Við sprautuðum allt féð, fyrri sprautuna,
gegn lambablóðsótt, í morgun
 |
Mánuður í sauðburð. Seinni bólusetningin verður eftir
tvær vikur
|
 |
Þórður ákvað að sprauta sjálfur og stóð sig alveg svakalega
vel. Ég var aðeins smeik um að hann mundi fara framúr sér,
en hann réði vel við þetta
 |
Við vorum með þessa vinnumenn með okkur 
 |
Þórður að sprauta og Damian að hjálpa
 |
Við vorum um tvo tíma að sprauta allt og gefa. Það kalla ég
vel gert 
 |
Við fórum svo í vatnsveitugerð eftir mat. Það er svo mikið
vatn fyrir ofan íbúðarhúsið. Allt á floti og verður allt á floti
við næstu hláku, því það bættist mikill snjór við í gær
 |
 |
Simmi blés af bílastæðinu og götunni. Mikið krap og leiðinlegt
að láta það frjósa þannig
 |
 |
Tveir vinir að leika sér
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|