Í morgun kom dýralæknir frá Dýraspítalanum Lögmannshlíð
og sprautaði fyrri sprautuna fyrir samstillingu, því við ætlum
að láta sæða ærnar sem eru með T137 arfgerðina
 |
21-009 Valía er með T137
 |
22-013 Vanadís, undan Valíu er með T137
 |
Og 19-469 Æðey er að öllum líkindum líka með T137. Hún er
móðir Valíu. Niðurstaðan úr sýninu hennar kemur í lok næstu
viku.
Við létum sprauta 5 hyrndar og 5 kollóttar. Svo létum við
sprauta forystuærnar, því við ætlum ekki að nota forystuhrútinn
sem við keyptum, því hann fékk rautt flagg úr sýnatökunni.
Rautt flagg er áhættuarfgerð Við látum þá sæða 12 ær
 |
Perlu tíminn byrjaður. Gaman að perla eitthvað fyrir jólin
 |
Þarna er verið að setja seríu á annað tréð sem við fengum
í gær. Við fengum tvö tré, furu og greni
 |
Grenitréð
 |
Og furutréð
 |
Ég setti líka seríu í tvo glugga í dag
 |
Litli stubbur er duglegur að fara með okkur í fjárhúsin. Hann
verður 10 ára á morgun
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|