Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2541
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 12638
Gestir í gær: 463
Samtals flettingar: 2297430
Samtals gestir: 88087
Tölur uppfærðar: 22.7.2025 01:15:39

21.07.2025 20:41

Kindur

Einn afa og ömmu gullmoli kom í heimsókn í dag. Hann á

heima í Noregi.

Við fórum og hittum nokkrar kindur. Hér er hann að gefa

Júlíu brauð. Hún á litlu lömbin. Þau eru viku gömul

20-501 Mön með hrút og tvær gimbrar undan 24-731 Galsa.

Þau eru öll hlutlaus

Mön

24-066 Ferja með hrút og gimbur undan 24-737 Þyt.

Hrúturinn er R171 og H154. Gimbrin er arfhrein R171. Þau

eru orðin svo stór. Hún er að standa sig svo vel hún Ferja

Þetta er 17-376 Fóa, móðir hennar Ferju. Hún er með flottar

gimbrar. Þessi hvíta er með R171 og H154 og þessi svarta er

með H154. Þau eru undan Þyt

24-057 Kempa með gimbrar. Þessi hægra megin er með

R171 og þessi til vinstri er með R171 og T137. Þær eru undan

24-737 Þyt

24-078 Þöll með gimbrar. Þær eru litlar greyin, en aðeins að

taka við sér. Hún bar svo seint. Önnur er með R171 og T137

og hin er með N138. Þær eru undan 24-733 Púka

22-019 Krukka með tvo hrúta og eina gimbur. Hrúturinn

næst Krukku er með T137. Hin eru hlutlaus. Þau eru undan

23-720 Valver

24-075 Valka. Hún er með hrút og gimbur og þau eru bæði

arfhrein T137. Þau eru undan 24-736 Lúða

Fóa elskar brauð

Fóa

 

 

Molinn kveður

 

 

20.07.2025 16:00

Miðaldadagar að Gásum

Við fórum á Gásir í dag. Þar voru miðaldadagar. Myndirnar

tala sínu máli

 

 

 

 

 

 

Damian að prufa að skjóta af boga

 

Og Víkingur var líka að prufa að skjóta

 

En Alexander vildi það ekki

 

 

Þúfutittlingur

Þúfutittlingur

Þúfutittlingur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

19.07.2025 18:47

Oddeyrarskólalóðin

Nafna mín kom í heimsókn í dag. Það var brallað ýmislegt.

Meðalannars farið á Oddeyrarskólalóðina og þar var tekið

vel á því

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau hefðu þurft að vera miklu lengur þarna. Það var svo

gaman

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.07.2025 15:07

Lömb undan 23-720 Valver

23-720 Valver. Hann er með arfgerðina T137. Það eru 5 lömb

undan honum sem eru líka með T137. Hér koma þau

Gimbur undan 23-053 Lúpínu. Hún er með T137. Hún er

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 22-019 Krukku. Hann er með T137. Hann er

þrílembingur og gengur þrjú undir

Gimbur undan 22-018 Kópelíu. Hún er með T137. Hún er

þrílembingur og gengur þrjú undir

Gimbur undan 22-022 Skútu. Hún er með T137. Hún er

þrílembingur og gengur þrjú undir

Hrútur á móti henni, undan Skútu. Hann er með T137

Við tókum til í hlöðunni í morgun. Við tókum niður

einstaklingsstíurnar

Damian að vinna

 

 

 

 

 

Búið að taka til. Bara eftir að setja afrúllarann á réttan stað

 

Hér er hann kominn á sinn stað og allt búið

Þessir hjálpuðu okkur

Kónguló

 

Mengun í morgun

Staðarhnjúkur er þarna í menguninni

Ég tók þessa mynd af Moldhaugnahálsinum. Þarna sést

EKKI heim að Möðruvöllum, vegna mengunar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.07.2025 02:23

Lömb undan 24-736 Lúða

24-736 Lúði. Hann er með arfgerðina T137 og T137.

Arfhreinn T137. Það eru 11 lömb undan honum sem eru

líka með T137 og sum þeirra eru arfhrein T137 og sum með

R171 og T137 og eitt með T137 og N138. Hér koma þau

Hrútur undan 24-058 Krús. Hann er með T137. Hann er

tvílembingur og Krús gengur með þau bæði

Gimbur á móti, undan Krús. Hún er með T137

Hrútur undan 24-080 Visku. Hann er með T137 og T137.

Arfhreinn T137. Hann er tvílembingur og gengur einn undir

Hrútur undan 24-054 Egedíu. Hann er með T137 og N138.

Hann er tvílembingur og gengur tvö undir. Við vöndum 

hann undir 24-082 Örðu

Gimbur á móti honum, undan Egedíu. Hún er með T137.

Egedía gengur með hana. Egedía er forystugimbur

Hrútur undan 24-075 Völku. Hann er með T137 og T137.

Arfhreinn T137. Hann er tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur á móti honum, undan Völku. Hún er líka með

T137 og T137. Arfhrein T137

Gimbur undan 24-082 Örðu. Hún er með T137 og R171.

Hún er einlembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 24-071 Rúðu. Hún er með T137 og R171.

Hún er tvílembingur en gengur ein undir

Gimbur undan 24-076 Rist. Hún er með T137 og T137. Hún

er arfhrein T137. Hún er tvílembingur og gengur tvær undir

Gimbrin á móti, undan Rist. Hún er líka arfhrein T137

Þetta er ekki þoka. Þetta er einhver loftmengun, hvaðan

sem hún kemur

Mikið mystur búið að vera hér í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.07.2025 10:42

Lömb undan 24-737 Þyt

24-737 Þytur. Hann er með arfgerðina R171. Það eru 16

lömb undan honum sem eru líka með R171 og sum þeirra 

eru líka með T137 og líka H154. Hér koma þau

Hrútur undan 20-496 Fnjósk. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbrin á móti honum, undan Fnjósk. Hún er með R171 og

H154

Gimbur undan 24-069 Hátíð. Hún er með R171. Hún er 

einlembingur og gengur ein undir

Gimbur undan 17-376 Fóu. Hún er með R171 og H154. Hún

er tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 24-074 Gátt. Hann er með R171 og R171.

Hann er arfhreinn R171. Hann er tvílembingur og gengur

tvö undir. Hann var vaninn undir Persíu, því Persía var 

einlembd. Við þurftum að lóga Gátt vegna galla

Gimbur undan 24-059 Fregn. Hún er með R171. Hún er 

tvílembingur og gengur tvö undir

Hinn hrúturinn undan 24-074 Gátt. Hann er með R171.

Hann var vaninn undir Flugu, því Fluga var einlembd

Hrútur undan 24-079 Gló. Hann er með T137, frá móðurinni.

Hann er einlembingur og gengur einn undir

Hrútur undan 24-066 Ferju. Hann er með R171 og H154.

Hann er tvílembingur og Ferja gengur með þau bæði

Gimbrin á móti, undan Ferju. Hún er með R171 og R171.

Arfhrein R171

Gimbur undan 24-067 Flóru. Hún er með R171 og R171.

Arfhrein R171. Hún er einlembingur og gengur ein undir

Gimbur undan 24-061 Köru. Hún er með R171. Hún er 

einlembingur og gengur ein undir 

Gimbur undan 24-060 Mæju. Hún er með R171. Hún er

einlembingur, en gengur tvö undir. Við vöndum undir Mæju

Gimbur undan 24-064 Náð. Hún er með R171. Hún er

einlembingur, en gengur tvö undir. Við vöndum undir Náð

Gimbur undan 24-057 Kempu. Hún er með R171. Hún er

tvílembingur og Kempa gengur með þær báðar

Gimbrin á móti, undan Kempu. Hún er bæði með R171 og

T137

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.07.2025 14:13

Lömb undan 24-733 Púka

24-733 Púki. Hann er með arfgerðina T137 og N138. Það

eru 20 lömb undan honum sem eru líka með T137 og sum

þeirra eru líka með N138. Hér koma þau

Gimbur undan 18-422 Þrýstin. Hún er með T137. Hún er 

tvílembingur og gengur ein undir

Gimbur undan 18-422 Þrýstin. Hún er með T137 og N138.

Hún er á móti gimbrinni á myndinni hér fyrir ofan. Hún

var vanin undir Hildi. Hún gengur tvö undir

Gimbur undan 19-470 Blæju. Hún er með T137. Hún er 

tvílembingur og gengur tvær undir

Gimbur á móti, undan Blæju. Hún er með T137

Hrútur undan 21-006 Gjósku. Hann er með T137. Hann er

tvílembingur og gengur tveir undir

Hrúturinn á móti, undan Gjósku. Hann er með T137

Hrútur undan 21-007 Sóldögg. Hann er með T137. Hann er

þrílembingur og Sóldögg gengur með þau öll

Gimbur undan 21-007 Sóldögg. Hún er með T137

Hrútur undan 23-046 Glöð. Hann er með T137 og T137,

arfhreinn. Hann er tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbrin á móti, undan Glöð. Hún er með T137

Gimbur undan 18-410 Túlu. Hún er með T137. Hún er 

tvílembingur, en gengur þrjú undir. Við vöndum þriðja 

lambið undir Túlu

Hrútur undan 22-021 Kotru. Hann er með T137. Hann er 

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 22-013 Vanadís. Hann er T137 og N138.

Hann er einlembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 19-475 Þyrey. Hann er með T137. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 20-507 Logey. Hún er með T137. Hún er 

þrílembingur og gengur þrjú undir. Við eigum eftir að fá 

sýni úr einu lambinu hennar

Hrútur undan 23-050 Baddý. Hann er með T137 og N138.

Hann er tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbrin á móti, undan Baddý. Hún er líka með T137 og N138

Hrútur undan 23-051 Skyssu. Hann er með T137 og H154.

Hann er þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 23-051 Skyssu. Hún er með T137 og N138

Gimbur undan 24-078 Þöll. Hún er T137 og R171. Hún er

tvílembingur og gengur tvö undir

22-107 Júlía með hrútana sína og þeir eru undan

24-735 Fenox. Við sendum sýni úr 5 lömbum, í dag

Við settum Júlíu út með lömbin sín

Damian var að fá Íslenskan ríkisborgararétt. Síðasta verk

Alþingis fyrir þinglok smiley

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.07.2025 16:08

Lömb undan 24-731 Galsa

24-731 Galsi. Hann er með arfgerðina R171. Það eru 5 lömb

undan honum sem eru líka með R171. Hér koma þau

Hrútur undan 19-463 Linsu. Hann er með R171. Hann er 

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 20-498 Hriflu. Hún er með R171. Hún er 

Tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 20-514 Dendý. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 19-469 Æðey. Hann er með R171. Hann er 

tvílembingur og gengur tveir undir

Hrútur undan 19-469 Æðey. Hann er með R171. Hann er á

móti hrútnum á myndinni fyrir ofan

Þetta er 22-107 Júlía. Hún átti tal 18. júlí, en hún bar í dag.

Hún átti gimbur og tvo hrúta. Gimbrin kom dauð. Hún var

nýdauð. Það er bara gott fyrir hana að vera bara með tvö

lömb

Tveir hrútar

 

Hún er lukkuleg með þá

Grill matur í hádeginu. Mikið svakalega var þetta gott

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.07.2025 11:37

Lömb undan 24-735 Fenox

24-735 Fenox. Hann er með arfgerðina R171. Það eru 31

lömb undan honum sem eru líka með R171 já og sum þeirra

eru líka með T137 sem kemur frá móðurinni. Hér koma þau

Gimbur undan 23-030 Þámu. Hún er með R171 og T137.

Hún er tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 20-510 Tindru. Hann er með R171. Hann er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 23-040 Skrúfu. Hún er með R171 og H154.

Hún er einlembingur og gengur ein undir

Hrútur undan 17-354 Þrösu. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 19-445 Lúru. Hann er með R171 og N138.

Hann er tvílembingur og gengur tveir undir

Hrútur undan 19-445 Lúru. Hann er með R171 og N138.

Hann er hrúturinn á móti þessum á myndinni fyrir ofan

Hrútur undan 19-464 Bosníu. Hann er með R171 og N138.

Hann er einlembingur og gengur einn undir

Gimbur undan 23-032 Floxý. Hún er með T137. Hún er 

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 20-510 Tindru. Hún er með R171. Hún er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 19-460 Larisu Hún er með R171. Hún er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 21-001 París. Hún er með R171 og H154.

Hún er þrílembingur og gengur tvö undir

 

Hér koma þrílembingar undan 18-435 Þrúgu. Þau ganga

öll undir henni

Hrútur. Hann er með R171

Hrútur. Hann er með R171 og N138

Gimbur. Hún er með R171

Hrútur undan 20-523 Þyrý. Hann er með R171. Hann er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 20-523 Þyrý. Hún er með R171. Hún er  

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 23-035 Lensu. Hún er með R171. Hún er

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 18-426 Maríku. Hún er með R171. Hún er

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 16-282 Kötlu. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur einn undir

Gimbur undan 22-024 Möntru. Hún er með R171. Hún er

þrílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 22-024 Möntru. Hann er með R171. Hann er

þrílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 20-515 Rúbý. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbrin á móti undan Rúbý. Hún er með R171

 

Hér koma þrílembingar undan 19-474 Þebu. Þau ganga öll

undir henni

Hrútur. Hann er með R171

Gimbur. Hún er með R171

Gimbur. Hún er með R171

Hrútur undan 21-009 Valíu. Hann er með T137. Hann er

tvílembingur og gengur tveir undir

Hrúturinn á móti undan Valíu. Hann er með T137 og R171

Hrútur undan 18-397 Dáfríð. Hann er með R171. Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 18-399 Melónu. Hún er með R171. Hún er

þrílembingur og þau ganga öll undir Melónu

Gimbur undan 23-041 Æsu. Hún er með R171. Hún er 

tvílembingur og gengur tvö undir

Við fórum smá rúnt á húsbílnum í dag. Við fórum í sund á

Illugastöðum og grilluðum hamborgara í Þórðarstaðarskógi.

Við keyrðum svo í gegnum Vaglaskóg og niður Dalsmynni.

Við komum við í Ártúni og keyrðum svo heim

Hamborgarar á grillinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.07.2025 11:38

Lömb undan 24-734 Garp

24-734 Garpur. Hann er með arfgerðina R171. Það eru 7

lömb undan honum sem eru líka með R171. Hér koma þau

Hrútur undan 22-014 Gátu. Hann er með R171 og H154.

Hann er tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 18-402 Rikku. Hann er með R171.  Hann er

tvílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 22-020 Skel. Hann er með R171. Hann er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 17-330 Stássu. Hún er með R171. Hún er

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 17-330 Stássu. Hún er með R171. Hún er 

þrílembingur og gengur tvö undir

Hrútur undan 20-504 Myrju. Hann er með R171. Hann er 

þrílembingur og gengur tvö undir

Gimbur undan 18-431 Skeið. Hún er með R171. Hún er 

þrílembingur og gengur tvö undir

Við rákum kindurnar inn, sem eru hér heima, til að ná 

kindunum sem eiga að bera í sumar. Ein þeirra á tal 18. júlí.

Við ætlum að hafa þær nær okkur til að geta fylgst með þeim.

Þetta er Fóa með gimbrarnar sínar. Þessi svarta sést ekki 

vel. Þær eru að verða jafn stórar henni 

Mön er með stóra þrílembinga

Þessi hrútur er undan Mön

Tveir gemlingar með lömbin sín

Þessi ömmu og afa gullmoli er 11 ára í dag eins og teljarinn

hér til hliðar sýnir. Til hamingju með afmælið elsku gull

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.07.2025 16:11

Lömb undan 24-732 Velli

24-732 Völlur. Hann er með arfgerðina T137. Það eru 8

lömb undan honum sem eru líka með T137. Hér koma þau

Gimbur undan 23-045 Anímóu. Hún er með T137 og H154.

Hún er þrílembingur en gengur tvö undir

Hrútur undan 20-522 Glósu. Hann er með T137. Hann er 

þrílembingur, en gengur einn undir

Hrútur undan 22-011 Glás. Hann er með T137. Hann er

tvílembingur og hún gengur með þau bæði

Hér er gimbrin á móti, undan Glás. Hún er með T137

Hrútur undan 20-521 Offu. Hann er með T137. Hann er 

þrílembingur og hún gengur með þau öll

 

Svo koma hér þrílembingar undan 20-506 Marey, en þau

urðu móðurlaus tveggja vikna gömul greyin

Hrútur með T137

Hrútur með T137

Gimbur með T137

 

Já það verður erfitt valið á líflömbunum í haust

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.07.2025 11:51

Framhald af bloggi 8.júlí

Þetta er eiginlega framhald af blogginu 8. júlí. Við vorum að

fá úr greiningu og við bættust fjögur lömb með góða arfgerð.

Við eigum þá 10 gimbrar og 5 hrúta með þessa góðu arfgerð.

Hér koma myndir af þeim sem bættust við

Gimbur undan 24-066 Ferju og 24-737 Þyt. Hún er með 

R171/R171,  arfhrein

Gimbur undan 24-076 Rist og 24-736 Lúða. Hún er með

T137/T137,  arfhrein

Gimbur undan 24-057 Kempu og 24-737 þyt. Hún er með

T137 og R171

Hrútur undan 21-009 Valíu og 24-735 Fenox. Hann er með

T137 og R171

Við eigum eftir að fá nokkur sýni úr greiningu. Við tókum

saman þau lömb sem eru með góða arfgerð

 

Nú er gott að eiga myndir af öllum lömbunum smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

09.07.2025 17:30

Fótboltastrákur

Víkingur fór á æfingu í dag og fannst mjög gaman

Hann er að æfa hjá Þór

Fótboltasnillingur

Auðnutittlingsungi

Móðurlausu þrílembingarnir. Þeir eru undan 20-506 Marey

og 24-732 Velli. Hrúturinn fyrir miðju er með arfgerð T137.

Gimbrin (þessi til hægri) er með T137 og það á eftir að 

greina sýnið úr hrútnum til vinstri. Þau eru að taka við sér

núna, en það var erfitt á þeim þegar þau misstu móður sína.

Þau voru ekki nema tveggja vikna þá greyin.

 

Vorum að fá greiningu á hrútnum og hann er með T137.

Þau eru þá öll með T137 heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.07.2025 14:13

Lömb með góða arfgerð

Gimbur undan 23-030 Þámu og 24-735 Fenox. Hún er bæði

með T137 og R171

Hrútur undan 24-074 Gátt og 24-737 Þyt. Hann er með

R171/R171,  arfhreinn

Hrútur undan 24-080 Visku og 24-736 Lúða. Hann er með

T137/T137,  arfhreinn

Hrútur undan 24-075 Völku og 24-736 Lúða. Hann er með

T137/T137,  arfhreinn

Gimbur undan 24-075 Völku og 24-736 Lúða. Hún er með

T137/T137, arfhrein

Hrútur undan 23-046 Glöð og 24-733 Púka. Hann er með

T137/T137,  arfhreinn

Gimbur undan 24-067 Flóru og 24-737 Þyt. Hún er með

R171/R171,  arfhrein

Gimbur undan 24-082 Örðu og 24-736 Lúða. Hún er með

T137 og R171

Gimbur undan 24-071 Rúðu og 24-736 Lúða. Hún er með

T137 og R171

Gimbur undan 24-076 Rist og 24-736 Lúða. Hún er með

T137/T137,  arfhrein

Gimbur undan 24-078 Þöll og 24-733 Púka. Hún er með

T137 og R171

 

Við eigum eftir að fá greiningu úr 28 lömbum. Vonandi koma

þær núna á föstudaginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.07.2025 20:11

Annar í afmæli

Við gáfum Víking fótbolta, fótboltaskó og sokka í afmælisgjöf

Hann var mjög ánægður með þetta og fór á fyrstu

fótboltaæfinguna í dag

Svo var smá afmælisveisla

Sóldögg með þrjú lömb. Annar hrúturinn er N138 og hinn er

T137. Greiningin úr gimbrinni er ekki komin.

Fóa með tvær gimbrar. Önnur gimbrin er með H154 og R171,

hin er bara með H154 sad oohh uppáhaldið mitt sad

Þau stækka vel

Mön með sín þrjú lömb. Þau eru öll með hlutlausa arfgerð

Og Offa með sín þrjú lömb. Hrúturinn er með T137, en báðar

gimbrarnar eru hlutlausar

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

10 mánuði

8 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

10 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

6 mánuði

8 daga

Tenglar

Eldra efni