Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 843
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1169
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 2765992
Samtals gestir: 92523
Tölur uppfærðar: 8.11.2025 18:02:29

11.05.2025 18:28

Snjókoma í nótt

Það snjóaði aðeins í nótt

 

 

Svo kom sól og hér sést hvernig sólin hitar. Snjórinn farinn

á móti sólinni

Við settum allar lambærnar út, nema eina þrílembu

17-330 Stássa með hrút og gimbur undan 24-734 Garp. Hún

var þrílembd og þriðja lambið (gimbur) var vanin undir 

17-312 Flegðu

Þetta er gimbrin hennar Stássu. Hún er með svona svartan

blett á bossanum

Þetta svarta lamb var frekar sprækt. Hoppaði og skoppaði

um allt

Á næturvakt

Enn eru 12 ær eftir að bera hjá okkur. Vinur okkar á ær 

hjá okkur og það eru tvær eftir hjá honum.

 

Það er orðið tómlegt í fjárhúsunum. Bara óbornu ærnar og

ein þrílemba inni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.05.2025 17:25

Kindur og lömb

Ég fór út að mynda og Elíza kom hlaupandi til mín. Ég var 

sem betur fer með brauð með mér

Dóttir hennar Egedía kom líka í brauð

Flottar mæðgur

Eyvör dóttir hennar var að hugsa um að koma líka, en hafði

ekki kjark til

Hrútur (hægra megin) og gimbur (til vinstri) undan

19-460 Larisu og 24-735 Fenox

22-012 Gorma með gimbur og hrút undan 24-732 Velli. Hún 

átti annað lamb (hrút), en hann var vaninn undir 18-410 Túlu

Þrílembingar undan 21-007 Sóldögg og 24-733 Púka

Lömbin taka sig bara vel út eftir bleytuna í nótt. Veðrið var 

alveg ömurlegt í nótt. Rigning og rok

 

Enn eru eftir 12 ær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.05.2025 17:26

12 ær eftir

Nú eru 12 ær eftir að bera

 

Ég hef ekki tekið margar myndir í dag. Veðrið er búið að vera

leiðinlegt. Snjókoma, rigning og sól hafa skipst á í dag.

Kindurnar og lömbin hafa borið sig vel, þrátt fyrir bleytuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.05.2025 16:33

15 ær eftir

19-469 Æðey með hrúta undan 24-731 Galsa. Þeir fæddust 

risar. Svakaleg lömb

17-376 Fóa með gimbrar undan 24-737 Þyt

19-445 Lúra með hrúta undan 24-735 Fenox

Nú eru 15 ær eftir að bera. Sauðburður alveg að taka enda

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.05.2025 16:01

20 ær eftir

19-444 Höpp með hrút (þessi hvíti) og gimbur undan 

24-735 Fenox

23-046 Glöð með hrút og gimbur undan 24-733 Púka. Þetta

er gimbrin og hrúturinn er á bak við hana

Hrútar undan 17-354 Þrösu og 24-735 Fenox

19-464 Bosnía með hrút undan 24-735 Fenox. Hún var 

einlembd og við höfðum ekki lamb til að venja undir hana

21-006 Gjóska með hrúta undan 24-733 Púka

Nú eru 20 ær eftir að bera

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.05.2025 11:41

Girðingarvinna

Þórður að græja sig fyrir girðingarvinnu. Hann fór í fjallshólfið

til að gera við girðinguna þar. Nú er hún klár fyrir að leyfa

kindunum að fara þangað

23-045 Anímóa með tvær gimbrar undan 24-732 Velli

22-022 Skúta með tvo hrúta og eina gimbur undan

23-720 Valver

20-496 Fnjósk með kóng og drottningu, undan 24-737 Þyt

Rjúpnapar. Karrinn

Kvenfugl

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.05.2025 16:19

Áburður borinn á öll túnin

Við fengum verktaka til að bera á öll túnin, í dag

18-426 Maríka með hrút (hvíta lambið) og gimbur (flekkótta)

undan 24-735 Fenox

24-064 Náð með gimbur undan 24-737 Þyt (hvíta lambið) og 

svo fékk hún litla hrútinn undan Elízu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.05.2025 13:15

29 ær eftir

18-409 Elíza með tvo hrúta. Við tókum litla hrútinn undan

henni og vöndum hann undir gemling

18-439 Hilda með hrút undan 24-735 Fenox (þessi hvíti)

Flekkótta lambið (gimbur) er undan 18-422 Þrýstin og

24-733 Púka. Við vöndum hana undir Hildu

Heiðlóa

Hrútur undan 17-325 Litfríð og 24-732 Velli

21-007 Sóldögg með tvo hrúta og eina gimbur undan 

24-733 Púka

23-044 Eyvör bar í dag og átti tvær gimbrar og þær eru undan

23-727 Maxímus

Móflekkótt gimbur 

Og svarflekkótt gimbur

 

29 ær eftir að bera

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.05.2025 18:15

Sauðburður

Við settum nokkrar lambær út í dag. Gott veður í dag

20-521 Offa með lömbin sín, fór út í dag. Þau eru undan

24-732 Velli

Við erum með selensaltsteina og hestasteina úti fyrir

lambærnar og lömbin

22-022 Skúta með lömbin sín undan 23-720 Valver. Þau eru

öll móflekkótt eins og foreldrarnir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.05.2025 18:47

Sauðburður kominn á seinni hlutann

20-504 Myrja með tvo hrúta og eina gimbur undan

24-734 Garp

20-511 Dís með hrút og gimbur undan 24-735 Fenox 

Aðeins að knúsa mömmu sína

 

Sauðburður kominn á seinni hlutann. 

36 ær eftir að bera 

Komin rúmlega 120 lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.05.2025 18:02

Brúðkaupsafmæli

Í dag er 1. maí og þann dag eigum við hjónin

brúðkaupsafmæli. 26 ár í hamingju heart  Þessi mynd var tekin

í fyrra þegar við áttum silfurbrúðkaup heart

Elíza bar í gærkvöld. Hún átti 3 hrúta. Einn af þeim er frekar

lítill greyið, en mjög sprækur

18-409 Eliza mjög ánægð með drengina sína. Þeir eru undan

23-723 Maxímus

Flottir strákarnir okkar. Þessi yngsti fer heim í dag. Hann er

búinn að vera hjá okkur í nærri þrjár vikur. Ömmu og afa

gullmoli

Þessir þrír eru búnir að leika sér mikið saman. Bæði hér í

læknum og í skjólbeltinu

Þeir voru að byggja hús úr greinum í skjólbeltinu

 

Svakalega flott hjá þeim. Algjört ævintýri fyrir þá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.04.2025 16:23

Fleiri lambær út

Við settum 15 lambær í viðbót, á nýræktina

Þá eru komnar 33 lambær á nýræktina

Við settum svo 11 lambær í fjárhúshólfið

22-018 Kópelía kom með tvær gimbrar og einn hrút. Þau eru

undan 23-720 Valver. Þau eru öll móflekkótt eins og

foreldrarnir

24-075 Valka. Mynd tekin 8. október 2024

Valka hefur aðeins breyst síðan í haust. Nú er hún komin með

tvö lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.04.2025 15:52

Gott veður í dag

Það var þoka í nótt og morgun. Sólin rak hana svo í burtu og

skein í dag

Þessi bar í nótt og hafði ekki mikið fyrir því. 24-075 Valka

átti hrút og gimbur og þau eru undan 24-736 Lúða

Gott að fylgjast með í myndavélinni. Hér er ein borin tveimur

lömbum. Hún var sónuð með þrjú, en það getur ekki verið

að það komi þriðja lambið úr henni, því þau eru svo stór

Það eru ekki margar í húsunum. Helmingur borin og nokkrar

lambær farnar út

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.04.2025 19:03

Ekki eins gott veður í dag og í gær

Þessa mynd tók ég kl. 22 í gærkvöld. Þá var komin þoka

Og þessa mynd tók ég um kl. 7 í morgun. Þær báru sig vel í 

bleytunni. Við settum þær inn seinnipartinn í dag og þær

fara aftur út á morgun

24-067 Flóra kom með stóra gimbur í morgun. Faðirinn er

24-737 Þytur

Flóra. Systir hennar, 24-066 Ferja kom með tvö stór lömb,

hrút og gimbur, í dag. Þær eru flottar systur

Hrútur (fyrir miðju) og gimbur (þessi hvíta) undan 18-410 Túlu

og 24-733 Púka og svo þessi flekkótti til hægri var vaninn 

undir Túlu. Hann er undan 22-012 Gormu og 24-732 Velli. 

Gorma er einspena og var þrílembd og gat þess vegna ekki

verið með þrjú

24-054 Egedía bar í dag. Hún átti hrút og gimbur og þau eru

undan 24-736 Lúða

 

Það eru komin um 80 lömb

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.04.2025 17:20

Gott veður í dag

24-058 Krús með lömbin sín. Hún passar þau svo vel að hún

stangar mann. Það þarf að passa sig á henni

 

Það eru komin rétt um 70 lömb

 

Þessir skemmtu sér vel í morgun. Þeir fengu leyfi til að fara

upp á þak á blásarahúsinu

 

 

 

Þessa mynd tók ég á móti sól

 

Veðrið í dag var æðislegt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

1 mánuð

24 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

3 mánuði

27 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

25 daga

Tenglar

Eldra efni