Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 26466
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 2942
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2036335
Samtals gestir: 84991
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 17:35:15

16.05.2025 09:09

5 ær eftir

Nú eru 5 ær eftir. 18-399 Melóna kom með svakalega

þrílembinga

22-014 Gáta með hrút og gimbur undan 24-734 Garp

23-040 Skrúfa með gimbur undan 24-735 Fenox. Hún bar 

það snemma að við höfðum ekkert lamb fyrir hana. Hún 

fær bara að vera með þessa einu gimbur í sumar

17-354 Þrasa með hrúta undan 24-735 Fenox

Þessi Kjói var að læðast um loftið í dag

 

Girðingarvinna í allan dag

Verið að taka netið niður 

Og rúlla nýju neti

 

Duglegir strákarnir að hjálpa okkur

 

Flotti hópurinn okkar

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.05.2025 10:28

Út í frelsið

Við settum Marey út í morgun. Hún var fegin að komast út

 

 

Gimbrar undan 23-045 Anímóu og 24-732 Velli

18-410 Túla með hrút og gimbur undan 24-733 Púka. Hún 

fékk svo hrút undan 22-012 Gormu og 24-732 Velli. Ástæðan

fyrir því að við vöndum þriðja lambið undir hana er sú, að

Gorma var þrílembd, en er einspena. Hún gengur með tvö

á einum spena og fer létt með það. Mér sýnist Túla fara létt

með að ganga með þrjú

Stari með hreiður upp í refaskála

Það er tvöfalt plast þarna og fuglinn kemst inn um lítið gat

sem er á ytra plastinu

Hér er gatið sem fuglinn fer inn um

Þarna er hreiðrið. Ég gat bara ekki tekið mynd af sjálfu

hreiðrinu, því gatið er svo lítið

Nú er Damian kominn í sumarfrí og þá er það vinnan. Við

fórum í girðingarvinnu í dag. Við ætlum að skipta út 

girðingu þar sem lömbin komast í gegn og setja lambhelda

girðingu í staðin

Hér sjást möskvarnir. Lömbin komast vel í gegnum þá

Við notuðum vinnubílinn til að rúlla af netrúllunni. Þvílíkur

munur að geta haft þetta svona

Hér er lambhelda girðingin komin og lömbin komast engan

vegin í gegn

Við kláruðum þennan stubb í dag

 

Enn eru 6 ær eftir

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 
 

14.05.2025 16:43

6 eftir

8 ær eftir í gær, en 7 ær eftir í morgun

Því 20-506 Marey bar í nótt. Hún var hjá Valver, en hún gekk

upp og fékk hjá Velli

Og meðan ég var að blogga, þá bar 18-397 Dáfríð. Þá eru 6 

ær eftir

20-521 Offa með lömbin sín undan 24-732 Velli

Gimbrar undan 23-053 Lúpínu og 23-720 Valver

Þau byrja snemma að borða brauð

Og finnst það gott

24-054 Egedía

24-066 Ferja með hrút og gimbur undan 24-737 Þyt

Afslöppun

Nafna mín kom í heimsókn og auðvitað fór hún að gefa

kindunum brauð

 

Og hún gat klappað Litfríð

Við fórum niður á engi, til að hreinsa af túninu ruslið sem

barst með Hörgánni, þegar hún flæddi yfir í vetur. Þvílíka

ruslið sem var þar

Þessi verpti á miðju túni

Vonandi verður hún farin með ungana þegar við förum að

slá þarna niðurfrá

 

 

Strákarnir voru duglegir að hjálpa við að tína þetta rusl upp

í skófluna

 

 

 

 

 

Svakalega mikið rusl. Gott að þetta er búið smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

13.05.2025 17:14

8 ær eftir

18-426 Maríka með hrút og gimbur (þessi flekkótta) undan

24-735 Fenox

18-439 Hilda með hrút undan 24-735 Fenox. Hún var einlembd

og við vöndum undir hana gimbur (þessi flekkótta) undan

18-422 Þrýstin og 24-733 Púka

Hrútur undan 23-049 Heklu og 24-733 Púka

Þrílembingar undan 20-507 Logey og 24-733 Púka

 

Þessi Maríuerla er líklegast með hreiður inni í hlöðu hjá 

okkur. Hún er svo gæf. Leyfði mér að taka margar myndir

af sér

 

 

Fallegur fugl

Hitinn fór í 18,5 stig í dag, en það var frekar hvasst. Gott að

þurrka þvott

 

Nú eru 8 ær eftir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.05.2025 17:29

10 ær eftir

24-061 Kara með gimbur undan 24-737 Þyt. Hún fer létt með

móðurhlutverkið

 

Nú eiga 10 ær eftir að bera

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.05.2025 18:28

Snjókoma í nótt

Það snjóaði aðeins í nótt

 

 

Svo kom sól og hér sést hvernig sólin hitar. Snjórinn farinn

á móti sólinni

Við settum allar lambærnar út, nema eina þrílembu

17-330 Stássa með hrút og gimbur undan 24-734 Garp. Hún

var þrílembd og þriðja lambið (gimbur) var vanin undir 

17-312 Flegðu

Þetta er gimbrin hennar Stássu. Hún er með svona svartan

blett á bossanum

Þetta svarta lamb var frekar sprækt. Hoppaði og skoppaði

um allt

Á næturvakt

Enn eru 12 ær eftir að bera hjá okkur. Vinur okkar á ær 

hjá okkur og það eru tvær eftir hjá honum.

 

Það er orðið tómlegt í fjárhúsunum. Bara óbornu ærnar og

ein þrílemba inni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.05.2025 17:25

Kindur og lömb

Ég fór út að mynda og Elíza kom hlaupandi til mín. Ég var 

sem betur fer með brauð með mér

Dóttir hennar Egedía kom líka í brauð

Flottar mæðgur

Eyvör dóttir hennar var að hugsa um að koma líka, en hafði

ekki kjark til

Hrútur (hægra megin) og gimbur (til vinstri) undan

19-460 Larisu og 24-735 Fenox

22-012 Gorma með gimbur og hrút undan 24-732 Velli. Hún 

átti annað lamb (hrút), en hann var vaninn undir 18-410 Túlu

Þrílembingar undan 21-007 Sóldögg og 24-733 Púka

Lömbin taka sig bara vel út eftir bleytuna í nótt. Veðrið var 

alveg ömurlegt í nótt. Rigning og rok

 

Enn eru eftir 12 ær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.05.2025 17:26

12 ær eftir

Nú eru 12 ær eftir að bera

 

Ég hef ekki tekið margar myndir í dag. Veðrið er búið að vera

leiðinlegt. Snjókoma, rigning og sól hafa skipst á í dag.

Kindurnar og lömbin hafa borið sig vel, þrátt fyrir bleytuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.05.2025 16:33

15 ær eftir

19-469 Æðey með hrúta undan 24-731 Galsa. Þeir fæddust 

risar. Svakaleg lömb

17-376 Fóa með gimbrar undan 24-737 Þyt

19-445 Lúra með hrúta undan 24-735 Fenox

Nú eru 15 ær eftir að bera. Sauðburður alveg að taka enda

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.05.2025 16:01

20 ær eftir

19-444 Höpp með hrút (þessi hvíti) og gimbur undan 

24-735 Fenox

23-046 Glöð með hrút og gimbur undan 24-733 Púka. Þetta

er gimbrin og hrúturinn er á bak við hana

Hrútar undan 17-354 Þrösu og 24-735 Fenox

19-464 Bosnía með hrút undan 24-735 Fenox. Hún var 

einlembd og við höfðum ekki lamb til að venja undir hana

21-006 Gjóska með hrúta undan 24-733 Púka

Nú eru 20 ær eftir að bera

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.05.2025 11:41

Girðingarvinna

Þórður að græja sig fyrir girðingarvinnu. Hann fór í fjallshólfið

til að gera við girðinguna þar. Nú er hún klár fyrir að leyfa

kindunum að fara þangað

23-045 Anímóa með tvær gimbrar undan 24-732 Velli

22-022 Skúta með tvo hrúta og eina gimbur undan

23-720 Valver

20-496 Fnjósk með kóng og drottningu, undan 24-737 Þyt

Rjúpnapar. Karrinn

Kvenfugl

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.05.2025 16:19

Áburður borinn á öll túnin

Við fengum verktaka til að bera á öll túnin, í dag

18-426 Maríka með hrút (hvíta lambið) og gimbur (flekkótta)

undan 24-735 Fenox

24-064 Náð með gimbur undan 24-737 Þyt (hvíta lambið) og 

svo fékk hún litla hrútinn undan Elízu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.05.2025 13:15

29 ær eftir

18-409 Elíza með tvo hrúta. Við tókum litla hrútinn undan

henni og vöndum hann undir gemling

18-439 Hilda með hrút undan 24-735 Fenox (þessi hvíti)

Flekkótta lambið (gimbur) er undan 18-422 Þrýstin og

24-733 Púka. Við vöndum hana undir Hildu

Heiðlóa

Hrútur undan 17-325 Litfríð og 24-732 Velli

21-007 Sóldögg með tvo hrúta og eina gimbur undan 

24-733 Púka

23-044 Eyvör bar í dag og átti tvær gimbrar og þær eru undan

23-727 Maxímus

Móflekkótt gimbur 

Og svarflekkótt gimbur

 

29 ær eftir að bera

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.05.2025 18:15

Sauðburður

Við settum nokkrar lambær út í dag. Gott veður í dag

20-521 Offa með lömbin sín, fór út í dag. Þau eru undan

24-732 Velli

Við erum með selensaltsteina og hestasteina úti fyrir

lambærnar og lömbin

22-022 Skúta með lömbin sín undan 23-720 Valver. Þau eru

öll móflekkótt eins og foreldrarnir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.05.2025 18:47

Sauðburður kominn á seinni hlutann

20-504 Myrja með tvo hrúta og eina gimbur undan

24-734 Garp

20-511 Dís með hrút og gimbur undan 24-735 Fenox 

Aðeins að knúsa mömmu sína

 

Sauðburður kominn á seinni hlutann. 

36 ær eftir að bera 

Komin rúmlega 120 lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

8 mánuði

3 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

10 mánuði

5 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

4 mánuði

3 daga

Tenglar

Eldra efni