
|
Flettingar í dag: 1556 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 761 Gestir í gær: 3 Samtals flettingar: 2962065 Samtals gestir: 93609 Tölur uppfærðar: 7.1.2026 23:54:24
23.05.2023 19:35
 |
|
Þórður að taka sýni og marka síðasta lambið
 |
|
Já síðasta lambið að sinni
 |
|
Kindurnar leita mikið í þennan litla skóg. Þær fá skjól þarna
fyrir veðrinu sem búið er að vera og er enn
 |
|
24 nætur í gamla hjólhýsinu. Það stendur enn fyrir sínu
 |
|
Gul viðvörun í dag og á morgun. Sumarið kemur seinna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
22.05.2023 19:26
 |
|
Jæja loksins bar síðasta ærin. Hún var sónuð með tvö, en hún
kom með þrjú.
Lömbin eru þá orðin 270
124 hrútar og 146 gimbrar
Og 24 nætur í fjárhúsunum. Nú sef ég heima í nótt 
 |
|
Gimbrar undan 17-369 Babúsku og 20-603 Sagosen. Þær voru
ánægðar að komast inn þegar veðrið var vont í nótt
 |
|
Gimbrar undan 16-298 Búbbu og 19-597 Ótta
 |
|
Þessi grái gemlingur fór á fjall með þetta lamb, í fyrra, en
skilaði sér ekki í haust. Nú er búið að sjást til þeirra, móðirin
með tvö lömb og dóttirin með eitt lamb. Þau skila sér vonandi
núna í haust
 |
|
Maríuerlan alltaf falleg
 |
|
 |
|
Tveir af okkar strákum, fóru í skólaferðalag til
Reykjavíkur, í morgun. Þeir koma til baka á
fimmtudaginn. Hér er Damian í keilu. Þessi ferð
verður mikið upplifelsi fyrir hann
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
21.05.2023 18:14
 |
|
Það bar ein ær í morgun og þá er bara ein eftir. Hún ætlar
mér að sofa í fjárhúsunum 24 nætur
Lömbin eru 267
123 hrútar og 144 gimbrar
Enn er rok. Það dettur niður í smá tíma og kemur svo aftur.
Ég er að verða leið á þessu. Mig langar í logn 
 |
|
Verktaki (Hlynur) kom og bar á restina hér heima. Stykki 1 og
flagið (stykki 2). Svo bar hann á niður á engi, stykki 6. Þá er
búið að bera á allt hjá okkur
Molinn kveður
|
|
20.05.2023 16:28
 |
|
Jæja það bar ein í dag og þá eru þær bara tvær eftir. Alveg
að taka enda þessi sauðburður. Ég er búin að sofa 22 nætur
í fjárhúsunum og nú er það spurning hvort næturnar verði
23 þennan sauðburð. Þessar tvær sem eftir eru, eiga tal í
dag. Ef þær bera ekki í kvöld, þá þarf ég að vakta þær í nótt
Lömbin orðin 265
122 hrútar og 143 gimbrar
Það er búið að vera rok síðan í gærkvöld. Kviðurnar fóru í
32 m/s um níuleitið í morgun. Það er ekki gaman að taka
mydnir í svona roki. Vonandi fer að lægja. Það ríkur vel úr
öllum flögum hér í sveitinni og vonandi verður ekki tjón af
því
Molinn kveður
|
19.05.2023 16:52
 |
|
Nú eru aðeins 14 ær inni, 11 lambær og 3 óbornar
 |
|
Þessar þrjár eru óbornar. Þær eiga allar tal á morgun. Þá
líkur sauðburði
 |
|
Gimbrar undan 19-469 Æðey og 20-892 Austra
 |
|
Gimbur undan 20-493 Hjörný og 22-715 Vísi
 |
|
Gimbrar undan 15-215 Þernu og 22-717 Vívalda
Nú eru 3 óbornar
Lömbin orðin 263
121 hrútar og 142 gimbrar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
18.05.2023 18:23
 |
|
Þetta er nú meiri kindin. Hún var ekki alveg viss með lömbin
sín hvort hún ætti að stanga þetta eða hitt. Hún var alveg
vilt í nokkra daga eftir að hún bar. Hún varð svo sátt við þau
þegar við settum hana með öðrum kindum. Þá þurfti hún
að verja þau. Hún lét svona líka í fyrra. Mjög skrítið. Núna
er hún sátt við þau. 16-280 Glitbrá með gimbrar undan
20-603 Sagosen
 |
|
20-500 Muska með hrút og gimbur undan 22-712 Króla
 |
|
Gimbur undan 17-370 Karþagó og 19-597 Ótta. Þarna sést
hvernig búið er að réttast úr eyranu. Þegar merkin eru sett í,
þá hanga eyrun, en svo með tímanum réttast þau
 |
|
17-364 Þóra að gæða sér á brauði
 |
|
Og þessi hrútur líka undan 16-305 Elinóru og 22-717 Vívalda
 |
|
Maríuerla að undirbúa hreiðurgerð
 |
|
Auðnutittlingur
 |
|
Starinn ákvað að gera sér hreiður í dráttarvélinni. Þórður er
búinn að vera að rúnta með eggin og svo núna ungana.
Hann hefur bara tekið þessu rólega greyið. Þórður hefur
samt reynt að nota þessa vél eins lítið og hægt er
 |
|
Starinn að gefa ungunum orma
5 ær eftir
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
17.05.2023 18:35
 |
|
Við fórum upp í fjall til að gera við fjallsgirðinguna. Það þurfti
að gera við í ánni og lægðinni norðan við hana
 |
|
 |
|
Veðrið var mjög gott í dag. Við opnuðum hliðin þannig að
núna kemst féð upp í fjallshólf. Allt opið og féð kemst um allt
6 ær eftir
Molinn kveður
|
|
|
16.05.2023 18:05
 |
|
Við settum lambærnar út í morgun. Núna eru óbornu ærnar
inni og ær með yngstu lömbin
 |
|
Þær voru ánægðar að komast út
 |
|
Systkinalúr
 |
|
Gemlingarnir voru líka ánægðir að komast út.
Þetta er 22-022 Skúta með gimbur undan 22-711 Flóna
 |
|
22-019 Krukka með gimbrar undan Flóna
Nú eru 8 eftir að bera
Molinn kveður
|
|
|
|
|
15.05.2023 18:43
 |
|
Strákarnir á Möðruvöllum 3 að bíða eftir skólabílnum
 |
|
Það er misjafnt uppeldið hjá kindunum. Sumar þeirra eru
með lömbin algjörlega hjá sér
 |
|
En aðrar ráða ekkert við þau. Þau láta mömmurnar ekkert
segja sér að liggja kyrr, meðan þær borða
 |
|
Það hefur ekki komið þetta vonda veður eins og spáð var.
Það kom smá hríð í morgun en ekkert meira. En það er frekar
kalt. Við ætlum að setja ærnar út á morgun
 |
|
Það eru allar einstaklingsstíurnar fullar, núna þegar allar
ærnar eru inni. Við bjuggum til smá pláss í hlöðunni fyrir
nokkrar lambær
 |
|
Fullur garðinn af lömbum
 |
|
Það eru 13 ær eftir að bera
Komin 248 lömb, 111 hrútar og 137 gimbrar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
14.05.2023 17:53
 |
|
Jæja nú er spáin ekki góð fyrir morgundaginn
 |
|
Það á að snjóa
 |
|
 |
|
Óbornu ærnar
 |
|
Við ákváðum að setja allt lambféð inn og hýsa það þar til á
þriðjudaginn, til öryggis ef veðrið verður vont
 |
|
Þær hafa það nú gott þó þær þurfi að vera inni
 |
|
 |
|
Allt fullt inni í hlöðu
 |
|
Þetta verður betra þegar veðrið er gengið yfir
 |
|
Verið að sá í flagið. Robbi sá um það
20 ær eftir
233 lömb, 102 hrútar og 131 gimbrar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
13.05.2023 16:00
 |
|
Við settum ærnar út í morgun, þær sem við settum út og
aftur inn í gær. Þær eru búnar að vera í góðu veðri í dag, en
svo fór að rigna seinnipartinn og við settum þær inn. Það á
að vera leiðinlegt veður á morgun og mánudaginn. Við
setjum ekkert meira út í bili
 |
|
Það eru 23 ær eftir
Það eru komin 226 lömb, 98 hrútar og 128 gimbrar
Ég verð að fara að hvíla mig, því ekki gat ég það í nótt. Vonandi
bera þær ekki í nótt, en mega byrja strax kl. 7 í fyrramálið 
Já ég verð að fá að sofa eitthvað 
Molinn kveður
|
|
12.05.2023 16:06
 |
|
Systurnar bornar. Þetta er 22-018 Kópelía með hrút og gimbur
undan 22-711 Flóna
 |
|
Og systir hennar 22-019 Krukka kom með þrjár gimbrar. Ein
þeirra kom dauð. Þær eru undan Flóna
 |
|
Hrútur og gimbur undan 22-025 Moniku og Flóna
 |
|
Hrútur og gimbur undan 22-021 Kotru og Flóna
 |
|
Gimbur undan 21-001 París og 22-715 Vísi
 |
|
Gimbur undan 20-493 Hjörní og Vísi
 |
|
Gimbrar undan 16-298 Búbbu og 19-597 Ótta
 |
|
15-619 Eyrún með tvær gimbrar og einn hrút undan 22-714
Ægi
Við vorum búin að setja þessi út, en settum þau inn aftur
þegar fór að rigna. Þau voru ánægð að komast inn
31 ær eftir að bera. Búið að vera rólegt í dag og það bar engin
í nótt. Ég náði að hvílast vel í nótt. Nú er spurning hvernig
næsta nótt verður
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
11.05.2023 17:53
 |
|
Enn fækkar í húsunum. 37 eftir að bera. Nú fer þetta að verða
viðráðanlegt, þá semsagt rólegra. Ég er ekki búin að sjá hvort
einhverjar hafa gengið upp. Ef ekki, þá líkur sauðburði 20. maí
 |
|
 |
|
Gott fyrir þær að fá að vera úti í þessu góða veðri. Það á nú
að kólna á sunnudaginn. Þá setjum við eitthvað af þeim inn
 |
|
Enn er unnið í flaginu
Molinn kveður
|
|
|
|
10.05.2023 18:05
 |
|
Þeim fækkar ört. Þetta eru ærnar sem eftir eru að bera. Þær
eru 46. Við erum búin að vera alveg á haus í sauðburði. Nú
fer að hægjast á vinnunni og ég get sofið meira á nóttunni.
Ég svaf ekki mikið síðustu nótt, því það báru svo margar. Ég
ætla að fara að leggja mig
Molinn kveður
|
09.05.2023 16:42
 |
|
Þetta eru allar ærnar sem eftir eru að bera, eitthvað um 60.
Við erum búin að setja þær í tvær krær. Enn er þónokkur
vinna eftir í sauðburði.
Það eru komin 143 lömb. 68 hrútar og 75 gimbrar
 |
|
18-409 Elíza með hrút og gimbur undan 17-861 Fjalla. Hún
bar í gær og fékk að fara út í dag. Hún var frekar ánægð með
það
 |
|
Í dag, var byrjað að vinna stykkið sem við höfðum fyrir kálið.
Simmi er að plægja það
 |
|
Simmi að plægja
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 14 ár 3 mánuði 24 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 11 ár 5 mánuði 27 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 11 mánuði 25 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|