Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

07.03.2024 19:43

Nú er hláka

Í morgun

 

Möðruvallakirkja í sólinni

Það er ekki mikill snjór

 

Sólin hækkar á lofti

Við fórum í það að veita vatninu norður eftir, svo það renni

ekki niður veginn. Þetta er vatn sem kemur úr fjárhúsunum

 

Þessi var snöggur að gera eitthvað fyrir sig

Hér heima veittum við líka vatninu í farveg. Allt á floti fyrir 

ofan hús og vatnið kemur þaðan

Hér kemur vatnið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.03.2024 19:51

48 dagar í sauðburð

24. apríl eiga 4 ær að bera, 4 tvílembur  

25. apríl eiga 9 ær að bera, 6 þrílembur, 2 tvílembur og einn

einlembdur gemlingur

26. apríl eiga 8 ær að bera, 2 þrílembur, 3 tvílembur og þrír

einlembdir gemlingar

27. apríl eiga 10 ær að bera, 5 þrílembur, 4 tvílembur og ein

einlemba

28. apríl eiga 9 ær að bera, 3 þrílembur, 3 tvílembur,

2 einlembur og einn einlembdur gemlingur

29. apríl eiga 5 ær að bera, 3 þrílembur, ein einlemba og

einn einlembdur gemlingur

30. apríl eiga 6 ær að bera, 2 þrílembur, 2 tvílembur,

ein einlemba og einn tvílembdur gemlingur

 

Það verður mikið að gera í apríl smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

05.03.2024 19:10

Útivistardagur

Í dag var útivistardagur Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli. 

Auðvitað mættu mínir menn hressir og kátir

 

 

 

 

Veðrið var dásamlegt og við heppin með veðrið. Frábær

dagur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.03.2024 20:44

Styttist í sauðburð

Nú styttist í sauðburð. Fyrsta ærin á að bera 22. apríl, en hún

mun fara 6-7 daga framyfir. Það er forystuærin Elíza.

23. apríl eiga 20 ær að bera.

Ein einlemba, 11 tvílembur, 7 þrílembur og ein fjórlemba. Það

ætti að vera til aukalamb fyrir einlembuna. Það verður mikið

að gera fyrsta daginn 

 

Þórður verður kominn á ról þá heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.03.2024 19:38

Aftur í Hlíðarfjall

Tveir fóru á skíði, meðan einn fór á körfuboltaæfingu

Þeir fóru í stökkpallabrautina og fannst þeim það ekki 

leiðinlegt. Fóru margar ferðir

 

 

 

 

 

Veðrið í dag var gott. Sólin náði að brjótast í gegn og skein

Ég náði tásumynd í sólinni smiley

Það var ekki kalt í dag. Sólin er farin að hita mikið

 

Kaffipása í lok dags. Góður dagur í dag

 

Þórður er á svipuðu róli. Mikill verkur inn á milli verkja. 

Vonandi fer þessu nú að ljúka

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.03.2024 19:13

Hlíðarfjall

Við fórum í fjallið í dag og þvílíkur munur á veðri í dag en í 

gær. Sól og blíða. Sólin er farin að hita svo mikið

 

 

 

 

 

 

Svakalega margir í fjallinu

 

 

 

Akureyri

Ég fór ekki ein í fjárhúsin í morgun. Ég fékk hjálp frá þessum

duglegu vinnumönnum. Sá yngsti var heima hjá Þórði og 

sagðist ætla að passa hann

 

Nú þegar Þórður er í stóra verkefninu sem hann var settur

í, (að vera hálsbrotinn og mega ekki fara út), þá verð ég að

redda málunum í fjárhúsunum. Ég setti inn nokkrar rúllur í

dag, en það hefur verið verkefni Þórðar. Það tókst nokkuð

vel þó það sé glæra úti. Vélin skautaði stundum marga metra

og þá var bara að reyna aftur. Ég ætlaði ekki að setja svona

margar rúllur inn, en þegar ég var að taka rúllu, þá gerði ég

gat á aðra þannig að ég þurfti að setja hana inn.

Klaufinn ég laugh

Ullarbíllinn kom í dag og tók ullina. Það var ekki mikill

fyrirvari sem við höfðum til að afgreiða hana. 10. mín áður

en hann kom, þá hringdi maðurinn og sagðist vera á leiðinni.

Ég var með strákana í fjallinu og Þórður einn heima. Hann

varð að tala við bróður sinn hér í næsta húsi og biðja hann

að redda málunum. Auðvitað gerði hann það. En halló ekki

mikill fyrirvari

 

Þórður er misgóður. Þolanlegir verkir, en stundum hefur

hann mikla verki. Hann þarf að sýna svo mikla þolinmæði.

Ég hef ekki nálægt því svona mikla þolinmæði, úff. Hann 

stendur sig svo vel heartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 
 

 

01.03.2024 19:08

Hlíðarfjall í dag

Við fórum í fjallið í dag

 

 

 

Veðrið var ágætt þegar við komum, en svo versnaði það 

aðeins. Það var bjart og dimmt til skiptis. En strákarnir

náðu að renna sér margar ferðir

Já það var svona dimmt annað slagið

Og það var líka kalt

Ég búin í gegningum og vinka í Þórð. Hann getur fylgst með 

mér þegar ég er í húsunum. Það er þó skárra fyrir hann, því

ekki má hann koma með mér. Hann sýnir mikla þolinmæði 

heartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheart

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

29.02.2024 20:15

Einn dag í einu

Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vanagang. Þórður þarf bara 

að fylgjast með mér í gegnum myndavélina, því ekki má hann

fara með mér. Hann þarf að hafa hægt um sig í nokkrar vikur.

Hann þarf að sýna mikla þolinmæði í verkefninu sem honum

voru gefin. Hann stendur sig vel. 

Líðan hans heldur áfram að batna. Hann er með verki, en

ekki svona svakalega eins og hann var með heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

28.02.2024 18:44

Skákþing Akureyrar

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum lokið

Damian lenti í 4.-7. sæti

Ég fór í Lystigarðinn í dag og tók þessar myndir. 

Svartþröstur, karlfugl

 

Mér finnst hann svo fallegur

 

Svo sá ég Glókoll. Hann er svo snöggur í hreyfingu að myndirnar

urðu ekki góðar. Ég hefði þurft að vera miklu lengur í

Lystigarðinum. Ég sá Silkitoppur á flugi, en sá þær ekki aftur.

Þær voru eitthvað á annan tug saman. Ég þarf að fara aftur

og vera lengur 

Svo fallegur fugl

 

Þórður fékk verkjalyf í gær og vá!!! Þvílíkur munur á honum.

Hann svaf í nótt og verkurinn í hendinni er þolanlegur. Ekki

svona slæmur eins og hann var. Það var svo erfitt að horfa 

upp á hann með svona verki. Ég ætla svo að vona að nú er

þetta bara allt í bata og það versta búið heartheartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.02.2024 19:44

Enn er allt á floti

Það er komin stór og mikil tjörn á túnið fyrir neðan

íbúðarhúsin. Ég held að það sé alveg að fara að flæða yfir

veginn. Nú er farið að frysta, þá hættir að renna í tjörnina

 

 

 

Ég fór með Þórð á sjúkrahúsið í morgun og það er í fjórða

skiptið sem hann fer þangað eftir slysið. Hann átti hræðilega

nótt og hræðilegan morgunn. Loksins fékk hann verkjalyf 

sem virka á hann. Hann er búinn að vera þokkalegur frá 

hádegi í dag og vonandi verður nóttin góð. Já og framhaldið.

Þetta er alveg komið nóg

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.02.2024 19:08

Allt á floti

Vinur okkar kom og gekk frá ullinni. Batt fyrir pokana, vigtaði

og merkti. Fór svo með þá í geymslu hjá hinum ullarpokunum.

Takk Gestur minn smiley

Hér er allt á floti

 

 

Það er farið að leka inn í bílskúr

Já hreinlega allt á floti

 

 

Það er það sama með Þórð. Hann er mjög kvalin og getur

nánast ekkert sofið. Hann fer í endurkomu á bráðadeildina

á morgun og þá vonandi verður eitthvað gert fyrir hann. 

Þetta getur ekki gengið svona

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.02.2024 17:44

Kindur

Hrútarnir

 

Gemlingarnir

Þrílemburnar

Kindurnar komu bara vel undan snoðinu. Elíza kemur alltaf

til mín til að fá brauð. Hún fékk brauð í kvöld smiley

 

 

Þórður átti slæma nótt og alveg fram að hádegi. Þá fór aðeins

að slakna á verkjunum. Þeir eru samt mjög miklir ennþá. 

Hann gat farið í sturtu og hresstist við það. Vonandi fer

þetta að batna hjá honum. Hræðilegt að horfa upp á hann

svona verkjaðan

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.02.2024 19:23

Snoðið tekið af

Í dag kom Unnar og klippti snoðið af kindunum. Honum til

aðstoðar var hörku lið. Við Þórður vorum ekkert á staðnum.

Þetta gekk mjög vel hjá þeim. Takk öll fyrir hjálpina heart

Hægt var að kíkja annað slagið og sjá hvernig gekk hjá þeim

Búið að klippa og gefa

23-047 Gloría  ARR  tvílembd

18-408 Elín þrílembd

21-002 Krúella þrílembd

22-019 Krukka  fjórlembd

 

Þórði leið ekki vel í nótt og morgun, fyrir verkjum á

öxl já eða undir herðablaðinu á hægri hendi. Guðrún kom

og fór með hann á bráðamóttökuna. Hann var myndaður

á öxl og þá kom í ljós að vöðvinn undir öxlinni er rifinn.

Þetta er svakalegur sársauki. Hann fékk aðra tegund

af verkjalyfjum og vonandi fer þessi verkur að víkja. Þetta

er nú alveg komið nóg. Seinni partinn í dag hefur hann verið

aðeins skárri. Hann hefur getað setið og horft á fréttir meðal

annars. Vonandi verður nóttin góð fyrir hann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.02.2024 17:20

Þórður kominn á ról

Af Þórði er það að frétta að hann (eins og ég sagði í gær) var

að glíma við ógleði og svima í gær. Við reyndum eins og við 

gátum að fá ógleðilyf fyrir hann en ekkert gekk. Það var eina

í stöðunni að senda hann með sjúkrabíl til að fá eitthvað gert

fyrir hann. Sjúkraflutningamennirnir gáfu honum ógleðilyf í

æð þegar þeir komu og það hafði góð áhrif á hann. Hann fór

á sjúkrahúsið og var skoðaður í bak og fyrir. Allt kom vel út.

Hann var heppin, því í fylgd með honum var stúlka sem veit

sínu viti í heilbrigðisgeiranum og gaf ekkert eftir í þessari 

skoðun. Hún kom svo með hann hingað heim eftir að skoðun 

lauk. Þau voru komin um tvö í nótt. Takk fyrir þetta allt heart

Ástandið á Þórði er ALLT, ALLT ANNAÐ í dag, en í gær. Þvílíkur

munur fyrir hann að hafa fengið þessi ógleðilyf. Hann er 

kominn á ról og þarf ekki að lyggja og hreyfa sig nánast 

ekkert og líða samt illa. Hann hefur haft lyst á mat í dag. 

Þvílíku fargi af manni létt. Eins og þið sjáið þá er hann kátur

Elsku, elsku elskan mín heart

 

Það á að taka snoðið af kindunum á morgun og það

er búið að manna það. Allir boðnir og búnir til að hjálpa

okkur. Takk þið öll heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

22.02.2024 22:03

Elsku Þórður

Tveggja ára mynd af okkur Þórði heart

 

Fréttir af Þórði. Hann er búinn að glíma við svima

og ógleði síðan hann kom heim í gær. Hann fór

aftur á sjúkrahúsið í kvöld til að fá eitthvað við

svimanum og ógleðinni. Vonandi finna þau hvað

veldur þessu svo hann geti farið að vera á fótum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni