Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

22.01.2024 19:12

Fuglar

Enn koma fuglarnir í garðinn hjá okkur. Gaman að fylgjast

með þeim. Ég get verið í eins til tveggja metra fjarlægð. Þeir

eru orðnir svo gæfir

 

 

 

 

 

 

Matartími

Ein gimbur (smálamb) fer alltaf hálf upp í garðann. Stundum

endar hún upp í garðanum en bara stundum smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.01.2024 18:40

95 ára höfðingi

Þessi höfðingi verður 95 ára á morgun. Af því tilefni var fólki

boðið í flottar veitingar í Ólafsfirði í dag

 

 

 

 

Þeir bræður hjá skírnarfontinum sem afi þeirra, Þórður gerði

Svarfaðardalur í dag

 

Ég setti nokkrar myndir inn í myndaalbúmið, frá deginum í dag

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.01.2024 18:42

Afmælisdrottning hún mamma mín

Þetta er hún mamma mín. Hún á afmæli í dag. Hún bauð 

afkomendum í kaffi, í tilefni dagsins. Til hamingju með

afmælið elsku mamma

Og auðvitað tók pabbi í nikkuna og tók nokkur lög

 

 

 

 

 

Það voru ekkert smá veitingar

 

 

 

Takk fyrir samveruna, þið öll sem mættuð

 

 

Damian í æfingarakstri

 

 

 
 

 

Molinn kveður

 

 

19.01.2024 20:19

Burðardagar

Svona lítur sauðburðurinn út í vor, burðardagar

22. apríl 1 ær

23. apríl 22 ær

24. apríl 5 ær

25. apríl 9 ær

26. apríl 9 ær

27. apríl 10 ær

28. apríl 9 ær

29. apríl 5 ær

30. apríl 7 ær

01. maí 6 ær

02. maí 4 ær

03. maí 3 ær

04 maí 3 ær

05 maí 3 ær

06. maí 5 ær

07. maí 11 ær

08. maí 3 ær

09. maí 2 ær

10. maí 5 ær

18. maí 1 ær

30. maí 2 ær

Svo er ein ær sem er ekki með dagsetningu

Alls 126 ær

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.01.2024 18:44

Kalt í dag

Nú er stutt í sólina, já eða kannski sást hún alveg í dag. Ég er

ekki viss. En á morgun eða hinn ætti hún að sjást alveg

Það er búið að vera frekar kalt í dag. Það fór í -20,8 gráður

hér á Möðruvöllum

Við fórum til Akureyrar um fjögur í dag og þar var -20 stig. 

Þetta er bara eins og vera ofaní frystikistu

En fallegt var veðrið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.01.2024 19:39

Síðan mín, loksins komin í lag

Síðan mín er búin að vera biluð síðan 12. janúar. Loksins 

hægt að setja inn blogg smiley

Veðurbarinn kofinn eftir gærdaginn og nóttina

Ég fór og gaf fuglunum. Allt snjóbarið í dag

Ég gaf þeim líka vatn og þeir voru ánægðir með það

Það voru margir sem fóru og fengu sér að drekka

Þessar myndir eru ekki mjög skýrar, því ég tók þær út um

stofugluggann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.01.2024 19:13

Vont veður í dag

Veðrið var frekar slæmt í dag. Fuglarnir voru margir sem

komu í matinn og þeir slógust um hann. Þessar myndir tók 

ég inni í stofu. Þeir komu í gluggahúsið og slógust um það

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loksins kom veturinn, en hann var bara einn sólahring. Þórður

fór í bæinn í kvöld, til að ná í Damian og hann var klukkutíma

í ferðinni, sem hefði átt að taka hálftíma. Það var svo vont

veður og lítið hægt að sjá

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.01.2024 19:49

Hrútarnir teknir úr ánum

Við tókum hrútana úr fénu á laugardaginn, 13. janúar. Þarna

er Maxímus að flýta sér til mín til að fá klapp

Og klappið fær hann

Hann er svo svakalega gæfur

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.01.2024 19:35

Afmælisgullmoli

Þessi fallega og góða nafna mín er tveggja ára í dag. Það sem

tíminn líður hratt. Ég man að ég var með strákana á skíðum

í Hlíðarfjalli þennan dag fyrir tveim árum og var alltaf að kíkja

á símann og athuga hvort ég væri búin að fá skilaboð um að 

hún væri fædd heart

Sjá þessa elsku heart

Svo falleg

 

Damian er duglegur að mæta á skákæfingar og skákmót

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.01.2024 05:28

Vinnumaður

Við fengum flottan vinnumann, sem ætlar að hjálpa okkur,

eins og eina helgi í mánuði. Honum finnst gaman í

fjárhúsunum og kindurnar troðast að honum til að fá klapp

 

 

 

 

 

 

Alexander fékk góðan vin

 

 

Allt í lit

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

12.01.2024 17:22

Myndir í lit

Þórður prentaði út þessar flottu sólarmyndir. Nú er að finna

ramma fyrir þær og hengja þær upp á vegg smiley

Myndavélin í fjárhúsunum hefur verið í svarthvítu hjá okkur,

en við fundum stillingu sem hægt er að hafa þetta í lit

Og það er miklu skemmtilegra, að hafa litinn á

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.01.2024 05:52

Fallegt í morgun

Ég náði réttu augnabliki. Nokkrum mínútum eftir að ég kom

heim, hvarf allt þetta sjónarspil. Fallegt meðan á því stóð

 

 

 

 

 

 

 

Ég var í vandræðum að velja myndir. Margar svo flottar

Það er eins og það sé kviknað í hjá okkur

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.01.2024 14:41

Gott veður í dag

Fallegt í morgun

Frosið á tjörninni

Bara þunn skán

Vatnið hefur runnið í gegnum rörið í veginum og suður í lækinn

Strákarnir voru ánægðir með að vatnið hafði frosið aðeins.

Þá er hægt að leika sér að brjóta klaka

 

 

 

 

Þeir gætu leikið sér þarna í marga klukkutíma 

Kindurnar á Möðruvöllum 1 fylgjast með þeim

 

Möðruvellir 3

Fjárhúsin okkar

Staðarhnjúkur. Eins og þið sjáið, þá er ekki mikill snjór

Þota að fljúga yfir Staðarskarðið

 

 

Möðruvallakirkja

 

 

 
 
 

Molinn kveður

 

 

09.01.2024 14:23

Allt á floti

Nú er allur snjór (þetta litla sem kom) að verða farinn og 

eftir verður hálka og aftur hálka

 

Og það myndast tjörn á túninu

 

 

Algjört svell upp í fjárhús

Planið allt í svelli

Já allt á floti

 

 

Krummi kom til að fá sér að borða

Hann er svo styggur að ég varð að taka myndir af honum

gegnum eldhúsgluggann, til að ná myndum af honum

 

Hann, já eða þeir (voru tveir) voru ánægðir með matinn

 

 
 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.01.2024 19:54

Fallegur himinn

Listaverk á himni í dag

 

 

 

 

 

 

Sauðburður byrjar 23. apríl.  10. maí eiga allar að vera bornar

nema þrjár sem gengu upp. Ein ber 18. maí og tvær 30. maí.

 

Vonandi ganga ekki fleiri upp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni