu úr þeim ennþá. Við erum að falla á tíma með

að bíða eftir sýnunum. Við erum að senda frá okkur í 

sláturhús 2. október. Það er orðinn frekar langur tími sem

við erum búin að bíða eftir niðurstöðunni. Það er nefnilega

möguleiki á að þeir séu T137

Þessi er undan 17-323 Ingileif

Og þessi er undan 17-311 Selju

 

Vonandi fara niðurstöðurnar að berast okkur og vonandi

eru þeir með T137

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.09.2023 18:11

T137 hrútar

T137 hrútar til sölu ef einhver hefur áhuga, þrátt fyrir að

sumir séu hníflóttir/öngulhyrndir

T137 hrútur. Þrílembingur og gekk þrír undir. 24. september

var hann 56 kg.

Bróðir hans. T137 hrútur. Þrílembingur og gekk þrír undir.

Hann var vigtaður 24. september og var 49 kg.

T137 hrútur. Tvílembingur og gekk tveir undir. Hann vigtaði

61 kg. 24. september

T137 hrútur. Tvílembingur og gekk tveir undir. Hann vigtaði

40 kg. 24. september

 

Þessir hrútar fara í sláturhús 2. október

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar