Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 960
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1516
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2539304
Samtals gestir: 91311
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 09:20:45

28.12.2022 18:43

Hósti og aftur hósti

Æi, æi, það gengu upp fjórar sæðingarær í dag. Þá eru sex af

tólf gengnar upp. Ég var orðin svo bjartsýn á að það væru bara

tvær sem héldu ekki sæðingunni, en raunin var önnur. Ég hef

ekki mikla trú á þessum samstyllingarsprautum. Þær eru ekki

að virka á samstyllingu. crying Vonandi halda þessar sex sem eftir

eru. Tvær með 20-892 Austra, tvær með 21-899 Gimsteini og

tvær forystuær með 17-861 Fjalla 

 

Þrír fóru út að leika meðan sá fjórði fór á körfuboltaæfingu.

Hér eru búin að vera veikindi, kvef og hósti dauðans. Þvílíkur

hósti. Alveg sama hvað maður hóstar mikið, þá er allt fast í 

lungunum. Við erum alveg búin að fá nóg af þessu

 

 

 

 

 

Við gefum fuglunum mat á hverjum degi. Þeir eru orðnir

svo gæfir

 

 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

,

27.12.2022 19:50

Elsku Matti

Blessuð sé minning þín elsku Matti minn heart

Flottir vinnumennirnir þessa dagana

 

Þeir fengu að prufa sleðann og fara nokkra hringi

 

 

 

Það gekk nú bara mjög vel hjá þeim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.12.2022 21:12

Fjárhúslíf

Fréttir úr fjárhúsunum. Við létum sæða 12 ær. Tvær af þeim

hafa gengið upp. Vonandi halda hinar. Það ætti að koma í 

ljós eftir morgundaginn. Það eru líka þrjár búnar að ganga

upp, sem voru að ganga fyrsta daginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.12.2022 19:04

Jóladagur

Vinnumennirnir mínir búnir með morgungegningar heart

Hangikjöt á jóladag

 

Kakó og smákökur. Lífið er ljúft heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.12.2022 21:49

Gleðilega hátíð kæru síðu-vinir

Gleðileg jól kæru síðu-vinir heart

Við borðuðum léttreiktan lambahrygg. Þórhallur var með 

okkur í kvöld

Flottir strákarnir okkar

Tveir spenntir að bíða eftir að fá að opna pakkana

Samheldnu hjónin heart

 

Við förum alltaf og setjum skreytingu og kveikjum á kerti, á

aðfangadag, á leiðunum hjá okkar nánustu 

Foreldrar Þórðar

Amma og afi Þórðar

Mákona og svilkona okkar

Elsku frænka hans Þórðar, sem lést núna í byrjun september,

aðeins 29 ára heart

Litla gullið okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.12.2022 21:38

Þorláksmessa

Við keyptum leiðaskreytingu til að hafa hjá litla englinum

okkar. Hún verður sett á leiðið á morgun

Þórhallur kom og skreytti jólatréð með strákunum. Það er 

kominn spenningur í þá fyrir morgundeginum

 

Fyrsta ærin úr sæðingunum gekk upp í dag.

 

Við eigum eftir að skrá 4 ær með fangdag. Það hefur aldrei

gengið svona vel að ná fangdögum á ánum. Ég held að þessar

fjórar ær hafi farið framhjá okkur, nema að þær komi inn á

morgun. Síðasti séns fyrir þær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.12.2022 18:56

Snjómokstur og bakstur

Þórður mokaði planið

Flott gert hjá snillingnum heart

Á meðan Þórður mokaði planið, þá bakaði ég tvær uppskriftir

af mömmukökum (kossum)

Búin að ganga frá þeim. Nú læt ég þetta nægja þessi

jól

 

Nú eru 11 ær eftir að fá fangdag skráðan á sig

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.12.2022 20:02

Vetrarsólstöður

Kl. 21:48 verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að 

lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur.

 

Fyrir 4,5 milljörðum ára varð jörðin fyrir árekstri. Við 

áreksturinn skvettist efni út í geiminn sem þjappaðist saman

í tunglið. Jörðin hefur borið "örina" eftir áreksturinn æ síðan. 

Hún nefnilega hallar pínulítið. Það er kallað möndulhalli.

Möndulhallinn veldur því að norður- og suðurhvelin halla

að og frá sólu til skiptis eftir því hvar Jörðin er á ferðalagi sínu

um sólina. Þegar norðurhvelið hallar að sólinni er sólin hátt á

lofti frá okkur séð. Dagarnir eru langir og sólin hefur nægan

tíma til að hlýja okkur. Þá er sumar. Hálfu ári síðar hallar

norðurhvelið frá sólinni. Þá er sól lægst á lofti og hefur ekki

mikinn tíma til að hlýja okkur. Þá er vetur.

 

Þegar hallinn að og frá sólinni er í hámarki verða sólstöður.

Sólin kemst hvorki sunnar né norðar á himinhvolfið. Markast

það af hvarfbaugum Jarðar sem eru á 23,5 breiddargráðum

norður og suður. Það er sem sagt möndulhalli Jarðar. Væri

hallinn meiri eða minni væru hvarfbaugarnir norðar eða sunnar

og árstíðirnar ýktari eða minni sem því næmi. Væri hallinn

enginn væru engar árstíðir.

 

Ár hvert eru tvær sólstöður, ein í desember og ein í júní.

Í dag eru vetrarsólstöður hjá okkur á norðurhveli en

sumarsólstöður á suðurhveli.

 

Á þessum árstíma er Jörðin jafnframt næst sólinni. VIð

ferðumst því ögn hraðar um stjörnuna okkar nú en á

sumrin. Þess vegna er veturinn (tíminn milli vetrarsólstaða

og vorjafndægurs) stysta árstíðin eða 89 dagar. Sumarið

er til samanburðar fjórum dögum lengra.

 

Sólstöður í desember marka stysta dag ársins hjá öllum

sem búa á norðurhveli en lengsta dag ársins hjá öllum sem

búa á suðurhveli. Á stysta degi ársins í Reykjavík gægist sólin

yfir sjóndeildarhringinn í 4 klukkustundir og 7 mínútur en í

3 klukkustundir 3 mínútur á Akureyri.

 

Sem sagt, ástæðan fyrir því að við fáum vetur sumar vor

og haust er sú að Jörðin hallar eftir að hafa orðið fyrir árekstri

fyrir 4,5 milljörðum ára sem myndaði tunglið.

 

Finnst þér það ekki dálítið merkilegt?

 

Ég stal þessu frá frænda mínum Sævari Helga Bragasyni smiley

 

Jólasveinar á ískápnum

Litli stubbur að skreyta ískápinn

Aðeins snjór

Og gaman að keyra þennan. Hann er notaður þessa dagana

 

Við eigum eftir að skrá fangdag á 18 ær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.12.2022 20:10

Aðeins að jólast

Aðeins að jólast í dag. Stofan að komast í jólastuð

 

Jólatréð verður þarna í horninu. Það verður sett upp 

á þorláksmessu

Fengitíminn gengur vel. 25 ær eftir að fá fangdag. Það eru 

eftir ca. 4 dagar af gangmálinu. Og bráðum kemur í ljós 

hvort ærnar sem sæddar voru, hafa haldið. Vonandi gengur

engin þeirra upp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.12.2022 19:47

Seríur í glugga

Ég setti seríur í stofugluggana að sunnan. Jólasveinarnir,

Gríla og jólakötturinn fengu að fara á gluggasylluna

 

 

 

 

Og svo kom smá vindur sem setti snjó á gluggana, sem 

gerði þetta jólalegra

Snjósleðinn notaður í fjárhúsferðir. Það er öðruvísi að keyra

hann en fjórhjólin. Maður þarf að venjast honum

Snjótittlingar komu í mat í garðinum. Gaman að fylgjast með

þeim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

2 mánuði

2 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

Tenglar

Eldra efni