Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 4928
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7715
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1844741
Samtals gestir: 82546
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35

21.02.2024 20:53

Slys gera ekki boð á undan sér

Slysin gera ekki boð á undan sér. Elsku Þórður slasaðist í 

gærkvöld. Það er að ganga ælupest og hann fékk þá pesti

í gær. Hann fór fram á baðherbergi, en þá leið hann útaf

og datt svona svakalega. Hann var fluttur með sjúkrabíl

á sjúkrahúsið og þar kom í ljós að hann er hálsbrotinn.

Brotið er gott, ef það er hægt að segja að brot sé gott.

Þá þannig að það hreyfist ekkert og það hefur ekkert flísast

úr því. Hann er með kraga sem hann þarf að vera með í 6

vikur og hann þarf að TAKA ÞVÍ RÓLEGA. Ég veit nú ekki alveg

hvernig það gengur en það verður að ganga. Hann var settur

í allskonar rannsóknir og allt kom vel út úr þeim. Hann fékk

að koma heim í dag og líðan hans er alveg ágæt, samt svimi og

ógleði ennþá. Hann fær verkjalyf og ég fylgist vel með honum.

Þetta hefði svo sannarlega geta farið verr.

En hann var heppinn í óheppninni heartheartheart

Hann fékk ágætis kúlu á ennið og sár á gagnaugað/kinnina

Þetta er búinn að vera svakalegur dagur. Gott að ekki fór verr

Litli stubburinn okkar er kominn með gleraugu. Hann fékk

þau í dag. 3 á vinstra og 1,25 á hægra. Flottur elsku gullið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.02.2024 17:37

Svell um allt

Þessi er tekin í morgun. Það eru komin svell um allt. Algjör

óþarfi

Tunglið í kvöld

Skjáskot úr myndavélinni í fjárhúsunum í kvöld. Ég gaf þeim

aðeins brauð. Elíza kemur alltaf til mín til að fá brauð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.02.2024 19:05

Sólin skín

Fallegt veður uppúr hádegi í dag. Sólin er farin að hita. Það

munar mikið um hanaS

Auðnutittlingur að fá sér að borða

Auðnutittlingur

Tunglið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.02.2024 17:58

Fuglar

Starinn kom í heimsókn í dag, en þáði ekki neitt að borða

Hékk bara upp í tré

Ég fór í Lystigarðinn í dag og sá Silkitoppu

Og auðvitað þurftu þær að hanga langt upp í trjánum

Ég hefði viljað hafa þær neðar til að ná betri myndum

Gráþröstur var þarna líka

 

Gráþröstur

Þessi hjálpaði okkur í fjárhúsunum í morgun og fór svo út að

leika sér í snjónum

Þessi flaug hér yfir í sveitinni í dag

Tunglið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.02.2024 18:28

Silkitoppa

Ég fór í Lystigarðinn í dag og náði þessum myndum af

Silkitoppu. Þær voru mjög hátt upp í tré. Ég hefði viljað að 

þær hefðu verið neðar, til að ná betri myndum af þeim

 

Við erum með einn vinnumann um helgina og hann

var duglegur að hjálpa okkur

Geldu ærnar og Pixi. Fjórar eru búnar að ganga og nú er 

spurning hvort þær halda. Það kemur í ljós í sumar

Gróðurinn er enn loðinn eftir frostþokuna í gær. Þetta er í

Lystigarðinum í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.02.2024 19:43

Frostþoka

Skrítið veðurfar í dag, þoka og frost

 

 

Þoku frosin strá

Og þoku frosin tré

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.02.2024 19:41

Fjöldi lamba undan hrútum

23-720 Valver er með arfgerðina T137

Við eigum von á 31 lömbum undan honum

 

23-721 Fastus er með arfgerðina T137 og H154

Við eigum von á 53 lömbum undan honum

 

23-722 Brútus er með arfgerðina T137

Við eigum von á 31 lambi undan honum

 

23-723 Ratipong er með arfgerðina T137

Við eigum von á 17 lömbum undan honum. Hann var hjá

gemlingum og tveim fullorðnum

 

23-724 Arró er með arfgerðina R171

Við eigum von á 69 lömbum undan honum

 

23-725 Dúddi er með arfgerðina R171

Við eigum von á 28 lömbum undan honum

 

23-726 Pixi er með arfgerðina R171

Við eigum von á 24 lömbum undan honum. Hann var hjá

gemlingum og fjórum fullorðnum

 

23-727 Maxímus er með arfgerðina N138

Við eigum von á 2 forystulömbum undan honum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.02.2024 16:28

Ítarlegri niðurstöður fósturtalningar

Við flokkuðum ærnar í morgun. Hér eru þrílemburnar og ein

fjórlemba

Tvílembur og einlembur

Gemlingarnir

Geldu ærnar settum við hjá hrút. Svo eru hrútarnir

þarna innan við

 

 

Það var talið í 106 fullorðnum ám og 20 gemlingum

 

Fullorðnu ærnar

7 eru geldar

7 með 1

55 með 2, ein er með tvö dauð fóstur

40 með 3

1 með 4

 

Gemlingar eru 20

1 er geldur

12 með 1

7 með 2

 

 

Gemlingar (árgangur ´23) eru 20  

1 geld 

12 með 1, fóstrin drepast í tveim gemlingum  

7 með 2

samtals 26 fóstur, eða þá 24 fóstur

1,3 lömb á gemling

 

Tveggjavetra (árgangur ´22) eru 15

1 geld

2 með 1  

8 með 2 

3 með 3

1 með 4 

samtals 31 fóstur

2,07 lömb á kind

 

Þriggjavetra (árgangur ´21) eru 6 

2 með 2 

4 með 3 

samtals 16 fóstur

2,67 lömb á kind

 

Fjögravetra (árgangur ´20) eru 20

1 geld 

1 með 1 

7 með 2, fóstrin drepast í einni 

11 með 3 

samtals 48 fóstur

2,4 lömb á kind

 

Fimmvetra (árgangur ´19) eru 15

2 geldar 

1 með 1 

8 með 2 

4 með 3 

samtals 29 fóstur

1,93 lömb á kind

 

Sexvetra (árgangur ´18) eru 21

2 geldar 

9 með 2 

10 með 3

samtals 48 fóstur

2,29 lömb á kind

 

Sjövetra (árgangur ´17) eru 18

2 með 1 

11 með 2 

5 með 3 

samtals 39 fóstur

2,17 lömb á kind

 

Áttavetra (árgangur ´16) eru 9

1 geld 

1 með 1

5 með 2 

2 með 3

samtals 17 fóstur

1,89 lömb á kind

 

Níuvetra (árgangur ´15) eru 2

1 með 2

1 með 3

samtals 5 fóstur

2,5 lömb á kind

 

 

Fullorðnar ær 2,20 lömb

Gemlingar 1,3 lömb

Þetta gerir þá 2,06 í heildina

Geldar ær eru með í þessum meðaltölum

 

Alls eru þetta 259 talin fóstur, en þau verða 255,

því það drepast 4 fóstur

 

 

 

Öskudagsgleði í skólanum í gær. Nú eru þeir komnir í frí

þangað til 21. febrúar. Vika í fríi

Við fórum í fjallið í dag. Tveir á skíði og einn á bretti

 

Það voru mjög fáir í fjallinu. Strákarnir komust margar ferðir

án þess að þurfa að bíða í röð

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.02.2024 19:27

Fósturtalning

Gunnar kom og taldi fóstrin í kindunum

 

 

Eldri ær 91  

0  -  6 ær

1  -  5 ær

2  -  43 ær

3  -  37 ær

202  fóstur

Fj. pr. á  2,22

 

Tveggja vetra ær 15

0  -  1 ær

1  -  2 ær

2  -  8 ær

3  -  3 ær

4  -  1 ær

31 fóstur

Fj. pr. á  2,07

 

Gemlingar 20

0  -  1

1  -  12

2  -  7

26 fóstur

Fj. pr. gemling 1,30

 

4 fóstur drepast og alls eru þetta þá 255 fóstur

 

Leiðinlegt hvað margar eru geldar. En við erum ánægð

með annað. Ég læt meiri upplýsingar inn á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

12.02.2024 19:05

Fósturtalning á morgun

Á morgun verður fósturtalið hjá okkur. Það verður spennandi

að sjá hvernig það kemur út. Ég hef grun um að eitthvað af

gemlingunum já og líklegast tvær fullorðnar séu lamblausar.

Ein fullorðin lét fyrir nokkrum dögum og svo er önnur frekar

létt á sér og leikur sér. Það á líka við um gemlingana. Það eru

einhverjar sem leika sér og eru léttar á sér. En þetta kemur í

ljós á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.02.2024 18:46

Fjallið í dag

Ég fór með tvo í fjallið í dag, meðan einn fór á

körfuboltaæfingu. Það var mikil snjókoma í byrjun, en svo

var bara fínt veður smiley

Það voru ekki margir í fjallinu 

 

Þeir voru ánægðir með daginn

 

Það styttist í fósturtalningu, en hún verður 14. eða 15. febrúar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.02.2024 18:30

Hlíðarfjall

Við fórum í fjallið í dag. Allir þrír, einn á bretti og tveir á skíði

 

Alexander

Damian

Bubbi

 

Gott veður í fjallinu

Það voru margir í fjallinu og smá biðröð

 

Meirisegja biðröð í töfrateppinu

Frábær dagur í fjallinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.02.2024 18:17

Sögulegu skákþingi lokið

Damian er búinn að standa sig vel á Skákþingi Akureyrar

sem lauk í gær. Damian lenti í 7. sæti.

Þetta kom á síðunni Skákfélags Akureyrar.

 

Damian einbeittur að tefla

 

Við fórum í fjallið í dag. Einn á skíði, einn á bretti og einn var

á skákæfingu á meðan. Þetta er alveg geggjað, að fara í

fjallið

 

 

Ég hitti þessar í fjallinu, Stefaníu og Andreu. Gaman að hitta

þær

 

Hún er svo dugleg á skíðum

 

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.02.2024 18:49

Hlíðarfjall

Ég fór í fjallið í dag með alla strákana. Tveir fóru á skíði og

einn á bretti. Það var hlýrra núna en í gær. Mér var allavega

ekki kalt núna. Ég hitti lyftuvininn minn. Hann heilsaði mér

og þegar ég fór kvaddi hann mig og gaf mér fimmu smiley

Strákarnir voru tvo tíma á skíðum/bretti og stóðu sig vel heart 

 

 

 

 

 

Smá pása til að fá sér næringu

 

Góður dagur í fjallinu í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

07.02.2024 18:54

Hlíðarfjall í dag

Ég fór með tvo í fjallið á meðan einn var á körfuboltaæfingu.

Þetta er fyrsti dagur í fjallinu þetta árið. Það var eins og þeir

hefðu verið á skíðum í gær, þeir höfðu engu gleymt.

 

Þegar ég var komin á minn stað, þar sem ég er á meðan þeir

eru á skíðum, þá kom lyftuvörðurinn og heilsaði mér með 

handabandi og sagði gaman að sjá þig, ég hef saknað þín. 

Ég spurði hann hvort hann þekkti mig og hann játti því og 

sagði þú ert búin að vera með nokkur börn hér í fjallinu, í

nokkur ár og vera til staðar fyrir þau. Ég þakkaði honum fyrir

og sagði gaman að sjá þig. Þetta var ekki Íslendingur smiley

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var frekar kalt

Töfrateppið er orðið svo flott. Yfirbyggt og með ljósum sem

skipta um lit

Það er gott að fara í fjárhúsin, á vinnubílnum, þegar veðrið

er svona. Lokað hús á bílnum.  Þessa mynd tók ég í morgun  

Flottur og góður bíll

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

18 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

21 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

19 daga

Tenglar

Eldra efni