Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 814
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1254
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 2967011
Samtals gestir: 93621
Tölur uppfærðar: 10.1.2026 10:27:41

25.04.2023 19:19

Stari með langan gogg

Þessi Stari er með mjög langan gogg. Hann er búinn að vera

hérna mjög lengi. Efri goggurinn er lengri en sá neðri

Það sést betur á þessari mynd. Þarna er hann að gæða sér

á fitu af hrossakjöti

Þessi Stari er með venjulegan gogg

Stari

Skógarþröstur

 

Sílamáfur

Sílamáfur tekur flugið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.04.2023 18:57

Kalt, en fallegt veður

Veðrið var fallegt í dag, en það var kalt. Ég held að það eigi

að vera kalt alla vikuna. Vonandi verður maí góður og hægt

verði að setja ærnar út fljótlega eftir burð

15. október 2022, 22-014 Gáta

18. apríl 2023, Gáta. Hálft ár á milli mynda

 

Kindurnar eru orðnar þungar á sér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.04.2023 17:54

Klippa klaufir

Þrílembur í afslöppun

Við klipptum klaufirnar á þessum hóp (gimbrar, smá/haustlömb),

í dag

Og þennan hrúta hóp (smá/haustlömb)

Við tókum líka hrútana og klipptum klaufirnar á þeim

Þessi flotti vinur okkar hjálpaði okkur 

 

Það eru svo margar lóur hérna á túnunum. Líklegast um

100 í hópum

Fallegur fugl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.04.2023 17:07

Langafi og langamma

Þessi fallegi gullmoli fæddist í nótt. Þetta er dóttur, dóttur 

sonur Þórðar. Hann gerði okkur að langafa og langömmu heart

Já við urðum eldri í nótt smiley

Við skelltum okkur í það að undirbúa sauðburðinn. Við náðum

í garðana til að setja í hlöðuna  

Þarna erum við búin að þrífa og taka til, til að setja upp 

einstaklingsstíur

Við þrifum og tókum til þarna uppi og þetta er fyrir 15 

lambær

Við erum búin að bera inn gólfið fyrir stíurnar

Og garðarnir komnir inn

Við erum líka búin að færa afrúllarann. Nú er þetta allt að 

koma. Við eigum bara eftir að koma stíunum upp og þá er

allt tilbúið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.04.2023 17:14

10 dagar

Allt í rólegheitunum í fjárhúsunum. Þær eru að safna orku fyrir

tímann sem framundan er.

Við dundum okkur eitthvað í fjárhúsunum á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.04.2023 18:46

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, kæru síðuvinir

Vinnumennirnir okkar eru orðnir fjórir. Nú erum við með

fjóra stráka í Þelamerkurskóla smiley Þeir verða fjórir þar til 

skóla lýkur í vor smiley

Ungur nemur, gamall temur. Hér er Þórður að kenna Bubba

á dráttarvélina, til að slóðadraga

Og Bubbi kominn á stað

Og Damian búinn að læra og kominn af stað

Sumardagurinn fyrsti og þá er nú góður matur. Grillmatur smiley

Eftir hádegi fórum við í girðingarvinnu. Í fyrra haust gerði

brjálað veður sem olli því að girðingin sem liggur suður-norður

fór á hliðina. Staurarnir brotnuðu af þunganum af snjónum

og rokinu

Strákarnir duglegir að hjálpa okkur

Þarna erum við búin að gera við

Svo eru líka brotnir staurar á þessum kafla

Og við gerðum við þetta líka. Nú er fjárhúshólfið og

rjómahólfið orðið fjárhelt að nýju.

Veðrið í dag var alveg frábært. Góður hiti og sól

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.04.2023 17:52

Kaffitími í fjárhúsunum

Kaffitími í fjárhúsunum, í lok morgungjafar. Nú styttist í að 

maður verði í fjárhúsunum allann sólahringinn. Það verður

29. apríl. Fyrstu ærnar eiga tal 1. maí. Kollóttar ær ganga 

styttra með og það eru nokkrar sem eiga tal fyrsta daginn

og geta þess vegna borið fyrr smiley

Það er orðið þurrt á túnum og tími kominn til að slóðadraga

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.04.2023 19:41

Rjúpa

Karri. Þeir eru nokkrir sem hafa komið hingað á síðustu

dögum. Þeir eru ekki alltaf vinir. Það hlýtur að koma að 

því að það komi kvenfugl til þeirra

Ég veit ekki hvað þessi blóm heita, en þau eru í garðinum

hjá okkur

Ég held að ég hafi aldrei séð þau hér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.04.2023 18:06

Lambamerki

Lambamerkin klár

Það var stór lóuhópur á túninu í dag

Auðnutittlingarnir eru alltaf duglegir að koma og borða úr

matarstauknum

 

 

 

Svo fallegur fugl

Nývaknaðir og á leiðinni í skólann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.04.2023 12:06

Góð útivera í dag

Við ákváðum að kaupa okkur pitsu og borða hana í Kjarnaskógi.

Veðrið var gott og við eyddum dágóðum tíma þar, já eða 

eitthvað á þriðja tíma

Allir að fara í rennibrautina

 

 

 

Flotta brúin í Kjarnaskógi

Það eru komin ný leiktæki

 

 

 

Flott æfingarsvæði

 

Það er komin hoppudýna já eða ég veit ekki hvað þetta er

kallað

 

Og allir hoppa

Þessi flugvél flaug yfir TF-FAE

Krummi að bíða eftir pitsu. Hann var á Dominos þakinu

 

Krunkaði mikið

Skógarþröstur

 

Gráþröstur

Skógarþröstur

Ég held að þetta sé gráþröstur

Stokkandarsteggur

 

 

Skógarþröstur

Í Lystigarðinum

 

Loksins já loksins sá ég silkitopp. Þeir voru sex  saman

 

 

 

 

 

Ég tók nokkrar myndir af honum. Hann var svo hátt uppi í

tréi að það var erfitt að ná af honum mynd. En ég er svo 

ánægð að hafa séð þennan fallega fugl. Þetta er í fyrsta 

skiptið sem ég sé hann. Hef bara séð hann á mynd

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

3 mánuði

26 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

5 mánuði

29 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

11 mánuði

27 daga

Tenglar

Eldra efni