
|
Flettingar í dag: 1455 Gestir í dag: 70 Flettingar í gær: 1537 Gestir í gær: 83 Samtals flettingar: 2247613 Samtals gestir: 87014 Tölur uppfærðar: 9.7.2025 22:29:38
09.07.2025 19:30
 |
Víkingur fór á æfingu í dag og fannst mjög gaman
 |
Hann er að æfa hjá Þór
 |
Fótboltasnillingur
 |
Auðnutittlingsungi
 |
Móðurlausu þrílembingarnir. Þeir eru undan 20-506 Marey
og 24-732 Velli. Hrúturinn fyrir miðju er með arfgerð T137.
Gimbrin (þessi til hægri) er með T137 og það á eftir að
greina sýnið úr hrútnum til vinstri. Þau eru að taka við sér
núna, en það var erfitt á þeim þegar þau misstu móður sína.
Þau voru ekki nema tveggja vikna þá greyin
Molinn kveður
|
|
|
|
|
08.07.2025 14:13
 |
Gimbur undan 23-030 Þámu og 24-735 Fenox. Hún er bæði
með T137 og R171
 |
Hrútur undan 24-074 Gátt og 24-737 Þyt. Hann er með
R171/R171, arfhreinn
 |
Hrútur undan 24-080 Visku og 24-736 Lúða. Hann er með
T137/T137, arfhreinn
 |
Hrútur undan 24-075 Völku og 24-736 Lúða. Hann er með
T137/T137, arfhreinn
 |
Gimbur undan 24-075 Völku og 24-736 Lúða. Hún er með
T137/T137, arfhrein
 |
Hrútur undan 23-046 Glöð og 24-733 Púka. Hann er með
T137/T137, arfhreinn
 |
Gimbur undan 24-067 Flóru og 24-737 Þyt. Hún er með
R171/R171, arfhrein
 |
Gimbur undan 24-082 Örðu og 24-736 Lúða. Hún er með
T137 og R171
 |
Gimbur undan 24-071 Rúðu og 24-736 Lúða. Hún er með
T137 og R171
 |
Gimbur undan 24-076 Rist og 24-736 Lúða. Hún er með
T137/T137, arfhrein
 |
Gimbur undan 24-078 Þöll og 24-733 Púka. Hún er með
T137 og R171
Við eigum eftir að fá greiningu úr 28 lömbum. Vonandi koma
þær núna á föstudaginn
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
07.07.2025 20:11
 |
Við gáfum Víking fótbolta, fótboltaskó og sokka í afmælisgjöf
 |
Hann var mjög ánægður með þetta og fór á fyrstu
fótboltaæfinguna í dag
 |
Svo var smá afmælisveisla
 |
Sóldögg með þrjú lömb. Annar hrúturinn er N138 og hinn er
T137. Greiningin úr gimbrinni er ekki komin.
Fóa með tvær gimbrar. Önnur gimbrin er með H154 og R171,
hin er bara með H154 oohh uppáhaldið mitt 
Þau stækka vel
 |
Mön með sín þrjú lömb. Þau eru öll með hlutlausa arfgerð
 |
Og Offa með sín þrjú lömb. Hrúturinn er með T137, en báðar
gimbrarnar eru hlutlausar
 |
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
06.07.2025 12:43
 |
Þessi fallegi strákur á afmæli í dag og er orðinn 9 ára. Við
ætlum að vera með smá afmæliskaffi á morgun fyrir hann
 |
Við vöknuðum við Kjalarlandsrétt í morgun og fórum á
Skagaströnd
 |
Við tókum smá rúnt um bæinn
 |
Reykholt, fæðingarstaðurinn okkar Hafeyjar systur
 |
Frændi minn býr í þessu húsi
 |
Við keyrðum svo fyrir skagann og á Krókinn
 |
Ketubjörg
 |
Drangey
 |
Við fórum í skírnarveislu hjá frænda mínum, Emil Helga sem
var skírður í dag
 |
Strákarnir fengu að fara í símana þegar þeir voru búnir að
fá sér að borða í veislunni
Við keyrðum svo heim eftir veisluna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
05.07.2025 12:36
 |
Morgunmatur tekinn í Haganesvík
 |
 |
Við vorum mjög heppin með veðrið
 |
Við fórum í smá göngutúr um svæðið
 |
 |
Stóri bróðir svo góður við litlu systur
 |
 |
Æi dauð kolla
 |
Kríurnar voru ekki ánægðar með þá
 |
Þessi náð kollinum á Damian
 |
 |
 |
Þessi krúttkarl verður 9 ára á morgun
 |
 |
Nafna sorgmædd yfir kollunni
 |
Ömmu gullin að kíkja á ömmu
 |
Haganesvík, þar sem við vorum. Við keyrðum á Sauðárkrók
og fengum okkur að borða hangikjöt og steiktar kjötbollur
 |
Málmey
 |
Drangey
 |
Og Þórðarhöfði
 |
Mikið að gera í eldamennskunni. Jafningur með hangikjötinu
og steiktar ömmu kjötbollur. Já ég veit, bíllinn hallaðist aðeins
 |
Guðrún og börn urðu eftir á Sauðárkróki og ætla að gista
þar, en við héldum áfram og yfir Þverárfjall. Við ákváðum
að leggja við Kjalarlandsrétt. Hún er rétt hjá Skagaströnd.
Rúnar frændi minn kom í heimsókn til okkar í bílinn
 |
Og enn heppin með veðrið
Hér koma myndir af fuglum sem ég tók í morgun
 |
Stelkur
 |
Sandlóa
 |
Æðakolla
 |
Óðinshanar
 |
Óðinshani
 |
Óðinshani
 |
Óðinshani
 |
Himbrimi
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
04.07.2025 19:31
 |
Rikki og Þórður byrjuðu að keyra rúllum heim, hálf átta í
morgun
 |
Rikki stóð sig vel
 |
Ein stæðan
 |
Þórður að taka síðustu rúlluna
 |
 |
Og setja hana í stæðuna
 |
 |
339 rúllur í stæðum við fjárhúsin
 |
Þórður bíður ekki lengi með að keyra heim rúllurnar. Svo
duglegur þessi elska 
 |
Við ákváðum að fara smá rúnt á húsbílnum, fyrst heyskapur
er búinn í bili. Við keyrðum gegnum Dalvík, Ólafsfjörð og
Siglufjörð og fórum í Fljótin
 |
Hér í Haganesvíkinni ætlum við að sofa
 |
Það er stór og mikil fjara fyrir börnin. Það verður gaman í
fyrramálið hjá þeim á meðan ég græja morgunmatinn
 |
Guðrún og börn eru með okkur og gista í öðrum húsbíl. Við
borðuðum bara pylsur í kvöldmat. Sjáum hvað við fáum á
morgun 
 |
Klukkan níu í kvöld og enn sól
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
03.07.2025 16:28
 |
Það var byrjað snemma í morgun að ganga frá endum og
merkja rúllur. Damian að merkja og ganga frá
 |
Og Rikki gerði það líka meðan hann beið eftir að Þórður
væri búinn að setja rúllur á vagninn
 |
 |
Þórður að setja rúllur á vagninn
 |
 |
 |
Rikki stóð sig vel í að keyra heim rúllunum. Þeir kláruðu að
keyra heim af nýræktinni (stykki 2) 79 rúllum.
Það verður haldið áfram á morgun
 |
 |
 |
 |
Við Víkingur tókum hey sem gleymdist að rúlla. Við settum
það upp á litlu kerruna
 |
Þessi bjalla var hér úti að spóka sig
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
02.07.2025 13:30
 |
Mynd frá því í gær. Rikki snéri öllu í morgun. Það var sól og
gola. Þokkalegur þurrkur
 |
Þórður garðaði allt upp eftir mat
 |
Við vorum í vandræðum með að fá rúllun, en Robbi í
Dunhaga bjargaði okkur með eitt stykki. Stykki 2 (nýræktin).
Það voru 79 rúllur á því stykki. Svakalega mikið, þar sem við
beyttum það, þar til ærnar fóru á fjall
 |
Svo kom Guðmundur á Þúfnavöllum og rúllaði restina.
Stykki 9, stykki 4 og stykki 1
Á stykki 9 voru 27 rúllur
Á stykki 4 voru 13 rúllur
Á stykki 1 voru 17 rúllur
Við erum þá búin að heyja 309 rúllur í fyrri slætti.
Áttum 30 rúllur síðan í fyrra.
Við verðum ekki heylaus í vetur.
Fyrri heyskap lokið þegar búið er að keyra rúllurnar heim
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
01.07.2025 15:49
 |
Rikki snéri öllu í dag. Hann stóð sig mjög vel
 |
Þórður sló stykki 9 og 4. Rikki snéri líka á þeim stykkjum
 |
 |
22-107 Júlía sónaðist geld. Við settum hana hjá hrút og
útkoman er sú, að hún á tal 18. júlí. Það er alveg öruggt
að hún hefur fengið. Nú er bara spurning hvort hún verður
tvílembd eða þrílembd. Vonandi verða bara tvö lömb
 |
Þessar gimbrar eru í uppáhaldi hjá mér. Vonandi verða þær
báðar með R171. Faðir þeirra 24-737 Þytur er með það.
Móðir þeirra 17-376 Fóa er með H154 og hún er móðir
23-941 Fastusar sem var á sæðingarstöð síðasta vetur
 |
Þetta er systir þeirra. 24-066 Ferja. Hún er með R171 og
H154. Þarna er hún með hrút og gimbur sem bæði gætu
orðið arfhrein R171, því faðirinn er Þytur og með R171.
Þessi gemlingur er systir Fastusar að móðurinni til
 |
Nú kemst ég til að gefa kindunum brauð. Og mikið sem það
er gaman að vera komin aftur á stjá
 |
 |
Svo gaman og þvílíkt sem lömbin stækka
Á morgun eru komnar þrjár vikur síðan ég fékk stálhné.
Það gengur mjög vel hjá mér. Allt á réttri leið
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
30.06.2025 20:11
 |
Þórður sló tvö stykki í dag, stykki 1 og 2. Vonandi verður
hægt að ná því á næstu dögum
 |
Hamborgari og beikon í matinn í dag og þessi sá um að
grilla. Mjög góður matur 
Molinn kveður
|
|
29.06.2025 15:33
 |
Við fórum í dýragarðinn Daladýrð í dag
 |
Það var mjög gaman að stökkva í heyið
 |
Frændsystkin að leika sér í heyinu
 |
 |
Bræðradætur
 |
Auðvitað fengum við okkur ís
 |
Frændsystkin að borða ís. Gaman að koma þarna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
28.06.2025 17:32
 |
Hrútur undan 24-058 Krús og 24-736 Lúða. Hann er með
arfgerðina T137 vegna þess að faðir hans er arfhreinn T137.
Svo er möguleiki að hann verði líka R171, því móðir hans
er með það. Það verður gaman að sjá þegar arfgerðarsýnin
verða greind
 |
Þetta er gimbur á móti honum. Það er þá líka spurning hvort
hún fái arfgerðina R171. Hún er með T137. Við eigum eftir
að fá greiningu á hana líka. Hlakka til næsta föstudag, því
vonandi fáum við eitthvað af greiningunum þá.
Við eigum eitthvað af lömbum sem eiga möguleika að fá
bæði T137 og R171
Molinn kveður
|
|
27.06.2025 17:35
 |
Við rákum féð sem er hérna heima, inn og klipptum klaufir
á þeim og gáfum þeim ormalyf. Öll fengu ormalyf, bæði
lömb og fullorðið
 |
 |
 |
Verið að gefa ormalyfið
 |
21-007 Sóldögg með tvo hrúta og eina gimbur undan
24-733 Púka
 |
Gimbur undan 22-019 Krukku og 23-720 Valver
 |
17-376 Fóa með gimbrar undan 24-737 Þyt
Nú fara að tínast inn arfgerðargreiningarnar á lömbunum.
Við fengum þrjár í dag. Það er greinilega bara lesið inn á
föstudögum.
Við fengum tvö T137 lömb og svo var eitt hlutlaust
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
26.06.2025 18:06
 |
Þórður fór snemma í morgun að keyra heim rúllunum
neðan af engi
 |
Hér tekur hann síðustu rúlluna af túninu
 |
Og lætur hana á vagninn
|
|
 |
Og á heimleið
 |
 |
 |
 |
Þvílíkur dugnaður í einum manni. Búinn að keyra heim 79
rúllum. Hann á engann sér líkan 
Ég hins vegar er búin að vera í leti í dag
 |
Já þarna eru Möðruvellir 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
25.06.2025 17:37
 |
Mynd tekin í gær. Þórður snéri tvisvar í morgun á stykki 6 á
enginu. Hann garðaði svo um hádegi og Guðmundur á
Þúfnavöllum kom og rúllaði. Það náðist áður en fór að rigna,
en rigningin lét ekki á sér standa. 79 rúllur voru af þessu stykki
 |
 |
 |
Tvær vikur í dag, frá aðgerð á hægra hné. Ég er búin að vera
mikið á ferðinni, en hef passað mig mjög vel. Ég hef ekki haft
mikla verki, að vísu bara verki þegar ég hef beygt og rétt úr
fætinum. Ég fór til sjúkraþjálfa í annað sinn, í morgun. Hún
er mjög ánægð með það sem ég get gert. Ég er á réttu róli
og vel það. Ég þarf ekki að hafa hækjur hér heima, en þarf
að hafa þær úti. Ég er farin að keyra bíl og það er auðveldara
en áður en ég fór í aðgerðina.
Ég er svo ánægð með þetta allt saman 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 9 mánuði 25 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 11 mánuði 28 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 5 mánuði 26 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|