Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

19.08.2024 18:43

Lítil og krúttleg grafa

Við vorum að kaupa þessa litlu gröfu. Hún er lítil, en nægir í

það sem á að nota hana í. Það fylgdu henni borar, sem við

ætlum meðal annars að nota til að setja niður staura, þá

hlið staura. Þá verður vonandi auðveldara að ganga um

hliðin hér

Þetta er nú frekar krúttleg grafa. Hún er 1,8 tonn

 

Nú er þessi flotti strákur að byrja í VMA á morgun. Við fórum

í skólann í dag, á kynningu um skólann og sjá hvar hann á

að vera. Hann er mjög spenntur að byrja

 

Þessi er svo að byrja í Þelamerkurskóla á föstudaginn. Hann

er líka spenntur að byrja

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.08.2024 10:15

Vigt á nokkrum lömbum

Vigtin á nokkrum lömbum, sem við vigtuðum í gær, 17. ágúst

Mynd tekin 5. ágúst. Þrílembingur, hrútur undan

16-291 Rakel og 23-721 Fastusi. Hann var 47 kg. 

Arfgerð H154

Mynd tekin 5. ágúst. Gimbur á móti var 43 kg.  Arfgerð H154

Mynd tekin 20. júlí. Þriðja lambið, gimbur var 27 kg.

Arfgerð T137. Rakel gengur með þau öll

 

Mynd tekin 17. júní. Þrílembingur, hrútur undan

20-508 Lundey og 23-721 Fastusi. Lömbin urðu móðurlaus

mánaðar gömul og hafa bjargað sér vel.

Þessi hrútur var 40 kg. Hann er með arfgerðina T137

Mynd tekin 17 júní. Hrútur á móti var 41 kg. Hann er með

arfgerðina H154

Mynd tekin 8. júní. Gimbur á móti var 44 kg. Hún er með

arfgerðina H154. Þau hafa heldur betur bjargað sér

 

Mynd tekin 9. ágúst. Þrílembingur, hrútur undan

18-408 Elínu og 23-721 Fastusi. Hann var 39 kg. Hann er með

arfgerðina T137

Mynd tekin 9. ágúst. Hrútur á móti var 42 kg. Hann er með

arfgerðina T137

Mynd tekin 9. ágúst. Gimbur á móti var 32 kg. Hún er með

arfgerðina T137. Elín gengur með þau öll þrjú

 

Mynd tekin 5. ágúst. Tvílembingur undan gemling. Hrútur 

undan 23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Hann var 40 kg. Hann

er með arfgerðina H154

Mynd tekin 5. ágúst. Gimbur á móti var 37 kg. Við tókum

sýni úr henni, því sýnið sem við tókum í vor varð ónýtt.

Anímóa gengur með þau bæði

 

Mynd tekin 9. ágúst. Tvílembingur undan gemling. Hrútur

undan 23-051 Skyssu og 23-726 Pixa. Hann var 36 kg. Hann

er með arfgerðina N138

Mynd tekin 9. ágúst. Hrútur á móti. Hann var 30 kg. Hann 

er með arfgerðina ARR og H154. Skyssa gengur með þá báða

 

Mynd tekin 11. ágúst. Tvílembingur undan gemling. Hrútur

undan 23-053 Lúpínu og 23-723 Ratipong. Hann var 36 kg.

Hann er arfhreinn T137

Mynd tekin 11. ágúst. Hrútur á móti var 29 kg. Hann er líka

arfhreinn T137. Lúpína gengur með þá báða

 

Mynd tekin 6. ágúst. Tvílembingur undan gemling. Gimbur

undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Hún var 38 kg. Hún er

með arfgerðina N138

Mynd tekin 6. ágúst. Gimbrin á móti var 37 kg. Hún er með

arfgerðina ARR og N138. Hekla gengur með þær báðar

 

Mynd tekin 6. ágúst. Hrútur undan 18-387 Ólu og

23-724 Arró. Tvílembingur sem varð móðurlaus eins og hálfs

mánaða. Hann var 37 kg. Hann er hlutlaus með gulan fána

Mynd tekin 6. ágúst. Hrútur á móti var 39 kg. Hann er með

arfgerðina ARR. Þeir hafa bjargað sér vel móðurlausir

 

Mynd tekin 9. ágúst. 20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar

undan 23-724 Arró.

Hrúturinn var 40 kg og með arfgerðina ARR.

Önnur gimbrin var 38 kg og er hlutlaus með gulan fána

Hin gimbrin var 37 kg og er með arfgerðina ARR.

Logey gengur með þau öll

 

Mynd tekin 9. ágúst. 17-372 Petra með hrút og gimbur undan

23-724 Arró. Hrúturinn var 41 kg. og hlutlaus með gulan fána.

Gimbrin 32 kg. og er með arfgerðina ARR. Hún gengur með

þau bæði

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

17.08.2024 19:48

Vigtargangurinn

Við settum vigtarganginn upp í morgun og gerðum allt klárt

fyrir haustið

 

 

 

 

 

Allt klárt smiley

 

Við rákum allt féð sem er hér heima, inn í dag og ákváðum

að vigta lömbin. Við gerðum þetta, vegna þess að við fengum

tvö sýni skráð ónýt, á föstudaginn. Annað lambið sem er með

ónýtt sýni er hér heima. Við tókum sýni úr því og ætlum að

senda það ásamt sýnunum úr sumarlömbunum, á mánudaginn

Við erum með þrílemburnar og tvílembdu gemlingana hér

heima

 

Þetta er dágóður hópur

Þessi flekkótti hrútur (til vinstri) var 47 kg. Svarta gimbrin var

43 kg. og hvíta gimbrin fyrir aftan þessa svörtu var 27 kg. Þau

eru undan 16-291 Rakel og 23-721 Fastusi. Rakel gengur með

þau öll þrjú

Hér eru þau öll í vigtunarganginum

Þessar gimbrar eru undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Þær

voru 37 og 38 kíló. Þessi fremri er ARR og N138 og hin er

N138

 

Við vigtuðum annað lambið sem fæddist fyrst í sumar, 9. júlí.

Það var hrútur og hann var 21 kg.

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

16.08.2024 17:08

Lömb og ær

Gimbur (þrílembingur) undan 21-004 Ateríu og

23-722 Brútusi. Hún er með T137 og verður líklegast sett á.

Atería gengur með þau öll

Atería með lömbin sín

Lömb (þrílembingar) undan 19-473 Argintætu og 23-724 Arró.

Hún gengur með þau öll

Gimbur undan 20-501 Mön og 23-725 Dúdda. Hún er með

arfgerðina ARR. Hún er þrílembingur og Mön gengur með

þau öll. Hún er að næla sér í brauð

Mön að ná sér í brauð

Henni finnst það mjög gott

23-049 Hekla með gimbrar undan 23-726 Pixa. Þessi bjart

hvíta er með ARR og N138. Hin þessi gula er með N138

Arfhreinn T137 hrútur undan 23-053 Lúpínu og

23-723 Ratipong

Að fíla grön

Hrútur undan 23-047 Gloríu og 23-726 Pixa. Gloría átti annan

hrút og gekk með þá báða. Hann kviðrifnaði og við urðum

að aflífa hann. Þeir eru/voru báðir ARR

Hrútur og gimbur undan 17-372 Petru og 23-724 Arró. 

Gimbrin er með ARR

Hrútur undan 16-278 Seiglu og 23-720 Valver. Hann er með

T137

Sólin að kíkja í gegnum þokuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

15.08.2024 19:52

Flottir fósturbræður

Damian heart Hann kom til okkar 1. júlí 2015. Búinn að vera 

hjá okkur í 9 ár. Nú er hann að byrja á fyrsta ári í VMA heart

Alexander heart Hann kom til okkar 9. ágúst 2018. Búinn að 

vera hjá okkur í 6 ár. Hann er að byrja í 6. bekk

 

Vá hvað tíminn flýgur áfram

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.08.2024 18:31

Yngstu lömbin

Yngstu lömbin okkar. Þau fæddust 5. ágúst

Þessi er mánaðargömul. Hún fæddist 14. júlí

Þetta er ARR gimbur. Hún verður pottþétt sett á

Þetta er ræsið yfir Staðarána. Við þurfum að fara yfir það, 

þegar við förum á túnið í fjallshólfinu. Það er búið að molna

frekar mikið úr því og það mjókkar alltaf þar sem hægt er

að keyra yfir það. Það sést far á rörunum þar sem

jarðvegurinn hefur verið. Það þarf að gera við þetta

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.08.2024 17:48

Fuglar

Ég fór í morgun, að mynda fugla. Hér er útkoman

Skógarþröstur

 

 

 

Skógarþröstur með ungann sinn

 

Þrastarungi

Glókollur. Ég náði ekki að mynda hann betur, því ég þurfti

að fara heim. Fer aftur á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.08.2024 18:43

Nafna mín

16 klukkutímar. Já það er tíminn sem nafna mín svaf í nótt.

Hún gisti hjá okkur eina nótt og svaf líka þetta vel hér í 

sveitinni

Hér er hún nývöknuð, úthvíld og eld hress

Hún fékk að sitja á rúllu. Hún kallar þetta rúllubagga

Henni finnst þetta mikið sport og gaman

Strákarnir fengu líka að sitja á "rúllubagga"

 

Bara smá göngutúr í morgun

 

Eftir hádegið fórum við í sund á Þeló og svo í smá bæjarráp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.08.2024 16:26

Rúllurnar keyrðar heim

Þórður sótti rúllurnar af stykki 1. Þær voru bara 4

Við fórum og gengum frá endum og merktum rúllurnar á

stykki 2. Þær voru bara 13

Við fórum svo og sóttum rúllurnar á stykki 2. Þórður og

Alexander voru á grænu vélinni og settu rúllurnar á vagninn

Ég var á Kubota vélinni og var með vagninn. Ég er nú ekki

véla-kerling, en ég lét mig hafa það 

Ég kom með þessar rúllur af stykki 2

Þórður gekk frá þeim í stæðuna

Svo fórum við eina ferð á stykki 3 og sóttum rúllur. Ég keyrði

þeim heim. Haha.

Og Þórður gekk frá þeim í stæðuna

 

Flott stæða hjá honum. Allar rúllurnar komnar í stæðu tæpum

sólahring eftir að þær voru rúllaðar. Hann er svo duglegur heart

Meðan hann var að klára að keyra heim, þá fórum við í sund

á Þeló. Við komum svo við á skólalóðinni

 

 

Elsku gullmolinn okkar ætlar að gista hjá afa og ömmu í nótt.

Auðvitað fórum við að skoða kindurnar og þá þurfti að klæða

sig í gallann. Hún fór nú létt með það

Dugleg að klæða sig

Við sáum nokkrar kindur og þar á meðal þessa arfhreinu

T137 bræður

Þeir eru undan Lúpínu og Ratipong

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.08.2024 17:51

Heyskapur

Þórður snéri og garðaði svo allt upp aftur, í dag

Við vorum ákveðin í að ná þessu í dag smiley

Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði allt

Þetta var orðið þokkalega þurrt

Það voru 4 rúllur á stykki 1,

13 rúllur á stykki 2 og

28 rúllur á stykki 3

Úr fyrri slætti fengum við 198 rúllur

Nú eru komnar alls 243 rúllur. Við eigum svo eftir að heyja

af stykki 4, 5, 8, 9 og 6. Það er spurning hvenær hægt er að

heyja það

Rúlla af stykki 3. Við gengum frá endum og merktum rúllurnar

af stykki 1 og 3. Við tökum svo stykki 2 á morgun

Hrútur undan 17-370 Karþagó og 23-725 Dúdda. Hann er

með arfgerðina ARR

Hún bar síðust í fyrri sauðburði. Hún átti tvö lömb og við

vöndum undir hana þriðja lambið

Gimbrin á móti

Þetta er gimbrin sem við vöndum undir hana. Hún er undan

17-325 Ingileif og 23-725 Dúdda

Ég fékk þennan flotta bakka að gjöf, í dag. Hann er mjög

fallegur. Takk fyrir Ingi minn heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.08.2024 17:46

Lömb

Lömb undan 16-298 Búbbu 23-621 Fastusi. Hrúturinn er

með arfgerðina H154 en gimbrin ekkert

20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar undan 23-724 Arró.

Hrúturinn er í miðjunni og er með arfgerðina ARR. Gimbrin

hægra megin við hann, þá til vinstri á myndinni, er líka með

ARR. Þessi lengst til hægri er ekki með neitt. Mjög flottir 

þrílembingar

Hrútur undan 23-051 Skyssu og 23-726 Pixa. Hann er með

N138 arfgerð

Þetta er hrúturinn á móti og hann er með ARR og H154. Hún

gengur með þá báða

Petra með hrút og gimbur undan 23-724 Arró. Gimbrin

(hægra megin) er með ARR

Hrútur undan 18-408 Elínu og 23-721 Fastusi. Hann er með

T137

Hrútur á móti og hann er líka með T137

Og gimbur á móti hrútunum og hún er líka með T137. Þau

eru öll með arfgerðina T137 og ganga öll undir Elínu

Hrútur undan 18-395 Úllu og 23-722 Brútusi

Og gimbrin á móti honum og hún er með T137 arfgerð.

Við höfðum Úllu heima með þau, því það er eitthvað að 

augunum á hrútnum. Hann var á tíma eins og blindur, en

hann sér eitthvað. Hann hefur alveg fylgt mömmunni og

er bara flottur

Já hér eru bara garðar á túnum. Það hefur ekki verið hægt

að rúlla, því það hefur ekki verið nógu mikill þurrkur. Vonandi

náum við þessu á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.08.2024 18:24

Heyskapur

Þórður snéri einu sinni í dag á öllum stykkjunum

Hann garðaði svo upp seinni partinn í dag

Lömb undan 21-004 Ateríu og 23-722 Brútusi. Hvíta gimbrin

er með arfgerðina T137. Hin hafa ekkert

Þessi verða mánaðargömul á morgun

Tíminn er fljótur að líða

 

Mávur að næla sér í brauð bita, sem kindurnar skilja eftir

 

 

 

 

Hann fékk sér rúgbrauðsbita

Skógarþrastarungi

Þetta er mamman, já eða pabbinn

Nafna í afa fangi heart

Nafna úti að leika sér

 

 

Einbeitt á svip

Damian

Alexander

Glæsileg bygging hjá Alexander. Hann er snillingur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.08.2024 19:21

Lömb

Það er aðeins lambamunur á þessum. Glósa með nærri 

vikugamalt lamb og Gjóska með stóran og flottan hrút

17-348 Pylsa með gimbrar undan 23-721 Fastusi. Þessi 

flekkótta er arfhrein H154. Þessi hvíta, sem til hægri á 

myndinni er með arfgerðina T137. Þessi þriðja er með H154

17-323 Ingileif með hrút undan 23-725 Dúdda. Hann er með

arfgerðina ARR. Svo er hún með tvær gimbrar undan 23-048

Glettu og 23-726 Pixa. Þessi vinstra megin er arfhrein ARR

og hin er ARR

Hrútur undan 21-006 Gjósku og 23-721 Fastusi. Hann er 

með arfgerðina T137

Hrútur á móti og hann er því miður bara með H154. Hann

verður skoðaður til ásetnings. Hann er orðinn svakalega

stór og flottur

Gimbrin á móti hrútunum. Hún er með T137. Gjóska gengur

með þau öll

22-019 Krukka með fjórlembingana undan 23-726 Pixa. 

Gimbrarnar eru með arfgerðina ARR. Þau ganga þrjú undir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.08.2024 19:09

Heyskapur

Við mörkuðum lömbin og sprautuðum þau gegn

lambablóðsótt og settum líka í þau selen. Við settum þau 

svo út með mömmu sinni. Þau eru aðeins minni en lömbin

sem hafa fæðst í sumar. Það verða mörg lömb í vetur, 

sem munu kallast smálömb. Þá þessi lömb sem fæddust í

sumar smiley

Þórður snéri einu sinni í dag á öllum stykkjunum

Simmi sló kantinn og við rökuðum og settum grasið 

samanvið grasið á túninu

Þessir voru að stangast

Og gáfu svakaleg högg

Hrútur undan 18-387 Ólu og 23-724 Arró. Hann varð

móðurlaus, þegar hann varð eins og hálfs mánaða. Hann 

hefur náð að bjarga sér vel. Hann er orðinn svo svakalega

stór

Þetta er hrúturinn á móti. Hann er líka orðinn stór og flottur.

Hann er með arfgerðina ARR. Þessi verður skoðaður í haust.

Ótrúlegt hvað móðurlaus lömb ná að bjarga sér ef þau eru

orðin mánaðargömul þegar móðirin deyr

Þrílembingur undan 20-506 Marey og 23-725 Dúdda

Hann er með arfgerðina ARR

Hrútur á móti og er líka ARR

Og gimbrin á móti og hún er líka ARR

Gemlingslamb, hrútur undan 23-045 Anímóu og 23-726 pixa.

Hann er með H154

Gimbrin á móti. Við eigum eftir að fá úr sýnagreiningunni.

Við eigum eftir að fá úr fjórum sýnum.

Anímóa gengur með þau bæði.

Gimbur undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Hún er með

arfgerðina N138

Og þetta er gimbrin á móti. Hún er með ARR og N138.

Hekla gengur með þær báðar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.08.2024 18:59

Sauðburðarlok og seinni heyskapur

Þórður sló stykki 1, 2 og 3, í dag. Það fór að rigna, en hann

kláraði að slá. Það á held ég að koma þurrkur á morgun og

vera þurrt eitthvað áfram

Ekkert svakalega mikið, en alveg ásættanlegt

Nú eru sauðburðarlok hjá okkur. Sú síðasta, 22-011 Glás bar

í dag og átti hrút og gimbur. Hún er fimmlembingur undan

Glósu 

Hún er tvævetla og er að bera í fyrsta skipti

23-053  Lúpína með arfhreinu T137 hrútana sína

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni