Það eru fjórar ær búnar að láta hjá okkur, 10 lömbum/fóstrum.
Ein lét í mars, önnur í byrjun apríl og svo tvær í fyrradag og
daginn þar á undan. Við vorum svo með eina ær, sem fékk
einhverja taugaklemmu og hefur varla getað staðið, í nokkra
daga. Hún átti að bera fyrsta daginn, eða 23. apríl, en bar í
dag þremur lömbum. Það var ekki dropi af mjólk í henni.
Við ákváðum að venja lömbin undir þessar sem létu
17. og 18. apríl. Þær eru nú ekki alveg að taka því,
en ég hef trú á því að þær taki lömbin. Þær verða bara að
gera það, því það er mikið í þeim
 |
22-107 Júlía, lét þremur lömbum, 17. apríl, en átti að bera
27. apríl. Við létum eitt undir hana
 |
20-491 Santína lét tveimur lömbum 18. apríl, en átti að bera
23. apríl. Það er sorglegt þegar þær láta Hún fékk tvö
lömb og vonandi tekur hún þau
 |
Það er svakalegur skafl sunnan við hlöðuna
 |
Ég veit ekki hvenær hann hefði farið, ef Simmi hefði ekki
mokað hann
 |
 |
Hann tók hann næstum því allann
 |
Algjör snilld
 |
Nú er allt á floti
 |
Það er bara lækur á milli íbúðarhús og bílskúrs
 |
Og á veginum fyrir neðan húsið
 |
Simmi mokaði líka frá ræsinu sem liggur í gegnum veginn.
Vonandi opnast ræsið fljótt þannig að það verði ekki allt á
floti lengi
 |
Hann mokaði líka til þarna á túninu
 |
Já þetta er allt á floti
 |
Vatnsstraumur
 |
Þessi höfðingi er bróðir minn, og er 60 ára í dag.
Til hamingju með stórafmælið elsku Rikki 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|