Nú er hægt að fljúga drónanum. Spóinn og tjaldurinn farnir
með ungana, já eða ungarnir orðnir stórir. Þeir hafa verið svo
pirraðir út í drónann þegar ég hef flogið honum, þegar unga
tímabilið er. Ég hef tekið pásu í flugi, í nánast tvo mánuði yfir
sumarið. En já nú get ég flogið. Ég er búin að fylgjast með
þessari í dag. Hún er komin að burði. Hún verður borin innan
þriggja daga
 |
Litlu lömbin hafa það gott. Nota hitann frá mömmu sinni
 |
Algjör krútt
 |
14-184 Dyrgja með hrút undan 18-593 Hamri
 |
Embla með hrútana sína.
Gráa og flekkótta gimbrarnar eru móðurlausar. Þær eru
undan 14-256 Skrítlu og 20-607 Dúa. Þær voru bara
mánaðargamlar þegar Skrítla drapst. Við létum þær eiga sig
og þær hafa bara spjarað sig vel
 |
Fallegar systur
 |
Ég flaug um allt
 |
Möðruvellir 3
 |
Ég tók þessa mynd í gærkvöld. Tunglið er lítið núna
 |
Þessa mynd tók ég í gær eftir hádegi. Það sést aðeins glitta
í tunglið
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|