 |
Við flokkuðum ærnar í morgun. Hér eru þrílemburnar og ein
fjórlemba
 |
Tvílembur og einlembur
 |
Gemlingarnir
 |
Geldu ærnar settum við hjá hrút. Svo eru hrútarnir
þarna innan við
|
|
|
|
|
|
Það var talið í 106 fullorðnum ám og 20 gemlingum
Fullorðnu ærnar
7 eru geldar
7 með 1
55 með 2, ein er með tvö dauð fóstur
40 með 3
1 með 4
Gemlingar eru 20
1 er geldur
12 með 1
7 með 2
Gemlingar (árgangur ´23) eru 20
1 geld
12 með 1, fóstrin drepast í tveim gemlingum
7 með 2
samtals 26 fóstur, eða þá 24 fóstur
1,3 lömb á gemling
Tveggjavetra (árgangur ´22) eru 15
1 geld
2 með 1
8 með 2
3 með 3
1 með 4
samtals 31 fóstur
2,07 lömb á kind
Þriggjavetra (árgangur ´21) eru 6
2 með 2
4 með 3
samtals 16 fóstur
2,67 lömb á kind
Fjögravetra (árgangur ´20) eru 20
1 geld
1 með 1
7 með 2, fóstrin drepast í einni
11 með 3
samtals 48 fóstur
2,4 lömb á kind
Fimmvetra (árgangur ´19) eru 15
2 geldar
1 með 1
8 með 2
4 með 3
samtals 29 fóstur
1,93 lömb á kind
Sexvetra (árgangur ´18) eru 21
2 geldar
9 með 2
10 með 3
samtals 48 fóstur
2,29 lömb á kind
Sjövetra (árgangur ´17) eru 18
2 með 1
11 með 2
5 með 3
samtals 39 fóstur
2,17 lömb á kind
Áttavetra (árgangur ´16) eru 9
1 geld
1 með 1
5 með 2
2 með 3
samtals 17 fóstur
1,89 lömb á kind
Níuvetra (árgangur ´15) eru 2
1 með 2
1 með 3
samtals 5 fóstur
2,5 lömb á kind
Fullorðnar ær 2,20 lömb
Gemlingar 1,3 lömb
Þetta gerir þá 2,06 í heildina
Geldar ær eru með í þessum meðaltölum
Alls eru þetta 259 talin fóstur, en þau verða 255,
því það drepast 4 fóstur
 |
Öskudagsgleði í skólanum í gær. Nú eru þeir komnir í frí
þangað til 21. febrúar. Vika í fríi
 |
Við fórum í fjallið í dag. Tveir á skíði og einn á bretti
 |
 |
Það voru mjög fáir í fjallinu. Strákarnir komust margar ferðir
án þess að þurfa að bíða í röð
Molinn kveður
|
|
|
|