Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

20.06.2024 20:16

Kindur

18-409 Elíza. Fyrri myndin er af henni þegar hún var lamb

2018

 

23-044 Eyvör. Fyrri myndin var tekin í fyrra þegar hún var

lamb

 

Og þetta er Halla. Hún verður sett á í haust. Nú er spurning, 

verður hún eins úthyrnd og systir hennar og móðir.

Í haust verðum við með þrjár forystuær og einn hrút

Elíza með Höllu og Bjössa

Halla og Bjössi. Bjössi verður kannski settur á sem sauður,

í haust

Lömbin tæta í sig brauð. Þessi gimbur er undan

20-504 Myrju og 23-722 Brútusi

Þessar gimbrar eru undan 17-376 Fóu og 23-724 Arró

17-336 Natalía með gimbrar undan 23-721 Fastusi

20-496 Fnjósk með hrút og gimbur undan 23-724 Arró

Tekið út um eldhúsgluggann. Lömbin að éta blómin okkar smiley

Mynd tekin úr fjallshólfinu. Möðruvallakirkja

Tekið úr fjallshólfinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.06.2024 18:02

T137 lömb

Lömb undan 18-408 Elínu og 23-721 Fastusi. Þau eru öll með

arfgreiningu T137

Hrútur 

Hrútur. Það er nú ekkert varið í þennan. Hann er með 

gallaðann haus

Gimbur

 

Lömb undan 20-521 Offu og 23-722 Brútusi. Bæði T137

Hrútur. Gæti verið ásetningur

Gimbur. Mjög trúlega ásetningur

 

Gimbrar undan 15-244 Ræmu og 23-720 Valver. Báðar T137

Gimbur. Kemur til skoðunar til ásetnings

Og þessi gimbur líka og svo mörg önnur smiley

 

Við fáum líklegast úr síðustu greiningunni á föstudaginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.06.2024 19:29

Maxímus

23-727 Maxímus

Hann kann að klifra

Og ná sér í lauf

20-518 Sæla með tvo hrúta og eina gimbur undan

23-720 Valver

18-410 Túla með tvo hrúta undan 23-720 Valver. Þeir eru

báðir með T137 en koma ekki til greina í ásetning, vegna

galla á haus (hníflar)

Móðurlausu þrílembingarnir spjara sig vel

19-460 Larisa með hrút og gimbur undan 23-724 Arró

20-506 Marey með tvo hrúta og eina gimbur undan

23-725 Dúdda

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.06.2024 18:05

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru síðuvinir

Við fórum á bílasýningu hjá Bílaklúbbi Akureyrar, í dag

Myndirnar tala sínu máli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Damian sestur í þennan bíl

Maríuerlan hefur nóg að gera við að mata ungana sína

 

 

Maríuerluungar. Þeir eru allavega 5

Auðnutittlingur

Ég held að þetta sé Auðnutittlingsungi

Og þetta líka

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.06.2024 13:46

Gaman að gefa brauð

Við byrjuðum morguninn á að gefa kindunum brauð

 

Svo gaman

Maxímus kom og vildi klapp

Hann er alveg einstakur hrútur

Þær koma margar í brauð

 

 

Þessi ömmu og afa gullmoli fann kindina sína og er búinn að

gefa henni mikið brauð. Hann gistir hjá okkur í nokkra daga

 

Forystuféð okkar

18-409 Elíza

23-044 Eyvör. Hún var höfð geld

23-727 Maxímus

Gimbur undan Elízu og Maxímus. Hún verður sett á í haust. 

Hún heitir Halla

Hrútur undan Elízu og Maxímus. Hann heitir Bjössi

Hrútur og gimbur undan 18-395 Úllu og 23-722 Brútusi

16-285 Brók. Hún er að springa. Hún á að bera 8. júlí og er

með tvö lömb

21-001 París með hrút undan 23-721 Fastusi. Hún átti annan

hrút sem fæddist lítill og líflítill. Við tókum hann inn í hjólhýsi

og vöndum undir hana annað lamb. Daginn eftir fór hún að 

stanga lambið sem við vöndum undir hana. Við gáfumst upp

á henni og tókum lambið frá henni. Hennar litli hrútur

braggaðist og fór undir aðra á. Hún gengur þá bara með

þennan hrút og hann er ekki lítill

Hrútur undan París. Hann og bróðir hans eru báðir með

T137 og N138

17-358 Pysja með hrút og gimbur undan 23-724 Arró.

Hrúturinn er með ARR og N138

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.06.2024 19:09

Lömbin stækka

Já lömbin borða brauð

22-013 Vanadís með hrút og gimbur undan 23-723 Ratipong.

Bæði lömbin eru með T137 og 138

18-439 Hilda með hrút og gimbur undan 23-722 Brútusi.

Gimbrin þessi hvíta er með T137. Þau eru á leiðinni að ná

mömmu sinni í stærð

Hilda

17-330 Stássa með hrút og gimbur undan 23-720 Valver.

Gimbrin er með T137

22-102 Haddý með hrút og gimbur undan 23-723 Ratipong.

Gimbrin, þessi hægra megin er með T137

Hrútur undan 20-521 Offu og 23-722 Brútusi. Hann er orðinn

vel hyrndur

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur

Við fórum í útskriftarveislu hjá þessu flotta pari.

Glæsilegar veitingar smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

14.06.2024 20:04

Garðvinna

Þórður sló lóðina í dag

Damian var duglegur að moka grasinu upp í skófluna

Það er alltaf gaman að gefa kindunum brauð. Lömbin eru

farin að tæta brauðið í sig

Þetta hef ég aldrei séð, Álftir í fjallshólfinu. Þær voru þar í

dag

Við fengum eitthvað um 50 sýni úr greiningu í dag. Við eigum

eftir að fá greint úr 16 lömbum. Líklegast kemur það næsta

föstudag. Það bættust nokkur ARR og T137 lömb við í dag.

Við eigum núna um 50 lömb með ARR og um 60 með T137.

Það verður sæmilegt úrval sem við höfum til að setja á í

haust. Við erum byrjuð að velja ásetning smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.06.2024 18:21

Skutumst á Snæfellsnes í dag

Við lögðum af stað, kl. átta í morgun, á Snæfellsnes

Borðeyri

Hús í Helgafellssveit. Gulli byggir var með þetta í þáttunum

sínum

Stykkishólmur. Það var gosmóða yfir 

Já við vorum að fara á Nesið til að kaupa þetta hjólhýsi.

 

Við töldum okkur sjá útigenginn hrút, á Öxnadalsheiðinni,

við sáum ref hlaupa yfir veginn, á Vatnskarðinu og við sáum

Haförn á flugi á Snæfellsnesi. Ég náði ekki mynd af þeim, því

miður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Haförn, nema þá í 

Húsdýragarðinum. Hefði verið gaman að eiga mynd

 

Ferðin gekk vel. Við vorum komin heim um 21:30

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.06.2024 18:00

Ferð niður á engi

Það var þoka í morgun, en sólin rak hana í burtu

Við fórum á fjórhjólum og vinnubílnum, niður á engi. Ég

leyfi myndunum að tala sínu máli

 

 

 

 

 

Staðarskarð

Staðarhnjúkur

Lómur

Hettumáfur

Lómur

Jaðrakan

Fjárhúsin okkar

Refaskálinn

Kría

Einhverjar máfategurnir

Þórður 

Kristófer. Þessi ömmu og afa gullmoli kom í heimsókn og 

gisti tvær nætur hjá okkur

Damian

Alexander

Við sáum bara eitt hreiður, hrossagaukshreiður

Maríuerlan er í mikilli vinnu við að fæða ungana sína

 

 

 

20-501 Mön með hrút og tvær gimbrar undan 23-725 Dúdda

19-469 Æðey með hrút og gimbur undan 23-722 Brútusi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

 

11.06.2024 18:35

Húsbíllinn okkar

Hlakka til að fara á þessum í frí. Þórður fór með hann í 

skoðun í morgun og hann rann í gegn. Að vísu var eitthvað

að startaranum, en Ingi Rúnar er búinn að redda því. Hann

skipti um startara

Og ísskápurinn var ónýtur. Ingi Rúnar reddaði því. Við

pöntuðum þennan skáp og Ingi setti hann í. Æðislegt 

að vera með svona stórann ísskáp með frysti. Hægt

að taka með sér mat til að elda smiley

 

Núna er bara að þrífa bílinn og græja hann fyrir ferð,

sem verður vonandi um helgina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.06.2024 18:06

Garðvinna

Svona dagur í dag. Við erum búin að vera í allan dag í 

garðinum. Tókum laufið og greinarnar sem hafa brotnað af

í vetur. Þvílíka magnið af greinum

Það var fínt að nota þessa litlu hrífu til að ná laufinu úr

runnanum

Ærnar koma til okkar til að fá brauð. Það er svo gaman að

gefa þeim brauð

 

Lömbin eru farin að tæta í sig brauð

Þetta er æðislegt

Gimbur undan 17-348 Pylsu og 23-721 Fastusi. Hún er 

arfhrein H154

Gimbur undan 22-021 Kotru og 23-721 Fastusi. Hún er líka

arfhrein H154

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.06.2024 18:06

Tildra

Tildra í fjörunni á Hjalteyri

Tildra

Tildra

Strákarnir í fjörunni á Hjalteyri

Kindurnar að borða brauð. Sól í dag smiley

 

Þrílembingar undan 20-506 Marey og 23-725 Dúdda, öll

með arfgerðina ARR. Marey gengur með þau öll

Hrútur

Hrútur

Gimbur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.06.2024 17:56

Kindur

Elíza með lömbin sín, á beit

 

Hrútur og gimbur undan Elízu og Maxímus

Krukka með þrjú af fjórum lömbunum sínum

Hástökkvari dagsins

23-722 Brútus

23-721 Fastus

23-724 Arró

Hrútarnir

Þessi þrjú systkin misstu mömmu sína, þegar þau voru rétt

um mánaðargömul. Þau eru svo dugleg að redda sér og 

eru að stækka 

Maríuerlan er áreiðanlega komin með unga. Hún er farin að

fara af hreiðrinu. Ég kemst ekki nær, því gatið er svo lítið á

húsinu. Ég fylgist með þegar ungarnir fara úr því

 

Við vorum ótrúlega heppin í þessu veðri sem gekk yfir. Við

þurftum bara að hýsa eina nótt

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

07.06.2024 10:56

Takmarkinu náð

Þarna er hún, þessi sem á lömbin sem ég á eftir að mynda.

Ég er búin að taka myndir af öllum lömbunum okkar, 226

myndir

Þetta eru lömbin. Já nú getur maður farið að skoða

myndirnar af þeim þegar arfgerðarsýnagreiningarnar koma.

Það eru nokkrar greiningar komnar, en ekki allar. Af því sem

komið er, erum við með 21 gimbur ARR og af þeim er ein 

arfhrein ARR og 14 hrúta ARR.

Svo erum við með 21 gimbur T137 og af þeim eru tvær

arfhreinar T137 og 21 hrúta T137 og af þeim er einn

arfhreinn T137.

Við erum líka með 14 gimbrar sem eru með H154 og af þeim

eru tvær arfhreinar H154. Svo erum við með 9 hrúta sem eru

með H154 og af þeim er einn með bæði ARR og H154 

og einn með bæði T137 og H154

Hlakka til að sjá restina af greiningunni sem á eftir að koma,

en það er einn þriðji af lömbunum

Ærnar eru enn að narta í hey, þó svo að það er komin mjög

mikil beit. Ég held að þeim finnist það auðveldara en að

þurfa að bíta grasið. Við erum hætt að gefa rúllur. Eins og ég

sagði þá er nóg beit 

Þessi gemlingur er ótrúlegur. Hún er með tvö lömb og fer

létt með það. Þetta er hún 23-045 Anímóa. Það er komin 

greining á hrútinn og hann er H154. Við bíðum eftir greiningu

á gimbrinni

Arfhrein ARR gimbur undan 23-048 Glettu og 23-726 Pixa

Arfhreinn T137 hrútur undan 23-053 Lúpínu og

23-723 Ratipong

Arfhrein T137 gimbur undan 23-046 Glöð og Ratipong

Arfhrein T137 gimbur undan 23-029 Valný og Ratipong

 

Þessi fjögur lömb verða pottþétt sett á smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.06.2024 15:47

Þokkalegt veður í dag

Þessa mynd tók ég um kl. 7 í morgun. Við settum ærnar ekki

inn í gærkvöld. Við erum með opin fjárhúsin fyrir þær

Þrílembingar undan 18-431 Skeið. Ær og lömb bera sig vel

20-507 Logey með lömbin sín

Ég náði þessum lömbum í dag og þá eru bara tvö eftir í

myndatöku. Þetta er 19-474 Þeba með hrútana sína

Við sendum öll arfgerðarsýnin í maí. Það er búið að greina

eitt sýni og það er úr þessu lambi. Þetta er gimbur undan

18-439 Hildi og 23-722 Brútusi og hún er með T137

Hrútur undan 21-009 Valíu og Brútusi

17-355 Þín með gimbrar undan 23-724 Arró

Allt autt hér, en allt í kringum okkur er snjór. Við erum 

heppin

 

Snjór norðan við okkur

Rauða strikið á myndinni er fjárhústúnið okkar. Mynd tekin

frá Moldhaugnahálsi

Ég komst í myndaleiðangur í dag. Þegar ég labba innanum

ærnar, þá hreyfa þær sig ekki. Nema þegar þær halda að ég

sé með brauð, þá elta þær mig. Við verðum með féð úti í nótt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni