Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1638
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 3173
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 2763758
Samtals gestir: 92503
Tölur uppfærðar: 6.11.2025 16:27:42

02.10.2023 18:51

Lömbin tekin á hús

Líflömbin raða sér vel á garðann. Við tókum þau inn

í gær og þau fara ekkert meira út. Við sendum í

seinni slátrun í dag og þeim verður lógað á morgun

Þetta eru gimbrarnar okkar, hrútarnir og restin 

af sölulömbunum

 

Spennandi tími heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.10.2023 19:30

Féð rekið inn

Við rákum féð inn í dag. Við erum að senda í sláturhús á 

morgun

Líflamba króin. Við eigum aðeins eftir að fara betur yfir 

þetta og fækka aðeins

Þetta er 22-717 Vívaldi. Hann er faðir T137 lambanna okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.09.2023 16:18

Fjárbíllinn strumpastrætó

Strumpastrætóinn er að fara í nýtt hlutverk. Við ætlum að 

flytja lömb í honum

Bróðir hans Þórðar, hann Oggi, smíðaði þennan kassa í dag

og færði okkur hann

Það er hægt að rúlla sætunum fram og þá er komið gott

pláss þarna aftast í bílnum

Og þarna er verið að setja kassann í bílinn

Alveg að smella

Flotti smiðurinn heart Litli stubburinn fékk að prófa hann. 

Þetta verður snilld til að flytja lömb 

Allt hélað í morgun

Fallegir haustlitir. Möðruvallakirkja

 

Möðruvellir 3, 4 og 5

Borða brauð

Það er gaman að geta gengið út á tún og gefið kindunum

brauð. Svo skemmtilegur tími

Við vorum að heimta þessi í kvöld. Tvær ær (önnur er ekki á

myndinni) og þrjú lömb. Við erum búin að kollheimta lömbin.

Það hefur ekki skeð í fjöldamörg ár. Alveg hreint frábært. Nú

vantar okkur 3 ær. Ein er líklegast dauð, vegna þess að lömbin

sáust í fyrri göngum móðurlaus. Þau komu um daginn og eru

frekar létt. Þau eru gemlingslömb. Þá vantar okkur hvíta kollótta

og svarflekkótta veturgamla (var smálamb í vetur) 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.09.2023 17:51

Sýna niðurstöður seinar

Þessir hrútar eru undan 22-717 Vívalda. Við tókum sýni úr

þeim í vor. Sýnin mistókust og við tókum aftur sýni og sendum

það frá okkur 11. eða 12. september. Við höfum ekki fengið

niðurstöðu úr þeim ennþá. Við erum að falla á tíma með

að bíða eftir sýnunum. Við erum að senda frá okkur í 

sláturhús 2. október. Það er orðinn frekar langur tími sem

við erum búin að bíða eftir niðurstöðunni. Það er nefnilega

möguleiki á að þeir séu T137

Þessi er undan 17-323 Ingileif

Og þessi er undan 17-311 Selju

 

Vonandi fara niðurstöðurnar að berast okkur og vonandi

eru þeir með T137

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.09.2023 18:11

T137 hrútar

T137 hrútar til sölu ef einhver hefur áhuga, þrátt fyrir að

sumir séu hníflóttir/öngulhyrndir

T137 hrútur. Þrílembingur og gekk þrír undir. 24. september

var hann 56 kg.

Bróðir hans. T137 hrútur. Þrílembingur og gekk þrír undir.

Hann var vigtaður 24. september og var 49 kg.

T137 hrútur. Tvílembingur og gekk tveir undir. Hann vigtaði

61 kg. 24. september

T137 hrútur. Tvílembingur og gekk tveir undir. Hann vigtaði

40 kg. 24. september

 

Þessir hrútar fara í sláturhús 2. október

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.09.2023 19:03

Að velja ásetning

Við rákum féð inn í dag og ætlum að leggja lokahnikkinn á

að velja líflömbin. Við ætlum að hafa féð inni í nótt og byrja

strax í fyrramálið og þá verður endanlega ákveðið hvað við

setjum á

Þetta er ARR hrútur sem við keyptum á Þúfnavöllum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.09.2023 11:53

Sláturtölur

Það fóru 168 lömb í gær (við höfum talið vitlaust. Ég hélt að

þau hefðu verið 166). Þeim var lógað í dag

Meðalþyngd dilka 20,05

Gerð 10,97

Fita 8,15

Enginn einlembingur í þessu, en margir þrílembingar

 

138 og 154 gimbur undan 21-006 Gjósku og 22-715 Vísi

Tveir óvinir

 

Þessi minni varð að játa sig sigraðan

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.09.2023 19:25

Lömbin sótt

Sláturbíllinn kom og tók lömb hjá okkur í dag

 

 

 

Það fóru 166 lömb. Þeim verður slátrað á morgun

Tveir sláturbílar á sama tíma hér

KS bíll

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.09.2023 15:01

267 lömb vigtuð í dag

Við rákum inn og vigtuðum 267 lömb. Meðalvigtin á þeim

var 45,7 kg. Við eigum 270 lömb og okkur vantar 3 lömb

af fjalli

Þessi hrútur, fæddur um versló. vigtaði 25 kg. Hann er í kílóa

meðaltalinu. 

Við erum að senda lömb í sláturhúsið á morgun. Við vitum ekki

alveg hvað fara mörg lömb, en við látum það sem kemst

á bílinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.09.2023 15:44

Yndisleg stund í dag

Við systkinin og fjölskyldur komum pabba og mömmu á 

óvart með fjölskylduhitting, í dag

Yndislegt að hittast öll heart

Við heimtum tvö lömb í dag. Þetta eru lömb undan gemling.

Móðir þeirra skilaði sér ekki. Hún hefur ekki lifað sumarið af.

Við heimtum líka þessa ær. Lömbin hennar voru komin. 

Okkur vantar þá 8 hausa af fjalli. 5 ær og 3 lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.09.2023 19:43

Okkur vantar 11 hausa af fjalli

T137 hrútur undan 17-336 Natalíu og 22-717 Vívalda

Arfhreinn 138 hrútur undan 17-360 Lóu og 19-597 Ótta

T137 gimbur undan 21-009 Valíu og 22-712 Króla

T137 gimbur undan 19-463 Linsu og 22-717 Vívalda

Gimbur undan 20-522 Glósu og 22-712 Króla

Elíza að koma hlaupandi til að fá brauð

 

Elíza

Arfhreinn 138 hrútur undan 19-466 Katnis og 22-717 Vívalda

T137 hrútur undan 19-463 Linsu og 22-717 Vívalda

 

Við fórum í gegnum ærnar og okkur vantar 6 fullorðnar og

5 lömb. Það eru 3 ær með lömb á fjalli ennþá og svo vantar

okkur 3 ær þar sem lömbin eru komin. Að vísu er ein af þeim

lamblaus þar sem hún var smálamb síðasta vetur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.09.2023 17:48

Kindur

Á leið í myndatöku hlaðin brauði

Við rákum féð norður fyrir fjárhús

 

Það er nóg beit þar

 

Gimbur undan 20-508 Lundey og 22-715 Vísi

Og hrúturinn á móti

138 gimbur undan 19-475 Þyrey og 19-597 Ótta

Gimbur undan 16-298 Búbbu og 19-597 Ótta

Krummarnir eru mjög ágengir við lömbin. Þeir ráðast á þau,

þótt þau séu alfrísk. Þeir verða fljótir að fara í þau ef þau

fara afvelta

T137 hrútur undan 18-402 Rikku og 22-717 Vívalda

138 hrútur undan 18-435 Þrúgu og 22-715 Vísi

Gimbrar undan 19-464 Bosníu og 20-603 Sagosen

T137 hrútur undan 17-347 Pytlu og 22-717 Vívalda

18-409 Elíza

Gimbrin undan Elízu og 17-861 Fjalla

Og hrúturinn á móti

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.09.2023 18:49

Rigning í dag

Það er búið að rigna í allan dag og ekki gott að fara með

myndavélina út í rigninguna. Ég fór samt og tók nokkrar 

myndir

Og gaf kindunum brauð

154 gimbur undan 22-019 Krukku og 22-711 Flóna

138 gimbur undan 20-519 Syllu og 22-715 Vísi

Regnbogi

 

Nú er spurning hvort það verður rigning á morgun og þá

hvort hægt verði að taka myndir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.09.2023 19:03

Rigning og rok

Það viðraði ekki til myndatöku í dag. Rigning í nær allan dag

Féð ber sig bara vel í þessum sudda. Þessi rigning hefði 

mátt koma í júlí þegar allt var að brenna hér úr þurrk.

 

Nú fer að skella á fjárrag. Rekum inn líklegast á föstudaginn

og vigtum lömbin og veljum líflömbin

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.09.2023 17:51

T137

T137 misliti stofninn okkar

T137 og 138.  22-013 Vanadís undan 21-009 Valíu og 21-706

Hnikari

T137 gimbur undan 18-393 Klönku og 22-717 Vívalda

T137 gimbur undan 19-463 Linsu og 22-717 Vívalda

T137 hrútur undan 21-009 Valíu og 22-712 Króla

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

1 mánuð

22 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

3 mánuði

25 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

23 daga

Tenglar

Eldra efni