Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

02.11.2024 18:19

Fjárhúsvinna

Við fórum í það í morgun að taka upp gólfið í syðsta húsinu.

Fyrst þurftum við að taka milligerðina og svo gátum við tekið

upp grindurnar

Alveg að verða búið að taka niður milligerðina

Þessi var duglegur að skafa grindurnar

Vinnumennirnir okkar duglegir að hjálpa til. Þarna eru þeir

byrjaðir að taka upp grindurnar

Allir mjög duglegir

Húsið tilbúið fyrir skítmoksturinn

Þessi litla mús var í skítnum undir grindunum. Hún náðist 

og var sett í fötu, rétt til að skoða hana

Við slepptum henni svo aftur á sama stað og hún náðist, 

eftir að við vorum búin að horfa smá á hana. Falleg mýsla

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.11.2024 19:15

Garnaveikisprauta

Í dag kom dýralæknir frá Dýraspítalanum Lögmannshlíð og

bólusetti lömbin gegn garnaveiki

 

Það var ljósadýrð í gærkvöld. Ég tók nokkrar myndir

 

 

Þessa tók ég út um eldhúsgluggann

Fjöllin okkar í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.10.2024 18:07

Nokkrar samanburðarmyndir

23-042 Tesla. Mynd tekin í fyrrahaust. Hún er með bæði 

H154 og N138

Tesla. Mynd tekin í haust. Skrítið hvað blesan hefur nánast

horfið

23-040 Skrúfa. Mynd tekin í fyrrahaust. Hún er með H154

Skrúfa. Mynd tekin í haust

24-058 Krús. Mynd tekin 15. júní. ARR

Krús. Mynd tekin 2. október

24-068 Sissa. Mynd tekin 17. júní. T137

Sissa. Mynd tekin 8. október

24-062 Kilja. Mynd tekin 23. maí. H154/H154

Kilja. Mynd tekin 8. október

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.10.2024 19:55

Afmælispabbi í gær

Pabbi átti daginn í gær. Hann varð 84 ára. Til hamingju með

daginn elsku pabbi heart Þarna erum við systkinin með pabba

og mömmu

Þessi mynd var tekin í sjötugsafmæli pabba

Fermingardagurinn minn. Júní 1976

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.10.2024 19:13

Myndaspjöldin komin á vegginn

Við settum myndirnar af kindunum/ásetningnum í vetur, á

vegginn í fjárhúsunum

Gaman að hafa myndir af öllun kindunum

Ég tók myndirnar og Þórður bjó til spjöldin

 

Þórður að hefta spjöldin upp á vegg

Hann bjó til þessi spjöld líka. Upplýsingar um hverja kind

Það er líka gott að hafa þetta upp á vegg í fjárhúsunum

 

Algjör snilld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.10.2024 18:58

9 í heimili þessa daga

Einar Breki að keyra vinnubílinn. Hann stóð sig vel í akstrinum

Ömmugullmolarnir mínir heart

Fjórir fóru í skólann í morgun og þrjú fóru með okkur í

fjárhúsin

 

Maxímus og nafna

Maxímus er gæfur og vill láta klappa sér

Útivera í rigningunni. Þeir eru í boltaleiknum yfir

Nafna mín að sulla í vatni

Yfir

 

Allir blautir og glaðir

Og kakó í kaffitímanum. Það þarf að vera nóg að gera hjá

þeim þessum heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.10.2024 19:12

Fjörið er hér

Við erum rík þessa dagana. Þrír ömmu og afa gullmolar

bættust í hópinn okkar í nokkra daga heart

Og nóg að gera í eldhúsinu, en bara gaman. Fjárhúsferðir,

og sundferðir, já og út að leika þessa dagana.

Þetta gengur ótrúlega vel heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.10.2024 15:29

Vinnufólkið okkar

Við erum með hjálp í fjárhúsunum þessa dagana. Það vantar

tvo í hópinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.10.2024 13:33

Fallegt í morgun

Svona var himininn í morgun

Systkinin að knúsast

Nafna mín dugleg að hjálpa til í fjárhúsunum. Hér er hún

að brynna litlu lömbunum

Og sópa

Við látum ærnar út á daginn og svo aftur inn seinnipartinn

23-052 Persía og 23-030 Þáma

23-050 Baddý

23-032 Floxý

23-045 Anímóa

24-068 Sissa

24-082 Arða

 

24-059 Fregn

Aðeins að kíkja á mig

 

 

 
 

 

Molinn kveður

 

 

24.10.2024 18:08

Ömmu og afa gullmolar

Þessi mynd er tekin í morgun

Tveir ömmu og afa gullmolar mættir í hús og ætla að vera

hér í nokkra daga heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.10.2024 16:26

Bleikur dagur

Strákarnir okkar taka þátt í bleika deginum

Við tókum sumrungana undan ánum í dag. Þeir eru orðnir

nógu stórir til að bjarga sér. Þeir eru komnir í smálamba

hópinn

Við tókum ærnar inn um daginn, en við settum þær svo aftur

út. Það var svo gott veður. Við settum þær inn í dag og ætlum

að setja þær út á daginn ef veðrið verður gott. Þá fá þær hey

inni, en ekki úti

Þær voru ánægðar að koma inn og tættu í sig tugguna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.10.2024 16:05

Sumrungarnir okkar

Sumrungar undan 23-726 Pixa

24-121 Alex, undan 16-285 Brók. Hann fæddist 9. júlí. Hann

er með arfgerðina R171. Hann var 31 kg. 12. október.

Mynd tekin 6. október

24-083 Alexía. Hún er á móti Alex. Hún var 28 kg. 12. október.

Hún er hlutlaus.

Mynd tekin 11. október

24-084 Dagga, undan 18-397 Dáfríð. Hún fæddist 14. júlí.

Hún er með arfgerðina R171. Hún var 29 kg. 12. október

Mynd tekin 30. september

24-085 Dalla. Hún er á móti Döggu. Hún var 34 kg. 12. október.

Hún er með H154.

Mynd tekin 30. september

24-122 Láki, undan 19-463 Linsu. Hann fæddist 19. júlí.

Hann er með arfgerðina R171. Hann var 33 kg. 12. október.

Mynd tekin 7. október

24-123 Lási. Hann er á móti Láka. Hann var 28 kg. 12. október.

Hann er hlutlaus.

Mynd tekin 7. október

24-086 Glóý, undan 20-522 Glósu. Hún fæddist 3. ágúst.

Hún er með arfgerðina R171. Hún var 33 kg. 12. október.

Mynd tekin 6. október

24-124 Golli, undan 22-011 Glás. Hann fæddist 5. ágúst.

Hann er hlutlaus. Hann var 26 kg. 12. október.

Mynd tekin 9. október

24-087 Gul. Hún er á móti Golla. Hún var 21 kg. 12. október.

Hún er hlutlaus.

Mynd tekin 9. október

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.10.2024 16:10

Vinnufólkið okkar

Við vorum með flott vinnufólk í fjárhúsunum í morgun. Frí

í skólum og leikskóla. Við erum með börn í þremur skólum.

VMA, Hlíðarskóla og Þelamerkurskóla. Nafna mín er í 

leikskóla sem var líka í fríi. Flottur hópur

2 ára, 8 ára, 11 að verða 12 ára, 14 ára og

15 að verða 16 ára

Svo voru drullupollarnir nýttir vel

 

Sullum drull og drullum sull

Ég fékk hjálp við að gefa

Nafna mín

Gullmolarnir mínir

Þessi flotti ömmugullmoli er búinn að ná ömmu sinni í hæð.

Bara 13 ára heart

Hann er meira en gullmoli, hann er gull í gegn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

20.10.2024 13:52

Hrútarnir okkar

23-720 Valver  M:21-009 Valía  F:22-712 Króli

T137

23-727 Maxímus   Forystuhrútur

N138

24-731 Galsi  M:22-014 Gáta  F:23-726 Pixi

R171

24-732 Völlur  M:21-009 Valía  F:23-722 Brútus

T137

24-733 Púki  M:21-001 París  F:23-721 Fastus

T137 og N138

24-734 Garpur  M:22-012 Gorma  F:23-725 Dúddi

R171

24-735 Fenox  M:20-496 Fnjósk  F:23-724 Arró

R171

24-736 Lúði  M:23-053 Lúpína  F:23-723 Ratipong

T137/T137

24-737 Þytur  M:19-474 Þeba  F:23-724 Arró

R171

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

19.10.2024 12:47

Rúningur

Unnar á Þúfnavöllum kom og klippti veturgömlu ærnar,

gimbrarnar og hrútana. Hér eru þær veturgömlu

Og gimbrarnar

Þær systur 24-076 Rist og 24-077 Renta

 

Það gekk hratt og vel að klippa. Þau komu bara vel undan

ullinni, enda erum við búin að gefa rúllur út í nokkurn tíma

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni