Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, kæru síðuvinir
 |
Vinnumennirnir okkar eru orðnir fjórir. Nú erum við með
fjóra stráka í Þelamerkurskóla Þeir verða fjórir þar til
skóla lýkur í vor 
 |
Ungur nemur, gamall temur. Hér er Þórður að kenna Bubba
á dráttarvélina, til að slóðadraga
 |
Og Bubbi kominn á stað
 |
Og Damian búinn að læra og kominn af stað
 |
Sumardagurinn fyrsti og þá er nú góður matur. Grillmatur 
 |
Eftir hádegi fórum við í girðingarvinnu. Í fyrra haust gerði
brjálað veður sem olli því að girðingin sem liggur suður-norður
fór á hliðina. Staurarnir brotnuðu af þunganum af snjónum
og rokinu
 |
Strákarnir duglegir að hjálpa okkur
 |
Þarna erum við búin að gera við
 |
Svo eru líka brotnir staurar á þessum kafla
 |
Og við gerðum við þetta líka. Nú er fjárhúshólfið og
rjómahólfið orðið fjárhelt að nýju.
Veðrið í dag var alveg frábært. Góður hiti og sól
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|