Kl. 21:48 verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að
lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur.
Fyrir 4,5 milljörðum ára varð jörðin fyrir árekstri. Við
áreksturinn skvettist efni út í geiminn sem þjappaðist saman
í tunglið. Jörðin hefur borið "örina" eftir áreksturinn æ síðan.
Hún nefnilega hallar pínulítið. Það er kallað möndulhalli.
Möndulhallinn veldur því að norður- og suðurhvelin halla
að og frá sólu til skiptis eftir því hvar Jörðin er á ferðalagi sínu
um sólina. Þegar norðurhvelið hallar að sólinni er sólin hátt á
lofti frá okkur séð. Dagarnir eru langir og sólin hefur nægan
tíma til að hlýja okkur. Þá er sumar. Hálfu ári síðar hallar
norðurhvelið frá sólinni. Þá er sól lægst á lofti og hefur ekki
mikinn tíma til að hlýja okkur. Þá er vetur.
Þegar hallinn að og frá sólinni er í hámarki verða sólstöður.
Sólin kemst hvorki sunnar né norðar á himinhvolfið. Markast
það af hvarfbaugum Jarðar sem eru á 23,5 breiddargráðum
norður og suður. Það er sem sagt möndulhalli Jarðar. Væri
hallinn meiri eða minni væru hvarfbaugarnir norðar eða sunnar
og árstíðirnar ýktari eða minni sem því næmi. Væri hallinn
enginn væru engar árstíðir.
Ár hvert eru tvær sólstöður, ein í desember og ein í júní.
Í dag eru vetrarsólstöður hjá okkur á norðurhveli en
sumarsólstöður á suðurhveli.
Á þessum árstíma er Jörðin jafnframt næst sólinni. VIð
ferðumst því ögn hraðar um stjörnuna okkar nú en á
sumrin. Þess vegna er veturinn (tíminn milli vetrarsólstaða
og vorjafndægurs) stysta árstíðin eða 89 dagar. Sumarið
er til samanburðar fjórum dögum lengra.
Sólstöður í desember marka stysta dag ársins hjá öllum
sem búa á norðurhveli en lengsta dag ársins hjá öllum sem
búa á suðurhveli. Á stysta degi ársins í Reykjavík gægist sólin
yfir sjóndeildarhringinn í 4 klukkustundir og 7 mínútur en í
3 klukkustundir 3 mínútur á Akureyri.
Sem sagt, ástæðan fyrir því að við fáum vetur sumar vor
og haust er sú að Jörðin hallar eftir að hafa orðið fyrir árekstri
fyrir 4,5 milljörðum ára sem myndaði tunglið.
Finnst þér það ekki dálítið merkilegt?
Ég stal þessu frá frænda mínum Sævari Helga Bragasyni 
 |
Jólasveinar á ískápnum
 |
Litli stubbur að skreyta ískápinn
 |
Aðeins snjór
 |
Og gaman að keyra þennan. Hann er notaður þessa dagana
Við eigum eftir að skrá fangdag á 18 ær
Molinn kveður
|
|
|
|
|