Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2688
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2337
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 1964834
Samtals gestir: 83847
Tölur uppfærðar: 28.4.2025 13:44:10

20.10.2023 15:51

Maxímus

Það má segja það, að það hafi verið bleikur/appelsínugulur

himinn í morgun á bleika deginum

Við vorum að fá okkur forystuhrút. Hann fékk nafnið

Maxímus

Maxímus er gæfur. Sígur niður að aftan þegar maður klappar

honum og dillar dindlinum

 

 

Það þarf ekki bleikan dag til að systir mín, Hafey, gangi

í bleikum fötum. Ó nei. Hún er í bleikum fötum hvern

einasta dag. Það er annað en ég. Ég er yfirleitt í svörtum

fötum. Hér er hún í góðum félagsskap þeirra Gunna og

Felixar. Þeir heimsóttu hana í Giljaskóla í dag heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.10.2023 19:25

Ný kerra

Flottur himinn í morgun

 

Gamla kerran okkar er orðin eins og ný. Ingi Rúnar, bróðir

Þórðar, er búinn að gera hana upp. Felgurnar orðnar flottar

Nýjar rafmagnsleiðslur og afturljós

Nýr botn

Öryggiskeðja og fl.

Ærnar á beit

 

Kindurnar koma hlaupandi til okkar, til að fá brauð

Það verður gaman að fá þær á hús

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.10.2023 19:25

Arr hrútur

Í morgunsárið

 

Ærnar á beit á stykkinu fyrir neðan íbúðarhúsin

Sá stutti er úti að leika sér, lengi eftir skóla. Hann dundar sér

mikið

ARR hrútur sem við vorum að kaupa. Ég var of sein að mynda

hann í ullinni. Unnar kom og klippti nokkrar kindur, þar á 

meðal þennan hrút

Búbba fór í klippingu

Og Sif fékk líka klippingu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.10.2023 19:13

Ærnar á beit

Ærnar á beit á stykkinu fyrir neðan íbúðarhúsin

Þær fóru út í morgun og fara ekki inn í kvöld

Þessar fara ekkert út og hafa það bara gott inni

Æi litla greyið dó í dag. Mamman gerði sér lítið fyrir og lagðist

ofan á það. Skrítið þegar þær gera svoleiðis sadcrying

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.10.2023 19:17

Fjárhúslíf

Við settum ærnar út í morgun og aftur inn í kvöld. Við setjum

þær svo aftur út í fyrramálið

Litli hrússi. Ég fór með hann á Dýraspítalann í dag. Hann er

kviðslitinn og það þarf að gera við það. Hann þarf að verða

aðeins eldri til að geta farið í kviðslitaaðgerðina. Hann fer í 

næstu viku til að láta gera við smiley

Staðarhnjúkur og Staðarskarð í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.10.2023 18:53

Sauðburður

Þessi gimbur fæddist 10. september í fyrra. Hún var því

smálamb síðasta vetur

Nú er hún hinsvegar komin með lítinn hrút. Hún bar í nótt

Þegar við komum í fjárhúsin í morgun, heyrðum við jarm í

litlu lambi og fórum að leita

Og við fundum litla greyið innan um kindurnar. Við vorum

smá stund að finna móðurina, en það tókst og við settum

þau í spil. Vonandi gengur henni vel að annast litla hrússa

Meðan við vorum í gegningum í morgun, var þessi að gera

þetta listaverk. Hann sagði að þetta væri hrúturinn í myndinni

Dýrið. Glæsilegt hjá honum

Þessa mynd tók ég í morgun. Eftir morgunmat hlustuðu þeir

á sögu áður en við fórum í fjárhúsin

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

14.10.2023 16:58

Ásetningur

Veðrið í dag var gott

Við fórum og náðum í restina af kindunum okkar

 

Ásetningur '23-´24

 

Árgangur ´15 - 2 ær

Árgangur ´16 - 9 ær

Árgangur ´17 - 18 ær

Árgangur ´18 - 21 ær

Árgangur ´19 - 15 ær

Árgangur ´20 - 20 ær

Árgangur ´21 - 6 ær

Árgangur ´22 - 15 ær

Árgangur ´23 - 25 gemlingar

Hrútar 6, en verða 7

Sauðir 2

Svo eru 2 hrútar sem við eigum eftir að slátra, já

eða setja á smiley

Samtals eru þetta 140-142, eftir því hvað við gerum

við þessa tvo hrúta

Gemlingarnir eru 25, en við ætlum ekki að halda þeim

öllum. Þeir verða 18-20 sem fara undir hrút

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.10.2023 17:46

Fyrsti snjórinn í vetur

Veðrið á Akureyri í morgun

Og veðrið hér heima í morgun

Og auðvitað var farið út að leika sér í snjónum

Flott listaverk

 

Og þessi líka með listaverk

Stór og flottur snjókarl hjá þessum

Svo er auðvitað kaffitími á eftir

Veturinn að minna á sig, en ég held að það eigi að vera hiti

í næstu viku

Við tókum féð inn, þær sem voru úti. Aðeins að gefa þeim 

hey. Svo fara þær aftur út

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.10.2023 13:21

Hrútarnir okkar

Við fórum í Þingeyjarsveit í dag og sóttum þennan hrút. Þetta

er ARR hrútur.  23-725 Dúddi

23-720 Valver.  T137

23-721 Fastus. T137 og 154

23-722 Brútus. T137

23-723 Ratipong. T137

23-724 Arró. ARR hrútur 

 

Svo er spurning með þessa tvo. Þeir eru báðir T137. Við vitum

ekki hvað við eigum að gera við þá. Ég held að það sé ekki

áhugi hjá neinum að setja þá á. Þeir fara þá í sláturhúsið ef

enginn áhugi er fyrir þeim

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.10.2023 20:12

Skaplegt veður í dag

Það er orðið skaplegt veður. Það snjóaði ekkert hér nema

í fjöllin

Við settum ærnar út, þessar sem við settum inn í gær

Lömbin eru dugleg að borða hey. Þau eru öll farin að 

éta brauð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.10.2023 18:09

Leiðinlegt veður

Við settum þessi inn í morgun í kolbrjáluðu veðri

Þau voru hlýjunni fegin og fannst gott að koma inn

Elíza leiddi hópinn beint inn. Henni fannst gott að komast

inn í hlýjuna. Það var rok og mikið slabb  

Og þessi eru ánægð með sig

 

Það sló upp í 29 m/s í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.10.2023 18:11

Þrjár ær vantar af fjalli

Við kollheimtum lömbin þetta haust, en okkur vantar þrjár 

ær

19-465 Bentína. Lömbin hennar voru 41 og 44 kg. Sennilega

hefur hún drepist seint, já eða bara í haust

22-025 Monika. Lömbin hennar voru 29 og 32 kg. Hún hefur

drepist í sumar

22-101 Gríma. Hún var smálamb síðasta vetur

 

Þessar þrjár vantar af fjalli 

 

 

Einn bættist í hópinn okkar og verður tvo mánuði. Legóstund

hjá þeim öllum

Sá yngsti byggði þetta. Algjör snillingur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.10.2023 20:17

Rúningur

Við byrjuðum daginn á því að taka niður vigtarganginn

Unnar kom seinnipartinn og klippti lömbin, veturgömlu ærnar

og tveggjavetra ærnar. Við vorum með hörku lið með okkur.

Eyþór kom og snéri fyrir okkur 

Lömbin bíða eftir rúningi

Búið að klæða þessi úr

 

Vanadís

Hvítu ærnar að bíða eftir klippingu

Svo þáðu þau heyið

Veturgömlu og tveggjavetra ærnar. Nú á bara eftir

að klippa ærnar 2015-2020

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.10.2023 19:38

Samanburðarmyndir

22-011 Glás. Mynd tekin 15.10.22

22-011 Glás. Mynd tekin 07.10.23

22-012 Gorma. Mynd tekin 07.10.22 

22-012 Gorma. Mynd tekin 07.10.23

22-020 Skel. Mynd tekin 13.10.22

22-020 Skel. Mynd tekin 07.10.23

22-022 Skúta. Mynd tekin 17.10.22

22-022 Skúta. Mynd tekin 07-10.23

22-102 Haddý. Mynd tekin 21.09.22

22-102 Haddý. Mynd tekin 07.10.23

 

Gaman að sjá hvað þær hafa þroskast á einu ári

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.10.2023 18:51

Veturgömlu og tveggjavetra ær teknar á hús

Við tókum veturgömlu og tveggjavetra ærnar á hús í dag

Veturgömlu ærnar eru 15 og tveggjavetra ærnar eru 6

 

Við fáum rúningsmann á sunnudaginn sem tekur af þeim

og lömbunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

14 daga

Tenglar

Eldra efni