Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3947
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 7163
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1858139
Samtals gestir: 82647
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:12:06

04.12.2024 19:18

Greifinn veitingahús

Við gömlu gerðum okkur lítið fyrir og fórum í mat á

Greifann í hádeginu. Við fengum okkur lambafile.

Þetta bragðaðist vel

Gamla sátt við matinn. Ég var samt að hugsa um 

að fá mér pitsu, en ákvað að borða lambakjöt.

Þetta gerum við ekki oft. Mörg ár síðan við fórum

út að borða síðast

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.12.2024 19:03

Fengitíminn

Allt gott að frétta úr fjárhúsunum. Hrútarnir standa sig vel.

Við erum komin með fangdag á rétt um 50 ám

Við Þórður vorum að versla. Við keyptum þennan sófa í 

holið og þetta litla sófaborð. Sófinn sem var þarna var 

orðinn ónýtur. Strákarnir eru mjög ánægðir með þessi kaup

Og þessa eldhússtóla. Hinir voru orðnir ónýtir

Svo fékk ég rafmagnshægindastól. Núna get ég

heldur betur hvílt lúin bein smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.12.2024 17:23

Útivera í 14 stiga frosti

Þessi fallegi himinn tók á móti okkur eftir fjárhúsferð í 

morgun í 16 stiga frosti

Við fórum í útiveru í 14 stiga frosti

Við notuðum snjósleðann til að draga slönguna

Alveg klukkutíma útivera þrátt fyrir kuldann

Svo var boðið upp á kakó og piparkökur á eftir

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.12.2024 17:54

Afmælisdrengur

Þessi gullmoli er 12 ára í dag. Hann fékk marga pakka og er

mjög ánægður með daginn. Til hamingju með afmælið elsku

Alexander minn heart

Við vorum með þennan vinnuflokk með okkur í fjárhúsunum

í morgun heart

Og auðvitað var afmælisveisla hér

Fyrsti í aðventu í dag og þá fær litli engillinn okkar

ljósakrossinn sinn

 

Það er svo mikið að gera hjá mér að aðventuljósin fara ekki

upp fyrr en í vikunni blush

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.11.2024 18:39

Fangbók 2024

Þórður bjó til flotta fangbók. Hann hefur oft áður búið til

fangbækur, en þessi er sú besta sem hann hefur gert

Hann er með arfgerðargreiningar hjá hverri á og hverjum

hrút í henni

Hér sjást útskýringar á arfgerðinni

Nú erum við átta í heimili í nokkra daga 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.11.2024 14:49

Hrútarnir settir í ærnar

Við settum hrútana í ærnar í morgun

24-733 Púki er með 27 ær. Það eru þær sem eru í númer

eitt á myndinni hér fyrir ofan

24-735 Fenox er með 28 ær. Þær eru í númer tvö

Það eru 5 hrútar við þennan garða. Púki, Fenox, Galsi, Völlur

og Garpur

24-731 Galsi er með 12 ær og þær eru í hólfi þrjú

24-732 Völlur er með 6 ær og þær eru í hólfi fjögur

24-734 Garpur er með 6 ær og er í hólfi fimm

Þau eru ekki mörg við þennan garða. Tveir hrútar

23-720 Valver er bara með 5 ær. Hann er í hólfi sex

23-727 Maxímus er bara með 2 ær. Forystuærnar okkar. Þau

eru í hólfi 7

Kollóttu gemlingarnir og tvær fullorðnar

24-737 Þytur er með 15 gemlinga og 2 fullorðnar

(Mynd hér fyrir ofan)

Hyrndu gemlingarnir

24-736 Lúði er með 9 gemlinga

 

Þetta eru þá 112 ær.

Við erum svo með 6 ær hér sem vinur okkar á. Þær eru ekki

í þessari tölu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.11.2024 18:36

Hrútarnir verða settir í ærnar á morgun

Jæja hrútar, nú fáið þið verkefni á morgun og næstu daga. Já

við ætlum að setja hrútana í ærnar á morgun yes

Þessar bíða spenntar eftir þeim

 

Ef við setjum hrútana í ærnar á morgun, þá eiga þær fyrstu

tal 21. apríl smiley

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.11.2024 19:45

Hangikjötið okkar

Við náðum í hangikjötið úr reyk um síðustu helgi. Við fórum

í að saga það í sundur, í dag. Ég vagúmpakkaði og hafði 

einn bita í pakkningu

Svakalega gott kjöt og er af veturgömlu

Margir svona pokar fóru í frystikistuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.11.2024 18:39

Góð útivera í dag

Þessi skafl kom í nótt. Það er búið að vera rok í alla nótt

Auðvitað var hann (skaflinn) notaður til að gera göng

Snjórinn er leikfang smiley

Búnir að gera göng

 

Ánægðir drengir

Veðrið var rok, en fallegt

Fallegt

Við lékum okkur lengi úti í dag. Sleðinn var notaður til að 

draga slöngu. Þeim fannst þetta mjög gaman

Mikið að gera hjá Simma í blæstri, eftir nóttina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.11.2024 17:01

Flokka ær

Við kláruðum að flokka ærnar undir hrútana, eða svona

nánast. Við eigum eftir að skipta gemlingunum niður á tvo

hrúta og við eigum eftir að setja þessar hægra megin í tvö

spil. Forystuærnar verða bara tvær hjá Maxímus og svo verða

hinar þessar móflekkóttu hjá Valver

Það verða 5 hrútar við þennan garða

Hér sést þetta betur, 5 hólf

Bjarmi frá sólinni

Útivera hjá strákunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.11.2024 17:24

Ærnar flokkaðar

Við erum byrjuð að flokka ær undir hrútana. Hér eru ær 

fyrir tvo hrúta. Við ætlum að halda áfram á morgun

Þetta vinnufólk var með okkur í fjárhúsunum frá átta til tólf,

meðan við flokkuðum og gáfum. Það gekk vel, enda með

flott og góð börn með okkur

Þau fengu svo að mála piparkökur

Nafna dugleg að mála. Henni fannst þetta svo gaman, já og

strákunum líka

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.11.2024 18:40

Afmælisdrengur

Allir að horfa á sjóvarpið áður en við förum í fjárhúsin

Nafna að spjalla við Maxímus

Amælisbarn dagsins. Ótrúlegur maður þessi elska. 74 ára,

með 4 börn í heimili, á 10 barnabörn og eitt langafabarn.

Til hamingju með afmælið elsku Þórður minn heart

Í tilefni afmælis, kveiktum við á jólaljósunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.11.2024 16:53

Opið hús í Þelamerkurskóla

Ég fór í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu

nemanda af þemavikunni. Mjög flott hjá þeim

Alexander gerði þetta

Þemaverkefnið hans

Og þetta

Víkingur gerði fána

Og sushi. Þeir vinirnir stóðu sig vel á sýningunni

Tekið í dag

Strákarnir fóru í göngin í dag. Alltaf vinsælt þegar það er 

kominn snjór

Inni í göngunum

Það snjóaði þónokkuð

Ekki gott skyggni. Sést varla heim

Turninn á Möðruvallakirkju

Nafna mín er komin í heimsókn og ætlar að gista tvær nætur

hjá okkur. Hún fór í fjárhúsin með okkur og hjálpaði til við

seinni gjöfina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.11.2024 19:30

Fallegt veður í dag

Möðruvallakirkja í morgun

Möðruvellir 3, 4 og 5

Við mokuðum okkur inn í gærkvöld

Þórður blés snjónum burt, og vel fært inn

 

 

Við Þórður fórum á þessum faratækjum í fjárhúsin í morgun.

Hann á vélinni og ég á sleðanum

Ég ákvað að grilla í hádeginu. Ég þurfti að moka aðeins til

að geta fært grillið, þar sem ég vildi hafa það

Og maturinn, hann var æðislegur. Þetta geri ég vonandi 

fljótlega aftur

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.11.2024 18:41

Snjór

Stundum nota ég snjósleðann til að komast upp í fjárhús.

Það er gott að nota hann í snjónum

Það var búið að snjóa fyrir fjárhúshurðina. Við þurftum að 

moka okkur inn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

20 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

23 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

21 daga

Tenglar

Eldra efni