Nú er allur snjór (þetta litla sem kom) að verða farinn og
eftir verður hálka og aftur hálka
Og það myndast tjörn á túninu
Algjört svell upp í fjárhús
Planið allt í svelli
Já allt á floti
Krummi kom til að fá sér að borða
Hann er svo styggur að ég varð að taka myndir af honum
gegnum eldhúsgluggann, til að ná myndum af honum
Hann, já eða þeir (voru tveir) voru ánægðir með matinn
Molinn kveður
Listaverk á himni í dag
Sauðburður byrjar 23. apríl. 10. maí eiga allar að vera bornar
nema þrjár sem gengu upp. Ein ber 18. maí og tvær 30. maí.
Vonandi ganga ekki fleiri upp
Bliki, sem ég sá á Hjalteyri í dag
Auðnutittlingar og Snjótittlingar í garðinum hjá okkur
Í morgunsárið
Við fórum ekki á brennuna þetta árið. Þórður er búinn að
vera veikur síðan fyrir áramót. Vonandi fer honum að batna
Við sáum brennuna héðan
Þessa tók ég í morgun
Við fengum þennan heim í fyrradag. Hann bilaði eitthvað og
nú er búið að gera við hann. Gaman að keyra hann
Ég tók þessa mynd í dag
Og þessa í morgun
Við settum síðustu rúlluna inn, af nýræktinni, í morgun. Við
höfum ekki þurft að henda neinni rúllu ennþá, sem er með
ólíkindum því þær eru svo blautar
Þær éta algjörlega upp. Svona er garðinn eftir gjöfina. Bara
moldarkögglar
Morgungjöf. Gefið á syðri garðann
Morgungjöf lokið
Kvöldgjöf. Gefið á nyðri garðann
Og syðri garðann
Og kvöldgjöf lokið
Ég fæ tilkynningu í símann þegar við sjáumst á myndavélinni.
Þá kemur, einstaklingur greindur. Myndavélin tekur upp
þegar einstaklingur er greindur og þá er hægt að skoða það
eftirá. Þessar myndir eru skjáskot af upptökunni
Við fengum þessa myndavél í jólagjöf frá Guðrúnu dóttir
okkar og fjölskyldu. Ég náði loksins að tengja hana og setja
hana upp í fjárhúsunum
Þessa mynd er ég að skoða í tölvunni minni heima í stofu.
Nú getum við fylgst með fénu heima
Ég þyrfti að færa hana aðeins til, svo við sjáum féð í öllum
krónum. Þetta er algjör snilld
Strákarnir fengu að kveikja í tertu-ruslinu. Þeir bættu aðeins
pappa við, til að geta kveikt í
Flottir snjókarlar. Hann var ekki lengi að búa þá til, kannski
svona 5 mínútur
Og þessi var alveg hugfanginn af eldinum
Við komum saman í kvöld, af tilefni afmælis Sigurjóns heitins,
pabba Þórðar og bræðra hans
Helga og Simmi buðu í kaffi. Góð samvera
Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og
komment á síðuna mína, á liðnu ári
Þessi gerði snjókarla meðan við gáfum fénu í morgun
Ég sá þennan í Lystigarðinum í dag. Gráþröstur
Og sá þennan í Jólahúsinu. Svartþrastarkerling
Simmi blés rás fyrir sprengingar kvöldsins
Snilldar hugmynd
Aðeins að leika sér í snjónum
Gamlárskvöld
Spenntir að fara að sprengja
Smá forskot á sæluna Þjófstart
Möðruvallakirkja í kvöld
Strákarnir að skjóta á jólatréð
Og svo kom að því að fara að skjóta upp
Nokkrar myndir af tertunum
Gangið hægt um gleðinnar dyr
Við vorum að versla þetta dót af Súlum, Björgunarsveitinni
á Akureyri. Það verður stuð annað kvöld
Þessi ömmu og afa gullmoli er í heimsókn þessa dagana
Nú er síðan komin í lag og ég er búin að setja inn blogg fyrir
þessa daga. Síðan bilaði 17. des. og komst í lag í dag
Verið að setja inn rúllu. Við gefum annanhvern dag, hey af
fjárhústúninu og nýræktinni. Það eru tvær nýræktarheyrúllur
eftir úti og við höfum ekki þurft að henda neinni rúllu enn
Við þurfum að handmoka heyinu upp í vagninn. Það hefur
gengið vel. Bara góð líkamsrækt. Svo erum við með svo góða
vinnumenn með okkur
Ærnar eru mjög hrifnar af þessu heyi
Maxímus er svo gæfur. Hann biður um klapp og finnst það
svo gott
Damian að draga Alexander
Og svo kom Leó og Damian dró þá báða
Þetta fannst þeim skemmtilegt
Við endurröðuðum í fjárhúsunum. Við settum allar ærnar í
fjórar krær og þurfum því ekki að gefa nema á tvo garða. Við
tókum hrútana úr gemlingunum og nú eru bara fjórir hrútar
hjá ánum, einn í hvorri kró
Það var ein ær að ganga þegar við endurröðuðum
Litlu krúttin halda áfram að koma til okkar
Við fengum margar fallegar jólagjafir. Hér koma nokkrar af
mörgum fallegum gjöfum
Við fengum þetta fallega skilti, frá Guðrúnu dóttir okkar og
fjölskyldu. Þetta ætlum við að setja upp á húsið okkar
Guðrún plataði pabba sinn. Hún gefur honum jóla bindi
hver einustu jól. Í ár setti hún stein í pakkann svo hann
mundi ekki fatta að þetta væri jóla bindi. Sniðug
Og við fengum viðbót í þetta fallega safn. Nú er nafna mín
mætt í safnið
Þetta finnst mér fallegt jólaskraut
Við fengum þennan fallega jóladúk, frá Maríu dóttur Þórðar
og fjölskyldu. Hún prjónaði hann. Mjög fallegur dúkur
Við fengum saltlampa frá fjölskyldunni Vöglum. Mér finnst
þessir lampar svo fallegir
Nafn:
Farsími:
Tölvupóstfang:
Afmælisdagur:
Heimilisfang:
Staðsetning:
Um:
Einar Breki, kom í heiminn
atburður liðinn í
13 ár
11 mánuði
17 daga
Haukur Nói, kom í heiminn
11 ár
1 mánuð
20 daga
Birgitta Ósk, kom í heiminn
3 ár
7 mánuði
18 daga
Eldra efni
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is