Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

05.06.2024 16:18

Veðrið að ganga niður

Já svona var þetta kl. 7 í morgun. Eins gott að við settum

kindurnar inn í gærkvöld. 

 

Við fórum fyrir hádegi og flokkuðum ærnar í krærnar, þá

hverja á með sín lömb. Þegar við vorum búin að flokka í

krærnar fórum við í mat. Þegar við vorum búin að borða,

þá stytti upp og veðrið var þokkalegt. Snjórinn farinn og þá

datt okkur í hug að setja bara allt út, því við höfum góða beit 

Þessa mynd tók ég um þrjú leitið í dag. Ærnar á beit og hafa

það gott. Við erum heppnari en aðrir, að því leiti að það kom

aldrei mikill snjór hér. Veðrið í gær og nótt var ekki gott, en

ekki eins slæmt og hjá mörgum. Við getum ekki kvartað smiley

 

Við sjáum til hvort við hýsum í nótt. Veðrið er gott eins og er

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.06.2024 20:53

Skólaslit Þelamerkurskóla í dag

Strákarnir að bíða eftir rútunni, síðasta skóladaginn. 

Skólaslitin eru í dag

Alexander lauk 5. bekk

Damian lauk 10. bekk

Bubbi lauk 10. bekk

Damian og Bubbi útskrifuðust úr Þelamerkurskóla í dag. 

Næst tekur við VMA hjá þeim báðum

Veðrið í dag er ekki búið að vera neitt sérstakt, eða jú, það

er sérstakt þar sem það er 4. júní og það snjóar. Við erum

með allt opið fyrir kindurnar svo þær geti farið inn ef þær

vilja

Þær eru búnar að vera duglegar að bíta

Við ákváðum í kvöld að setja allt féð inn og hýsa í nótt

 

 

Við vorum búin að gefa á garðana og opna niður í allar krær,

áður en við rákum inn

Við vorum með opið út í rétt, meðan við settum inn. Við rákum

svo inn úr réttinni og lokuðum húsunum. Þær urðu að sjá um

að finna lömbin sín og það gerðu þær. Þær komust um allt í

húsunum, til að finna lömbin sín, því krærnar voru allar opnar.  

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.06.2024 16:05

Leiðinlegt veður

Jæja veðrið í dag er búið að vera allskonar. Sól, rigning, 

snjókoma og haglél. Við erum ekki búin að setja féð inn, en

það er allt opið fyrir það. Við rákum féð úr fjallshólfinu, þannig

að þær eru bara á túnunum og komast inn

Frekar leiðinlegt að fá svona veður á þessum tíma

Þessa mynd tók ég upp við fjallsgirðingu þegar við rákum 

féð úr hólfinu

Lömbin komin í garðinn hjá okkur. Þessi eru móðurlaus

greyin. Þrílembingar sem spjara sig vel

Ég fann hrossagaukshreiður upp við fjallsgirðingu. Það verður

kalt á grey fuglunum næstu daga

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.06.2024 17:59

Fjögur lömb eftir í myndatöku

Þessi komu í myndatöku í dag. Þá eru bara fjögur eftir og

þá á ég myndir af öllum lömbunum smiley

 

Auðnutittlingar í garðinum okkar

 

 

 

 

 

Spói sem kom í heimsókn

 

 

 

Það er ekki góð veðurspá fyrir næstu viku. Við erum búin

að opna allt fyrir ærnar. Þær geta farið inn á meðan veðrið

gengur yfir. Vonandi verður það ekki eins vont og þeir spá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.06.2024 19:13

Fuglar og kindur

Einhver mávategund

 

Við gáfum kindunum brauð. Blæja og lömbin hennar fengu

sér brauð

Blæja mjög gráðug

Gaman að sjá lömbin borða brauð

Walter Ehrat flaug yfir fjárhúsin okkar í dag, þegar hann

fór að kjósa í Þelamerkurskóla. Ég náði mynd af honum 

þegar hann var að fara til baka

Straumendur í Hörgá

Jaðrakan á þessi egg. Við fundum þau niður á engi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.05.2024 11:58

Vormót barna 2024 í skák

Damian varð í þriðja sæti á vormóti barna, sem var í dag.

Flottur strákur heart

Hann fékk medalíu

 

Það er búið að vera mikið rok í dag. 19-470 Blæja með

lömbin sín þrjú í rokinu

23-049 Hekla með gimbrarnar sínar

23-045 Anímóa með stóru lömbin sín

21-004 Atería með sín þrjú lömb

22-107 Júlía lét þremur lömbum. Við vöndum undir hana

þremur dögum eftir að hún lét og hún tók það fyrir rest og

það dafnar vel hjá henni

Þessi rekur bara tunguna út. Ullar bara

Auðnutittlingur

Einhver mávategund

Í Vaðlaheiði. Mynd tekin frá Möðruvöllum

 

Ég náði tveim myndum af lömbum í dag. Þá eru 6 eftir smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.05.2024 19:48

8 lömb eftir

Þessi gæti verið að segja: Farðu nú að hætta að taka myndir

af okkur smiley

Það voru þrír kjóar að fljúga yfir móana í fjallshólfinu. Þeir

voru á eggja og unga veiðum

Kjói

19-469 Æðey með hrút og gimbur undan 23-722 Brútusi

 

Myndatakan gengur vel. Ég á eftir að mynda 8 lömb. Þau eru

undan 4 ám. Líklegast eru þau upp í fjallshólfi. Ef ég finn þau

ekki, þá næ ég þeim þegar við setjum þau inn til að keyra

þeim á fjall. Þá á ég mynd af öllum lömbunum yesyesyes

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.05.2024 19:41

Myndataka

23-046 Glöð með gimbur undan 23-723 Ratipong

17-323 Ingileif með hrút undan 23-725 Dúdda og svo er hún

með gimbrar undan 23-048 Glettu og 23-726 Pixa

Mæðgurnar 22-011 Glás og 20-522 Glósa. Þær eiga báðar

að bera í ágúst

Og þetta er líka dóttir Glósu, 22-012 Gorma með hrút og

gimbur undan 23-725 Dúdda

Núna er loksins komin beit. Það er búið að vera mjög gott

veður í nokkra daga

Hrútar undan 19-445 Lúru og 23-720 Valver

Gimbur og hrútur undan 22-102 Haddý og 23-723 Ratipong

Að fíla grön

Gimbur undan 20-504 Myrju og 23-722 Brútusi

Lömbin eru farin að borða brauð

Gimbrar undan 17-376 Fóu og 23-724 Arró

Hrútur undan 20-514 Dendý og 23-720 Valver

23-044 Eyvör tignarleg og flott

Nú er allt orðið grænt og nóg beit, en ærnar éta hey ennþá

eins og þeim sé borgað fyrir það. Við förum nú að hætta að

gefa þeim hey. Þær geta bara bitið gras

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.05.2024 15:24

Myndataka

Myndataka á lömbunum gengur vel. Ég á eftir að taka

myndir af ca. 50 lömbum

Hrútur og tvær gimbrar undan 19-473 Argintætu og

23-724 Arró. Argintæta gengur með þau öll

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.05.2024 14:22

Krummi

Ég hef verið að gefa krumma matarafganga og hef hent þeim

út um eldhúsgluggann. Það er alveg merkilegt, að hann hefur

þorað að koma og fá sér bita. Ég setti myndavélina út, sem var

í fjárhúsunum, og gat fylgst með krumma fá sér bita. Hann

já eða þeir, því ég held að þeir hafi verið tveir, komu margar

ferðir

19-444 Höpp með hrút og gimbur undan 23-724 Arró

Hrútur og gimbur undan 18-403 Læpu og 23-724 Arró

Hrútur og gimbur undan 20-521 Offu og 23-722 Brútusi

Hrútur og gimbur undan 19-469 Æðey og 23-722 Brútusi

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.05.2024 17:56

Falleg gjöf

Þessi ömmu gullmoli smíðaði þetta í skólanum og gaf mér. 

Þetta er matardallur fyrir fuglana

Við fórum út í garð og settum þetta upp þar

Snillingur að búa þetta til og gefa ömmu sinni. Takk Haukur

Nói minn heart

Það eru fuglar í garðinum okkar. Maríuerla hefur valið þetta

fuglahús, gert hreiður og verpt

Ef vel er að gáð, þá sést Maríuerlan þarna inni

Hún sést þarna þar sem ég er búin að lýsa myndina

Hreiðrið hennar

Þessir hrútar eru undan 21-009 Valíu og 23-722 Brútusi. Þau

eru bæði með arfgerðina T137. Þessir hrútar gætu verið 

arfhreinir T137. Við erum búin að senda frá okkur öll sýnin.

Við tókum sýni úr öllum lömbunum. Nú bíðum við spennt

eftir útkomunni úr arfgerðarsýnunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.05.2024 16:13

Gullmolarnir mínir

Ég náði þriðju myndinni í dag. Nú á ég myndir af öllum

gullunum mínum, á háhest á ömmu. Þau eru öll tveggja

ára á árinu sem myndin var tekin heart

Júní 2013 Einar Breki

Júlí 2016 Haukur Nói

Maí 2024 Birgitta Ósk

Við fórum í sund á Þeló í dag, ís og hopp á eftir sundinu

Hopp og skopp heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.05.2024 16:59

Grillmatur

Við Þórður grilluðum okkur sneiðar í hádeginu. Mikið svakalega

er þetta gott. Við vorum bara tvö í mat, þannig að það var

afgangur

Þessir fallegu ömmu og afa gullmolar komu í dag og ætla að

gista í tvær nætur heart

Og auðvitað náði amma í jafnvægishjólið fyrir nöfnu sína

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.05.2024 15:13

Myndataka hafin

Nú er myndataka af lömbunum hafin. Ég ætla að reyna að 

taka mynd af öllum lömbunum áður en þau fara á fjall

Hrútur og gimbur undan 23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Þau

ganga bæði undir Anímóu

Hrútar undan 23-051 Skyssu og 23-726 Pixa. Þeir ganga 

báðir undir Skyssu

Gimbur undan 19-444 Höpp og 23-724 Arró

18-409 Elíza með hrút og gimbur undan 23-727 Maxímus.

Forystufé smiley

Hrúturinn

Og gimbrin

Gimbur undan 20-521 Offu og 23-722 Brútusi

17-330 Stássa með gimbur og hrút undan 23-720 Valver

Enn gefum við hey

20-518 Sæla með tvo hrúta og eina gimbur undan 23-720 

Valver

22-102 Haddý

Þórður fór í girðingarvinnu í gær. Fjallsgirðing

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.05.2024 13:27

Þyrluflug

Oggi bróðir Þórðar er sjötugur í dag. Áslaug og börnin þeirra

gáfu honum þyrluflug í afmælisgjöf. Hún bauð okkur og

Simma með og vá hvað þetta var gaman

Við flugum um allt þarna framfrá

Við nánast settumst á Drangann og hringsóluðum um hann

Myrkárbakki og Myrká

 

 

Myrká

Mjög gaman. Til hamingju Oggi og Áslaug með daginn og

takk fyrir okkur heartheartheartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni